Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 Sérreikningur eða lífeyrissjóður: Vanefiidir ríkisvaldsins eflir Guðmund Hallvarðsson í mikilli umræðu manna á meðai um lífeyrissjóði hefur nú mjög að undanförnu verið um það rætt að leggja ætti lífeyrissjóðina niður og hver einstaklingur fengi greitt inn á bankabók 10% af launatekjum sínum til lífsviðurværis á „efri árum“. Óneitanlega lítur þetta vel út við fyrstu sýn enda rökin m.a. þau að yfirbygging lífeyrissjóðskerfisins þar sem a.m.k. um 100 stjómir sjóð- anna með tilheyrandi skrifstofu- kostnaði o.fl. sé allt of mikill og dýr. Þá tala menn um að lítið fáist greitt út úr lífeyrissjóðunum þá aldur færist yfir og að peningalegt andlát sjóðanna blasi við. Annað og meira en lífeyrir Engin starfsgrein hér á landi hefur jafnmikla slysatíðni sem sjó- menn. Enda þótt sjómenn séu rétt um 5% þeirra er íslenskan vinnu- markað stunda eru rúmlega 29% allra þeirra slysa sem tilkynnt eru Tryggingastofnun ríkisins slys á sjó- mönnum. Þetta er uggvænleg stað- reynd og því miður hærri slysatíðni en þekkist í nágrannalöndunum. Enn eru alltof mörg dauðaslys sem fylgja sjómannsstarfinu. Af þessu leiðir að greiðslur úr Lífeyrissjóði sjómanna eru með nokkuð öðrum hætti en almennt gerist hjá öðrum lífeyrissjóðum. í desember 1989 fengu 574 ellilífeyrisþegar greiðslur úr sjóðnum er örorku-, maka- og barnalífeyrir var greiddur til 685 einstaklinga. Skoðum nánar yfirlit yfir fjölda lífeyrisþega í Lífeyrissjóði sjómanna frá des. ’81 til des. ’89 og þá þróun sem þar hefur orðið á. Á þessu tíma- bili hefur eililífeyrisþegum fjölgað um 398, örorkulífeyrisþegum um 150, makalífeyrisþegum (ekkjum) um 136 og lífeyrir til barna um 112, hér er getið um fjölgunina en meðfylgjandi tafla segir meir um þessa þróun en orð fá lýst. Bankabókin og örorkan Eins og ég gat um hér að framan er slysatíðni meðal sjómanna hrika- leg og kemur heim og saman við þá töflu sem hér er birt og sýnir fjölda örorkulífeyrisþega. Hver sá sjómaður sem er sjóðfélagi í Lífeyris- sjóði sjómanna og verður 35% öryrki eða þar yfir og er óvinnufær í a. m.k. 6 mánuði á rétt á örorkulíf- eyri. Við stigainneign hans er bætt þeim stigum sem reikna má með að hann hefði öðlast til 65 ára aldurs miðað við stigainnvinnslu síðustu 5 ára. Margir ungir sjómenn sem því miður hafa lent í slysum og orðið öryrkjar hafa við mig rætt og þá getið um þekkingarleysi sitt varð- andi útreikning örorkubóta lífeyr- issjóðsins. Það skil ég mæta vel og má líklega um kenna ónógu fram- taki umbjóðenda sjómanna í landi svo og kannski lífeyrissjóðnum sjálf- um sem og öðrum lífeyrissjóðum hvað varðar kynningu efnisatriða þeirra réttinda er fylgja lífeyrissjóðs- aðildinni. Þegar útreikningsreglan varðandi örorkubætur er athuguð nánar svo og meðaltalsupphæð sem greidd er á mánuði úr sjóðnum eða kr. 29.503 (hæsti örorkulífeyrisþeg- inn fær kr. 129.647) hlýtur sú spurn- ing að vakna hve lengi bankabókin entist fyrir ungan mann sem fyrir örorku yrði. Sú spurning hlýtur einnig að vakna varðandi maka- og barnalífeyri ef sjómaður á miðjum aldri fellur frá. Ég ætla ekki að fara að velta hér upp talnadæmum varð- andi þetta mál, því eðlilegt er að hver og einn geri það fyrir sig sem áhuga hefur á, og leiti upplýsinga þar um. Ellilífeyrir við 60 ára aldur Einhveijum kann að finnast rök mín gegn greiðslum lífeyris inn á bankabók heldur léttvæg því það fái fleiri greitt úr sjóðnum en öryrkjar og það er jú rétt. í desembermánuði 1989 voru heildargreiðslur úr lífeyr- issjóðnum til ellilífeyrisþega kr. 9.777.144 en örorku-, maka- og barnalífeyrisþegum eru greiddar kr. 10.419.349. Þessar tölur sem eru hærri en greiðslur til lífeyrisþega sýna enn og sanna hve áhættusamt starf íslenskra sjómanna er. Þær sýna líka þá samtryggingu sem sjó- menn njóta með iðgjaldagreiðslum sínum til lífeyrissjóðsins og afsanna „ágæti“ sérreiknings vegna lífeyris- sjóðsiðgjalda. Við 60 ára aldur eftir 25 ára starf á sjó eiga sjómenn rétt á að hefja töku lífeyris. Á sama hátt veitir 20 ára starf á sjó rétt til töku iífeyris frá 61 árs aldri og 15 ára starf á sjó frá 62 ára aldri. Það hefur verið viðurkennt, í lækn- isfræðilegri athugun að sjómenn eyða 25% meiri orku við störf sín á sjó, við að stíga ölduna, en þeir sem hafa fast land undir fótum. Sjómenn margir hveijir hafa því enst illa í starfi sínu, orðið að fara í land vegna heilsuleysis langt um aldur fram og þess vegna m.a. er réttur sjómanna slíkur sem fyrr er getið. Svikin loforð ríkisstjórnar Rétt er að staldra við og iíta til baka, til aðdraganda þess að lög voru sett þess efnis að sjómenn nytu lífeyris við 60 ára aldur. Haustið 1978 var mjögtil umræðu að í stað verðbótahækkunar á al- menn laun skyldu félagsleg réttindi verkafólks aukin. Hinn 1. des. 1978 áttu iaun að hækka um 14,13%. Með lagaboði var ákveðið að laun skyldu hækka um 6,12%, 3% skildi mætt með auknum félagslegum rétt- indum, 2% með skattalækkun og 3,01% með niðurgreiðslum á vöru- verði. Á kjaramálaráðstefnu Sjómanna- sambands íslands og Farmanna- og fískimannasambands íslands, sem haldin var 8. og 9. des. 1978 voru þessi mál ítarlega rædd. Þar var m.a. eftirfarandi tillaga samþykkt: „Breytt verði lögum nr. 67 frá 20. apríl -1971 um almannatryggingar þannig að 11. gr. laganna orðist svo: Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 eða eldri og hafa átt lögheimili hér á landi í a.m.k. 3 almanaksár frá 16-67 ára aldurs. Þó skulu þeir, sem öðlast fullan rétt til ellilífeyris, er þeir hafa náð sex- tugsaldri, hafi maður stundað sjó- mennsku, sem aðalstarf í 30 ár, á hann rétt á 50% viðbótarlífeyri. Fullan ellilífeyri ber einnig að greiða ekkjum er þær verða 60 ára. Jafn- framt verði unnið að tryggja sjó- mönnum greiðslu úr lífeyrissjóði, verðtryggðan lífeyri við 55 ára aldur. Á árinu 1979 voru lögfest ýmis aukin félagsieg réttindi landverka- fólks, m.a. lengdur réttur til launa í veikinda- og slysatilfellum. Minna varð hins vegar um aukin réttindi sjómanna. Við ákvörðun fiskverðs í júlí 1979 voru réttindamál sjómanna mikið rædd. Mjög var eftir því gengið af hálfu oddamanns, Jóns Sigurðsson- ar, forstöðumanns Þjóðhagsstofnun- ar, núverandi iðnaðarráðherra, að samstaða næðist um ákvörðun fisk- verðs. Tillaga kom fram um að fis- kverð hækkaði um 2 prósentustig minna en almenn laun í landinu höfðu hækkað um. Af hálfu fulltrúa sjómanna var samþykkt þessarar tillögu bundin því að gengið yrði frá réttindamálum sjómanna í anda samþykktar Kjaramálaráðstefnu Sjómannasambandsins og Farmann- asambandsins frá desember 1978. Jón Sigurðsson hét að beita sér fyrir framgangi fyrrgreindra mála. Á Kjaramálaráðstefnu ASÍ, sem haldin var 11. janúar 1980, var samþykkt sarheiginleg kröfugerð verkalýðsfélaga innan ASÍ. Þar voru sérstaklega tekin ýmis réttindamál sjómanna, sem ekki höfðu verið lögfest með sama hætti og hjá land- verkafólki. Má þar nefna kröfu um aukinn rétt sjómanna til launa í veikinda- og slysatilfellum. Einnig var þar að finna kröfu um að al- mannatryggingum yrði breytt á þann veg, að þeir sem gert hefðu sjómennsku að ævistarfí sínu og stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur öðluðust fullan rétt til ellilíf- eyris er þeir hefðu náð sextugsaldri. í kjölfar þessarar kröfugerðar og kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ á Guðmundur Hallvarðsson. „Það er krafa sjómanna til löggjafans, Alþingis, og þá sérstaklega þeirra ráðherra er nú sitja í ríkissljórn og áttu aðild að „lausn“ kjaramála sjó- manna sem að firaman getur að þeir standi við orð sín.“ árinu 1980 var lögfestur aukinn rétt- ur sjómanna til launa í veikinda- og slysatilfellum og loforð gefin um breytingar á almannatryggingalög- um, sem lögfest voru 1981, í sam- ræmi við framangreinda kröfugerð. Við upphaf kjarasamninga Sjó- mannasambands íslands og Far- mannafiskimannasambands Islands annars vegar og Landssamband ísl. útvegsmanna hins vegar í desember 1980 var sáttasemjara ríkisins gerð grein fyrir stöðunni í lífeyrismálum sjómanna. Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjari hafði þá milligöngu um viðræður þáverandi félagsmálaráð- herra, Svavars Gestssonar, og full- trúa sjómanna, þeirra Ingólfs Sig. Ingólfssonar, þáverandi formannsy Vélstjórafélags íslands, og undirrit- aðs. Á þessum fundi gerðu fulltrúar sjómanna þá kröfu, að ríkissjóður ábyrgist þá útgjaldaaukningu, sem hlytist af auknum lífeyrisréttindum sjómanna. Svör ráðherra voru á þann veg, að ríkissjóður gæti ekki ábyrgst Lífeyrissjóði sjómanna óút- fyllta ávísun, fyrst yrði að liggja fyrir sá kostnaðarauki, sem af hlyt- ist vegna lagasetningarinnar um lækkun lífeyrisaldurs sjóðfélaga Lífeyrissjóðs sjómanna áður en til kasta ríkisvaldsins kæmi varðandi peningagreiðslur. í yfirlýsingu, sem þáverandi ríkis- stjórn gaf út 6. desember 1980, segir m.a.: „Ríkisstjórnin mun kanna hvort eðlilegt sé í tengslum við lækkun lífeyrisaldurs sjómanna í almannatryggingum, að sama regla gildi hvað rétt sjómanna varðar í lífeyrissjóðnum, og hvaða kostnað- arauka slíkt myndi hafa í för með sér.“ Hinn 10. apríl 1981 mælti þáver- Fæðingarheimili Reykjavíkur - nýtt símanúmer Föstudaginn 2. mars breytist símanúmer FœÖingarheimilis Reykjavíkur. Nýja símanúmeriö er: Pizza-bónus 12“ pizza á aðeins kr. 700,- til kl. 20.00 Skipholti 37, sími 685670. UTSOLUMARKADUR opnar í dag kl. 13 í Skipholti 33. Stórglæsilegt vöruval og gott verð. Skipholti 33, sími 679047.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.