Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 14
u MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 38. ÞING NORÐURLANDARAÐS Viðskiptabann á Suður-Afríku: Tillaga meirihluta laganefiidar felld Norðurlandaráð samþykkti á miðvikudag tillögu minnihluta laganeftidar ráðsins um að taka tillögu um hert eftirlit með við- skiptabanni á Suður-Afríku á dagskrá næsta þings. Meirihluti neftidarinnar vildi að tillaga um hert eftirlit, sem samþykkt var á síðasta þingi, yrði síðasta orð ráðsins um þetta mál Á þingi Norðurlandaráðs árið 1989 var samþykkt tillaga um að beina því til hvers lands fyrir sig að gera viðskiptabann á Suður- Afríku eins virkt og mögulegt er. Laganefndinni var falið að fjalla um tillöguna fyrir þetta þing, og komst meirihluti hennar að þeirri niðurstöðu að Norðurlöndin færu eftir þessari tillögu. Því væri engin ástæða til að ítreka hana. Minnihlutinn taldi hins vegar að ekki lægju fyrir nægar upplýsingar um það hvernig viðskiptabanninu væri framfylgt í öllum Norðurlönd- unum. Því ætti að taka málið upp á næsta Norðurlandaráðsþingi. Eftir harðar umræður á þinginu var tillaga minnihluta laganefndar- innar samþykkt með 40 atkvæðum gegn 24. Fimm ára áætlun um að efla málskilning Þýðingar auknar milli Norðurlandamála er um 26 milljónir Norðurlandaráð hefiir sam- þykkt fimm ára áætlun um að- gerðir til að efla gagnkvæman málskilning á Norðurlöndunum. Samkvæmt áætluninni á að með- al annars að styrkja stöðu íslensku og finnsku í norrænu samstarfí, með aukinni túlkun og þýðingu skjala. Samkvæmt áætluninni verður komið á reglulegum námskeiðum fyrir kennara sem kenna Norður- landamál og þá sem þjálfa kenn- ara, gefin verða ót ný kennslu- gögn. Leggja á á áherslu á að skólar skiptist á heimsóknum milli landa, styrkt verði útgáfa orða- bóka og orðasafna og þýðingar milli tungumálanna verði auknar. Gert er ráð fyrir að athugað verði um stofnun stöðu ráðunautar við Norræna húsið í Reykjavík til að styrkja kennslu í norrænum málum í íslenskum skólum, og miðla fræðslu um íslenska tungu og menningu til skóla annars stað- ar á Norðurlöndum. Ráðherranefnd mennta- og menningarmálaráðherra Norður- landanna lagði fram tillögu um ályktunina fyrir þing Norðurland- aráðs í Reykjavík. Fjárframlag til verkefnisins króna á ári. Morgunblaðið/Bjami Fundað við kertaljós Rafmagn fór af hluta Reykjavíkur er klukkuna vantaði 25 mínútur í sex í gær. Á þingi Norðurlandaráðs í Háskólabíói hafði síðasti ræðumaður nýlokið máli sínu og ákvað fundarstjórinn, Norðmaðurinn Bjarne Mörk Eidem, að hefja atkvæðagreiðslu um tillögur enda þótt notast yrði við gömlu aðferðina, nafnakall, vegna rafmagnsleysisins. „Við sýndum að jafnvel stjórnmálamenn geta brugðist rétt við óvæntum uppákom- um,“ sagði Eidem við blaðamann Morgunblaðsins. Áð loknum atkvæðagreiðslum voru fyrirspumir afgreidd- ar en stundarfjórðung yfir sjö skýrði fundarstjóri, Ivar Hansen frá Danmörku, frá því að óvíst væri hve- nær rafmagn kæmist á. Þess vegna hefði verið ákveðið að fresta fundi til fyrramáls enda orðið dimmt í hinum ýmsu vistarverum fundarstaðarins. Er síðustu fundargestir voru á leið út kom rafmagnið síðan á að nýju. Dagskrá þingsins raskast eitthvað í dag vegna bilunarinnar. Eins og sjá má björguðust Hansen og fleiri þingfulltrúar við kertaljós eftir að nútímatæknin brást. Deilt um hættuna af kjamorku verum og gróðurhúsaáhrifín FJALLAÐ var um tillögur til nefnda samgöngumála auk félags- og umhverfismála á Norðurlandaþingi i gær. Mengunarmálin voru efst á baugi í síðastnefhda málaflokknum og var samþykkt tillaga ráð- herranefndarinnar um átak í baráttu gegn mengun sjávar. Kanna á leiðir til að minnka mengun vegna brennslu orkugjafa, losunar úr- gangsefna í haf fallvötn, mengun frá skipum og jafhframt hvernig best verði brugðist við óvæntum slysum, t.d. vegna leka úr olíuskip- um og kjamorkuáfalla. Áætlunin verður endurskoðuð þriðja hvert ár að ósk Norðurlandaráðs. Í henni er gert ráð fyrir að tekið sé tillit til niðurstaðna sérstakrar ráðsteftiu Norðurlandaráðs um sjávar- mengun sem haldin var í Kaupmannahöfn síðastliðið haust. Heitar umræður urðu um mögulega hættu af sænskum kjarnorkuverum og gróðurhúsaáhrifin. Einnig var fundið að afstöðu ráðherranefhdarinn- ar til endurvinnsluversins í Dounreay og áforma Breta um urðun geislavirkra úrgangsefna undir hafsbotni við Skotland. Danski þingmaðurinn Lilly Gyld- enkylde, úr Sósíalíska þjóðarflokkn- um, sem mjög hefur haft sig í frammi í þingumræðunum, spurði Rune Molin, iðnaðarráðherra Svía, hvað liði áformum um að loka sænsku kjamorkuverunum sem eru alls tíu. Ráðgert hefur verið að loka þeim smám saman þannig að síðasta verið hætti framleiðslu árið ■ TILLAGA um að ríkisstjórnir Norðurlanda eigi sameiginlega að leggja aukna áherslu á jafnrétti kynja hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Norður- landaráðsþingi. Einn flutnings- manna tillögunnar var Eiður Guðnason alþingismaður. ■ NORRÆN menningarmiðstöð verður byggð í Nuuk á Grænlandi með stuðningi Norðurlandaráðs. Þetta var samþykkt á þingi ráðsins á fimmtudag. Kostnaður við bygg- inguna er áætlaður um 660 milljón- ir króna og mun Norðurlandaráð leggja fram þriðjung þeirrar fjár- - hæðar. Landsstjórn Grænlands ieggur fram Jmðjung og bæjarfé- lagið í Nuuk þriðjung. ■ VEST-NORRÆNN ieiðtoga- fundur verður haldinn í Nuuk í ágúst. Þar munu Steingrímur -Hermannsson forsætisráðherra, Jonathan Motzfeldt formaðu- grænlensku landsstjórnarinnar og Jogvan Sundstein lögmaður Fær- eyja hittast og ræða um sjvarút- vegsmál, atvinnumál og samvinnu þessara Ianda á sviði menningar- mála. ■ LEIÐTOGAR landsþinga Shetlandseyja og Orkneyja hafa óskað eftir frekari stuðningi Norð- Morgunblaðið/Bjami Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs í þingforsetastól. urlanda í baráttunni gegn kjarn- orkuverunum við Dounreay og Sellafield og áformum um að end- urvinna þar geislavirkan úrgang. Bréf þessa efnis hafa verið afhent Páli Péturssyni forseta Norður- landaráðs. ■ MIÐJUFLOKKA RNIR í Norð- urlandaráði hafa sameinast um áætlun sem þeir kalla Norðurlöndin árið 2000. I áætluninni er lögð áhersla á að auka norræna sam- virmu, umhverfismál og menningar- leg samskipti Norðurlandanna. Þá er einnig tekin afstaða til framfara á sviði líftækni og erfðafræði. ■ SAMÞYKKT var á þingi Norð- urlandaráðs að samræma norrænan vinnumarkað fyrir fólk sem hefur aflað sér að minnsta kosti 3 ára æðri menntunar. Þetta á að auka möguleika á að menntað fólk fái vinnu í öðru Norðurlandi en þeirra eigin. ■ TILMÆLI voru samþykkt á þingi Norðurlandaráðs til ráðherra- nefndar ráðsins um að sjá til þess að Norræna rannsóknarnefndin um tannlækningaefni rannsaki amalg- am og önnur tannfyllingarefni í samvinnu við aðrar norrænar rann- sóknarstofnanir. Lilly Gyldenkylde. 2010 í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sumir ráðamenn sænskra jafnaðar- manna hafa að undanförnu gefið í skyn að e.t.v. verði að gera ein- hveijar breytingar á þessari áætlun. Molin sagði að þegar ákveðið yrði hvaða orkuverum yrði fyrst lokað myndi stjórnin, í samræmi við fyrir- mæli þingsins, gæta 'þess að ekki komi til vandræða vegna orkus- korts. Er Gyllenkylde stakk upp á því að Svíar keyptu jarðgas af Dön- um til að hægt yrði að loka kjarn- orkuverunum sem fyrst benti Molin á að brennsla á gasi yki framleiðslu á koldíoxíði sem aftur yrði til að flýta fyrir gróðurhúsaáhrifunum í lofthjúpi jarðar. Kjarnorkan mengar minnst Danski fulltrúinn Helge A. Moller sagði Svíum ráðlegast að skipta um skoðun varðandi kjarnorkuverin. Aðstæður hefðu breyst á fáeinum árum. „Hver talaði um koldíoxíð- mengun, hver talaði um gróður- húsaáhrif fyrir tíu árum? Enginn; við þekktum varla þessi hugtök.“ Hann sagði kjamorkuna valda minni mengun en nokkur annar orkugjafi. Ljóst væri að önnur ríki í Evrópu, s.s. Frakkland og Bret- land, myndu halda áfram að nýta þessa orkulind, hvað sem liði ákvörðunum Norðurlanda. Moller lagði til að Norðurlanda- Helge Adam Moller. þjóðir sýndu raunsæi og reyndu að flytja út hátæknikunnáttu við smíði kjarnorkuvera og öryggisbúnað við þau en viðurkennt væri að þar væru þjóðirnar í fararbroddi. Hann minnti á upplýsingar, sem kæmu fram í skjölum þingsins, þar sem segði að héldu jarðarbúar áfram að framleiða jafn mikið af koldíox- íði og nú myndi yfirborð hafsins hafa hækkað um 40 — 150 sm efir eina öld. Ef Svíar legðu niður öll kjarnorkuverin og notuðu jarðgas í staðinn myndi koldíoxíðframleiðsl- an vegna aukinnar gasbrennslu verða um 50 tonn á mínútu. Yrðu öll kjarnorkuver í heiminum lögð niður og jarðgas notað í staðinn yrði aukningin á koldíoxíðfram- leiðsluninni í heiminum öllum 32 milljónir tonna á ári. Hjörleifur Guttormsson og Atli Dam frá Færeyjum lögðu fram fyr- irspurnir vegna hugmynda breskra yfirvalda um stækkun endur- vinnsluversins í Dounreay og geymslu geislavirks úrgangs undir sjávarbotni. í svari talsmanns ráð- herranefndarinnar kom fram að ekki væri búið að veita byggingar- leyfi fyrir stækkuninni og því teldi nefndin ekki ástæðu til harkalegra viðbragða enn sem komið væri. Hjörleifur og Atli sögðust telja að ráðherrarnir hefðu ekki fengið nógu greinagóðar upplýsingar um það sem væri að gerast; hættan væri raunveruleg og kallaði á aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.