Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 26
Þriðji stóri eldsvoðinn frá áramótum:
Ibúðarhús við Lundar-
g’ötu skemmdist mikið í
eldi og innbú eyðilagðist
ELDUR kom upp í íbúðarhúsi við Lundargötu 10 á Akureyri i
?ærmorgun og er það nær ónýtt. Enginn var í húsinu er eldurinn
iom upp, en eigendur þess höfðu unnið að endurbyggingu þess um
skeið. Húsið var byggt árið 1894 og var kallað Gunnarshólmi, en
þar höfðu skátar á Akureyri haft aðstöðu þar til fyrir nokkrum árum
að húsið var selt fjölskyldunni sem nú á húsið.
Tómas Búi Böðvarsson slökkvi-
iðsstjóri sagði að mikill eldur hefði
/erið í húsinu er að var komið, en
slökkvilið var kallað út um kl. 5 í
jærmorgun. Húsið er timburhús á
tveimur hæðum, auk þess sem á
því er ris og kjallari. Reykur var á
öllum hæðum hússins. Er hurð á
húsinu var brotin upp gaus mikill
eldur á móti slökkviliðsmönnum og
náði hann að breiðast út um allt hús.
Það tók slökkviliðið um tvo
klukkutíma að komast fyrir eldinn
og sagði Tómas að einangrun í
húsinu hefði verið afar íjölbreytileg
og ekki hjálpað til við að ná tökum
á eldinum. Þakið var einangrað
með reiðingi, þá var notuð svarðar-
mold til einangrunar, danskur
hálmur, gras og spænir. „Þetta eru
allt mjög eldfim efni og þau gerðu
að verkum að erfitt var að hefta
útbreiðslu eldsins," sagði Tómas.
Um 20 manns unnu við slökkvi-
starfið.
Töluvert frost var er slökkviliðið
barðist við eldinn og fraus vatn á
stigum samstundis, sem einnig
gerði slökkviliðinu starfið erfíðara,
því var að mestu unnið úr stigum.
Húsið er mjög illa farið, ef ekki
ónýtt. Hluti af búslóð fjölskyldunn-
ar var í húsinu og skemmdist hún
mikið.
Þetta er þriðji stóri bruninn á
Akureyri frá áramótum, en sem
kunnugt er varð Krossanesverk-
smiðjan eldi að bráð á gamlársdag
og í lok janúar kom upp eldur í tíu
íbúða fjölbýlishúsi við Smárahlíð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Slökkviliðsmenn að störfiim við Lundargötu 10,
ðskudagsbúningar
Hórkollur, andlitslitir
Legókobbar, 25% aísláttm.
Lególand, Tækni- og Fabuland.
Bómullarpeysur. Sendum myndalista.
Angóranærföt. Barnasokkar úr ANGÖRAULL.
Póstsendum. Sími 96-27744.
Leikfangamarkaóurinn PARIS hf.#
Hafnarstræti 96, Akureyri.
# Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ásdís Birgisdóttir frá Hrafnagili í Eyjafirði var kjörin Fegurðardrottning Norðurlands 1990 í Sjallanum
á föstudagskvöld. Hún situr fyrir miðri mynd en að fyrir aftan hana standa keppinautar hennar frá
vinstri: Linda Rós Matthíasdóttir, Hrafnhildur Björg Erlendsdóttir, Hulda B. Grímsdóttir, Guðrún Tinna
Thorlacius, Baldvina Guðrún Jónsdóttir og Sólrún Smáradóttir.
Skemmtilegnr og góður tími
A _
- segir Asdís Birgisdóttir Fegurðardrottning Norðurlands
„ÞETIA hefúr verið mjög
skemmtilegur og góður tími, en
það liggur mjög mikil vinna að
baki,“ sagði Ásdís Birgisdóttir,
sem kjörin var Fegurðardrottn-
ing Norðurlands 1990 í Sjallan-
um á föstudagskvöld. Ásdís var
jafiiframt kjörin besta Ijósmynd-
afyrirsætan í hópnum. Stúlkurn-
ar sem þátt tóku í keppninni
völdu Lenu Rós Matthíasdóttur
frá Ólafsfirði vinsælustu stúlkuna
í hópnum.
Ásdís Birgisdóttir er frá Hrafna-
gili í Eyjafirði, hún er í fjórða bekk
Menntaskólans á Akureyri og lýkur
stúdentsprófi af málabraut í vor.
Um tildrög þess að hún tók þátt í
keppninni, sagði Ásdís að bent
hefði verið á sig og Helga Alice
Jóhanns, sem sá um þjálfun stúlkn-
anna, hefði síðan hringt og beðið
sig um að vera með. „Eg ákvað að
slá til og sé ekki eftir því. Andinn
í hópnum var mjög góður og undir-
búningstíminn var skemmtilegur.
Þetta er að vísu mikil vinna, en
maður hefur bara gott af því,“
sagði Ásdís.
„Úrslitin komu mér á óvart, ég
var búin að fá augastað á líklegum
sigurvegara fyrir löngu, ég var
sannfærð um að önnur stúlka yrði
fyrir valinu og þegar ég var kjörjn
ljósmyndafyrirsæta þá varð ég al-
veg viss. Mér brá því mjög þegar
nafnið mitt var lesið upp.“
Ásdís sagði óráðið hvað hún
ætlaði að gera í framtíðinni, en að
loknu stúdentsprófi sagðist hún
jafnvel hafa hug á að vinna um
skeið og halda síðan í framhalds-
nám. „Mig langar að fara til Þýska-
lands og læra þýsku, en ég hef líka
áhuga á ferðamálum og langar að
starfa á því sviði,“ sagði Ásdís
Birgisdóttir, nýkjörin Fegurðar-
drottning Norðurlands.
Akureyrarbær, húsnæðisstofíiun og stjórn verkamannabústaða:
Samið um stofimn húsnæð-
isskrifstofu á Akureyri
FULLTRÚAR frá Akureyrarbæ,
Húsnæðisstofnun ríksisins og
stjórn verkamannabústaða á
Akureyri skrifiiðu í gær undir
samning um að stofiia, eiga og
starfrækja sameignarstofnun er
nefnist Húsnæðisskrifstofan á
GÍSLI Bragi Hjartarson bæjar-
fulltrúi fékk flest atkvæði í skoð-
Háskólinn á Akureyri:
Starfsfólk
mótmælir
niðurskurði
FUNDUR starfsfólks við Háskól-
ann á Akureyri 15. febrúar 1990
mótmælir fyrirhuguðum niður-
skurði á framlagi ríkissjóðs til
stofiikostnaðar vegna sjávarút-
vegsdeildar.
Fundurinn varar við því ábyrgð-
arleysi sem stjórnvöld sýni með
aðgerð þessari og áréttar mikilvægi
Háskólans á Akureyri fyrir byggða-
stefnu _og .atvinnuþróun.
Akureyri. Samningurinn er til
tveggja ára og verður hann
endurskoðaður að þeim tíma
liðnum. Hver aðili hefur tilnefiit
einn fulltrúa í rekstrarnefhd
skrifstofimnar, en í henni sitja
Dan Brynjarsson fyrir Akur-
anakönnun sem Alþýðuflokkur-
inn efiidi til á laugardag. Alls
tóku 255 manns þátt í könnun-
inni.
Gísli Bragi Hjartarson múrara-
meistari fékk flest atkvæði í könn-
uninni, í öðru sæti varð Hulda
Eggertsdóttir húsmóðir og skrif-
stofumaður og í því þriðja varð
Bjarni Kristjánsson forstöðumaður
Svæðisstjómar um málefni fatlaðra
á Norðurlandi eystra.
Alþýðuflokkurinn á nú þijá full-
trúa í bæjarstjórn Akureyrar. Freyr
Ófeigsson, sem setið hefur í bæjar-
stjórn í 16 ár, gaf ekki kost á sér
til áframhaldandi setu, né heldur
Áslaug Einarsdóttir, en hún hefur
setið í bæjarstjóm fyrir flokkinn
síðasta kjörtímabil. Gísli Bragi
Hjartarsson hefur einnig setið í
bæjarstjórn Akureyrar síðasta
kjörtímabil.
eyrarbæ, Hákon Hákonarson
fyrir stjórn verkamannabústaða
og Sigurður E. Guðmundsson
fyrir Húsnæðisstofiiun.
í samningnum er gert ráð fyrir
að aðilarnir þrír geri hver um sig
þjónustusamning við skrifstofuna
um þau verkefni á svið húsnæðis-
mála er þeir fela henni að annast.
Fyrir hönd Húsnæðisstofnunar skal
skrifstofan annast ráðgjafarþjón-
ustu við húsbyggjendur og kaup-
endur húsnæðis, hafa umsjón með
húsbréfum, afgreiðslu og upplýs-
ingum varðandi lánsumsóknir.
Á vegum stjórnar verkamanna-
bústaða skal skrifstofan sjá um
kaup, byggingu, sölu og endursölu
íbúða í verkamannabústöðum.
Verkefni á vegum Akureyrarbæj-
ar eru m.a. uppgjör og viðskipta-
mannabókhald vegna bygginga,
kaupa og sölu félagslegra íbúða.
Þá mun hún einnig annast alla
þætti varðandi almennar og félags-
legar kaupleiguíbúðir og útleigu og
umsjón með leiguíbúðum í umboði
öldrunarráðs, féiagsmálaráðs, skól-
anefndar og annarra stofnana eða
nefnda á vegum bæjarins, auk
bygginga íbúða fyrir aldraða.
Ráðinn verður framkvæmdastjóri
að Húsnæðisskrifstofunni og verður
starfíð auglýst innan skamms, en
framkvæmdastjóri ber ábyrgð á
fjármálum, starfsmannahaldi og
öðrum þáttum í rekstri skrifstof-
unnar gagnvart rekstrarnefnd.
Skoðanakönnun Alþýðuflokksins:
Gísli Brag’i efstur