Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 21
C 21 ned Pravda loses it nnpflBflfl Lenin’s head replaces the Pravda medals iiénpflBflfl thc medal-loving Leonid President Gorbachev's Ne* Bre/.hnev who, when he was Year message was publishei not giving awards to himself. in full on the front page. Insidi was happy to give them to there wasafashionarticlc witi others. six photographs of Dior mod Above Pravda’s title yester- els. and a cartoon showing day there was a strapline. in sinall boy bearing a flower p blue. saying "Welcome. 1990". peace bursting through the th Below were large photographs iron sides of a tank. of Grandfather Frost. the Rus- Pravda. for so long th' sian cousin of Santa Claus, and thundering voice of the Krem of a sleigh drawn by three lin. found itself in trouble las horses dashing through the year. Its circulation of mor »now. the very picture of a than ten million fell to abou 'omantic Russian winter._6 5 million. Other newspapers Pravda „fyrir og eftir“. Pravda fær nýjaii haus PRAVDA, MÁLGAGN sovéska kommúnistaflokksins, hefiir tek- ið upp nýjan og einfaldari blað- haus. Teikning af Lenín, stofii- anda blaðsins, er komin í stað mynda af þremur heiðursmerkj- um, sem blaðið heftir hlotið. Lesendum var tilkynnt að þetta væri fyrsta breytingin á blað- hausnum síðan 1972 og á það var lögð áhersla að blaðið væri stolt af heiðursmerkjunum, þótt myndirnar af þeim hefðu verið fjarlægðar. Nafn blaðsins, Pravda (sannleik- ur), er prentað stærri stöfum en áður. Undir teikningunni af Lenín stendur: „V.I. Lenín stofnaði þetta blað 5. maí 1912.“ Vígorðið „Verka- menn allra landa sameinist“ er á sínum stað fyrir ofan blaðhausinn, en í stað „Kommúnistaf lokkur Sov- étríkjanna" stendur „málgagn mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna“ til að sýna hver útgefand- inn er. MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 DAGUR VONAR Skin o g skúrir í 70 ára sögu eina dagblaðsins utan Reykjavíkur LJÓST ER að talsverðar breytingar verða á eignarhaldi dag- blaðsins Dags á Akureyri á næstunni. Blaðið var stofiiað af nokkr- um einstaklingum 12. febrúar 1918, en var skömmu síðar gefið tveimur fi-amsóknarfélögum, á Akureyri og í Eyjafirði sem það hafa átt í 72 ár. Árið 1981 var hlutafélagið Dagsprent hf. stofnað og er niðurstaða fimm mánaða greiðslustöðvunar í kjölfar rekstr- arerfiðleika fyrirtækjanna sú að dótturfyrirtæki Dags, Dags- prent, yfirtekur rekstur blaðsins. KEA á stærstan hlut í Dags- prenti og fyrir liggur samþykkt sljórnar kaupfélagsins um að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu verulega. Heildarhlutafé er nú um 23 milljónir og verður það aukið um a.m.k. helming. KEA verður áfram stærsti hluthafinn, en eign framsóknarfélaganna í blaðinu verður metin og fá þau hana greidda í hlutabréfúm i Dagsprenti hf. að hafa skipst á skin og skúr- ir í rösklega 70 ára sögu blaðsins, sem í upphafi kom út einu sinni í viku, fjórar síður að stærð og í helmingi minna broti en það nú er í. Útgáfudögum fjölgaði í tvo á viku er fram liðu stundir. Er blaðið var að stíga sín fyrstu skref var blaðaútgáfa á Akureyri mun líflegri en nú er, en lengi vel komu reglulega út í bænum fimm blöð, auk Dags íslendingur, Alþýðumaðurinn, Verkamaðurinn og Norðurland. Á 60 ára afmæli blaðsins, árið 1978, eignaðist það fyrst eigið húsnæði; efri hæð hússins númer 12 við Tryggvabraut. Þremur árum síðar voru höfð makaskipti á fasteignum við Smjörlíkisgerð Akureyrar og var starfsemin flutt á núverandi stað í 600 fermetra húsnæði við Strandgötu 31 síðla árs 1981. Sama ár lögðu Dags- menn drögin að stofnun eigin prentsmiðju, en blaðið hafði alla tíð verið prentað hjá Prentverki Odds Björnssonar. Eftir að útkomudagar blaðsins höfðu verið þrír um nokkurra ára skeið var Dagur gerður að dag- blaði í september árið 1985 og kom það í fyrstu út frá mánudegi til föstudags. Bragi V. Berg- mann ritstjóri Dags segir að mánudagsút- gáfan hafi verið blaðinu dýr og var hún því aflögð. Starfsmenn Dags og Dagsprents eru nú tæp- lega 40 og hefur blaðið starfandi blaðamenn í fullu starfi á Húsavík og Sauðárkróki, en einnig hafði blaðið skrifstofur á Blönduósi og í Reykjavík um skeið. Dagur er prentaður í tæplega 6.000 eintaka upplagi og er nær eingöngu seldur í áskrift. Þeir erfiðleikar sem fyrirtækin hafa gengið í gegnum síðustu tvö BAKSVID ejtir Margréti Póru Pórsdóttur Á RITSTJÓRN DAGS - Bragi V. Bergmann ritstjóri og Ríkarður Jónasson útlitsteiknari ræða næsta Dag: „í sjálfu sér er auðvelt að gefa út dagblað á landsbyggðinni...“ ár, segir Bragi að rekja megi til mikilla fjárfestinga og minnkandi verkefna í prentsmiðju í kjölfar þess að blöð sem áður komu út í bænum hafi dáið drottni sínum. Rekstur Dags gekk vel á síðasta ári, að sögn Braga, en samkvæmt 9 mánuða uppgjöri hafði blaðið skilað um 5 milljón króna hagnaði eftir fjármagnsgjöld. Rekstur Dagsprents gekk ekki jafn vel og varð 5 milljón króna tap á rekstr- inum sömu mánuði. Á fyrstu árum Dagsprents hafði fyrirtækið tekjur vegna prentunar Islendings, Norður- lands, Alþýðumannsins, Norður- slóðar og Feykis. Feykir er nú prentaður í heimabyggð og hin blöðin hætt að koma út reglulega, að Norðurslóð undanskilinni. „Það er í sjálfu sér auðvelt að gefa út dagblað á landsbyggðinni, en erf- iðleikarnir eru fyrst og fremst fólgnir í rekstri prentsmiðjunnar. Hér er ekki um það að ræða að blöð sameinist um slíkan rekstur eins og er í Reykjavík. Þrátt fyrir að við höfum misst stór verkefni erum við nauðbeygðir til að halda úti prentsmiðjurekstri," segir Bragi. Um 950 fermetra stækkun á húsnæði, sem ráðist var í árið 1987, hefur einnig verið fyrir- tækjunum erfið fjárhagslega, en Bragi segir að í kjölfar minnkandi verkefna í prentsmiðju hafi þess verið freistað að fara út í alhliða prentsmiðjurekstur, sem kallaði á aukinn tækjakost og rýmra hús- næði en fyrir hendi var. Björn Björnsson forstöðumaður inn- lendrar dagskrárgerðar Stöðvar 2: Ottast að niðurskurð- ur bitni á innlendu efiii Tæpur helmingur starfefólksins á förum ALLAR LÍKUR benda til að tæplega helmingur starfsfólks innlendr- ar dagskrárgerðar Stöðvar 2 hætti störfúm á næstunni. Því fólki, alls þrettán starfsmönnum, hefur ýmist verið sagt upp störfúm eða það sagt upp sjálft, en óvíst er um endurráðningar samfara endur- skipulagningu Stöðvar 2. Björn G. Börnsson, forstöðumaður innlendr- ar dagskrárgerðar, sagði að mikil óvissa ríkti um framhald á fram- leiðslu innlends dagskrárefiiis. Ný stjórn hefði engin svör á reiðum höndum og bitnaði niðurskurður nú harkalega á deildinni annað árið í röð. Þrjátíu manns starfa í innlendri dagskrárgerðardeiid, en und- ir hana falla íþróttir, grafík, leikmyndir, barnaefni og þáttagerð. „Við erum að bíða eftir að fá að vita hvernig þessi nýja stjórn hugs- ar sér að skipta kökunni. Ef stefiia nýrrar stjórnar er að láta niður- skurðinn bitna fyrst og fremst á innlendri dagskrárgerð, þá hætta vissulega þessir þrettán starfsmenn," sagði Björn. Bjöm hefur nýlega lokið við gerð fjárhagsáætlunar 1990 fyrir innlenda dagskrárgerðardeild Stöðv- ar 2 og er hún í sama dúr og verið hefur. Hinsvegar hafa aðeins tveir fyrstu mánuðir hennar hlotið sam- þykki nýrrar stjómar. Óvíst er hvort innlend dag- skrárgerð fær að halda sínum hlut eftir það, en þann 1. mars taka flest- ar uppsagnirnar gildi. „Hvað gerist eftir 1. mars get ég ekki sagt um. Nýir eigendur verða að ákveða hvernig þeir vilja veija peningunum. Eins og stendur er ég að beijast í því að halda hlut innlendrar dag- skrárgerðar í skiptingu peninganna á árinu og þannig reyna að sjá til þess að áfram verði unnið að fram- leiðslu innlends efnis. Ég held að íslendingar vilji horfa á íslenskt efni. Mig grunar þó að niðurskurður verði látinn bitna á íslensku efni með end- urskipulagningu, nýjum eigendum og nýrri stjórn,“ sagði Bjöm. Fi-amleiðslu fjögurra innlendra þátta var hætt um áramótin, en í staðinn eru fyrirhugaðir tveir nýir þættir. Getraunaþátturinn „Kynin kljást" er ekki lengur á dagskrá Stöðvar 2 svo og viðskiptaþáttur Sig- hvats Blöndahl, Hringiða Helga Pét- urssonar og Áfangar Björns Bjöms- sonar. 1 þeirra stað kemur grínþátt- urinn „Borð fyrir tvo“ og nýr skemmtiþáttur í umsjón Helga Pét- urssonar, en fyrsti þáttur hans verð- ur sendur út 25. janúar. Bjöm kvaðst hvorki játa né neita þegar hann var um það spurður hvort hann myndi láta af störfum í kjölfar stóraukins samdráttar í framleiðslu innlends efnis. Hann sagðist að minnsta kosti staðráðinn í því að halda áfram vinnu við innlenda dag- skrárgerð, hvort sem það yrði á Stöð 2 eða utan hennar. Björn G. Björnsson — játar hvorki né neitar eigin upp- söjfn. KVÖLDSKÓLI KOPAVOGS N AMSKEIÐ A VETRAR- OG VORÖNN 1990 Tungumál ENSKA - DANSKA NORSKA - SÆNSKA ÞÝSKA - FRANSKA SPÆNSKA 11 vikna námskeið 22 kennslustundir íslenska/ stafsetning 11 vikna námskeið 22 kennslustóndir íslenska - fyrir útlendinga 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Fatasaumur 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Fatahönnun 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Trésmíði 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Myndlist 9 vikna námskeið 30 kennslustundir Leirmótun 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Leturgerð og skrautritun 7 vikna námskeið 21 kennslustund Bútasaumur 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Silkimálun 4 vikna námskeiö 16 kennslustundir Brids 9 vikna námskeið 27 kennslustundir Bókband 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Skartgripagerð 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Taumálun 5 vikna námskeið 20 kennslustundir 8 vikna námskeið 24 kennslustundir Garðyrkja 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Gróðurskálar 3 vikna námskeið 9 kennslustundir Vélritun 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Bókfærsla 11 vikna námskeið 25 kennslustundir Verslunarreikningur 8 vikna námskeið 16 kennslustundir Stærðfræði Almennur undirbúningur 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Tölvunámskeið Ritvinnsla- Word Perfect 2 vikna námskeið 16 kennslustundir Töflureiknir 2 vikna námskeið 16 kennslustundir Tölvubókhald 3 vikna námskeið 24 kennslustundir Kennsla hefst 22. ianúar Innritun og nánari upplýsingar um námskeiöin 10.-20. jan. ki. 17-21 í síma 641507 og 44391.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.