Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
Aðalfundur Verslunarráðs íslands;
Leitað verði nýrra leiða
í útflutningi á þjónustu
Efla þarf verslun, þjónustu o g iðnað sem útflutnings-
greinar, segir meðal annars í ályktun fimdarins
í ályktun aðalfundar Verslunarráðs íslands sem haldinn var í gær
er hvatt til þess að leitað verði nýrra leiða í útflutningi. Efla verði
verslun, þjónustu og iðnað sem útflutningsgreinar. Fundurinn bend-
ir ennfremur á að Islendingar verði á næstu misserum að mæta
opnara efnahagslífí erlendra þjóða og aðlagast þeim breytingum sem
eru að verða í milliríkjaviðskiptum hjá helstu viðskiptaþjóðum okk-
ar. Meginefrii aðalfúndar Verslunarráðs var að þessu sinni útflutning-
ur á verslun og þjónustu og skiluðu íjórar nefndir áliti um það efni.
í ályktun aðalfundar Verslunar-
ráðs er bent á að flestar þjóðir
sæki nú framfarir og aukna velmeg-
un til aukinnar sérhæfingar, sam-
skipta og viðskipta við aðrar þjóðir.
Ætla megi að Islendingar þurfi að
tvöfalda útflutning sinn fyrir alda-
mót ef þjóðin eigi ekki að dragast
aftur úr helstu nágrannaþjóðum
okkar. Þá segir að íslendingar verði
að styrkja stöðu sína sem sérhæfð
sjávarútvegsþjóð og treysta með
samningum yfirráð sín yfír físki-
miðunum í kringum landið.
Fundurinn telur að íslensk fyrir-
tæki verði að hafa sambærilegan
aðgang að lánsfé og áhættufjár-
magni og erlendir keppinautar.
Ennfremur þurfí að koma á frelsi
í gjaldeyrisviðskiptum þannig að
unnt sé að nýta ábatasöm tækifæri
til viðskipta og samskipta við er-
lenda aðila.
Þá er nokkuð vikið að nýgerðum
kjarasamningum og segir orðrétt
um það efni: „Ábyrgðin á því hvort
tekst að draga varanlega úr verð-
bólgu er nú fyrst og fremst hjá
stjórnvöldum sem þurfa að lækka
ríkisútgjöld og hætta umframeyðslu
til þess að markmið kjarasamning-
anna náist.“ Loks er bent á að
stjórnendur íslenskra fyrirtækja
muni þurfa að standa sig í stórauk-
inni samkeppni á næstu árum. Sam-
keppnin muni líka ná til íslpnskra
stjórnvalda. Verslunarráð íslands
leggur áherslu á að ríkið og at-
vinnulífíð starfí í sátt hvort við
annað og býður upp á samstarf við
stjómvöld til þess að finna leiðir til
þess að efla atvinnulífið og velmeg-
un þjóðarinnar."
Skriflegri kosningu til stjómar
Verslunarráðs íslands lauk síðast-
liðinn föstudag og voru kjörnir 19
menn í aðalstjórn og jafnmargir í
varastjórn. Langflest atkvæði hlaut
Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís-
landsbanka. Á aðalfundinum í gær
var Jóhann J. Ólafsson, endurkjör-
inn formaður Verslunarráðs ís-
lands.
Hafskipsmál:
Greiddar mútur til að liðka
fyrir erlendum samningum
VIÐ yfirheyrslur yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum forstjóra
Hafskips, í sakadómi Reykjavíkur í gær kom meðal annars fram
að andvirði tveggja tékka, samtals að fjárhæð 274 þúsund krón-
ur, sem hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér í október og
nóvember 1983, hafí verið nýtt til mútugreiðslna í því skyni að
greiða fyrir erlendum viðskiptasamningum.
Björgólfur svaraði ekki spurn-
ingum um til hverra greiðslurnar
hefðu runnið en sagði að með því
að skoða bækur félagsins á þess-
um tíma sæist hvar mest aukning
hefði orðið í flutningatekjum fé-
lagsins. Múturnar hefðu verið
færðar í bókhald félagsins sem
afsláttur enda hefðu umræddar
tekjur minnkað sem þeim nam.
Hinir erlendur viðskiptaaðilar
hefðu átt frumkvæði að þessum
greiðslum og ekki hefði með öðru
móti verið unnt að tryggja um-
ræddan -tugmilljóna króna við-
skiptasamning. „Þessi viðskipta-
heimur var grjótharður,“ sagði
Björgólfur. „Við settum ekki leik-
reglurnar en við urðum að fylgja
þeim til að ná árangri."
Björgólfur gerði athugasemdir
við það fyrir hvaða ráðstafanir af
hinum sérstaka tékkareikningi
Kappræðu-
fundur í Nor-
ræna húsinu
Kappræðufúndur á vegum
kynningarneftidar Verkfræð-
ingafélags Islands verður í Nor-
ræna húsinu þriðjudaginn 20.
febrúar kl. 20.30.
Varpað verður fram spuming-
unni: Á að halda öllu landinu í
byggð? Frummælendur eru Jónas
Kristjánsson ritstjóri og Sveinn
Þórarinsson verkfræðingur á Egils-
stöðum. Að loknum framsöguerind-
um gefst fundarmönnum kostur á
að tjá sig í örstuttu máli um efnið.
Fundarstjóri verður Tryggvi Sigur-
bjamarson, verkfræðingur.
sérstakur saksóknari hefði valið
að ákæra. Hann fór yfir yfirlit
eigin tékkareiknings Ragnars
Kjartanssonar og benti á fjölmörg
dæmi þar sem fylgiskjöl eða skrif-
legar skýringar með tékkum skorti
en samt væri ekki ákært. Hann
taldi vinnubrögð ákæruvaldsins að
þessu leyti handahófskennd og
ekki byggjast á neinni sjáanlegri
vinnureglu.
í tveimur ákæruliðum er fjallað
um að Björgólfur hafi látið Haf-
skip annars vegar kosta 500 þús-
und króna lán eða aukningu á hlut-
afé hans í húsgagnafyrirtækinu
Bláskógum og hins vegar að hann
hafí látið gefa Bláskógum eftir
1,6 milljóna króna viðskiptaskuld
við Hafskip. Hann mótmælti
þessu, sagði ávallt hafa verið ætl-
unina að 500 þúsund króna lán
til Bláskóga teldist honum sjálfum
til gjalda út af sérstökum tékka-
reikningi sínum enda hefði hann
þar átt ærnar innistæður vegna
ógreiddrar ágóðaþóknunar og
ónýttrar launauppbótar. Fram-
burður vitnis, sem byggt er á í
ákæra, um að þetta lán hefði síðar
verið gjaldfært í bókhaldi Hafskips
að fyrirmælum Björgólfs væri
rangur. Um eftirgjöf viðskipta-
skuldarinnar sagði hann að fyrir-
tækið Bláskógar, sem hann átti
'/i hlut í, hefði í raun notið mun
verri kjara hjá félaginu en mörg
önnur í sömu grein. Fyrirtækið
hefði á þessum tíma, í nóvember
1984, verið í mjög erfiðri stöðu
og eins og hjá öðrum slíkum hefðu
mál þess því komið inn á sitt borð
sem forstjóra Hafskips og verið
meðhöndluð þar á sama hátt og
önnur hliðstæð mál. Gagnvart við-
skiptaaðila sem stæði frammi fyr-
ir gjaldþroti væri oft og iðulega
samið um lækkun skuldar gegn
greiðslu eða tryggingu og það
hefði verið gert þarna með eftir-
gjöf á pakkhúsleigu, afskriftum
dráttarvaxta og afslætti á farm-
gjöldum, sem í raun hefði þó ekki
verið meiri en samkeppnisfyrir-
tæki Bláskóga hefðu mörg notið.
í ákæranni er Björgólfi gefið
að sök að hafa tæpri viku áður
en Hafskip var veitt greiðslustöðv-
un látið fjármálastjóra félagsins
afhenda sér níu víxla í eigu Haf-
skips, samtals að fjárhæð rúmlega
1,4 milljónir króna, sem hann hefði
fénýtt sér í eigin þágu. Björgólfur
mótmælti því að í þessu hefði fa-
list sviksamlegt athæfi. Hann
sagði að þessi aðferð hefði oft
verið notuð til að láta andvirði
innheimtuvíxla ganga inn á sér-
tékkareikninga forsvarsmanna.
Hann hefði tekið við víxlunum,
kvittað fyrir móttöku þeirra en
skömmu síðar látið þessar ráðstaf-
anir ganga til baka án þess að
fyrirtækið yrði fyrir tjóni, þegar
honum var bent á á hve óheppileg-
um og viðkvæmum tíma fyrir fé-
lagið þetta hefði verið gert.
Morgunblaðið/Bj arni
Shirley Temple Black sendiherra Bandarílganna í Tékkósló-
vakíu kemur í Þjóðleikhúsið með Charles Cobb starfsbróður
sínum á Islandi.
Shirley Temple Black sendiherra:
Eg vandist því svo
snemma að vinna
ALLAR íslenskar stelpur söfiiuðu og skiptust á myndum af fal-
legu, litlu kvikmyndastjömunni Shirley Temple á fjórða áratug
aldarinnar. Blaðamaður Morgunblaðsins sagði henni þetta, þar sem
ambassador Shirley Temple Black var við hátíðarsýningu á leik-
riti Vaclavs Havels forseta Tékkóslóvakíu, þar sem hún er nú sendi-
herra Bandaríkjanna. Svaraði hún að hvar sem hún kæmi fengi
hún að vita að svona hefði þetta einmitt verið þar í landi. Og hún
brosti þessu sama bjarta brosi, sem litla telpan heillaði alla með
á kvikmyndatjaldinu fyrir meira en hálfri öld. En hún hafði sýni-
lega mun meiri áhuga á því, þegar sami aðdáandi litlu stúlkunnar
Shirley Temple kvaðst alltaf hafa fúrðað sig á því og dáðst að
því, hvernig litla dekraða telpan óx upp úr öllu gliti og yfirborðs-
lífi kvikmyndanna í Hollywood og fór að leggja lóð sitt á vogar-
skálarnar hjá Sameinuðu þjóðúnum, Menningarstofúun Sameinuðu
þjóðanna og sem sendiherra lands síns í Afríku. Hvemig fór hún
að þessu? Hún sagði að við skyldum tala aðeins betur saman þarna
inni í móttökuathöfninni í hléinu.
„Þetta gerist með mikilli vinnu,
ef maður hefur áhuga á málun-
um,“ sagði hún og tók upp þráðinn
að nýju. „Sjáðu til, ég vandist því
svo snemma að leggja hart að
mér. Ég var ekki nema hálfs fjórða
árs þegar ég var komin í fulla vinnu
í kvikmyndunum. Og alla ævi hefi
ég svo unnið að því að þroskast
og bæta við mig. Ekkert hefst án
þess að leggja sig fram og því vand-
ist ég snemma. Nú er ég búin að
vera í þessum alþjóðlegu og diplo-
matísku störfum í 21 ár. Hvenær
varst þú hjá Sameinuðu þjóðunum?
Ég kom þangað fyrst í sendinefnd
Bandaríkjanna 1969. Ég er orðin
61 árs, áttaðu þig á því. Og vona
að ég eigi enn eftir að bæta mig.“
Ekki er hún að fela aldurinn
þessi glæsilega, unglega kona í
hárauða kjólnum, sem enn fær
gamalkunna spékoppa og fjörlegan
glampa í augun þegar hún brosir.
Minnir ótrúlega mikið á litlu kvik-
myndastjömuna. Hún segir mér að
hún sé mjög stolt af því að hafa
verið boðið að ferðast með Havel
forseta í flugvél hans og að það
komi í hennar hlut að bjóða hann
velkominn á bandaríska grund,
þegar hann stígur fæti á ættland
hennar. Hún kveðst aðeins hafa
verið sendiherra Bandaríkjanna í
Tékkóslóvakíu undanfarna sex
mánuði. Um starf sitt talaði hún
ekki og tók það fram að í þessari
heimsókn á Islandi væri hún bara
aukanúmer.
Það er lítill friður til að tala sam-
an þama í hléinu í Þjóðleikhúskjall-
amum, því alltaf er verið að kynna
fólk fyrir Shirley Temple Black
sendiherra. Raunar hafði öllum
blaðaviðtölum við hana verið hafn-
að og hún er minnt á það. En hún
er svo elskuleg að svara: Það er
allt í lagi. Þetta er okkar í milli
og fer vel á með okkur! En slík
elskulegheit má ekki ofnota, þann-
ig að látið er nægja að óska Shir-
ley Temple Black góðrar áfram-
haldandi ferðar.
E.Pá.
Bankamenn semja á sömu
nótum og ASÍ og BSRB
KJARASAMNINGAR tókust milli
Sambands íslenskra bankamanna
og bankanna um eitt leytið á
sunnudag og eru þeir í flestum
atriðum á sömu nótum og þeir
samningar sem Alþýðusamband
íslands og Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja hafa gert við sína
viðsemjendur, en auk þess eru
ákvæði um nokkur fjérmál. Gert
er ráð fyrir allsherjaratkvæða-
greiðslu um samningana í næstu
viku, en rúmlega 3.500 manns eru
í SÍB.
Sömu launahækkanir e_ru í samn-
ingnum og í samningi ASÍ og BSRB
og einnig eru sömu ákvæði um lág-
launabætur. Samningurinn gildir til
31. ágúst 1991 og sömu verðtrygg-
ingarákvæði eru í honum og í samn-
ingi BSRB. Þá felur samningurinn í
sér svipaðar breytingar á fæðingar-
orlofi og samningur ASÍ, auk bókana
um nefndarskipun til að athuga
breytingar á launakerfínu, um endur-
skoðun á starfsemi bankamannaskól-
ans og um atvinnuleysistrygginga-
mál.
„Við erum að gera svipaða samn-
inga og aðrir hafa gert á vinnumark-
aðanum hingað til og tökum því þátt
í þessari tilraun, sem verið er að
gera,“ sagði Yngvi Orn Kristinsson,
formaður SÍB. „Við frestum sérmál-
um okkar eins og aðrir hafa gert
fram að næstu samningum, þó við
eigum smávon um leiðréttingu rétt
fyrir lok samningstímans. Vegna
þessa reynir náttúrlega á að þær
forsendur sem menn gáfu sér við
gerð þessara samninga standist og
verðlagsþróun verði innan þeirra
marka sem menn hafa sett sér. Meg-
inþátturinn í því er eftirspurnar-
stjórnin af hálfu hins opinbera. Með
þessum samningum er verið nokkuð
einhliða að halda aftur af hækkun
veigamikils kostnaðarþáttar sem eru
launin. Ef eftirspurnarstjórnin fer
úr böndunum, þá er ljóst að grund-
völlur' samningana er brostinn."