Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 27 Embætti umboðsmanns Alþingis óvirt og hunzað af ráðuneytum og ríkisstofhunum eftirFriðrik Haraldsson Allt frá því að embætti umboðs- manns Alþingis var stofnað 1988, til að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkisins og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins, höf- um við heyrt, séð og lesið um tregðu, seinagang og útúrsnúninga í svörum stjórnvalda við fyrirspurnum hins nýja embættis. Þar að auki er ljóst að ýmsir úrskurðir þess hafa vægast sagt verið metnir léttvægir af sumum ráðherrum og embættismönnum, þegar þeir hafa verið bornir undir þá í fjölmiðlum. Það er oft rætt um þann „skap- gerðarbrest" íslendinga sem veldur því, að þeir sigla hver sinn sjó og láta Iög og reglur sem vind um eyru þjóta, ef það hentar betur í það skip- tið. Þótt það séu engar málsbætur fyrir hinn almenna borgara, sem Vilhjálmur Einarsson sýnir í Mokka VILHJÁLMUR Einarsson skóla- stjóri og myndlistarmaður hefur opnað sýningu á 18 tölusettum myndum og íjölda ótölusettra mynda í Mokka á Skólavörðustíg. Sýningin stendur í þrjár vikur. Þetta er fjórða einkasýning Vil- hjálms en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndefni sækir hann í íslenskt landslag, einkum af Austurlandi. Hann leggur sig eftir ljósaskiptum og þeirri mjúku birtu hefur hrakið af hinum dyggðum prýdda vegi og glatað virðingu fyrir lögunum og þeim, sem smíða þau, að hann hafi fyrirmyndir meðal ráð- herra og embættismanna á öðru hveiju strái, verður að viðurkenna að hegðun of margra forystumanna okkar er í þessum efnum mikið álag á siðferðisþrek þjóðarinnar. Undanfarna mánuði og misseri hefur álitsgerða og úrskurða um- boðsmanns Alþingis æ oftar verið getið í fjölmiðlum, þannig að ljóst er, að unnið er af beztu getu að málum á þeim vettvangi. Hafi ein- hveijir hinna kjörnu fulltrúa okkar á Alþingi og embættismenn ætlazt til þess, að þetta nýja embætti yrði að grafreit fyrir mál, sem voru og eru óþægileg fyrir stjórnvöld, og skálka- skjól fyrir þau til að traðka óáreitt á rétti einstaklinga eða hópa, hefur þeim skjátlazt hrapallega. Samt þreyja margir þeirra þorrann og beita málþófi til að draga sem mest úr Morgunblaðið/Sverrir Vilhjálmur Einarsson. sem sem þá slær á landið. Tækinin er blönduð, akryl og gouashe á svart- an grunn. eðlilegum vinnuhraða hjá umboðs- manninum. Sem betur fer tekst það ekki á sama hátt og áður, m.a. vegna breyttra vinnubragða, aukins áræðis og athygli fjölmiðla. Annáll eins nýlegs máls hjá u.A. Til þess að lesendur megi gera sér betri grein fyrir gangi eins máls, sem u.A. hefur haft til meðferðar fyrir undirritaðan, verða rakin hér við- skipti við tvö ráðuneyti: Hinn 20. janúar 1989 var erindi sent til umboðsmanns Alþingis. Hinn 2. marz 1989 sendi u.A. fyr- irspurn til félagsmálaráðuneytis vegna. erindisins. Hinn 2. marz 1989 sendi u.A. fyr- irspurn til samgönguráðuneytis vegna erindisins. Hinn 13. marz 1989 svarar félags- málaráðuneyti u.A. Skjót viðbrögð, en svarið var út í hött og ekkert á því að byggja. Hinn 18. maí 1989 ítrekaði u.A. fyrirspurn sína til samgönguráðu- neytis. Hinn 15. ágúst 1989 sendir u.A. aðra ítrekun til samgönguráðuneytis. Þessi dráttur tafði ítrekun fyrir- spurnar til félagsmálaráðuneytis og beiðni um skýr svör. Hinn 28. sept. 1989 svarar sam- gönguráðuneyti u.A. út í hött. Hinn 24. okt. 1989 sendi u.A. fé- lagsmálaráðuneyti fyrirmæli um skýr svör við fyrstu fyrirspum frá 2. marz 1989. Hinn 24. okt. 1989 sendi u.A. samgönguráðuneyti fyrirmæli um skýr svör við fýrstu fyrirspum frá 2. marz 1989. Hinn 9. janúar 1990 svarar félags- málaráðuneyti u.A. aftur út í hött. Hinn 24. janúar 1990 sendi u.A. félagsmálaráðuneyti önnur fyrirmæli um skýr svör við fyrirspurnum frá 2. marz 1989 og 24. okt. 1989. Þegar þetta er ritað er ekki vitað til að svör frá samgönguráðuneyti hafi borizt. Að lesnum þessum annál og af- rekaskrám ráðuneyta félags- og samgöngumála dylst vonandi engum hvers konar vinnubrögð og hrá- skinnaleik við skattgreiðendur verð- um að greiða fyrir, a.m.k. í þessum tveimur ráðuneytum. Efni svarbréfa ráðuneytanna, sem verða birt, ef óskað verður eða þörf krefur, er þannig samansoðið, að venjulegu vitibornu fólki er ókleift að skilja það. Annaðhvort virðist hér um að ræða yfirskiivitlegar véfréttir eða verk fólks, sem oft er útvegað hæli á öðruvísi ríkisstofnunum. Hvað er til ráða? Svo virðist sem fundin hafi verið upp ný aðferð til að viðhalda og auka Parkinsons-lögmálið, sem hefur verið ærið þungur baggi á vinnandi fólki þessa lands. Ef til vill dugar þessi aðferð, verði henni beitt í aukn- um mæli, til þess að fækka enn þeim höndum, sem stunda arðbær störf í þjóðfélagi okkar, því að greinilega þarf fleiri hendur til að stokka og raða pappír í ráðuneytum og ríkis- stofnunum með þessu áframhaldi. Þá er tryggt, að enginn hefur tíma til að standa í því að leita til stjórn- sýslustöðvanna. Ef þetta dugar ekki til, væri hægt að lækka verðið á áfengi til að deyfa mannskapinn enn frekar. Þá ætti markmiðinu að vera náð. Finnist okkur of langt gengið og bijóti eitthvað í bága við réttlætisvit- Friðrik Haraldsson „Efiii svarbréfa ráðu- neytanna, sem verða birt, ef óskað verður eðaþörfkrefur, er þannig samansoðið, að venjulegu vitibornu fólki er ókleift að skilja það.“ und okkar, eigum við ekki að hika við að leita réttar okkar. Til þess er embætti umboðsmanns Alþingis meðal annarra. Það kann að taka sinn tíma og stundum verðum við fyrir vonbrigðum með fyrstu niður- stöður, bölvum öllu í sand og ösku, segjum að ekki tjái að kljást við kerfið og gefumst upp. Slíkt má helzi ekki gerast, því að það virkar eins á þá, sem við erum að reyna að leita réttar okkar gegn, og fjósapúkana, sem magnast og tútna út við ljótan munnsöfnuð. Höfundur er leiðsögumaður. 'L YSINGAR Akranes Fundur verður í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akranesi í Sjálf- stæðishúsinu, Heiðargerði 20, föstudaginn 2. mars kl. 20.30. Fundarefni: Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi á vori komanda. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safnahúsinu, Sauðár- króki, mánudaginn 5. mars kl. 20.30. Frummælandi verður Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig verða á fundin- um Pálmi Jónsson, alþingismaður, og Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri. Fyrirspurnir. Almennar umræður. Sjálfstæðisfélag Sauðárkróks. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins Kvöld- og helgarskóli Helgarnámskeið fyrir sjálfstæðis- konur í Vestmannaeyjum Dagskrá: Laugardagur 3. mars: Kl. 11.00-12.00- Ræðumennska og fundarsköp: Bjarndís Lárusdóttir. Kl. 12.00-12.30- Matarhlé. Kl. 12.30-15.00- Ræðumennska - framhald. Kl. 15.00 Ka Kl. 15.30-18.00 Gr Þó Sunnudagur 4. mars: Kl. 10.00-12.30 Ræðumennska og fundarsköp: Bjarndís Lárusdóttir. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 13.00-16.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.30-18.00 Bæjarstjórnarkosningar: Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi. Landssamband sjálfstæðiskvenna Konurog þjóðmál Ráðstefna haldin laugardaginn 3. mars 1990 á 1. hæð Valhallar við Háaleitisbraut, Reykjavík, kl. 10.30-14.30. Kl. 10.30 Setning ráðstefnu: Sigríður A. Þórðardóttir, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Kl. 10.40 Konur í sveitarstjórnum: Bryndís Brynjólfsdóttir, bæjarfulltrúi, Selfossi, Petrea I. Jónsdóttir, varabæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi. Kl. 11.10 Konur í atvinnulífi: Hjördís Gissurardóttir, gullsmiður, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, varaformaður VR. Kl. 11.50 Hádegisverður. Kl. 12.40 Konur í fjölmiðlum: Agnes Bragadóttir, blaðamaður, Elin Hirst, fréttamaður. Kl. 13.10 Panelumræður - Þátttakendur ásamt frummælendum. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi, og Anna K. Jónsdóttir, vara- borgarfulltrúi. Umræöustjóri Margrét S. Einardóttir, forstöðumaður. Kl. 14.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri verður Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. Ráðstefnan er öllum opin. Wélagslíf I.O.O.F. 1 = 171328V2 = 9.I.* I.O.O.F. 12 = 171328'/2 = HEIMSÓKN Biblíulestur í Grensáskirkju á morgun laugardag kl. 10.00. Efni: „Þarf fyllingu heilags anda og handayfirlagningu til þess að náðargjafirnar virki?" Kennari Friðrik Schram. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30 Bíblía og bæn (fyrir karla) í umsjá majórs Conr- aðs Örsnes fagnaðarboða. Einn- ig talar majór Björg Örsnes á sameiginlegri samkomu á sama tíma í Hallgrímskirkju í tilefni al- þjóðlegs bænadags kvenna. Laugardag kl. 20.30 vakninga- samkoma. Majórarnir Björg og Conraö Örsnes tala. Ungt fólk i fararbroddi. Allir velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstrntl 22. Askrlftarsfml Ganglera ar 39673. I kvöld kl. 21.00 hefst erinda- flokkur um búddhisma með er- indi um „tómið og hugleiðingu um það“. Fyrirlesari er Alexand- er Berzin, túlkur Dalai Lama. Erindunum verður framhaldið laugardag kl. 15.00 og 21.00 og á sunnudag kl. 21.00. Þau eru haldin í húsi félagsins í Ingólfs- stræti 22 og eru á ensku en föstudagserindið verður túlkað á íslensku. Erindin eru öllum opin og aðgangur ókeypis. JÓÐLEGUR BÆNA- DAGUR KVENNA Samkoma alþjóðlegs bænadags kvenna er í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30. Samskot til Hins íslenska biblíu- félags verða tekin í lok samkom- unnar. Samstarfsnefndin. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir sunnudaginn 4. mars 1. Kl. 10.30 Skíðaganga: Þing- vallavegur - Borgarhólar - Litla kaffistofan. Gott gönguskíða- færi. Skemmtileg skíðaleið þvert yfir Mosfellsheiðina. Verð 800,- kr. Fararstjóri: Ásgeir Pálsson. 2. Kl. 13.00 Lögberg - Selfjall - Lækjarbotnar. Gönguferð fyrir alla. Gamlir, þekktir áningarstað- ir heimsóttir. Selfjall er auðvelt uppgöngu. Verð 600,- kr. 3. Kl. 13 Skíðaganga í Heið- mörk. Létt og gott skíðagöngu- land. M.a. gengið um skóg- arstiga í skógarreit Fl’. Verð 600,- kr., frítt í ferðirnar f. börn með foreldrum sínum. Farar- stjóri: Sigurður Kristjánsson. Brottför í ferðirnar frá BSÍ (Um- ferðarmiðstöðinni), austanmeg- in. Ferðafélagsferðir eru við allra hæfi. Þriðja og síðasta skíða- göngunámskeiðið verður 11. mars. Munið vetrarfagnaðinn laugardaginn 17. mars. Skólahópar og aðrir hópar. Kynnið ykkur gistimöguleika í Skagfjörðsskála, Þórsmörk. Tilboð marsmánaðar á eldri Árbókum FÍ. 1. Allt settið (62 Árbækur) með 50% stað- greiðsluafslætti, þ.e. kr. 18.800,-istað 37.600,-. 2. Með raögreiðslum í 2-12 mánuði og 25% afslætti, aðeins kr. 2.350,- á mánuði. 3. Snæfellsnes - Breiðafjarðareyjapakkinn (3 Árbækur) á aðeins 3.000,- kr. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.