Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 1
56 SIÐUR B/C
ðl.tbl. 78. árg.
FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Manntjon í íll-
viðri í Evrópu
Hamborg. dpa.
EKKI færri en 15 manns létust í gær er stormur gekk yfír Evrópu,
allt frá Bretlandseyjum suður til Grikklands. Veðurfræðingar telja
líkur á því á óveðrinu linni næstu dagana en segja útlitið þó heldur
dapurlegt fram eftir næstu viku. Tjón varð einna mest á Bretlandi og
í Norður-Frakklandi og Belgíu.
Fimm menn létust í Frakklandi
og fjórir í Belgíu og fregnir bárust
af manntjóni í Austurríki, V-Þýska-
landi og á Bretlandi. Þá létust þrír
menn í Grikklandi. Flestir þeirra
sem létust urðu ýmist undir braki
eða tijám sem rifnuðu upp með rót-
um í veðurofsanum.
Flóðgarðar létu undan í Dan-
Sænski Jafiiaðar-
mannaflokkurínn:
Dvínandi
vinsældir
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, firétta-
ritara Morgunblaðsins.
FYLGI sænskra jaftiaðar-
manna minnkaði stórlega í
skoðanakönnunum við stjórn-
arkreppuna í landinu.
í einni slíkri sem gerð var
dagana 29. janúar til 7. febrúar
og 12. til 21. febrúar og birt var
í gær naut flokkurinn fýlgis
31,5% prósenta kjósenda. í
þingkosningunum 1988 greiddu
43,2% kjósenda honum atkvæði
sitt. Samkvæmt könnuninni nýt-
ur Hægriflokkurinn fylgis 26%
kjósenda (en hafði 18,3% í kosn-
ingunum). Þjóðarflokkurinn fær
14% fylgi (12,2%), Miðflokkur-
inn 11% (11,3%), Kristilegi lýð-
ræðisflokkurinn 3,5% (3%),
græningjar 7% (3%) og komm-
únistar 7% (5,9%).
Talsmenn jafnaðarmanna
segja að útkoman sé eðlileg í
Ijósi stjórnarkreppunnar í
síðasta mánuði. Nú þegar ný
stjórn hafi verið mynduð sé
flokkurinn á uppleið.
mörku og einnig hlaust mikið eigna-
tjón af í Wales og Suðvestur-Eng-
landi. Ferjusamgöngur yfir Ermar-
sund lágu niðri og snjókoma jók enn
á raunir manna í Skotlandi, Eng-
landi og á Norður-írlandi. í Aust-
urríki og í suðurhluta Vestur-Þýska-
lands mældist vindhraðinn 160 kíló-
metrar á klukkustund í verstu hvið-
unum. Fjölmargir bæir urðu raf-
magnslausir og fólk var_ hvatt til
að halda sig innan dyra. í Hollandi
olli óveðrið miklu tjóni, skemmdir
urðu á íbúðarhúsnæði, landfestar
skipa slitnuðu og í Rotterdam tókst
gríðarstór hegri á loft og gereyði-
lagði tvo aðra er hann skall til jarð-
ar.
Breskir veðurfræðingar kváðust
búast við því að kólna myndi í veðri
næstu dagana er lægja tæki víðast
hvar í álfunni. Hlýna myndi á ný í
næstu viku og snjóa tæki í Ölpun-
um. Þó mætti gera ráð fyrir því að
naprir vindar lékju um Skandinavíu
og Bretland en sunnar í álfunni,
allt frá Frakklandi til Júgóslavíu
myndi veður verða skaplegt, þurrt
og hlýtt.
Reuter
Liðsmenn Securitate fyrirrétt
Réttarhöld yfir 21 liðsmanni Securitate, öryggissveita Ceausescus
fyrrum Rúmeníuforseta, hefjast í dag, föstudag. Mennirnir eru sakað-
ir um þjóðarmorð og að hafa gefið fyrirskipanir um að vopnavaldi
skyldi beitt er alþýða manna reis upp gegn ógnarstjórninni í borg-
inni Timisoara þar sem bylting hófst skömmu fyrir jól. Nú er talið
að 100 manns hafi fallið í Timisoara en fyrri fregnir hermdu að
blóðbaðið hefði verið enn óskaplegra. Myndin sýnir sex af mönnun-
um, sem ailir voru háttsettir innan Securitate.
Tróbræður
beijast á
ný í Beirút
Beirút. Reuter.
SVEITUM kristinna manna laust
saman á ný í Beirút, höfuðborg
Líbanons, í gær. Lágu 70 manns
í valnum er rökkur færðist yfir
og draga tók úr bardögunum. Þar
með varð að engu vopnahlé er
komið var á fyrir hálfum mánuði.
Heimildarmenn Reuters- frétta-
stofunnar sögðu 30 óbreytta borgara
hafa fallið og um 150 manns lágu
særðir á götum úti í brennandi íbúð-
arhverfum í austurhluta borgarinn-
ar. Bardagarnir í gær voru sagðir
þeir hörðustu frá því vopnaviðskipti
hersveita kristinna hófust á ný í jan-
úarmánuði. Fréttamenn er fylgdust
með bardögunum úr hæðum er um-
lykja borgina sögðu að skriðdrekum,
fallbyssum, eldflaugum og sprengju-
vörpum hefði verið beitt. Stórar
byggingar hrundu til grunna er
sprengjukúiur hæfðu þær, eldsúlur
lýstu upp kvöldhimininn og barist
var hús úr húsi.
Bardagarnir hafa kostað 780
manns lífið frá því þeir hófust 31.
janúar og um 2.600 manns hafa
særst. Shamir Geagea, leiðtogi her-
afla kristinna Líbana, sagði í gær
að sveitir hans myndu beijast til
síðasta blóðdropa gegn liðsafla
Michels Aouns. Átökin hófust er
Aoun skipaði Geagea að leggja niður
vopn, leysa upp hersveitir sínar og
viðurkenna þar með yfirráð Aouns
í hinum kristna hluta Beirút-borgar.
Utanríkisráðherra Frakklands um sameiningu þýsku ríkjanna:
Eyða ber tafarlaust óvissu
um landamæri Póllands
Kohl kanslari hlynntur því að A-Þjóðverjar sæki um að sameinast V-Þýskalandi
Vestur-Berlín, Bonn. Reuter, dpa.
ROLAND Dumas, utanríkisráð-
herra Frakklands, hvatti stjórn-
völd I Vestur-Þýskalandi til þess
Píslarvottar í plasti
Reuter
í Kína hafa verið afhjúpaðar bijóst-
myndir af 14 hermönnum og herlög-
reglumönnum,' sem féllu í atlögunni
að andófsmönnum á síðasta ári, og
hafa þeir opinberlega verið teknir í
tölu píslarvotta. Vakti það athygli,
að stytturnar eru úr plasti og líka,
að píslai*vottarnir skuli aðeins vera
14 en stjórnvöld halda því fram, að
300 manns hafi fallið á síðasta
sumri, þar af helmingurinn her-
menn. Eru stytturnar til sýnis í hofi,
sem reist var til minningar um Lei
Feng, einn af fyrstu dýrlingum
kommúnismans í Kína. Námsmönn-
unum sem féllu hefur ekki verið
sýnd nein opinber virðing.
í gær að lýsa yfir því með skýrum
og ótvíræðum hætti að ekki verði
gert tilkall til pólskra landsvæða
eftir að þýsku ríkin tvö hafa sam-
einast. Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, lagði í gær
til að A-Þjóðverjar sæktu um
inngöngu i V-Þýskaland en sá
möguleiki á sameiningu er
tryggður í stjórnarskrá landsins.
Stjórnvöld í Póllandi hafa af því
áhyggjur að Þjóðveijar geri tilkall
til landsvæða er Pólveijum voru
fengin eftir að seinni heimsstyij-
, öldinni lauk. Yfirlýsingar Helmuts
Kohls, kanslara Vestur-Þýska-
lands, í þessu efni hafa þótt óljósar
og sýnt þykir að almenningur í
Póllandi sé uggandi vegna fyrir-
hugaðrar sameiningar þýsku
ríkjanna. Alltjent leiða skoðana-
kannanir í ljós að fylgi við samein-
ingu er hvergi minna í Evrópu og
Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð-
herra landsins, hefur sagt að hann
telji ekki tímabært að ræða brott-
flutning sovéskra hermanna frá
Póllandi.
Kohl kanslari sagði á þriðjudag
að hann myndi ekki leggjast gegn
Skyggðu svæðin heyrðu
Þýzkalandi til fyrir stríð
; Sovét-
v ríkin
V^ékkóslóvakía
því að þing bæði Austur- og Vest-
ur-Þýskalands lýstu yfir því að
landamæri Pólveija yrðu virt.
Kanslarinn bætti hins vegar við
að þetta yrði ekki unnt fyrr en
eftir að kosningar hefðu farið fram
í Austur-Þýskalandi 18. þessa
mánaðar. Roland Dumas sagði í
Vestur-Berlín í gær að stjórnvöld
í Frakklandi teldu að vestur-þýska
ríkisstjórnin hefði enn ekki stigið
skrefið til fulls. Hann gagnrýndi
ummæli Kohls og sagði þau ekki
skynsamleg. Ekkert væri því til
fyrirstöðu að þing beggja þýsku
ríkjanna lýstu nú þegar yfir því að
í engu yrði hróflað við vesturlanda-
mærum Póllands. „Landamærun-
um verður ekki breytt," sagði
Dumas. „Þetta þarf að staðfesta
án tafar og eyða þar með ótta
þeim og efasemdum sem kunna
að geta af sér óstöðugleika.“
Talsmaður pólsku ríkisstjómar-
innar tók í sama streng og sagði
síðustu yfirlýsingar Kohls öldungis
ófullnægjandi. I fréttaskýringu í
pólska sjónvarpinu var minnt á að
yfirlýsingar þjóðþinga hefðu ekk-
ert alþjóðlegt lagagildi. Kohl kansl-
ari ítrekaði í gær andstöðu sína
við þá tillögu pólsku ríkisstjórnar-
innar að þýsku ríkin tvö og Pólland
geri með sér bráðabirgðasamning
þess efnis að núverandi landamær-
um verði ekki breytt.
Þá sagði kanslarinn á fundi með
blaðamönnum að hann teldi heppi-
legustu sameiningarleið þýsku
ríkjanna þá að A-Þjóðveijar sæktu
um aðild að V-Þýskalandi. Kveðið
er á um þann möguleika í 23. grein
v-þýsku stjórnarskrárinnar. Sagði
Kohl að með þessum hætti samein-
uðust ríkin fljótt og með fullri
reisn.