Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 -4
Ósló:
Ungveijaland:
Agreiningur
imi brottflutn-
ing sovéskra
hermanna
Ósló Plaza er í hverfi sem nefn-
ist Vaterland og var í rúma þijá
áratugi í niðurníðslu. Nú rís hver
stál- og steypukastalinn af öðrum
í hverfinu sem er í miðborg Ósló.
Þar eru nú tvær stórar verslanamið-
stöðvar og verið er að byggja nýja
Indland:
Tugir mótmæl-
enda drepnir í
árás hermanna
Srinagar. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 29 manns
biðu bana í gær er hermenn hó£u
skothríð á múslima í Kasmír, sem
kröfðust þess að rikið hlyti sjálf-
stæði frá Indlandi.
Indverska fréttastofan UNI
skýrði frá því að hermenn hefðu
skotið á mótmælendur í bænum
Zakura, skammt frá Srinagar, höf-
uðborg Kasmír, og drepið fjórtán
manns. Mótmælendurnir voru á
leiðinni til Srinigar, þar sem þeir
ætluðu að taka þátt í mótmæla-
göngu. Hermenn hófu einnig
skothríð á mótmælendur í Srinigar
og biðu fimmtán manns bana. Sjón-
arvottar sögðu að tala látinna gæti
verið mun hærri.
Múslimar í Kasmír hertu á bar-
áttu sinni fyrir sjálfstæði ríkisins
um miðjan janúar og síðan hafa um
175 manns beðið bana í átökum
við indverska hermenn.
íþrótta- og hljómleikahöll sem tekur
11.000 manns í sæti.
í hótelinu eru 685 herbergi og
svefnpláss fyrir 1.554 gesti. Efst
eru 20 svítur; sú stærsta 330 fer-
metrar og þar kostar nóttin 35.000
norskar krónur (325 þús. ísl kr.).
Auk morgunverðar er innifalið stór-
kostlegt útsýni til allra átta yfir
Ósló.
550 manns vinna á Ósló Plaza
sem er í eigu norsk-sænska fyrir-
tækisins Investa. í innréttingum er
mikið lagt upp úr samtímalist og
fjöldi bara og veitingastaða er á
hótelinu.
Ekki eru nema nokkrir daga
síðan annað hótel var opnað í ná-
grenninu eftir endurnýjun. Heitir
það Royal Christiania. A skömmum
tíma hafa því bæst við 2.000 ný
svefnpláss á hótelum í Ósló. Margir
óttast að ekki sé markaður fyrir
þessa viðbót og spáð er verðstríði.
í- i*’; Q::
mmiám
■
Reuter
Kosningar í aðsigi
Þingkosningar verða í Rússlandi, Hvíta-Rússlandj og Úkraínu á sunnu-
daginn. Hér sjást feðgin í Moskvu-borg virða fyrir sér kosningaspjöld
frambjóðenda.
Búdapest. Reuter.
VIÐRÆÐUR um brottflutning
sovéskra hermanna úr Ungverja-
landi runnu út í sandinn í gær
eftir að Sovétmenn höfðu neitað
að semja um jafii skjótan brott-
flutning og ungversk stjórnvöld
hafa krafist.
Ungverskir og sovéskir sérfræð-
ingar höfðu átt í tveggja daga við-
ræðum í Búdapest um brottflutn-
inginn og talið var að þeir kæmu
sér saman um samning, sem síðan
yrði undirritaður 10. mars. „Þeir
komust ekki að samkomulagi vegna
þess að það var mikill ágreiningur
um hvenær brottflutninginum ætti
að ljúka,“ sagði ungverska frétta-
stofan MTI. Hún hafði eftir Ferenc
Somogyi, aðstoðarutanríkisráð-
herra Ungveijalands, að ungversk
stjórnvöld krefðust enn að sovéski
herinn færi sem fyrst, eða í síðasta
lagi á næsta ári. Sovétmenn segjast
ekki geta fallist á það.
Sjálfstæðiskröfur Eistlendinga:
Fulltrúaþingið endurskoði sam-
þykkt um innlimun Eistlands
Moskvu. Reuter.
Eistlendingar ætla að leggja
áherslu á sjálfstæðiskröfur sínar
með því að fara fram á það við
sovéska fulltrúaþingið, að sam-
þykktin frá 1940 um innlimun
Eistlands í Sovétríkin verði tekin
til endurskoðunar.
Eistneski þingmaðurinn Endel
Lippmaa sagði í gær, að reynt yrði
að fá þetta mál tekið fyrir á fulltrúa-
þinginu þegar það kemur saman í
Moskvu 12. og 13. mars og hann
upplýsti, að Eistlendingar hefðu
þegar stofnað nefnd, sem semja
skyldi um sjálfstæði ríkisins við
ráðamenn í Moskvu. Sagði hann,
að nefndin hefði farið til Moskvu
sl. þriðjudag og kynnt Míkhaíl
Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna,
kröfurnar.
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lett-
land og Litháen, krefjast þess með
æ meiri þunga að fá sjálfstæði en
öll þijú voru innlimuð í Sovétríkin
árið 1940 eftir að Rauði herinn
hafði \a.gt þau undir sig. Síðastliðinn
þriðjudag ságði eistneski þingmað-
urinn Maiju Lauristin, að þingmenn
Eystrasaltsríkjanna á sovéska þing-
inu ætluðu ekki að taka þátt í ann-
arri umræðu en um sjálfstæði
ríkjanna.
Lippmaa var spurður hvort það
væri ekki borin von, að sovéska
fulltrúaþingið ógilti samþykktina
frá 1940 um innlimun ríkjanna í
Sovétríkin. Svaraði hann því til, að
í desember hefði það ógilt samning
nasista og Sovétmanna frá 1939
en samkvæmt honum voru Eystra-
saltsríkin, hluti af Póllandi og Rúm-
eníu skilgreind sem áhrifasvæði
Sovétmanna. „Við trúum því og
treystum, að farið verði að alþjóða-
lögum. Það var gert í Namibíu í
Afríku og það á að gera í Evrópu
einnig,“ sagði Lippmaa.
Nýtt kveflyf lofar góðu:
Protinblandan
platar kvefVeirur
London. Reuter.
VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum hafa fundið nýtt lyf gegn kvefí,
að sögn breska vísindaritsins Nature. Er þar um að ræða prótín-
blöndu sem þykir lofa góðu en vart verður hægt að gera tilraunir
með hana á mönnum fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Er því ekki von
á því á markað fyrr en eftir mörg ár.
Talið er að rúmlega 200 veirur
valdi kvefi en um helmingur þeirra
eru svonefndar rhinoveirur eða
nefveirur. Eru _ þær algengasti
kvefvaldurinn. I fyrra var upp-
götvað að nefveirur valda kvefi
með því að bindast ákveðnu prótíni,
ICAM-1, sem er að finna á frumum
í ónæmiskerfi mannslíkamans.
Nú hefur tekist að framleiða
meðalablöndu sem byggist á IC-
AM-1 prótíninu. Hefur komið í Ijós
við rannsóknir í Connecticut í
Bandaríkjunum, að lyfið „platar“
nefveirurnar með þeim afleiðingum
að nimlega 80% þeirra bundust
því áður en þær komust í tæri við
frumur. Þykir lyfið lofa góðu þar
sem það er ekki háð ónæmiskerf-
inu.
Reuter
Sheraton-hótelið eftir brunann. Eldurinn barst upp um allar hæðir
á örskömmum tíma og máttu margir bjarga sér með því að stökkva
út um glugga.
Kairó:
16 létust í hótelbruna
Kairó. Reuter.
AÐ minnsta kosti 16 manns lét-
ust í eldsvoða, sem upp kom í
Sheraton-hótelinu í Kairó í
Egyptalandi í gær. Eru flestir
hinna látnu erlendir ferðamenn
og lík sumra svo illa leikin, að
erfítt er að bera kennsl á þau.
Eldurinn kom upp í veitingastað,
sem er á jarðhæð og sambyggður
hótelinu, og barst þaðan í hótelið
sjálft. Var á hvass vindur og því
æstist eldurinn skjótt og fór upp
um allar hæðir á svipstundu. Er
sagt, að allt að 70 manns hafi
meiðst í eldinum eða með öðrum
hætti en af þeim 16 látnu, sem vit-
að var um í gær, voru átta Frakkar
og ein finnsk hjón. Sex lík voru
óþekkjanleg en fjögurra breskra
kvenna var saknað.
Mikill matvælaskortur á
meðal sovéskra Kirjála
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
SOVÉSK sendinefind er í Finnlandi til að semja um kaup á miklu
magni af matVælum. Nefndarmenn segjast reiðubúnir að greiða
fyrir þau í gjaldeyri og þykir það benda til þess að þeim sé mjög
í mun að samningar náist þar sem Sovétmenn hafa yfírleitt farið
fram á jöfii vöruskipti. Talið er að ástæðan sé mikill matvæla-
skortur í sovéska sjálfsljórnarhéraðinu Kirjala við landamærin
að Finnlandi.
hafi miklar áhyggjur af ástandinu
hinum megin landamæranna.
Þegar Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi kom í heimsókn til Finn-
lands í október lögðu Sovétmenn
til að Finnar og Sovétmenn þyrftu
ekki að fá vegabréfsáritanir til
að komast yfir landamæri
ríkjanna. Finnar hafa hins vegar
ekki viljað semja um slíkt. Ástæð-
Finnum berast reglulega fregn-
ir af matvælaskortinum í Kiijala-
héraði í Sovétríkjunum. Þá hafa
kiijálskir embættismenn lagt leið
sína til Finnlands til að falast eft-
ir matvælum þótt til þess þurfi
formlegar viðræður milli stjórn-
valda í Kreml og finnsku stjórnar-
innar.
Talið er að finnsk stjórnvöld
an er sögð sú að þeir óttist að
sovéskir Kiijálar flýji í stórum
stíl til Finnlands.
Það sem af er árinu hafa Finnar
þegar selt meiri matvæli til Sov-
étríkjanna en allt árið í fyrra.
Matvælaskorturinn í Leníngrad
og norðvesturhluta Rússlands
hefur ágerst að undanförnu ekki
síst vegna þess að Eistlendingar
geta nú selt eigin vörur án af-
skipta stjórnvalda í Moskvu og
vilja ekki selja matvæli til þessara
svæða. Fregnir frá Sovétríkjunum
herma að margir Leníngrad-búar
vilji stöðva orkusölu til Eistlend-
inga í hefndarskyni.
Hæsta bygging á
Norðurlöndum vígð
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
HÆSTA. bygging Norðurlanda var vígð í gær í Ósló. Þar er um að
ræða lúxushótelið Plaza sem er 37 hæðir.
■j