Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
í HEIMSÓKN Á MÖLTU
ww
w
Texti og myndir:
Anno Bjarnodóttir
LEIÐTOGARNIR
F
UNDUR leiðtoga stórveld-
anna, George Bush og Mik-
hails Gorbatsjofs undan
Möltuströndum í síðasta mán-
uði beindi athygli umheims-
ins að þessari litlu eyju í Mið-
jarðarhafi. Blaðamaður
Morgunblaðsins sem fylgdist
með leiðtogafimdinum kynnti
sér jafinframt daglegt líf á
eyjunni, sljórnmálaástandið
og ræddi við Islendinga sem
þar búa.
: 'f it£&.
» * i *|‘*|
...'’j flPlWgiimf'tfflHrirwr aa
....... *\ M ,
ÍP■ W""'’ '
W:Zm ' s-í&wámiJMm.xz'S
V,M -|f
* ‘ «■
VU'
•^BSœSSSsiSiáÍBS*
*• 111 |
* * *. »i jií(
|Í''- Í"SS|: ílíiÍI , —aw
l.r® •,fr*4íi; •: * í
«»■» jiíjtSí «L , » „ ■
ipp„ íf" 3*
■ —»k« ; » |
, Mtmm- v. &ri&w!3P* Jt
I•m„l'*' JjP ' 'M 'l’’ ’’>
. ' •*»»:»
f|
fj
* * * "* u-?ý jgs' íj
í f* ' f | ■*■ *is > í *■ * 8 :. ’
«■ . .. .HK ■ ■ »>• «1; . av. 4M • SrSS
B
-L,«aPS!'
ISLENDINGARNIR
Fótboltasigurinn
situr í fólki
MÖLTUBÚAR vita yfirleytt
heldur fátt um ísland.
Helgi Björn Hjaltested, sem var þar
við enskunám fram að jólum og
brennur í skinninu að komast þang-
að aftur, sagðist hafa verið spurður
ótrúlegustu spurninga um landið.
„Eru jól á íslandi, spurði einn,“
sagði hann. Hann sagði að allir
fótboltaáhugamenn hefðu þó heyrt
á landið minnst af því að Malta sigr-
aði íslenska landsliðið í leik sem var
haldinn á Sikiley 1982. „Það skipti
einn Möltubúa, sem ég hitti, svo
miklu máli að hann mundi úrslitin.
„2:1 fyrir okkur,“ sagði hann.
„Hinn landsleikurinn sem við höfum
unnið fór 2:0 gegn Grikkjum
1975.““
Guðmundur Baldursson úr Val
spilar með knattspymuliðinu Hib-
ernians á eyjunni en mér tókst því
miður ekki að ná í hann. Ég hitti
hins vegar Dóru Blöndal, 21 árs
stulku sem ætlar að giftast
Möltubúa í sumar. Hún heimsótti
eyjuna fyrst fyrir sex árum en hef-
ur búið þar undanfarin fjögur ár.
„Fyrst bar ég allt saman við ísland
og fannst margt ómögulegt á
Möltu,“ sagði hún. „Ég gerði lítið
úr skólakerfinu og lét það fara í
taugarnar á mér þegar síminn bil-
aði eða rafmagnið fór af. En ég sá
að þetta gengi ekki ef ég ætlaði
að setjast iið hérna svo að ég hef
aðlagað mig hlutunum. Og ég kann
mjög vel vrð mig.“
Hún sagði að þjóðin væri kaþólsk
og sumt ekki viðeigandi að tala
um.„Ég er til dæmis ekki með nein-
ar yfirlýsingar um fóstureyðingar
eða brandara um kirkjuna. Fólk
myndi taka það nærri sér. Það er
upp til hópa mjög almennilegt. Það
sprakk til dæmis á bílnum mínum
um daginn og það kom ekki til
greina annað en sá sem lánaði mér
verkfæri skipti líka um dekk. Kon-
um er sýnd kurteisi. Þær hafa full-
an rétt til að gera það sem þær
vilja. Ég fengi til dæmis örugglega
vinnu í byggingarvinnu ef ég endi-
lega vildi en það yrði allra mál í
fjölskyldunni og hún yrði afskap-
lega æst.“
Fjölskylda tilvonandi eiginmanns
Dóru er vel efnuð. Hún stundar
innflutning og virtist hafa umboð
fyrir flesta hluti. Kærastinn hefur
einu sinni heimsótt ísland. „Honum
ieist ekki nema mátulega vel á sig,“
sagði Dóra. „Hann er dökkur og
það kom fyrir að fólk var með skæt-
ing. Einu sinni snerust allir haus-
Helgi Björn Hjaltested sagðist hafa kynnt ísland „eins
og óður væri“ þá mánuði sem hann dvaldist á Möltu.
Hann kunni svo vel við sig að hann vill fara þangað sem
fyrst aftur.
Dóra Blöndal fór að kunna vel við sig á
Möltu þegar hún hætti að bera allt saman
við Island.
arnir í strætó þegar keyrt var fram
hjá okkur.“ Dóra sagðist sakna
íslensku sveitarinnar af því að það
er engin almennileg sveit á Möltu.
„Við ætlum að keyra hringinn í
sumar með foreldrum mínum,“
sagði hún. „Eftir það líst honum
örugglega betur á Island.“
Dóra vinnur hluta úr degi í versl-
un en nýtur annars lífsins. „Ég
þarf ekki einu sinni að þrífa heima
hjá mér,“ sagði hún nokkrum sinn-
um. En hún eldar og segist nú orð-
ið passa að bera ekki ost fram með
fiski. „Það má alls ekki,“ sagði hún
hlæjandi. Hún var fengin til að
hlaupa í skarðið fyrir leikkonuna
Patsy Kensit í sumar þegar atriði
í myndinni The Atlantic var tekið
. upp við Möltu. „Ég þyki lík henni
og var beðin um að detta út í sjó
í staðinn fyrir hana af því að hún
vildi ekki gera það. Mér var hrint
út í og ég átti að láta sem ég væri
að drukkna. Band sem var um mitt-
ið á mér þrengdist þegar báturinn
hreyfðist og ég varð alveg óð, bað-
aði út öllum öngum og öskraði að
þeir yrðu að stoppa. Þetta var tekið
upp og atriðið þótti takast ofsa
vel.“ Hún tekur ’ stundum þátt í
tískusýningum en sagði að
Möltubúar hlypu ekkT eins eftir tísk-
unni og íslendingar. Þeir eru
nægjusamari en landar hennar í
Norður-Atlantshafi. „Ég held að
íslenskir stjórnmálamenn þjáist af
minnimáttarkennd,11 sagði hún.
„Þeir haga sér alltaf eins og það
séu milljón manns á íslandi. Hér
gera menn sér grein fyrir fámenni
þjóðarinnar og haga sér í samræmi
við það. Þjóðin kallar sig oft „litla
ríka fólkið á Möltu“. Það á vel við.
Hér er hægt að lifa góðu lífi.“