Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
13
Lífeyrissjóður sjómanna
Yfirlit yfír fjölda lífeyrisþega 1981 til 1989
Yfirlitið er gert 1. des. ár hvert
’81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 '88 '89
Ellilífeyrisþegar (þar af undir 65 ára) Ororkulífeyrisþegar Makalífeyrir 176 (0) 52 107 230 (79) 64 115 293 (105) 83 129 325 (115) 97 142 363 (124) 125 162 394 (122) 134 181 441 (145) 147 202 517 (175) 181 221 574 (148) 202 243
Fjöldi lífeyrisþega samtals 335 409 505 564 650 709 790 919 1019
Fjöldi barna sem lífeyrir er greiddur til 128 136 152 170 182 193 192 225 240
andí fjármálaráðherra, Ragnar Arn-
alds, fyrir frumvarpi til laga um
Lífeyrissjóð sjómanna í neðri deild
Alþingis. Meginefni frumvarpsins
var lækkun á ellilífeyrisaldri sjó-
manna í 60 ár að uppfylltum vissum
skilyrðum. í máli hans kom m.a.
fram að frumvarpið var flutt vegna
yfírlýsingar ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamninga sjó-
manna í febrúar 1981 og að með
frumvarpinu væri verið að samræma
réttindi sjómanna í Lífeyrissjóði sjó-
manna við réttindi sjómanna sam-
kvæmt almannatryggingum.
Halldór Ásgrímsson, núverandi
sjávarútvegsmálaráðherra, hafði
framsögu fyrir áliti íjárhags- og
viðskiptanefndar neðri deildar Al-
þingis og kom fram hjá honum, að
nefndin mælti einróma með sam-
þykkt frumvarpsins og frumvarpinu
var vísað samhljóða frá neðri deild
til efri deiidar.
Ragnar Arnalds mælti fyrir frum-
varpi í efri deild eins og í neðri
deild. í máli hans kom fram að
frumvarpið væri flutt í samræmi
við loforð þáverandi ríkisstjórnar og
þeirrar, sem sat á árunum 1978-79.
Hann gat þess einnig, að frumvarp-
ið fæli í sér umtalsverð hlunnindi,
að nokkru til samræmis við þau rétt-
indi, sem opinberir starfsmenn hefðu
fengið með lögum um breytingu á
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins,
þar sem þeir hefðu möguleika á að
komast á ellilífeyri 60 ára að upp-
fylltum vissum skilyrðum. Frum-
varpið var að lokinni 3. umræðu
samþykkt samhljóða frá efri deild
og afgreitt sem lög frá Alþingi í maí
1981.
Vegna samninga FFSÍ gaf Þröst-
ur Ólafsson þáverandi aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra, út yfirlýsingu
4. ágúst 1982 með samþykki fjár-
mála- og félagsmálaráðherra þar
sem segir m.a. í framhaldi af yfirlýs-
ingu ríkisstjómarinnar frá desember
1980:
„Ríkisstjórninni er ljóst, að gera
þarf sérstakar ráðstafanir til að
lífeyrissjóðirnir geti staðið við skuld-
bindingar vegna lækkunar á lífey-
risaldri sjómanna í 60 ár. Fjármála-
ráðuneytið mun beita sér fyrir lausn
málsins í samvinnu við sjómenn og
útgerðir."
Með þeirri lagasetningu sem
Ragnar Arnalds þáverandi fjármála-
ráðherra vann að og fram náði að
ganga í maí 1981 til efnda fýrir
loforð þáverandi ríkisstjórnar í
tengslum við kjarasamninga sjó-
manna var enginn efi í hugum sjó-
manna að á ríkisvaldið hlyti sá
kostnaðarauki lífeyrissjóðsins að
falla, hið háa Alþingi hafði sett lög
þar um. Þá var umræðan sem hér
að framan getur milli undirritaðs,
Ingólfs Sig. Ingólfssonar, Svavars
Gestssonar, þáverandi fjármálaráð-
herra, og hans aðstoðarmanns,
Arnmundar Bachmanns, ótvíræð
hvað varðar óútfyllta ávísun, hún
skyldi afhent úr ríkissjóði þá kostn-
aðarauki lífeyrissjóðsins lægi fyrir.
Að lokum
Hugmyndir eru nú uppi um til-
lögur að breytingu á .lögum um
Lífeyrissjóð sjómanna. Ekki hafa
komið fram hugmyndir meðal stjóm-
armanna sjóðsins um breytingar á
þeim rétti er sjómenn öðlast til töku
lífeyris sem hér að framan getur.
Það er krafa sjómanna til löggjaf-
ans, Alþingis, og þá sérstaklega
þeirra ráðherra er nú sitja í ríkis-
stjóm og áttu aðild að „lausn“ kjara-
mála sjómanna sem að framan getur
að þeir standi við orð sín og beri
ábyrgð á gjörðum sínum sem fylgdi
lagasetningu um Lífeyrissjóð sjó-
manna í maí 1981.
Hann var keyptur háu verði fé-
lagsmálapakkinn þegar það er haft
í huga að 2 prósentustiga lægra
fiskverð frá 1. júlí 1979 auk eftir-
gjafar á beinum launahækkunum í
skiptum til kaupa á öryggismálum
hafði að geyma innantóm orð.
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
ÍSLANDSBANKI
íslandsbanki hf.
kt. 421289-5069
Kringlunni 7, Reykjavík
IJtboð bankavíxla 3. flokkur 1990
Útboðsfjárhæð kr. 500.000.000.-
45 - 120 daga víxlar
1. útgáfudagur 20. febrúar 1990
Forvextir nú frá 16,5% - 18,5%
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30
Opnunartími
Föstudaga kl. 13-19
Laugardaga kl. 10-16
Aðra daga kl. 13-18
HINN EINIOG SANNI
STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR
BÍLDSHÖFÐA 10
Fjöldi fyrirtækja
- gíf urlegt vöruúrval
STEINAR- Hljómplötur - kassettur
★ SAUMALIST - Alls konar efni
★KARNABÆR - Tískufatnaður herra og dömu
★ SKÆÐI - Skófatnaður
★ BOGART/GARBO - Tískufatnaður
★ BLÓMALIST - Blóm og gjafavörur
★ HUMMEL Sportvörur alls konar
★ STÚDÍÓ - Fatnaður
★ SAMBANDID - Fatnaður ó alla fjölskylduna
★ MÆRA- Snyrtivörur - skartgripir
★ VINNUFATABÚÐIN - Fatnoður
★THEÓDÓRA Kventískufatnaður
♦
★ PARTY — Tískuvörur
★ SPARTA- íþróttavörur
★ BOMBEY - Bamafatnaður
★ Verxl. KAREN - Barnafatnaður, undirföt o. fl.
★ SMÁSKÓRINN — Barnaskór