Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 32

Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Reistu þér ekki hurðarás um öxl í framkvæmdum heima fyrir. Sinntu mikilvægum undirbúningi vegna starfs þíns. Naut (20. apríl - 20. maí) t/ffi Þú færð nýjan skilning á tilgangi ltfsins. Einhveijum sem þú um- gengst hættir til að ýkja. f kvöld tekur þú þátt í endumærandi og skemmtilegum menningarvið- burði í hópi vina. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Öðru hvoru ykkar hjóna hættir til að eyða of miklu í dag. Þér verða boðin sérstök fríðindi í tengslum við starf þitt. Forsendur fyrir ákveðinni flárfestingu eru nú breyttar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H§8 Stattu við þau ioforð sem þú hefur gefið. Ferðaáætlanir ganga upp. Taktu því vel þó að maki þinn eða vinur viðri sjálfstæði sitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Árangur þinn í dag fer eftir því hversu vel þér tekst að komast hjá töfum eða breytingum á áætl- unum. Einbeitingin mætti vera meiri hjá þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) Yinir þínir hvetja þig til að skvetta úr klaufunum. Rómantík- in birtist þér óvænt og þú ert í skapi til að skemmta þér öðru vísi en venjulega. Vog (23. sept. - 22. október) Eitthvað óvænt kemur upp á. Sumir fá verkefni sem þeir geta unnið heima hjá sér. Einhveijum hættir til að taka of stórt upp í sig og ýkja. Sporðdreki (23. okt. -21. nóvember) Sóaðu ekki tíma þínum með fólki sem þykir gaman að heyra sjálft sig tala. Ef þú ert í skapi til að gera eitthvað snúðu þér að skap- andi verkefni. f kvöld færðu frétt- ir sem vekja undrun þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) «0 Varaðu þig á óþörfum og ótíma- bærum fjárútlátum í dag. Þér getur opnast ný leið til tekjuöfl- unar. Nýttu þér hugvitssemi þína til að ákveða framhaldið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver sem þér er náinn stendur ekki við fyrirheit sitt. Þú hallast að því að fara eigin leiðir núna og ert fús að taka nýja stefnu. Frumleiki þinn kemur þér vel. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það getur orðið þrautin þyngri að standast verkáætlun dagsins. Reyndu ekki að flýja af hólmi, heldur taktu þér þann tíma sem þú þarft. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú nýtur þess að taka þátt í fé- lagslifinu. Vinsældir þínar fara vaxandi. Þú ákveður ef til vill að ganga i eitthvert félag. Það kunna að verða breytingar á áætlunum þínum fyrir kvöldið. AFMÆUSBARNIÐ er sam- vinnufúst, tilfinninganæmt og hefur til að bera innsæi og tónlist- arhæfileika. Það er reiðubúið að leggja mikið á sig til að öðlast ijárhagslegt öryggi, en á til að festast í ákveðnu fari. Það verður að læra að skapa sér tækifæri og forðast tilhneigingu til leti. Mannúðleg sjónarmið laða það oft til starfa við umönnun. Lög, stjómmál eða trú gætu einnig vakið áhuga þess. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR pESSI HLJÓMAR^ Besr {/w íhum e»R- U/Vtf j T_,,_ _. lrMM, ♦ ÁK96432 TOMMI OG JENNI ♦? 1- ♦ K65 £/? FVLL AF~ Erouc/.' LJOSKA ( \>AO EK Í6KAL.T III || N-, hérinni.' FERDINAND II!!?!!!!?!!!1.!!!!!1.!!!!!!1.!! SMAFOLK EACH FAMILY UA5 A CUAIN OF COMMANR AND DO VOU KN0U) UJHO'S THE LOWEST ON THAT CHAIN? GUE55! IT 5 THE DOG! THE DOG 15 THE L0WE5T! DO VOU UNPER5TAND THAT? I 5AIRDOYOUYTHEYHATE IT^ UNPER5TANP I UIHENY0UJU5T THAT? A STAREAT'EM UKETHI5.. z-</ Sérhver fjölskylda hefur valdaröð, Það er hundurinn! Hundurinn er sá og veist þú hver er neðstur í þeirri neðsti. Skilurðu það? röð? Gettu! Ég sagði, skilurðu það? Þeim er bölvanlega við það ef maður starir svona á þá... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Breska parið Tony Forester og hinn kornungi Andrew Rob- son unnu óvænt eitt sterkasta tvímenningsmót heims í síðasta mánuði, Staten Bank keppnina, sem bankinn hefur undanfarin ár staðið fyrir og haldið í Haag. í öðru sæti var ekki lakara par en núverandi heimsmeistarar í sveitakeppni, Brasilíumennimir Gabriel Chagas og Marcello Branco, en þriðju urðu Pólveij- amir Martens og Szymanowsky, núverandi Evrópumeistarar. Lítum á spil þar sem að Robson hefur betur í viðureign við Chag- as. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á1062 ▼ - ♦ K843 ♦ Á9873 Vestur ♦ 8 ♦ D875 ♦ ÁDG10962 ♦ G Suður ♦ 53 Austur ♦ KDG974 ♦ G10 ♦ 5 ♦ D1042 4 tíglar Pass Pass Pass Pass Útspil: spaðaátta. Þegar áhorfendur skoðuðu spilið á sýningartjaldi voru þeir fljótir að dæma það einn niður: tapslagur á spaða, tveir á tromp og einn á tígul. En Robson var á öðm máli. Hann drap á spaða- ás, fór heim á laufkóng og spil- aði trompinu þrisvar. Chagas, í vestur, vissi vel að hann var í vanda og gerði sitt besta með því að taka hinn trompslaginn og spila tíguldrottningu! Mjög góð vörn, en hún dugði ekki til, því Robson stakk upp kóng, spil- aði tígli og henti laufi heim! Þannig bjó hann í haginn fyrir kastþröngina á austur í svörtu litunum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á meistaramóti sænska skák- félagsins Malmö SS kom þessi staða upp í skák Svíans Olle Pers- son og Sævars Bjarnasonar (2.325), sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 21. f2-f3 og hugðist vinna peðið á c5. En svarti riddarinn þarf ekki að hörfa: 21. - Rg3!, 22. Kxg3 - e4!, 23. Rxf4 - exf4, 24. Bxf4 - Bh4+!, 25. Kxh4 (25. Kh2 hefði fresfað ósigrinum) 25. — Dxf4+, 26. g4 — He5 og hvítur gafst Upp. Sæv- ar sigraði örugglega á mótinu og hefur átt góðu gengi að fagna í Svíþjóð, síðan hann flutti út í haust. Nokkrir íslenskir skák- menn eru búsettir á Skáni. Þeir eru flestallir í Malmö SS og má segja að þeir séu uppistaðan í aðalliði félagsins. Sævar teflir þar á öðru borði á eftir Svíanum Ahlander, en af öðrum íslending- um í liðinu má nefna þá Gunnar Finnlaugsson, Arnþór Sævar Ein- arsson og Þráin Vigfússon. Jón Garðar Viðarsson, sem teflt hefur á fyrsta borði fyrir Skákfélag Akureyrar er einnig á fömm til Svíþjóðar og gengur þá væntan- lega til liðs við Malmö SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.