Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
11
Þorgrímur Starri Björgvinsson
„Brýnast í dag er að
lækka verulega verð til
neytandans á þessum
lífsnauðsynjum, þ.e.
landbúnaðarvörunum,
án þess að til þurfi að
koma kollsteypa í hin-
um dreifðu byggðum
landsins.“
uninni megi ekki mörgu hagræða,
sem leitt gæti til verulegrar verð-
lækkunar til neytenda, án þess að
þessi bráðnauðsynlega þjónusta yrði
á nokkurn hátt verr af hendi leyst.
Það er eins og það gangi guðlasti
næst, að álíta að allt það kerfi sé
svo fullkomið að þar megi ekkert
betur fara. En eitt vildi ég segja
Þórólfi, að það þarf engan lektor í
hagfræði til að segja manni það, að
þáttur milliliðanna, sem hann kallar
svo, sé síður mikilsverður en starf
hráefnisframleiðandans. Þetta vita
nú bæði ég og aðrir þó þeir hafi
ekki lengi á skólabekk setið. Þá er
og annað sem ég vil andmæla í grein
Þórólfs. Hann telur rangt af mér að
telja kostnaðarlið bóndans í verðlags-
grundvelli til hlutar þjónustu og
verslunaraðila í verðmynduninni, hér
sé aðeins um að ræða mat á kostnað-
arliðum sem bændur beri sjálfir
ábyrgð á.
Nú liggur það í augum uppi, að
um leið og landbúnaðurinn þróaðist
frá hjarðbúskap, sem gilti um aldir,
til ræktunarbúskapar og vélvæðingar
hlutu þessir kostnaðarliðir að koma
til sögunnar. Þetta er augljóst mál
og ætti ekki að vefjast fyrir hagfræð-
ingum. Bóndinn verður því í dag
nauðugur viljugur að kosta þessu til
og hefur þar nauðalítið svigrúm til
eða frá, það get ég borið um sem
bóndi. Um verðlagningu þessara
þátta ræður bóndinn engu. Viðmið-
unarbúið er nauðsynlegur hlutur í
stjórnun landbúnaðar og grundvöllur
undir ákvörðun um kaup bóndans.
Hvernig til tekst svo hveiju sinni að
meta að magni og verði þau að-
keyptu föng viðmiðunarbúsins er svo
önnur saga, en rétt er að taka fram
varðandi það vandasama mat, að þar
höfum við bændur ekki tekið okkur
sjálfdæmi. Ég tel því að þessi skoðun
lektorsins sé tómt rugl, og vanþekk-
ing hljóti þar að liggja að baki.
Landbúnaðarmálin eru nú mjög til
umræðu og lætur þar margur ljós
sitt skína sem veður þó í myrkri
vanþekkingar í þeim málaflokki, því
miður. Brýnast í dag er að lækka
verulega verð til neytandans á þess-
um lífsnauðsynjum, þ.e. landbúnað-
arvörunum, án þess að til þurfi að
koma kollsteypa í þinum dreifðu
byggðum landsins. Ég sé ekki að
skrif lektorsins geti talist slíku mark-
miði til framdráttar. Ég má vel við
una hvað mitt framlag varðar, meðan
ég fæ ekki betur rökstudd andmæli
en þau sem fram koma hjá lektorn-
um.
Hrússi greyið stendur fyrir sínu.
Upp á hann er ekkert að klaga.
Höfundur er bóndi í Garði í
Mývatnssveit.
JOHNSON &WALES
^UIMIVERS ITY
Hyggur þú ú f ramhaldsnám?
Fulltrúi frá Johnson og Wales verður með kynningarfund á
Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, þann 4. mars nk. kl. 15.00
Johnson og Wales er einn af virtustu viðskiptaháskólum Banda-
ríkjanna og býður m.a. upp á nám í eftirtöldum námsgreinum sem
allar teljast lánshæfar hjá LIN:
A. S. „Hotel-Restaurant Management“
B. S. „Hospitality Management11
B.S. „Hotel-Restaurant/Institutional Management"
B.S. „Travel-Tourism Management“
B.S. „Retail Mercandise Management"
M.S. „Hospitality Administration“
Æ JOHNSON &WALES
~ UIMIVERSITY
Providence, Rhode Island, USA
r
GALLERÍ BORG hefur nú flutt starfsemi sína úr Austurstræti 10 yfír
götuna og opnar í dag kl. 16 nýtt gallerí í Austurstræti 3. Þar sýnum
við og seljum ýmiskonar listaverk eftir marga af fremstu listamönn-
um þjóðarinnar; grafík-, vatnslita- og pastelmyndir auk olíu- og
keramikverka. Opið verður á virkum dögum milli kl. 10 og 18
og laugardaga milli kl. 10 og 14.
í tilefhi opnunarinnar bjóðum við viðskiptavinum okkar og öðrum vinum að
heimsækja okkur í dag milli kl. 16 og 18, skoða sig um og þiggja léttar veitingar.
Starfsemi okkar í Pósthússtræti 9 verður að sjálfsögðu óbreytt.
Með kveðju,
éraéÍ&LÓ
BORG
v/Austurstræti. Sími 11664.