Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
Minning:
Aðalheiður S. Guð
mundsdóttír
Fædd 18. september 1922
Dáin 14. febrúar 1990
Hún elsku amma mín er dáin og
langar mig til að kveðja hana með
nokkrum orðum. Amma skipaði
stóran sess í lífi okkar fjölskyldunn-
ar og voru hún og afi iðin við að
heimsækja börnin sín og barnabörn-
in. Ömmu var alltaf ákaflega annt
um barnabörnin sín og minnist ég
margra skemmtilegra stunda með
henni frá árum áður. Amma var
glaðlynd og höfðum við báðar jafn
gaman af því nöfnurnar þegar hún
spilaði gamla slagara á munnhörp-
una.
Ferðalög heilluðu ömmu alltaf
mikið og þrátt fyrir veikindi undan-
farin ár þá stefndi hugurinn ætíð
til fjarlægra landa. Ég minnist þess
að þegar ég var 7 ára fór ég í mína
fyrstu utanlandsferð og þá með
ömmu og afa til Spánar. Voru þau
amma og afi óþreytandi í dekri sínu
við litlu dótturdótturina. Síðasta
utanför ömmu var einmitt til Spán-
ar síðastliðið sumar en sú ferð end-
aði því miður illa þar sem veikindi
ömmu tóku sig upp skyndilega og
þurfti hún að liggja á spítala þar í
heilan mánuð. Hluta af þessum erf-
iða tíma dvaldist ég hjá ömmu og
dáðist ég mjög að andlegum styrk
hennar í ókunnu landi þar sem hún
var ófær um að tjá sig á máli inn-
fæddra. Amma naut þess að líta
vel út og fátt fannst henni skemmti-
legra þarna á sjúkrabeðinu en að
ég dundaði við að lakka á henni
neglurnar og snyrta hana.
A Þorláksmessukvöld var siður
að fjölskyldan safnaðist saman
heima hjá ömmu og afa og var þar
sérstök stemmning og þegar öll
bamabörnin voru þar saman komin
varð oft æði fjörugt. Við eigum
eflaust öll eftir að sakna þessara
einstöku kvölda.
Ég kveð elsku ömmu mína í
þeirri vissu að Guð geymi hana og
að nú sé hún fijáls til að láta
drauma um fjarlæg ferðalög rætast.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Aðalheiður Hilmarsdóttir
Tengdamóðir okkar, Aðalheiður
Guðmundsdóttir, lést á Vífilsstöð-
um 14. febrúar sl.
Heiða fæddist í Hruna í Ólafsvík,
18. september 1922, dóttir hjón-
anna Olafíu Sveinsdóttur sem lést
fyrir nokkram árum og Guðmundur
Þórðarson, skipstjóra, sem lést
fermingarárið hennar. Var það mik-
ið áfall ungri stúlku sem hafði haft
mikið dálæti á föður sínum. Heiða
var þriðja í röðinni af sjö systkinum,
en þau eru: Þórður, Kristín, María,
Nanna, Guðrún Adda og Guðmund-
ur yngstur.
Éljótlega eftir fráfall Guðmundar
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og
var lífið oft erfitt ekkjunni með
barnahópinn sinn stóra. Ung fór
Heiða því að vinna fyrir sér við
ýmis tilfallandi störf.
Fyrri eiginmaður Aðalheiðar var
Þórarinn Olafsson og eignuðust þau
þijú börn: Guðmundur Garðar, f.
29.10.1939, Jóhann Þórir, f. 21.10.
1941 og Guðfinna íris, f. 27.1.
1943. Þau slitu samvistir.
Eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kristjáni Georg Jósteinssyni, renni-
smið frá Stokkseyri, giftist Heiða
19. október 1946.
Kristján og Heiða byggðu sér hús
i Hlíðarhaga 1. Þar komu þau sér
upp rómuðu myndarheimili, þar sem
snyrtimennska, smekkvísi og gest-
risni réðu húsum. Börnin urðu þijú:
Ingibjörg, f. 19.7. 1947, gift Hilm-
ari Friðrikssyni, Ólav Ómar, f. 2.9.
1948, kvæntur Eddu Kolbrúnu
Metúsalemsdóttur og Jósteinn, f.
2.3. 1950, kvæntur Gyðu Brynj-
ólfsdóttur. Barnabörn þeirra Krist-
jáns og Heiðu eru orðin ellefu tals-
ins.
Þó ekki væru efnin alltaf mikil
var Heiða ávallt glæsileg svo eftir
var tekið og lagði hún metnað sinn
í að börnin væru fallega klædd. Það
var auðvelt að koma sem tengda-
barn inn í þessa fjölskyldu og höfum
við oft hent að því gaman, tengda-
börnin, hversu ánægð hún var með
okkur - oft næstum á kostnað sinna
eigin barna. í lítilli íbúð í kjallara
í Hlíðargerði 1 hófu tvö eldri börn-
in búskap sinn.
Oft var glatt á hjalla í Hlíðargerð-
inu og mikið spilað og sungið og
slegið á létta strengi. Mikið yndi
hafði hún af ferðalögum og fóru
þau hjónin erlendis hvenær sem
færi gafst. Við erum öll búin að
upplifa skemmtilegar ferðir með
þeim á erlendri grund. Hennar
mesta ánægja var að kaupa gjafir
fyrir börn og barnabörn, svo að
stundum sat hún sjálf á hakanum.
Fyrir um það bil tíu árum fóru
veikindi Heiðu að ágerast og smám
saman að hafa meiri og meiri áhrif
á líf hennar. Það sem hélt henni
gangandi var óbilandi kjarkur og
óþijótandi lífsgleði. Reyndi mikið á
tengdaföður okkar, Kristján, í þess-
um löngu veikindum og stóð hann
eins og klettur við hlið hennar þar
til yfír lauk.
Við tengdabörnin þökkum elsku
tengdamömmu fyrir allar samveru-
stundirnar í gegnum tíðina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Elsku Kristján, við vottum þér
okkar dýpstu samúð og biðjum þér
Guðs blessunar.
Hilmar Friðriksson, Gyða
Brynjólfsdóttir og Kolbrún
Metúsalemsdóttir.
í dag verður kvödd frá Bústaða-
kirkju amma okkar, Aðalheiður
Sigríður Guðmundsdóttir, en hún
lést í Vífilsstaðaspítala að morgni
14. febrúar eftir langvarandi veik-
indi.
Það er erfitt að hugsa sér að við
sjáum Heiðu ömmu ekki aftur. Við
voram samt svo heppnin að hún
komst til okkar á aðfangadagskvöld
eins og hún var búin að gera í sautj-
án ár og erfitt verður að hugsa sér
jólin án hennar.
Við viljum þakka ömmu fyrir
yndislegt ferðalag sem við fóram
sumarið 1987. Það byijaði í Svarta-
skógi sem við yfirgáfum vegna
rigningar og þá ákváðum við að
finna sólina. Við ókum gegnum
Sviss og í svissnesku ölpunum fann
Kristján afi sína paradís. Síðan lá
leiðin niður til Ítalíu þar sem við
fundum loks sólina. Margur hefði
átt von á að á svona langri leið
kæmi þreyta í fólk en svo var ekki.
Við vorum sex fullorðin og átta
börn í einum bíl og var sungið alla
leið og þegar best lét tók amma
upp munnhörpuna sína og spilaði.
Þrátt fyrir þrengsli og langt ferða-
lag skemmtu allir sér konunglega.
Nú er stríði ömmu Heiðu lokið.
Hún komin í annan og betri heim.
Við þökkum henni fyrir allt.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Kristján Georg, Brynjólfur,
Eva, Tryggvi og Trausti.
r
VELA-TENGI
7 I 2
Allar gerðir
Öxull - í - öxul.
Öxull - í - flans.
Flans - í - flans.
Hhwtaigpr Jémss©irii & M.
Vesturgötu 16 - Slmar 14680-132»
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Almenningshlutafélög og þátttaka
fyrirtækja á hlutabréfamarkaði
Morgunverðarfundur á Hótel Sögu í Skála, 2. hæð,
kl. 8.00, 21. febrúar 1990.
Frummælendur:
Svanbjörn Thoroddsen, umsjón-
armaður með rekstri Hluta-
bréfamarkaðarins hf., fjallar um
fyrirsjáanlegar laga- og reglu-
gerðarbreytingar á hlutabréfa-
viðskiptum og fjármögnun fyrir-
tækja á hlutabréfamarkaði.
Ragnar Önundarson, stjórnar-
formaður Draupnis hf. og fram-
kvæmdastjóri hjá íslandsbanka
hf., fjallar um reynslu Iðnaðar-
bankans hf. af þátttöku á al-
mennum hlutabréfamarkaði, en
í starfi sínu hjá Iðnaðarbankan-
um sá Ragnar um samskipti við
hluthafa Iðnaðarbankans og
mótun hluthafastefnu bankans.
Fræðslunefnd.
HAGSTJEDIISTU BILAKAUP ARSINS
AÐEINS KR. 795.000
31/2 árs lánstimi
Sjálfskiptur m/2,0l vél
stgr.
Nú veitum við handhöfum
öryrkjaleyfa
sérstakan aukaafslátt
kr. 35.000
frá ofangreindu verði
til mánaðamóta.
Auk hagstæðs verðs, auðveldum við kaupin
með því að lána hluta eða jafnvel alit kaupverð
Pílsins í 31/2 ár á hagstæðum bankalánum.**
Komdu í reynsluakstur strax og kynntu þér
frábæra aksturseiginleika Chevrolet Monza.
BíLVANGURsf
Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína)
9 ,19
Í9
Ódýr hádegismatur
alla virka daga
frá kl. 12—2.
1. Hamborgari dagsins
m/frönskum og salati kr. 490
2. Samloka dagsins
m/frönskum og salati kr. 395
3. Kjötréttur kr. 580
4. Fiskréttur kr. 580
Súpa fylgir. N
Elskum alla þjónum öllum
s. 689888