Morgunblaðið - 20.02.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
37
7. leikvika -17. feb. 1990
Vinningsröðin: X11-X21-X11:2XX
915.894- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
8 voru með 11 rétta - og fær hver: 34.345- kr. á röð
Tvöfaldur pottur
- um næstu helgi!!
Þessir hringdu . .
Ráðherrar borgi eins og aðrir
Torfi hringdi:
Mér fínnst að ráðherrarnir eigi
að borga fullt gjald af fínu dýru
bílunum sem þeir eru látnir hafa
um leið og þeir setjast í stólana.
Þeir þurfa ekki einu sinni að borga
bensínið sjálfír og eru því ekkert
of góðir að borga skatta af þess-
um hlunnindum.
Seðlaveski tapaðist
Svart leður peningaveski tapaðist
í eða við Verslunarskóla íslands
á miðvikudag/fimmtudag. í því
er m.a. ökuskírteini Ólafs Þórs
Jóelssonar. Finnandi vinsamleg-
ast hafi samband við eiganda í
s. 656005.
Hnoðað fyrir smáfiiglana
Rannveig hringdi
Mig langar til að segja frá því
hvemig ég gef smáfuglunum. Ég
bý til köku handa þeim með því
að hnoða saman í skál smjörlíki
og maískurl. Hvolfi ég síðan kö-
kunni út í snjóinn, slétta auðvitað
undir, og þá búa þeir að þessu í
marga daga. Falli snjór má auð-
veldlega hreinsa ofan af kökunni.
Vanti mig kurl fleygi ég nokkrum
heilhveitibrauðssneiðum til smá-
fuglanna. Hef ég leyft barnabörn-
um mínum að fylgjast með því
það hefur gott uppeldislegt giidi
fyrir þau að sjá að smáfuglunum
er sinnt.
Frábær matur í Hrísalundi
Kvenfélagskona hringdi:
Ég var svo undrandi er ég las
í blaðinu á dögunum neikvæð skrif
um veitingastaðinn Hrísalund í
Hrísey. Ég ásamt fleirum kom á
umrædda veitingastofu sumar eitt
og hef sjaldan mætt slíkri gest-
risni og matur og þjónusta í þess-
ari veitingastofu var hreint frá-
bær. Ég borða alloft úti og tel
mig alveg dómbæra á slíkt.
Tvö karlmannsúr fundust í
Laugameshverfi, annað á Sund-
laugavegi en hitt á Hofteigi. Eig-
endur geta haft samband í s.
83283.
Allt í eldhúsið frá BOSCH
MwaatUBNIUfii
® JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavik - Sími 688 588
Takk fyrir
Stundina okkar
Til Velvakanda.
Okkur langar til að þakka fyrir
frábæran barnatíma, Stundina okkar
i Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður-
inn Helga Steffensen hefur lag á að
blanda saman bæði skemmtun og
fróðleik og er mikill menningarbrag-
ur á þættinum og ótrúlegt hugmynd-
arflug að láta sér detta allt þetta í
hug. Þátturinn um málrækt (með
brúðum) er gott dæmi um hvemig
hægt er að kenna börnum á skemmti-
legan máta, kemst hann vel til skila
hjá þeim yngstu. Oft er sýnt úr leik-
ritum sem eru á fjölunum og t.d. á
sunnudaginn var farið í Náttúru-
fræðisafnið og skoðaðir ránfuglar,
efnafræðingur gerði tilraunir, einnig
voru sýnd töfrabrögð og létt um-
ferðarkennsla. Allt er þetta við hæfi
þeirra yngstu. Brúðurnar eru líka
uppáhald krakkanna, sérstaklega
Lilli. Þó ég sé fullorðin þá missi ég
aldrei af að horfa á Stundina okkar.
Haldið áfram á þessum nótum. Ein
fyrirsprun. Hvenær ætlar Ríkissjón-
varpið að byija með bamatíma á
laugar- og sunnudagsmorgnum?
Anna.
(r
o
0
0
0
0
Alltá einum stað
0
0
0
0
0
Komdu með bílinn á staðinn og þeir
á verkstæðinu sjá um að setja nýtt pústkerfi undir.
0 PÚSTKERFIÐ FÆRÐU HJÁ OKKUR 0
P Verkstæðiðer opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00 0
p nema föstudaga frá kl. 8.00-16.00. 0
-V____Ath. Verslunin er opin laugardaga kl. 10-13.
RbvörubúÓin
Skeifunni2
82944
Púströraverkstaði
83466
EVROPA
Snæfellingar
UPPLYSINGAFUNDUR
UM
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, EES,
verðurhaldinnávegum
UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS
miðvikudaginn 21. febrúar kl. 21.00 í
FÉL4GSHEIMILINU í ÓLAFSVÍK
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra,
hefur framsögu og mun, ásamt embættismönnum-
utanríkisráðuneytisins, svara fyrirspurnum um
viðræður Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, og-
Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs
markaðar í Evrópu.
Utanríkisráðuneytið.