Morgunblaðið - 02.03.1990, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
4
■ SAMSTARFSNEFND Banda-
lags íslenskra sérskólanema,
Stúdentaráðs Háskóla íslands og
Sambands íslenskra námsmanna
erlendis heldur opinn fund í stofu
101 í Odda, húsi Félagsvísinda-
deildar Háskóla Islands, kl. 12.15
föstudaginn 2. mars. Rætt verður
um lánamálin og kemur Svavar
Gestsson menntamálaráðherra á
fundinn.
■ KOLBEINN Bjarnason,
flautuleikari og Helga Bryndís
Magnúsdóttir, píanóleikari halda
tónleika í safnaðarheimilinu, Vina-
minni á Akranesi, mánudags-
kvöldið 5. mars klukkan 20.30. Á
efnissrkánni eru sónötur eftir Carl
Philip Emanuel Bach og Sergej
Prokoljev ásamt verkum eftir
Árna Björnsson, Atla Ingólfsson
og Béla Bartok.
■ ÞRIÐJUDAGINN 6. mars
næstkomandi heldur menntamála-
ráðherra Svavar Gestsson, al-
mennan fund í Vík í Mýrdal um
skólamál í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Fundurinn hefst kl. 20.30 í
Víkurskóla. Til fundarins eru sér-
staklega boðnir starfsmenn skóla
og skólanefndir í sýslunni.
MJÓSLEGIN EN
MÖGNUÐ
PHILIPS AWG 089
ldrei hefur önnur eins fjölhæfni verið boðin í jafn nettri
Aþvottavél.
Fjórtán þvottakerfi og þar af ein sparnaðarstilling. Sé valið
kerfi fyrir viðkvæman þvott stoppar hún áður en kemur að
vindingu. Snúningshraði eykst jafnt og þétt og er á bilinu 120-850
snúningar á mínútu.
Við megum til með að vekja sérstaka athygli á breiddinni. Það
má smeygja 40 cm breiðri þvottavél þar sem engum hefur áður
dottið í hug að hafa þvottavél, t.d. í eldhúsið.
Philips hefur tekið upp margar nýjungar til að halda hinu
eftirsótta sæti sínu í sífellt harðari alþjóðlegri samkeppni. Nefna
má kosti DCC-stýringarinnar. (Dynamic Consumption Control).
Hún veitir vatni inn á vélina í samræmi við þyngd þvottarins. Og
getur þannig sparað allt að 30% orku og 50% þvottaefni.
Nefna má Polypropylen efnablönduna í belgnum. Hún útilokar
ryð og leka og tryggir einstaka endingu og einangrar vel.
- Njóttu þeirra nettu.
Með bakið beint því þvotturinn er settur ofan í vélina.
iþ
SS Heimilistæki hf 555
gg| Saetúnl 8 SÍMI69 1515 . Kringlunni SÍMI691520
■■■■■ !/(Ú€AiM,sv&j£fatéegAí satHtuttguHt ■■■■■
Hrúturinn, lekt-
orinn og ég
eftir Starra í Garði
Miðvikudaginn 31. jan. sl. er að
finna grein í Morgunblaðinu, sem ber
yfirskriftina Þáttur hrúts, bónda,
slátrara og verslunarmanns í kinda-
kjötsframleiðslunni. Höfundur er
Þórólfur Matthíasson lektor í hag-
fræði við Háskóla íslands.
Tilefni þessara skrifa lektorsins
er grein sem ég skrifaði í Morgun-
blaðið 19. jan. sl., þar sem ég reyndi
að rekja feril eins kg af 1 fl. dilka-
kjöti í gegnum verðmyndunarkerfið.
Eg kann lektornum þakkir fyrir að
vekja athygli á þessari samantekt
minni, hygg sjálfur að hún hafi verið
nauðsynleg. Hitt veldur mér von-
brigðum að lektorinn virðist hafa
lagt alrangan skilning í þann til-
gang, sem ég hafði með minni sam-
antekt. Þann ranga skilning hans sé
ég mig tilneyddan að leiðrétta í sem
stystu máli.
í grein sinni segir Þórólfur: Höfuð-
inntakið í grein Starra er að bændur
fái minna en sinn réttmæta hlut af
þeim krónum sem neytandinn reiðir
fram yfir búðarborðið fyrir kjötkílóið.
Síðan gerir hann mér upp sakir þar
sem ég telji að einhveijir voðalegir
milliliðir og ógnvaldar hrifsi til sín
það sem mér ber sem bónda. Eg
verð nú bara að segja, að svona
mistúlkanir og ásakanir eru ekki
samboðnar menntuðum manni, sem
kenndur er við Háskóla íslands.
Fyrst er þar til að taka, að ég er
sáttur við það fyrirkomulag að reikna
út vinnulaun bóndans í viðmiðunar-
búinu út frá viðmiðun launa tiltek-
inna hópa vinnandi manna í þjóð-
félaginu. Ég vík ekki að því einu orði
í grein minni að ég sé ósáttur við
þá útreikninga, og þar með mitt
kaup. Þar af leiðir að ég ber það
ekki á einn eða neinn að hann sé
að stela frá mér sem bónda. Það
kemur skýrt fram í grein minni, að
brýnasta verkefnið sé að færa niður
verðið á kjötinu til neytenda. Með
samantekt minni og greiningu á
verðmynduninni sýnist mér hægt að
stórlækka verðið til neytenda án
aukinna niðurgreiðslna og án þess
að höggva í kauplið bóndans, sem
ákveðinn er með fyrrgreindum hætti
og vegur ekki nema fjórðung af end-
anlegu verði, en það er sú leið sem
alltaf er gripið til. Trúi því svo hver
sem vill, að í þjónustu og verslunar-
liðnum sem vegur 75% af verðmynd-
Stjórnmál, sið-
ferði, karlar, kon-
ur = gamanmál
eftir Ragnhildi
Eggertsdóttur
Það hefur verið dapurlegt að sjá
tvo af æðstu ráðamönnum þjóðarinn-
ar, íjármálaráðherra og utanríkisráð-
herra, tala eins niður til kvenna og
þeir hafa gert í þessu máli. Ef til
vill hefur einhver tekið yfírlýsingar
þeirra um konu úr minnihlutanum
sem gott borgarstjóraefni í Reykjavík
sem viðurkenningu á að konur standi
jafnfætis körlum hvað hæfíleika
snertir til slíkrar stöðu. Það var bara
það hvað þeim þótti þetta óskaplega
fyndið. Það er hins vegar næstum
hægt að vorkenna þessum mönnum.
Strákagreyin. Ætla þeir nú að reyna
að halda andlitinu með því að fá til
liðs við sig „friðsamar, frambærileg-
ar og fallegar konur“?
Stífluð skilningarvit
Nú þegar Kvennalistinn hefur ver-
ið til i 7 ár og ótal dæmi um áhrif
hans á íslenskt þjóðfélag og stjórn-
kerfí, skilja þessir menn ekki enn af
hverju hann varð til. Fólk er mismun-
andi fljótt að meðtaka breytingar og
staðreyndir, en að það taki heil 7
ár að skilja „af hveiju Kvennalisti"
fyrir yfírlýsta jafnréttis- og félags-
hyggjumenn, eins og tvo umrædda
menn, því er erfítt að kyngja. Undir-
rituð freistast til að trúa að þetta
sé eins konar sjúkdómur sem hijáir
mennina. „Stífluð skilningarvit."
Óvirðing við alþýðubandalags-
og alþýðuflokkskonur
Hvað með konumar í þeirra eigin
flokkum? Hvernig voga þeir og þeirra
skósveinar sér að koma svona fram
við þær eftir alla þá ómældu vinnu
sem þær hafa lagt á sig fyrir sína
flokka? Er engin þeirra frambærileg
nema „hún Bryndís mín“? Undirrituð
er kvennalistakona og þekkir nóg til
Guðrúnar Agnarsdóttur og Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur til að
vita að Reykjavíkurborg myndi síst
tapa á því að skipta á Davíð Odds-
syni og annarri hvorri þeirra. En
mér ofbýður framkoma þessara
tveggja háu herra við konumar sem
era búnar að vinna af hollustu með
þeim. Halda þeir að þeirra gerðir og
skoðanir séu eingöngu ógagnrýnin
hollusta við karlana í þessum tveim-
ur flokkum?
Fyrst þeir geta ekki skilið af
hveiju Kvennalistinn varð til hvers
Ragnhildur Eggertsdóttir
„Að undanförnu hafa
fjölmiðlar verið iðnir
við að flytja neytendum
sínum fréttir af umræð-
um milli minnihlutans í
borgarstjórn um hvort
þeir eigi að bjóða fram
sameiginlega gegn
Sjálfstæðisflokki í
væntanlegum borgar-
sljórnarkosningum í
Reykjavík á komandi
vori.“
vegna sýna þeir flokkssystrum sínum
aðra eins kvenfyrirlitningu. Þeir vilja
blandaða flokka en ætla þeir aldrei
að skilja að þjóðfélagið samanstend-
ur af konum og körlum? Að skoðan-
ir beggja kynja verða að fá að njóta
sín jafnt? Áð karlar hafa engan rétt
til að nota „friðsamar, frambærilegar
og fallegar konur sér til framdrátt-
ar“. Mér satt að segja hryllir við að
slíkir menn skuli halda um stjórntau-
mana á íslandi og ráðskist með líf
og afkomu íslendinga. Það minnsta
sem þeir geta gert er að biðja hclla
og trúa kvenkyns stuðningsmenn
sína afsökunar.
Höfundur er skrifstofustjóri.