Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 39

Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 38 ILLVIÐRIÐ U M HELGINA Flutninga- bíll valt í • • Oræfasveit Hnappavölluni, Öræfasveit. MJÖG vont veður var í Öræfa- sveit laugardaginn 17. febrúar. Var vindhraðinn 12 vindstig á Fagurhólsmýri í 8 klukkustund- ir, og fór mest í 72 hnúta. Skyggni var innan við 100 metra hluta úr deginum. Ekki er vitað til að eignartjón hafi orðið, nema hvað fulllestaður flutningabíll frá Egils- stöðum fauk útaf og valt við Svína- fell er bílstjórinn beið þar vegna veðurs. - S.G. Páll Magnússon á Hvassafelli neglir fyrir glugga á húsi sínu. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Þorsteinn Birgisson stendur við stórskemmdan bíl sinn. Enn fárviðri undir Eyjafjöllum; Smásteinar flugn í gegnum járnklæðningu og glugga Holti undir EyjaQöllum. ÓVÆNT gerði mikið norðaustan veður hér undir Eyjafjöllum sem varð harðast hjá Steinabæjum. Þar varð veðurofsinn með því mesta sem menn minnast og mun verra en jólaveðrið. Það fauk af húsum á öllum Steinabæjunum, vélar og annað sem fokið gat og er mildi að mannskaði verði ekki í svona óskaplegum veðurofsa. Aðfaranótt laugardags 17. febrú- ar byrjaði veðrið og kom með hviðum alla nóttina og hélst fram eftir degi. Jámplötur fuku og smásteinar flugu um eins og úr haglabyssu, inn um járnklæðningar á húsum og gegnum rúður. Rafmagnsstaurar brotnuðu og var rafmagnslaust undir A-Eyjafjöllum frá kl. 2 til 10 um kvöldið. Einnig varð símasam- bandslaust. Að Steinum 3 hjá Kristj- áni Guðmundssyni og Ólöfu Bárðar- dóttur fauk sami hluti af fjósinu og fauk í jólaveðrinu, að viðbættum stærri hluta þaksins, auk þess sem rúður í húsum og vélum fuku. Að Steinum 2 hjá Jónínu Jónsdóttur fauk útihurð inn í húsið á karmi eins og um innbrot væri að ræða. Að Steinum 1 hjá Sigurbergi Magn- ússyni og Elínu Siguijónsdóttur brotnuðu allar rúður í ytra gleri á norðurhlið íbúðarhúss, stór gluggi í verzluninni brotnaði inn og allt innan dyra eins og eftir sprengingu. Elín lét þess getið að hún myndi ekki eftir öðru eins veðri í Steinum. Sogið sem kom í kjölfar hverrar vindhviðu hafí verið verra en höggið sjálft undan veðurhamnum. Gamla húsið þeirra hefði látið undan eins og á sjó væri og ljósakrónurnar hefðu sveiflast til. Þegar síðan raf- magn ög sími færi og snjóskafl lokaði útidyrum, væri lítið hægt að að gera nema biðja og vona að ekki færi illa. Hjá Geir Tryggvasyni og Þórönnu Finnbogadóttur í Hvolt- ungu (Steinum) fuku þök af bílskúr og hlöðu. Á Hvassafelli hjá Páli Magnússyni og Vilborgu Siguijóns- dóttur fauk af þökum útihúsa, flest- ar rúður íbúðarhússins brotnuðu, m.a. fóru gluggar í heilu !agi með gluggakarmi en við það sogaðist nær allt út úr því herbergi. Rúður í bílum og dráttarvélum ýmist brotn- uðu eða fuku á braut. í Hlíð urðu einnig skemmdir undan veðrinu og hjá viðgerðarverkstæðinu Faxa fauk stór og þung bifreið á hliðina. Bifreiðir sem áttu leið um voru í mikilli fokhættu og reyndu bílstjórar að aka í var. Þannig beið alla nótt- ina og fram eftir degi bílstjóri á flutningabifreið með aftanítengdan vagn og þurfti aftur og aftur að færa bifreiðina sem fauk til og frá. Mestan skaða bflstjóra fékk Þor- steinn Birgisson úr Reykjavík sem var að koma úr Reykjavík um mið- nættið. Honum segist svo frá að þegar hann var að aka hjá Steinum, þá hafi allt í einu komið mikil vind- hviða sem tók bílinn heljartökum og svipti honum af veginum. Með hjálp bílasíma hafi hann fengið hjálp frá Steinum til að komast þangað heim. Um nóttina versnaði enn veðrið og fram eftir degi þannig að enginn möguleiki var að komast að bílnum. Þegar lægði um miðjan dag kom hann að bílnum sínum, sem þá hafði fokið um 200 metra, gjörónýt- um, allar rúður farnar og bókstaf- lega allt innan úr bílnum, meira að segja bílasíminn sem hafði verið vel niður skorðaður. Dekkin höfðu farið undan bílnum í veltunum. Það versta væri að engin trygging virtist ná yfir svona skaða sem væri til- finnanlegur. „Mér er sagt,“ sagði Þorsteinn, „að Kaskótrygging bæti ekki svona skaða af völdum roks og Viðlagatrygging ríkisins geri það ekki heldur. Hvers á ég að gjalda að hafa verið þama á ferð í svona ógnar veðri og tapa öllu mínu?“ - Fréttaritari Vegurinn með suðurströnd-— inni ruddur HRINGVEGURINN frá Vík og austur á firði er ófær en verður niddur í dag að sögn Karls Ásgrímssonar vegaeftirlits- manns. í dag verður opnað til Hólmavíkur og einnig til Siglu- fjarðar ef mögulegt reynist vegna veðurs. I gær var leiðin frá Reykjavík til Víkur í Mýrdals opnuð. Illfært var í uppsveitum Ámessýslii. Austan við Vík var vegurinn ófær á köflum og jeppafær á öðram stöðum. Á Austfjörðum var mikil ófærð, en hægt að komast með ströndinni frá Egilsstöðum suður til Breiðdalsvíkur. Reynt var að opna leiðina frá frá Þórshöfn til Húsavíkur, en vegaeftirlitsmenn vissu ekki hvort það hefði tekist. Frá Húsavík var orðið fært til Akureyrar og þaðan til Reykjavík- ur. Vegurinn til Ólafsfjarðar var opnaður og einnig til Siglufjarðar, en síðdegis í gær var veður að versna á þessum slóðum og búist við að færð spilltist aftur. Ófært var til Hólmavíkur, en þangað 'áT" að opna í dag, og ófært er yfir Steingrímsfjarðarheiði. Vegir á milli þéttbýlisstaðanna við ísa- fjarðardjúp vora opnaðir en Vega- . gerðarmenn urðu að hætta mokstri á Breiðadalsheiði. Fært var orðið frá Patreksfirði á Bfldud- al og Bijánslæk. Vegir á Snæfells- nesi vora hreinsaðir og vegurinn í Dali og þaðan vestur í Gufudals- sveit. Fjöldi fólks í erfið- leikum í Svínahrauni 20-30 bílar skildir eftir utan vegar FJÖLDI fólks lenti í vandræðum í Svínahrauni og á Hellisheiði vegna ófærðar og lítils skyggnis síðastliðinn laugardag. Björgunar- sveitir frá Reykjavík og nágrenni fóru á fjórum snóbílum til að ná í fólk í fasta bíla á þessari leið, mest við Litlu kaffistofuna, og björgunarsveitir frá Hveragerði og Selfossi náðu í fóik upp á Hellisheiði. Kristján Kristinsson í Litlu kaffístofunni í Svínahrauni segist ekki hafa lent í jafn slæmu veðri og var á laugardag. Þá var snjó- koma og rok og sagðist hann hafa orðið að fara út á hálftímafresti til að moka frá dyranum þannig að fólk kæmist inn og um kvöldið hefði verið kominn tveggja metra skafl við húsið. Hann sagði að margt fólk hefði lent í vandræðum. Það hefði byijað snemma dags, þá hefðu starfsmenn Vegagerðar- innar bjargað fólki úr bíl. Það hefði misst upp bílhurðina þannig að bíllinn hefði verið orðinn hálf- fullur af snjó og fólkið því orðið gegnblautt eftir fimm og hálfan í níu klukkustundir milli Reykjavíkur og Selfoss: „Þetta var band- brjálað veður“ Selfossi. FJÖLDI fólks lenti í erfíðleikum á Hellisheiði á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Farþegar í tveimur fólksfíutningabílum, um 80 manns, voru níu klukkustundir á leið til síns heima. Björgunar- sveitarmenn frá Selfossi og Reykjavík aðstoðuðu fólkið í óveðrinu. Ekki er vitað um nein alvarleg óhöpp af völdum veðursins. Fólk lagði á Hellisheiði þrátt fyrir að blikkljós sýndu að hún væri ófær. Morgunblaðið/Halldór Undir EyjaQöllum varð veðrahamurinn mestur og þar var þessi mynd tekin af tveimur bilum sem fuku og stórskemmdust. Veðrið fór versnandi þegar leið á laugardaginn. Þá var ákveðið að síðasta ferð Sérleyfisbfla Selfoss yrði klukkan 18.30. Þá lögðu tveir bflar af stað, annar úr Reykjavík og hinn frá Selfossi, báðir með 40 farþega. Þeir mættust svo í skafli á Hellisheiði, á móts við björgunar- skýlið sem þar er. Þar festist önnur rútan og hinni tókst ekki að ná henni upp. Með aðstoð trukks frá Sérleyfísbílunum og bíla björgunar- sveitarmanna frá Selfossi tókst að losa rútuna sem var á leið til Reykjavíkur. Björgunarsveitar- menn veittu mikla aðstoð við að draga upp bíla og feija fólk á milli bíla. Rútan sem var á leið til Reykjavíkur sneri við og fór um þrengsli áleiðis þangað. Hún stöðv- aðist við Litlu kaffistofuna þar sem björgunarsveitarmenn úr Reykjavík komu til aðstoðar og fluttu fólkið til Reykjavíkur. Fólkið sem var á leið á Selfoss var flutt ofan af heiðinni um nótt- ina og var það komið á Selfoss um þijúleytið um nóttina, á sama tíma og þeir sem voru á leið til Reykjavíkur komu þangað. „Það var bandbijálað veður þarna uppi á Heiði og varla stætt úti,“ sagði einn farþeganna í rútun- um. „Þær stóðu þarna hvor á móti annarri, rútumar, kolfastar en það var allt í lagi með okkur farþeg- ana. Fólk var mjög þolinmótt og börnin voru ótrúlega góð,“ sagði þessi farþegi. „Þegar bílarnir festust þá fennti allt í kaf,“ sagði Steinn Hermann Sigurðsson hjá Sérleyfisbílum Sel- foss. Hann sagði það alltaf spum- inguna í svona tilfellum hvenær ætti að hætta við ferðir. Það hefði ekki annað Verið sýnt en þetta gengi því bflar hefðu farið um heið- ina um sexleytið. „Við vonum að það hafi ekki orðið neinum til vera- legs tjóns að tefjast þetta. Og við þökkum þeim sem sýndu okkur þolinmæði, þeim sem voru í bílun- um, þeim sem biðu eftir þeim og svo þeim sem veittu okkur aðstoð." - Sig. Jóns. tíma í bílnum. Vegagerðarmenn- imir hefðu komið með fólkið í kaffistofuna og það fengið far með rútu i bæinn. Þorsteinn Þorkelsson starfs- maður björgunarsveitarinnar Ing- ólfs í Reykjavík sagði að um klukkan 20 á laugardag hefði^ lögreglan óskað eftir aðstoð björg- unarsveitanna í Reykjavík og ná- grenni þar sem vitað hefði verið af fólki í vandræðum í Svína- hrauni og víðar. Fjórir snjóbflar frá jafn mörgum sveitum fóra á staðinn. Þorsteinn sagði að reynt hefði verið að aðstoða fólk eftir föngum og koma þeim í bæinn sem þurftu að skilja bíla sína eft- ir. Meðal annars var náð í 35 manns í rútu sem sat föst og var fólkið flutt til Reykjavíkur. Taldi Þorsteinn að 20-30 bílar hefðu verið fastir utan vegar á þessari leið, en flestir hefðu verið búnir að yfirgefa bílana þegar björgun- arsveitarmenn komu. Ekki -wssi hann til þess að fólk hefði Tent í alvarlegum hrakningum. Tveir menn ætluðu á vélsleðum frá Litlu kaffistofunni til Reykjavíkur. Þeir urðu viðskila og annar féll af sleðanum og fann hann ekki aftur vegna veðursins, en komst gangandi að kaffistof- unni. Veginum var lokað síðdegis en eftir það vora menn að reyna að komast austur fyrir fjall. Meðal annars þurfti að kalla út björgun- arsveit um nóttina til að kotna fólki til aðstoðar á Hellisheiði. Þorsteinn sagði að fólk virtist halda af stað í svona tvísýnu með því hugarfari að það hlyti að bjarga sér. 20-30 menn úr björgunarsveit- unum á Reykjavíkursvæðinu tóku þátt í hjálparstarfinu á laugar- dagskvöldið. Þeir vora á 4 snjóbíl- um og tveimur fjallabílum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.