Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚÁR 1990 Bretland: Thatcher vill hægja á sameiningu Þýzkalands St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta, sagði í ræðu sl. sunnudag að taka yrði tillit til annarra hagsmuna en þýzku þjóðar- innar við sameiningu þýzku ríkjanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar hafa sakað hana um að einangra Bretland í Evrópu. Thatcher kaus að lýsa skoðunum sínum til sameiningar Þýzkalands_ í ræðu, sem hún hélt á fundi með leiðtogum gyðinga á Bretlandseyj- um. Hún sagði aðalatriðið við sam- einingu þýzku ríkjanna, að hún ætti ekki að draga úr öryggi neins, hvorki í Austur- eða Vestur-Evrópu. Hún sagði: „Það er skiljanlegt að bitrar minningar sumra úr fortíð- inni liti skoðanir þeirra á nútíðinni og framtíðinni." Hún taldi, að sam- einingin hlyti ekki aðeins að stjórn- ast af tilfínningum þýzku þjóðarinn- ar heldur yrði hún að taka tillit til tilfinninga og hagsmuna annarra í Evrópu. Sameiningin yrði að virða gild- andi milliríkjasamninga, þeirra á meðal Helsinki-sáttmálann sem við- urkennir núverandi landamæri ríkja Evrópu. Hún lagði áherzlu á núver- andi landamæri og gaf þannig til kynna andstöðu sína gegn því að ræða landamæri Evrópu frá 1937, en þá var stór hluti af núverandi Póllandi hluti af Þýzkalandi. Thatcher sagði einnig, að Þýzka- land yrði að vera áfram í NATO og bandarískar hersveitir ættu áfram að vera í Vestur-Þýzkalandi. Það væri einnig eðlilegt, að sovézk- ar hersveitir yrðu í Austur-Þýzkal- andi, að minnsta kosti á meðan þessar breytingar gengju yfir, vegna hagsmuna Sovétríkjanna. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðu, að ræða Thatcher hefði ein- angrað hana í Evrópu og skapaði hættu á, að sjónarmið Breta yrðu fyrir borð borin. Það væri þýðingar- laust að leggjast gegn svo þungum straumi, sem væri í átt til samein- ingar þýzku ríkjanna. Reuter Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, myndar sigurmerki með fingrunum á sunnudag er ljóst var að stjórnarflokkur landsins hafði borið sigur úr býtum í kosningum til neðri deildar japanska þingsins. Stjórnarflokkurinn í Japan ber sigur úr býtum í þingkosningum: Forsætisráðherrann lof- ar að auka innflutninginn Tókíó. Reuter. FRJÁLSLYNDI lýðræðisflokkurinn í Japan, sem farið hefúr með völdin í landinu í 35 ár, bar sigur úr býtum í kosningum til neðri deildar japanska þingsins á sunnudag og hélt öruggum meirihluta sínum í deildinni. Toshiki Kaifu forsætisráðherra lofaði í gær að auka innflutninginn til landsins, bæta þannig lífskjör landsmanna og koma til móts við kröfúr Bandaríkjamanna. Þetta var tólfti sigur Fijálslynda hveiju hneykslinu á fætur öðru. lýðræðisflokksins í röð í kosningum til neðri deildarinnar, sem er mun valdameiri en sú efri. Flokkurinn missti meirihluta sinn í efri deild- inni í júlí í fyrra eftir að forystu- menn hans höfðu orðið uppvísir að Ennfremur hafði ríkisstjórnin lagt á þriggja prósenta söluskatt, sem reyndist afar óvinsæll á meðal al- mennings. Flokkurinn er íhaldsflokkur og lagði í kosningabaráttunni ríka Iran-kontramálið: Reagan segist ekki hafa heimilað lögbrot New York. Reuter. RONALD Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, segir í vitnisburði, sem tekinn hefúr verið upp á myndband í Los Angeles, að hann hafi ekki heimilað John Poindexter, fyrrum ráðgjafa sinum í öryggismál- um, að gerast brotlegur við lög vegna íran-kontramálsins. Bandaríska dagblaðið New York Times hefur þetta eftir manni, sem það segir hafa nákvæmar upplýs- ingar um málið. Vitnisburður for- setans fyrrverandi er í samræmi við flestar fyrri yfirlýsingar hans, að sögn blaðsins. Reagan hefur haldið því fram að hann hafi ekki heimilað starfs- mönnum Hvíta hússins að bijóta lög vegna málsins. Hann segist ekkert vita um málið, sem varðar vopna- sölu til írans og flutning ágóðans til kontra-skæruliða í Nicaragua. Poindexter segir hins vegar að Reagan hafí fylgst grannt með gangi málsins. Forsetinn fyrrverandi vitnaði í lokuðum réttarsal í Los Angeles á föstudag og laugardag og verður myndbandsupptaka af vitnisburðin- um sýnd við réttarhöld yfir Poindexter, sem hefjast 5. mars. ■ Dómarinn ákvað að fara ekki fram á að Reagan bæri vitni við réttar- höldin heldur lét hann taka vitnis- burð hans upp á myndband svo hægt yrði að klippa út kafla þar sem fram koma upplýsingar um ríkisleyndarmál. Upptakan verður sýnd stytt í sjónvarpi í næstu viku. áherslu á að ný ríkisstjórn, undir forystu sósíalista, myndi grafa und- an efnahagslegri velgengni Japana eftir heimsstyijöldina síðari. Flokk- urinn fékk 275 þingsæti, ívið færri en í síðustu kosningum árið 1986, en þá fékk hann 295 sæti. Helsti stjómarandstöðuflokkurinn, Sósíal- istaflokkur Japans, bætti við sig 51 þingsæti og fékk 136. Aðrir flokkar töpuðu fylgi. Komeito („Óspillt stjórn") fékk 45 þingsæti en hafði áður 56. Kommúnista- flokkurinn hlaut 16 sæti en var með 26. Lýðræðislegi sósíalista- flokkurinn fékk 14 og hafði 26. Kaifu forsætisráðherra kvaðst í gær vera reiðubúinn að ræða breyt- ingar á söluskattinum. Stjórnarand- stöðuflokkamir höfðu lýst því yfir að þeir hygðust leggja fram frum- varp um afnám skattarins og þar sem þeir eru í meirihluta í efri deild- inni gæti slíkt orðið afdrifaríkt fyr- ir stjórnarflokkinn. Bandaríkjastjórn hefur hótað að grípa til refsiaðgerða auki Japanir ekki innflutning sinn og Kaifu sagð- ist vilja heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í Washington til að ræða viðskipti landanna. „Við ættum að grípa til frekari ráðstaf- ana til að auka neyslu landsmanna og innflutning,“ sagði forsætisráð- herrann ennfremur. Fréttaskýrendur kváðust þó efins um að stjórninni tækist að aflétta viðskiptahömlum til að auka inn- flutninginn. Muneyuki Shindo, próf- essor í stjórnmálafræðum við Rikkyo-háskóla, sagði að stjórnar- flokkurinn hefði fengið 30 milljarða ABANDERADO Herranærfatnaður 100% bómull allar stærðir - Frábært verð Munstraöir og einlitir sokkar, sokkabuxur, gammosíur, Allar stærðir Heildsölubirgðir HNOÐRIHFBíldshöfða 16, sími 687744. jena (12,8 milljarða ísl. kr.) í kosn- ingasjóði sína frá japönskum fyrir- tækjum og gæti því ekki sniðgeng- ið hagsmuni þeirra. „Fijálslyndi lýð- ræðisflokkurinn getur ekki opnað japanska markaðinn jafn mikið og önnur ríki vilja,“ sagði hann. Eitt af kosningaloforðum stjórnar- flokksins var að innflutningur á hrísgijónum yrði ekki heimilaður. Bandaríkjamenn hafa meðal annars krafist þess að japönsk stjórnvöld leyfi fijálsan innflutning á hrísgijónum. Ekki er.talið að miklar breyting- ar verði á fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar, einkum vegna þess að 11 af 13 frambjóðendum stjórn- arflokksins, sem viðriðnir eru fjár- málahneyksli, náðu kjöri í kosning- unum. Nöburu Takeshita og Sosuke Uno voru báðir kjörnir á þing, en þeir höfðu látið af embætti forsætis- ráðherra vegna hneykslismála. Fréttaskýrendur telja að úrslit kosninganna hafi verið persónuleg- ur sigur fyrir Kaifu. Hann tók við embætti forsætisráðherra í ágúst í fyrra og talið var að hann myndi aðeins gegna því til bráðabirgða. Fimm fylkingar beijast um völdin innan flokksins. Kaifu er í þeirri fámennustu og hún hefur aðeins 33 þingsæti í báðum deildum þings- ins. Margir fréttaskýrendur telja kosningarnar hafi aukið líkurnar á því Shintaro Abe, fyrrum utanríkis- ráðherra, taki við embætti forsætis- ráðherra af Kaifu. Fylking Abe hefur 86 þingsæti eftir kosningarn- ar og er hún nú sú næststærsta. Fylking Noboru Takeshita er enn stærst en tapaði tveimur þingsæt- um og fékk 104. Tólf konur voru kjörnar á þingið og þótt þær hafi aldrei verið fleiri frá 1946 er hlutfall þeirra lágt þar sem þingmennirnir eru alls 512. Sjö þeirra eru í Sósíalistaflokknum en engin úr Fijálslynda lýðræðis- flokknum. Vestrænir fjölmiðlar furðuðu sig á því hversu fljótir Japanir eru að fyrirgefa stjórnmájamönnum sínum. „Japanskir kjósendur hafa misst af besta tækifærinu sem þeir hafa fengið frá heimsstyijöldinni síðari til að stuðla að umbótum á hinu pólitíska kerfi í landinu,“ sagði í breska dagblaðinu Times. Sviss- neska dagblaðið La Suisse sagði að Sósílistaflokknum hefði ekki tek- ist að bera sigurorð af Fijálslynda lýðræðisflokknum vegna þess að peningar drottnuðu yfir japönskum stjórnmálum. Franska dagblaðið Le Monde sagði að Japan væri „efna- hagslegur risi en pólitískur dverg- ur“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.