Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1990 33 félk í fréttum Nancy áritar bók sína í Harrods. ATHAFNAGLEÐI Nancy fylgir bók sinni eftir Tracy Raymond þá og nú. MEGRUN 55 kg fuku á einu ári Tracy Raymond, 26 ára göm- ul ensk stúlka, hefur sann arlega ástæðu til að gleðjast. Hún var akfeit fyrir rúmu ári og þjakaði það hana svo að hún sór þess að fara í ærlega megrun og helst að slá einhver met í árangri. Ári eftir að megruna- rkúrinn mikii hófst hafði hún lést um 55 kílógrömm! Ungfrú Raymond var um 110 kg, en er nú 55 kg. Fyrir vikið var hún tilnefnd „Ungfrá megr- un“ af samtökum í Englandi. Hreppti hún glæsilega litla sportbifreið að launum, og tók hún fram við afhendingu bifreið- arinnar, að inn í hana hefði hún aldrei komist í sínum gamla ham. Á meðfylgjandi mynd má glöggt sjá hver árangur ungfrá Raymond hefur verið í raun, en í tilefni megrunarinnar fyrir rámu ári lét stúlkan mynda sig og þegar kílóin voru fokin og bíllinn var afhentur, lét hún stækka myndina. Er með ólík- indum að þarna fari sama konan. au Ronald og Nancy Reagan, fyrrum forsetahjón Banda- ríkjanna, hafa verið eins og flær á skinni allar götur síðan Ronald lét af forsetastörfum og George Bush tók við. Hafa margir undrast út- hald og líkamlegt þrek þeirra hjóna, því að þau eru orðin roskin og Ron- ald hefur þar að auki átt við krabba- mein að stríða. Nancy hefur í fæstu verið eftirbátur bónda síns í at- hafnagleði að undanförnu. Þannig sendi hún nýlega frá sér bók, ævi- minningar sínar, og hefur hún fylgt ritinu eftir hvenær sem færi hefur gefist. Fyrir skömmu var henni boðið að sitja dagsstund í stórversluninni Harrods í London og árita bók sína. Hún þekktist boðið og var húsfyllir meðan hún sat við. Ekki gat hún hugsað sér að hverfa frá Englandi og London án þess að sækja heim Margaret Thatcher sem hún og gerði og tók jámfrúin vel á móti henni eins og vænta mátti. VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4507 4507 4507 4548 4548 4548 4200 4300 4400 4500 9000 9000 9000 0002 0007 0001 0010 0023 0027 0028 9009 4376 7234 3074 4376 8186 0984 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND -K- Kappræðufundur á vegum kynningarnefndar Verkfræðingafélags fslanús Á að halda öllu landinu í byggð? Já eða nei! Kappræðufundur á vegum kynningarnefndar Verk- fræðingafélags íslands verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudaginn 20. febrúar kl.20.30, þar sem fjallað verður um ofangreinda spurningu. Frummælendur: Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, og Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Byggð og byggðaþróun hafa verið mjög í sviðsljós- inu undanfarna mánuði og menn ekki á eitt sáttir. Atvinnumál og félagslegir þættir hafa verið í brenni- depli. Tvö andstæð megin sjónarmið eru ríkjandi, sem spurning fundarins snýst um. Að lokinni framsögu frummælenda verður mæl- endaskráin opnuð og gefst þá fundarmönnum tæki- færi til að láta skoðun sína í Ijós. í lokin verður gengið til atkvæða um fundarefnið. Fundarstjóri verður Tryggvi Sigurbjarnarson, verk- fræðingur. Fundurinn er öllum opinn. KAFFIRJÓMI ■ GEYMSL UÞOLINN RJÓMl f þegar þú vílt rjómabragð af kaffinu þínu ■ Ka riómi Utri / Rjómabragðið er á sínum stað þótt fitu- innihaldið sé aðeins 12%. Kaffirjóminn er G-vara og geymist mánuðum saman utan kælis. Vel kældur bragðast hann sem besta rjómabland út á skyr og ávaxtagrauta. D < • KAFFIRJÓMI ■ GEYMSLUÞOLINN RJÓMI ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.