Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Breyttir tímar
o g Norðurlandaráð
Byltingarnar í Austur-Evr-
ópu hafa getið af sér vanga-
veltur um nýja skipan mála í
álfunni allri, eftir að hugmynda-
fræði kommúnisma og sósíal-
isma og alræðið sem henni hefur
fylgt er horfíð úr sögunni. Ríki
eru að láta að sér kveða að nýju
eftir að hafa verið bæld undir
sovéska hramminum í marga
áratugi. í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins var kynnt framtíðar-
sýn, þar sem gert var ráð fyrir
að Norðurlöndin og Eystrasalts-
ríkin þijú, Eistland, Lettland og
Litháen myndu eiga náið sam-
starf og jafnvel mynda sérstakt
bandalag. Þessi sýn getur verið
jafn rétt og hvað annað sem
mönnum kemur til hugar, þegar
þeir rýna inn í framtíðina, þótt
ólíklegt sé að Norðurlöndin kjósi
fremur samstarf við Eystrasalts-
ríkin en nána samvinnu við aðild-
arríki Evrópubandalagsins.
Á 38. þingi Norðurlandaráðs
hér í Reykjavík í vikunni hafa
margir ræðumenn lagt sig fram
um að meta stöðu ráðsins við
hinar nýju aðstæður. Forystu-
menn í ríkisstjómum landanna
eru tregir til að segja afdráttar-
laust álit sitt á hugmyndum um
nánari formleg tengsl við
Eystrasaltsríkin, fyrst þurfi að
koma í ljós, að þau öðlist sjálf-
stæði og rétt til að ákveða ut-
anríkisstefnu sína sjálf. Sam-
starf Norðurlandanna frá stríðs-
lokum sannar, að ríki geta starf-
að náið saman, þótt þau fylgi
ólíkri stefnu í öryggismálum og
þurfi að gæta ólíkra hagsmuna
á því sviði. Norðurlandaráð hefur
auðveldað öllum aðildarþjóðum
sínum virka þátttöku í alþjóðlegu
samstarfi, þótt utanríkis- og ör-
yggismál í hefðbundnum skiln-
ingi hafí ekki mátt ræða innan
vébanda ráðsins. Nú þegar uppi
eru áform um að senda nefnd á
vegum Norðurlandaráðs til
Moskvu virðist það tímaskekkja,
að ekki sé unnt að ræða til hlítar
um utanríkismál á fundum þess.
Spumingar vöknuðu um það
í ræðum á þinginu að þessu
sinni, hvort Norðurlandaráð
sjálft væri kannski tímaskekkja
eða þær starfsaðferðir, sem setja
mestan svip á samvinnuna innan
þess. Um leið og Poul Schliiter,
forsætisráðherra Dana, sagði,
að hann væri alls ekki að tala
um að slíta samstarfi Norður-
landanna, taldi hann gagnlegt
fyrir ráðsliða að minnast þess
að norræn samvinna þyrfti ekki
að vera bundin við þær aðferðir
sem menn hefðu tamið sér. „Þar
með verðum við að horfast í
augu við þá staðreynd að Norð-
urlöndin eru of þröngur vett-
vangur fyrir lausnir á stóru
vandamálunum... Það er
gagnslaust og verður síst til að
auka virðingu almennings fyrir
þessu starfí ef stofnanir halda
áfram að vera til vegna tregðu-
lögmálsins eins,“ sagði forsætis-
ráðherra Danmerkur, eina lands-
ins í Norðurlandaráði, sem á
aðild að Evrópubandalaginu
(EB). Er enginn vafí á því, að
aðildin að EB hefur opnað Dön-
um nýjar víddir og þar með
minnkað Norðurlandaráð í huga
þeirra.
Carl Bildt, formaður hægri-
manna í Svíþjóð, steig skrefið í
átt til nánara samstarfs Evrópu-
ríkjanna til fulls, þegar hann
lagði til að Norðurlandaráði yrði
breytt í þing Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) og tæki upp
samstarf við þing Evrópubanda-
lagsins; norrænt samstarf ætti
annars á hættu að koðna niður.
Til þess að samtök á borð við
Norðurlandaráð haldi reisn og
njóti nauðsynlegs almenna
stuðnings þurfa þau að glíma
við verðug og skapandi viðfangs-
efni. Undirtónninn í ræðum og
störfum ráðsins hér í Reykjavík
hefur verið sá, að ráðið sé kom-
ið í einskonar tilvistarkreppu.
Vissulega glímir ráðið og
stofnanir þess við mörg mikil-
væg verkefni. Má þar nefna
umhverfismálin, sem ber eðlilega
hátt um þessar mundir. Á þeim
vettvangi verður ekki snúið af
óheillabraut nema með samstarfí
margra þjóða. Fer vel á því að
Norðurlöndin hafa sameinast um
að stofna sjóð, sem á stuðla að
umbótum í umhverfísmálum í
ríkjunum í Austur-Evrópu, ekki
síst Eystrasaltsríkjunum. Sam-
starfið í menningarmálum er
einnig mikilvægt og ber að hlú
að svo sem frekast er unnt. Þá
hefur það eitt að sjálfsögðu gildi
að frammámenn í stjómmálum
og stjórnkerfí Norðurlandanna
hittist reglulega og beri saman
bækur sínar um sameiginleg
úrlausnarefni. Að baki norræns
samstarfs býr vitundin um sam-
eiginlegan menningararf sem
nauðsynlegt er að varðveita.
Þrátt fyrir þessar mikilvægu
ástæður fyrir samstarfí Norður-
landanna þurfa forystumenn
Norðurlandaráðs að líta í eigin
barm í ljósi gagnrýni á starfs-
hætti og tilgang ráðsins. Það
samræmdist illa háleitum mark-
miðum norræns samstarfs að
ráðið staðnaði og koðnaði niður.
Frá Þingvöllum. Fyrsta skógræktargirðing á íslandi, sem var reist árið 1899. Hér stóð vagga íslenskrar sl
Hreppafliitningiir
Skógræktar ríkisins
eftirBaldur
Þorsteinsson
i
í athyglisverðu viðtali við Sig-
hvat Björgvinsson, formann fjár-
veitinganefndar, í Morgunblaðinu
29. jan. sl. segir hann m.a.: „Þing-
menn langar afskaplega mikið til
þess að sinna „góðum málefnum"
og fá þakkir þjóðarinnar fyrir vik-
ið, en þetta gera þeir án þess að
blessuð þjóðin hafi efni á því.“ Sig-
hvatur segir einnig frá því, að
kveðið sé á um, að nákvæmt kostn-
aðarmat eigi að fylgja hverju frum-
varpi, en að hann muni ekki eftir
að þeirri reglu hafi verið fylgt.
„Það er hægt að nefna sem dæmi,
að ríkisstjómin samþykkti að hefja
mikið skógræktarátak á Austur-
landi, sem á að felast í því að
rækta nytjaskóg í Fljótsdal. Þetta
fannst öllum afar skynsamlegt og
„gott málefní“. Nú er komið á
daginn að kostnaðurinn við þetta
er talinn verða 2,4 milljarðar!
Gerðu menn sér grein fyrir því,
þegar þeir lögðu blessun sína yfir
fyrirtækið? En svona er þetta og
batnar ekki.“
II
Því má bæta við það, sem segir
hér að ofan um kostnað við skóg-
ræktarátak í Fljótsdal, að stuttu
eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar
um Fljótsdalsátakið var upphafleg
fjárhæð, sem til þess átti að renna
skorin niður um 75%. En það stóð
fleira til en að rækta skóg í Fljóts-
dal, því inn í þetta blandaðist flutn-
ingur skifstofu Skógræktar ríkis-
ins austur á Egilsstaði, sem nú er
orðinn staðreynd, en verður engu
að síður gerður að umtalsefni hér.
í kringum þennan flutning var
þyrlað upp ótrúlegu moldviðri af
slagorðum og staðlausum fullyrð-
ingum, sem hljóta að hafa átt að
villa um fyrir fólki svo hinn pólitíski
tilgangur yrði ekki eins áberandi.
Hafa sömu ijarstæðumar heyrst
endurteknar hvað eftir annað, því
hver hefir apað eftir öðrum. Hér
verða aðeins nefnd tvö dæmi:
„Skógræktin er komin heim“ og
„vagga skógræktarinnar er á Hall-
ormsstað“. Allir, sem eitthvað
þekkja til sögu íslenskrar skóg-
ræktar, vita að heimkynni Skóg-
ræktar ríkisins eru víða um land,
þótt aðalskrifstofan sé í Reykjavík.
Það er einnig ljóst, að „vagga“
íslenskrar skógræktar hlýtur að
hafa staðið annaðhvort á Þingvöll-
um eða á Akureyri, en fyrstu raun-
verulegar skógræktartilraunir hér
á landi hófust á þessum stöðum
báðum árið 1899. Þótt drepið sé á
þessi atriði hér, þá er ætlunin með
þessari grein aðallega sú, að rekja
Ljjósmynd/ Rafn Hafnfjörð
Frá Þingvöilum. Furulundur gróðursettur árið 1899. Hér stóð vagga
islenskrar skógræktar.
í stuttu máli söguna um flutning
skrifstofu Skógræktar ríkisins
austur á land til þess að gefa hug-
mynd um vinnubrögð stjórnmála-
manna á atkvæðaveiðum.
III
Á síðasta starfsdegi Alþingis
vorið 1988 var samþykkt eftirfar-
andi þingsályktun um eflingu
skógræktar á Fljótsdalshéraði:
„Alþingi ályktar að fela land-
búnaðarráðherra að láta semja tíu
ára áætlun um eflingu skógræktar
á Fljótsdalshéraði. Áætlunin skal
taka til eftirfarandi atriða:
a. ræktunar nytjaskóga,
b. viðhalds og hirðingar skóg-
lendis sem fyrir er,
c. flutnings aðalstöðva Skóg-
ræktar ríkisins á Fljótsdals-
hérað.
Við gerð áætlunarinnar um
ræktun nytjaskóga og hirðingu
skóglendis skal höfð samvinna við
Skógrækt ríkisins, Búnaðarsam-
band Austurlands og skipulags-
stjóra ríkisins. Miðað skal við að
flutningur aðalstöðva Skógræktar
ríkisins verði í áföngum í samráði
við skógræktarsjóra og starfsmenn
stofnunarinnar. “ (Leturbr. B.Þ.)
Þegar tillagan um þessa þings-
ályktun var flutt, fylgdi henni tals-
vert löng greinargerð, sem að
mestu leyti ijallaði um skógrækt
og íandbúnað á Fljótsdalshéraði,
en að mjög litlu leyti um flutning
skrifstofu Skógræktar ríkisins
austur að Hallormsstað. í greinar-
gerðinni eru ýmsar fullyrðingar og
tölur, sem ekki standast, en of
langt mál yrði að leiðrétta þær
hér. Flutningsmenn virðast ekki
hafa leitað sér upplýsinga um
starfsemi Skógræktar ríkisins, því
annars hefðu þeir komist að raun
um, að þessi stofnun hefir frá upp-
hafi starfað um allt land, og reynt
hefir verið eftir megni að láta alla
landshluta sitja við sama borð.
Reyndar hefir verið togað svo rösk-
lega í spottann fyrir Austurland,
að Hallormsstaður hefir um árabil
fengið 20-25% af greiddum launa-
gjöldum meðan aðrar deildir Skóg-
ræktar ríkisins hafa fengið 4-16%
hver í sinn hlut. Það getur því
varla stuðlað mjög mikið að auknu
jafnvægi í byggðum landsins, að
auka skerf eins landshluta enn
frekar á kostnað annarra.
Flutningsmenn þingsályktunar-
tillögunnar hafa gert sér ljóst, að
gömul og gróin stofnun verður
ekki fremur en gamalt tré rifin upp
með rótum og gróðursett á ný án
undirbúnings. Um það segir í
greinargerðinni: „Það er ljóst, að
þessi breyting tekur tíma og þess
vegna ergert ráð fyrir að flutning-
urinn verði í áföngum og gefið sé
svigrúm til þess að skipuleggja
þessar breytingar“. Þessi skoðun
flutningsmanna kemur skýrt fram
í þingsályktuninni eins og hún var
samþykkt í endanlegri mynd á
Alþingi. Það er svo önnur saga,
hvernig landbúnaðarráðherra gat
sniðgengið vilja Alþingis að þessu