Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 21

Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 =4= 21 tógræktar. Baldur Þorsteinsson „Það blasir því við, að fyrr en varir sitji meg- inþorri starfsmanna Skógræktar ríkisins meira og minna bund- inn við fjarskiptatækin sín og þeirra aðalstarfi verði ekki lengur sá að rækta skóg.“ leyti í meðferð sinni á málinu eins 3g síðar verður vikið að. IV Þegar flutningur skrifstofu Skógræktar ríkisins til Austur- lands var síðast á dagskrá árið 1977, var sérstakri nefnd falið það verkefni af hálfu þáverandi land- búnaðarráðherra að safna upplýs- ingum um kosti og annmarka, sem slíkri breytingu fylgdu. Árið 1988 þótti ekki ástæða til svo vandaðra vinnubragða, enda sagði einn flutningsmanna, Egill Jónsson, í blaðaviðtali um þetta mál, að ekki þyrfti að spyija menn álits út um allt þjóðfélag, þótt slíkt sé sam- þykkt. Skógræktarstjóri var einnig spurður álits í sama blaði og benti þá á, að staðsetning höfuðstöðva Skógræktar ríkisins á Héraði væri óheppileg vegna togstreitu, sem væri milli landshluta um verkefni og fjármagn til skógræktar, en í þeim efnum væri litið á Reykjavik sem hlutlausan stað. Þá taldi for- maður Skógræktarfélags íslands að nánu samstarfi félagsins og Skógræktar ríkisiris væri stefnt í hættu með fyrirhuguðum flutn- ingi. Einnig var almenn andstaða gegn flutningi meðal starfsmanna Skógræktar ríkisins eins og fram kom á fundum. Eitthvað mun. landbúnaðarráð- herra hafa grunað, að þingsálykt- unina kynni að daga uppi eins og íjöldi slíkra hefir gert áður. Næst tekur hann því til þess bragðs vo- rið 1989 að fá samþykkta á Al- þingi breytingu á lögum um skóg- rækt þess efnis, að bætt er inn í lögin einni setningu: „Aðalstöðvar Skógræktar ríkisins skulu vera á - ,Fljótsdalshéraði.“ Þetta var sam- Hvernig spara má 300 milljónir þykkt á Alþingi 19. maí 1989. (Það er umhugsunarefni, að bæði þingsályktunin frá 1988 og laga- breytingin 1989 er hvortveggjá borin undir atkvæði á síðasta starfsdegi Alþingis.) í greinargerðinni með frum- varpinu til þessarar lagabreytingar er vísað til ályktunar Alþingis frá 11. maí 1988. Eftir þessu er það vilji Alþingis, að framkvæmd flutn- ingsins verði hagað eins og lýst er í þingsályktuninni fra 1988. Þetta virðist kannski í fljótu bragði ekki skipta miklu máli, en þó er það svo, að fyrir þá starfsmenn Skóg- ræktar ríkisins sem verða að láta af störfum við þessa breytingu getur 5-10 ára aðlögunartími skipt sköpum. Með því móti geta þeir, sem unnið hafa allan sinn starfs- aldur hjá stofnuninni lokið störfum án þess að starfsheiður þeirra væri eyðilagður. Með þetta í huga var ekki nema eðlilegt að menn vildu heyra það frá landbúnaðar- ráðherranum sjálfum, hvernig hann ætlaði að leysa vanda þeirra starfsmanna, sem yrðu um kyrrt hér syðra. Á fundi með ráðherran- um og aðstoðarmanni hans, sem haldinn var á miðju sumri, lýsti ráðherrann því yfir, að flutt yrði um áramót, en flutningi yrði hagað þannig, að honum fylgdi sem minnst röskun á stöðu manna og högum og þeim, sem ekki vildu eða gætu flutt, yrðu fundin önnur störf hjá ríkinu. Sérstaklega ætti þetta við um þá, sem eiga eftir fremur fá ár til starfsloka. Þótti starfs- mönnum þeim, sem hlut' áttu að máli, þetta vera þolanleg lausn eins og málin stóðu. Um tilgang með flutningi aðalskrifstofu hafði ráð- herrann það eitt að segja, að þetta væri pólitísk ákvörðun. Núna, eftir hálft ár, hillir ekki undir efndir þessara loforða, þrátt fyrir margar, eftirgrennslanir og göngur á fund ráðherra og aðstoð- armanns hans. V Að lokum nokkur orð um kostn- að við flutning aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins til Egilsstaða og áhrif hans á starfsemi Skóg- ræktar ríkisins. í nóvember sl. var ráðgjafarfyr- irtæki í Reykjavík fengið til þess að taka saman skýrslu um verk- efni aðalskrifstofu eftir flutning hennar til Egilsstaða og kostnað í því sambandi. Heildarkostnaður er lauslega áætlaður 10,2 millj. kr. Helstu liðir eru ijarskiptatæki og tölvur 4,8 millj., húsgögn 2,0 millj., „öflug bifreið þó ekki væri nema vegna gestamóttöku" fyrir skóg- ræktarstjóra og auk þess fiutn- ingskostnaður og endurbætur á húsnæði 1,4 millj. kr. Starfsmenn á aðalskrifstofu á Egilgstöðum verða 6-7 og starfs- menn á skrifstofu í Reykjavík 1-2. Höfundar skýrslunnar nefna ekki þá starfsmenn, sem þörf verður á til þess að sinna öllum nýju íjar- skiptatækjunum, en ljóst er að skrifstofuvinna mun aukast veru- lega við flutning aðalskrifstofu út á land. Það þarf varla að taka það fram, að allur stjórnunarkostnaður Skógræktar ríkisins hlýtur að stór- hækka. Það er umhugsunarefni hvernig öll samskipti manna á milli breyt- ast, þegar þau verða aðallega um tölvur og telefaxtæki. Núverandi skógræktarstjóri sagði eitthvað á þá leið um þetta atriði, að vandi samskipta vegna flutningsins yrði leystur með „framlengingu á örm- um aðalskrifstofu“. Það blasir því við, að fyrr en varir sitji megin- þorri starfsmanna Skógræktar ríkisins meira og minna bundinn við fjarskiptatækin sín og þeirra aðalstarfi verði ekki lengur sá að rækta skóg. Vandi hinna dreifðu byggða verður að öllu samanlögðu tæpast minni, þótt skrifstofa Skógræktar ríkisins hafi verið gerð að pólitískri sellu landbúnaðarráðherra austur á Egilsstöðum. Höfundur er skógíræðingvr lijá Skógrækt ríkisins. eftir Guðjón Magnússon Nefnd heilbrigðisráðherra er skil- aði áliti í lok síðasta árs komst að þeirri niðurstöðu að lækka mætti lyfjakostnað verulega. Á grundvelli þessa álits er ætlunin að lækka lyfjakostnað um 300 milljónir króna á þessu ári. Lækkun yrði með þrennum hætti: 1. lækkun álagningar. 2. minni notkun lyfja. 3. aukin notkun ódýrari lyfja. Lækkuð álagning Þegar hafa verið gerðar breyt- ingar á álagningu. Smásöluálagn- ing var lækkuð úr 68% í 65% og heildsöluálagning úr 17% í 15,5%. Auk þess er ákveðið að apótek veiti afslátt af mánaðarreikningi miðað við lyfjaveltuna í hveijum mánuði. Ódýrari lyf Aðgerðir sem miða að því að velja ódýrustu lyfin eru: 1. útgáfa á samheitaverðskrá. 2. hvatning til lækna um að velja ódýrustu sambærileg lyf. 3. lægra gjald sjúklinga fyrir valin ódýrari lyf samkvæmt lista. I fyrsta skipti geta læknar nú borið saman verð lyfja eftir lækn- ingaflokkum, styrkleika lyfs og pakkningastærð. Af þeim hátt á þriðja þúsund sérlyfjum sem skráð eru hér á landi, eru rúmlega fimm hundruð í beinni samkeppni hvert við annað, því þar eru fleiri en eitt lyf með sama virka innihaldsefninu, með öðrum orðum: lyf A og B hafa mismunandi nöfn og útlit en hafa í raun sömu verkun í líkamanum. Á þessum svokölluð- um samheitalyfjum er oft mjög mikill verðmismunur. Ef ávallt væri valið ódýrasta lyfið af þessum fimmhundruð yrði sparnaðurinn um 300 milljónir króna á ári. Til að ýta undir að læknar velji Akranes: ódýrasta lyfið sem í boði er og til að sjúklingar njóti þess var settur fram listi með yfir fimmtíu lyfjum sem sjúklingar fá á sama verði og á síðasta ári. Við val á þessum lyfj- um var haft til hliðsjónar verð þess- ara lyfja miðað við daglega notkun þeirra og þá tekið tillit til styrkleika og pakkningastærða. Tekið var tillit til veltunnar í lyfjaflokkum þegar valin voru lyf á listann. Eru bundnar vonir við að þessi listi og samheitaverðskráin ýti undir samkeppni, ekki hvað síst í heildsölu, og leiði til lægra lyfja- verðs. Lyf sem lækka í verði svo og ný samheitalyf sem geta keppt í verði við þau sem fyrir eru á lista verður bætt á listann að undan- gengnu mati, en þau lyf sem nú eru verða áfram á listanum út árið 1990 nema verð þeirra breytist verulega. Viðbrögð hagsmunaaðila Straumur hagsmunaaðila í lyfja- verslun og lyfjaframleiðslu til heii- brigðisráðherra undanfarna daga vekur vonir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til leiði til lækkun- ar á lyfjakostnaði. Viðbrögð lyfjafræðinga á síðum Morgunblaðsins, sérstaklega grein Hauks Ingasonar, vekja athygli. Haukur sér ekki ástæðu til að ræða efnislega það sem er meginatriði þeirra aðgerða sem ákveðnar hafa verið, samheitaverðskrána, sem send héfur verið öllum læknum, heilbrigðisstofnunum og lyfjaversl- unum. Auðvitað má deila um val lyfja á lista yfír ódýr lyf og sjálfsagt að skoða allar ábendingar í því sam- bandi. Það verður gert á næstu vik- um. Gert er mikið veður út af því að sjúklingagjald sé hækkað úr kr. 215 í kr. 230 fyrir elli- og örorkulífeyris- þega og kr: 550 í kr. 750 fyrir aðra. Þetta gjald er fyrir allt að þriggja mánaða skammt af lyfinu Guðjón Magnússon og er þá þátttaka sjúklinga í heild- arlyfjakostnaði áfram miðuð við að vera undir 25% af heildarkostnaði. Staðreyndin er sú að almanna- tryggingalöggjöfin sér mjög vel fýr- ir þörfum þeirra sem erfíðast eiga með að greiða sín lyf sjálfír. Lyf sem nota verður að staðaldri gegn fjölmörgum langvinnum sjúkdóm- um, t.d. sykursýki, asthma, hjarta- sjúkdómum, geðsjúkdómum, eru endurgjaldslaus! Auk þess geta læknar óskað eftir við Trygginga- stofnun ríkisins að ýmis önnur lyf sem nota þarf lengri tíma, verði afhent sjúklingi að kostnaðarlausu. Vert er að undirstrika að árang- ursríkasta aðferðin og um leið sú, sem tryggir beinan sparnað án þess að dregið sé úr nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu, er annars vegar að draga úr lyfjanotkun og hins vegar, að þegar lyíjum er ávísað, þá sé þess gætt að velja ódýrasta lyfíð. Þar þarf samvinnu lækna og sjúklinga og skilning lyfsala og lyfjafræðinga. Hvort er meira hagsmunamál fýrir almenning að lyfjakostnaður lækki um 300 milljónir króna á ári eða að hagsmunaaðilar í lyfjadreifíngu og lyfjaframleiðslu haldi sínum hlut? Höfundur er aðstoðarlandlæknir. Bæjarstjórn vill ákvörð- un um Hvalfjarðargöng BÆJARSTJÓRN Akraness skorar á samgönguráðherra og Alþingi að taka sem fyrst ákvörðun um jarðgangagerð í Hvalfirði og telur að ef nýta eigi sumarið 1990 til hönnunar- rannsókna megi engan tíma missa í umfjöllun sljórnvalda og Alþingis og þyrfti samninga- gerð að ljúka eigi síðar en í maí nk. Þetta kemur fram í samþykkt bæjarstjórnar á fundi fyrir skömmu. í skýrslu starfshóps um vegtengingu um utanverðan Hval- fjörð kemur fram að um arðsama framkvæmd sé að ræða, sem muni hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun. Bæjarstjórnin vekur sérstaka at- hygli á því sem kemur fram í umræddri skýrslu að vænlegt sé að stofna félag sem annist mann- virkjagerðina og fjármögnun, eða þá fjármögnunina eina gegn rétti á töku veggjalds af umferð. Með sl'iku myndi ekki vera gengið á, fjármagn til vegagerðar sam- kvæmt vegaáætlun og veggjaldi yrði haldið hóflegú með samkeppni viðþjóðveginn inn fyrir Hvalfjörð. Á umræddum bæjarstjórnar- fundi létu bæjarfulltrúar í ljósi áhyggjur af litlum áhuga stjórn- valda á þessari framkvæmd og nauðsyn þess að kynna þetta mál enn betur. Lítill áhugi kæmi á óvart ekki síst vegna þess að hér væri ekki eingöngu um fýsilegan Akranesi. VINNA við endurbætur og breytingar á hafrannsóknaskip- inu Árna Friðrikssyni eru nú í fullum gangi hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akra- nesi. Endurbæturnar eru umfangs- miklar að sögn Benedikts E. Guð- mundssonar, skipaverkfræðings hjá Þorgeiri og Ellert hf. Verið er að byggja yfir þilfarið aftan við brúna en þar verður aðgerðarstaða og rannsóknai’stofa auk aðstöðu fyrir skipveija. Ofan á hinu nýja dekki verður aðstaða fyrir trollið og þangað liggur ný skutrenna. Skipt verður um ljósavél og nýtt spilkerfi sett í skipið. Aðalvél- ar verða yfirfarnar og endurnýjað- kost fyrir Akumesinga og Vest- lendinga heldur væri hér um þjóð- hagslega hagkvæma framkvæmd að ræða. ar mikið af röralögnum í vélar- rúmi. Þá verður tækjaklefí aftan við brú skipsins stækkaður og mikið endurnýjaður. Benedikt seg- ir að auk þessara verkliða fylgi einnig algeng eftirlitsverkefni svo sem öxuldráttur og að yfirfara stýrisútbúnað og endurnýja raf- magnstöflu. Þá verði skipið þrifið og málað hátt og lágt. Þessar endurbætur á skipinu munu kosta um 60 milljónir króna en heildar- verkið um 90 milljónir, en mismun- urinn felst í tækjakaupum og til- heyrandi sem er beint á kostnað verkkaupa. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í maímánuði og geti þá skipið hafið að nýju sín hefðbundnu verkefni. - J.G. Miklar endurbætur á hafrannsóknaskipi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.