Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Fjármálahorfumar batna í dag, en þú verður að gera málamiðlun varðandi peningagreiðslu við einhvem þér nákominn. Þú get- ur orðið pirraður út í vin þin. Naut (20. aprfl - 20. maQ^ Það fer eftir orðalaginu hjá þér hvort þér tekst að vinna hug- myndum þínum fylgi. Vertu samvinnufús við maka þinn. Þú færð góð ráð. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þetta er ekki heppilegur dagur til að gefa öðru fólki ráð. Þú þarft að leggja þig allan fram til að ná árangri. Fjármálaþró- unin er þér í hag. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú vinnur hörðum höndum í dag og ættir að taka þér frí í staðinn og slaka á. Þér getur orðið sund- urorða við vin þinn út af pening- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Því eljusamari sem þú ert við vinnu í dag þeim mun ákafari ertu í að halda áfram og ekkert getur stöðvað þig. Einhver sem þú kannast við úr félagslífmu reynist þér hjálplegur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur allt of miklar áhyggjur út af smávægilegum hlutum á vinnustað. Þú ættir að ferðast eða leggja áherslu á frístunda- málin. Kvöldið verður ró- mantískt. V* ^ (23. sept. - 22. október) Þú sinnir ýmsum hlutum heima við. Það verður gaman hjá þér í kvöld hvort sem þú ferð út að skemmta þér eða verður heima með flölskyldunni. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur áhyggjur af minni hátt- ar vandamáli heima fyrir, en dagurinn verður í heiid sinni skemmtilegur. Hjón verða sér- staklega samhent. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Reyndu að leysa deilumál við vinnufélaga á vinsamlegan hátt. Þó að vinnuálagið sé mikið í dag kemur ekkert í veg fyrir að þú ljúkir verkefni sem þú ert með í takinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu frumkvæðið á rómantíska sviðinu. Skemmtu þér í dag, en forðastu fyrir alla muni óhófs- eyðslu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ættir ekki að eiga í neinum vandræðum með að ljúka verk- um sem þú hefur ýtt á undan þér. Þú vilt fremur fá næði með ástvinum þínum en fara út á lífið. Gerðu málamiðlun við ein- hvem í flölskyldunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ' Nú er lag fyrir þig að kynna hugmyndir þínar. Þú átt góðar stundir í hópi vina. Þiggðu heim- boð. Láttu sem þú heyrir ekki þótt að þér sé sneitt. AFMÆLISBARNIÐ er sam- vinnufúst, forvitið og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Það á hugsjónir og hefur skáldlegar æðar. Það þarf á mikilli hvatn- ingu að halda. Þó að það hafi ríka þörf fyrir ijárhagslegt ör- yggi er það reiðubúið að taka áhættu ef aðstæðumar kreflast þess. Þar sem það er hluttekn- ingarsamt að eðlisfari tekur það oft þátt í áhyggjum annars fólks. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS í MATMCIX/IVDIMMI 1 VA 1 IMolVI Y KIIMfMI SMAFOLK Mér leikur forvitni á að vita, af hverju þú situr svona langt frá. Ég vil hafa gott forskot, ef hann er stór, og ég verð að taka til fótanna... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spil NS rétt þola fjögur hjörtu, en suður var í örvænting- arfullri sveifluleit og keyrði í slemmu. Suður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ 10765 ¥ 764 ♦ D ♦ K7642 Norður ♦ K43 ¥ K83 ♦ KG643 *G5 Austur ♦ D8 ¥95 ♦ 109852 ♦ Á1093 Suður ♦ ÁG92 ¥ ÁDG102 ♦ Á7 ♦ D8 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tíguldrottning. Það er gömul lumma að fals- melda fyrirstöður, en seig, eins og lummur verða gjarnan með aldrinum. Og í þetta sinn sá vestur enga ástæðu til að tor- tryggja suður. “Þrátt fyrir útspilið á sagnhafi erfitt verk fyrir höndum. Hann getur reiknað með að tígul- drottningin sé ein á ferð, svo spaðinn verður að gefa eitthvað af sér. Fyrsti slagurinn er tekinn á tígulás, trompi spilað þrisvar, augunum lokað og spaðagosa svínað. Síðan er KG í tígli spilað og laufi hent heima. Tígull trompaður, spaði upp á kóng og síðasti tígullinn stunginn. Þá er staðan þessi: Vestur Norður ♦ 4 ¥ - ♦ - ♦ G5 Austur ♦ 107 ♦ - ¥ - 111 ¥- ♦ ♦ - ♦ K ♦ Á109 Suður ♦ Á9 ¥ - ♦ - ♦ D Laufdrottningin setur í punktinn yfir i-ið. Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Linares á Spáni, sem nú stendur yfir, kom þessi staða upp í skák þeirra Boris Gelfand (2.615), Sovétríkjunum, og Nigel Short (2.635), Eng- landi, sem hafði svart og átti leik. Short varð snemma að láta af hendi skiptamun og vinningurinn virtist blasa við Gelfand, en nú gerðust undarlegir hlutir: 32. - Rxf4! (Með þessari fórn nær svartur fullnægjandi mótspil.) 33. gxf4 - Bc6, 34. Rd5? (Betra var 34. Rxf8 - Dxf8, þótt mótspil svarts virðist a.m.k. duga til jafn- teflis.) 34. - Dg6+, 35. Khl - e3 og í þessari stöðu féll Gelfand á tíma, en hann getur ekki varist öllum hinum fjölmörgu hótunum svarts. Þrátt fyrir þetta slysalega tap var Gelfand samt í efsta sæti ásamt Kasparov með sex vinninga að loknum átta umferðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.