Morgunblaðið - 02.03.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
23
Dan Ackroyd, Jessica Tandy og
Morgan Freeman í hlutverkum
sínum í myndinni „Ekið með
Daisy“, sem nú er sýnd í Laugar-
ásbíói.
„Ekið með
Daisy“ sýnd í
Laugarásbíói
LAUGARÁSBÍÓ hefiir hafið
sýningar á myndinni „Ekið með
Daisy“, en hún hefur verið út-
neftid til níu Óskarsverðlauna.
í aðalhlutverkum eru Jessica
Tandy, Don Ackroyd og Morgan
Freeman.
Myndin hefst í Atlanta í Geor-
gíu árið 1948 þegar Daisy, 72ja
ára fyrrverandi kennslukona, ekur
nýja Packard-bílnum sínum upp á
bílskúr nágrannans. Búlli, sonur
hennar, telur að ekkert trygginga-
félag vilji eiga viðskipti við hana
og ræður því ekil fyrir móður sína,
svertingjann og góðmennið Hoke.
Daisy vill ekkert með hann hafa,
verður þó að láta í minni pokann
um síðir en hefur allt á hornum
sér. En árin líða og samlyndið
batnar og hún viðurkennir loks að
Hoke sé sinn besti vinur og verður
því að sætta sig við að hann mati
hana þegar hann heimsækir hana,
94ra ára gamla, á elliheimilið.
Þjóðleikhúsið:
Síðasta ftnmsýning á
stóra sviðinu að simii
SÍÐASTA firumsýningin á
stóra sviði Þjóðleikhússins
fyrir lokun verður dagskráin
Stefiiumót, en fyrstu sýningar
verða á stóra sviðinu 2. og 4.
mars. Sýningum verður síðan
haldið áfram í Iðnó eftir miðj-
an mars.
Stefnumót er byggt upp á
örstuttum leikritum eftir Peter
Barnes, Michel de Ghelderode,
Eugene Ionesco, David Mamet
og Harold Pinter. Höfundur tón-
listar er Jóhann G. Jóhannsson
og þýðendur eru Árni Ibsen,
Ingunn Ásdísardóttir, Kari Guð-
mundsson, Sigríður M. Guð-
mundsdóttir og Sigurður Páls-
son. Gunnar Bjarnason, yfírleik-
myndateiknari Þjóðleikhússins,
hannar leikmynd og búninga og
Ásmundur Karlsson lýsingu.
Tveir leikendanna hættu í
vetur sem fastráðnir leikarar við
húsið og fóru á eftirlaun, þeir
Bessi Bjarnason
og Rúrik Har-
aldsson. Fjórir
þeirra voru með
í opnunarsýn-
ingum hússins
og eiga því 40
ára starfsaf-
mæli, þáu Bald-
vin Halldórsson,
Bryndís Péturs-
dóttir, Herdís
Þorvaldsdóttir
og Róbert Arnf-
innsson. Auk
þeirra leika
Anna Kristín
Amgrímsdóttir,
Amar Jónsson,
Bríet Héðins-
dóttir, Gunnar
Eyjólfsson og Tinna Gunnlaugs-
dóttir.
Leikstjórar em fjórir talsins,
allt ungt fólk sem nýlega hefur
lokið sémámi í leikstjórn og
þreytir þama fmmraun sína í
Þjóðleikhúsinu. Þar með er
stefnt saman þeim leikurum sem
verið hafa burðarásar Þjóðleik-
hússins í 40 ár og yngstu kyn-
slóð leikstjóra, sem vænta má
að láti til sín taka í framtíðinni.
Leikstjórarnir era Hlín Agnars-
dóttir, sem hefur yfímmsjón
með dagskránni, Ásgeir Sigur-
valdason, Ingunn Ásdísardóttim
og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Leikþættirnir em: Þrír leikar-
ar — eitt drama eftir Gheld-
erode, Biðstöðin eftir Pinter,
Tilbrigði við önd eftir Mamet,
Staður og stund eftir Bames,
Leikæfing eftir Barnes, Góð til
að giftast eftir Ionesco og Það
er nú það eftir Pinter.
Róbert Arnfinnsson og Tinna Gunnlaugsdóttir
í Þrír leikarar — eitt drama.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
1. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 112,00 70,00 80,66 63,426 5.116.265
Þorskur(óst) 72,00 72,00 72,00 0,300 21.600
Ýsa 143,00 92,00 111,94 7,719 864.072
Karfi 45,00 39,00 43,55 22,524 980.913
Ufsi 40,00 20,00 36,87 26,757 986.609
Steinbítur 36,00 36,00 36,00 0,223 8.028
Langa 55,00 32,00 52,14 1,720 89.673
Lúða . 470,00 280,00 348,04 0,107 37.240
Keila 22,00 22,00 22,00 0,194 4.268
Keila(ósl.) 22,00 22,00 22,00 0,212 4.664
Skötuselur 220,00 210,00 211,88 0,064 13.560
Rauðmagi 86,00 86,00 86,00 0,044 3.784
Hrogn 228,00 213,00 225,75 0,612 138.156
Samtals 66,74 123,902 8.268.832
I dag verður selt óákveðið magn úr Ljósfara, Stakkavík og bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 98,00 54,00 76,40 20,835 1.591.861
Þorskur(ósl.) 79,00 45,00 62,08 1,777 110.312
Ýsa 134,00 101,00 113,19 8,134 920.679
Ýsa(ósl.) 106,00 80,00 101,10 0,536 54.192
Karfi 42,00 38,00 41,65 3,255 135.562
Ufsi 52,00 42,00 48,33 68,445 3.308.090
Hlýri+steinb. 30,00 30,00 30,00 1,168 35.040
Langa 59,00 52,00 54,33 1,413 76.777
Lúða 380,00 285,00 318,99 0,169 53.910
Grálúða 49,00 49,00 49,00 0,183 8.967
Skarkoli 50,00 37,Ó0 45,16 0,118 5.329
Keila 28,00 28,00 28,00 1,564 43.792
Rauðmagi 100,00 80,00 88,33 0,467 41.250
Hrogn 170,00 95,00 103,35 0,799 82.580
Samtals 59,40 108,936 6.470.591
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 100,00 80,00 83,64 5,916 494.794
Þorskur(ósL) 86,00 66,00 75,26 47,341 3.562.898
Ýsa 148,00 78,00 116,79 2,653 309.854
Ýsa(ósL) 147,00 104,00 136,19 5,923 806.675
Karfi 41,00 40,00 40,40 0,621 25.089
Ufsi 31,00 31,00 31,00 0,532 16.492
Ufsi(ósL) 38,00 15,00 35,42 9,104 322.465
Steinbítur 57,00 33,00 39,73 11,552 458.924
Hlýri 37,00 37,00 37,00 0,468 17.316
Langa 45,00 39,00 42,46 0,356 15.114
Skarkoli 62,00 58,00 60,11 0,318 ' 19.117
Saltfiskur 181,00 181,00 181,00 0,703 127.243
Rauömagi 110.Q0 80,00 104,53 0,159 16.620
Hrogn 204,00 204,00 204,00 0,218 44.472
Samtals 72,44 87,081 6.308.454
í dag verða meðal annars seld 40 tonn, aðallega af þorski, úr Þresti KE,
3 tonn af karfa og óákveðið magn úr dagróðrabátum.
Æskulýðs-
dagur Þjóð-
kirkjunnar
LÍF OG FRIÐUR er yfirskrift
Æskulýðsdags Þjóðkirkjunnar
næstkomandi sunnudag, 4. mars.
Þessi yfirskrift „tekur mið af tíma-
bærri umræðu um umhverfismál,
ábyrgð manna í sköpunarverkinu
og framtíðarýn til lífsins á jörð-
inni,“ segir í frétt frá fræðsludeild
Þjóðkirkjunnar. í tilefhi dagsins
verður á nokkrum stöðum fluttur
söngleikurinn Líf og friður eftir
Per Harling og Lars Collmar.
í fréttinni segir ennfremur: „Við
mennirnir erum hluti af lífríkinu
og höfum mikil áhrif á það með
athöfnum okkar og ákvörðunum -
gjarnan til ills - en getum engu að
síður notað hæfni okkar og hugvit
til góðs fyrir alla guðs skepnu.“
Guðsþjónustur Æskulýðsdagsins
verða í flestum söfnuðum ásamt
kvölddagskrám.
Flóahrina hjá FEF
FELAG emstæðra foreldra eftiir
til flóamarkaðshátíðar í Skeljanesi
6 n.k. laugardag og síðan næstu
laugardaga á efitir. Opnað er kl 2
e.h. Á boðstólum er mikið af
skrautmunum, búsáhöldum og
myndum, bókum og húsgögnum
og fatnaður á flesta aldurshópa.
Allur ágóði rennur til að standa
straum af kostnaði við breytingar á
neyðarhúsi FEF að Öldugötu 11. Þar
er nú verið að setja upp þijú eldhús
í íbúðir á miðhæð en sams konar
endurbætur voru gerðar á fyrstu hæð
í fyrra - einkum fyrir flóamarkaðsfé.
Guðni Þ. Guðmundsson og Esther Helga.
Tónleikar í Hafiiarborg
TÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskóla Haftiarfjarðar og Haftiarborg-
ar verða haldnir í Hafharborg á sunnudaginn kl. 15.30. Hér er um
að ræða aðra tónleika í tónleikaröð sem þessir aðilar standa saman
að. Aðgangur er ókeypis.
Á tónleikunum á sunnudag munu
koma fram þau Ester Helga Guð-
mundsdóttir, sópran og Guðni Þ.
Guðmundsson, píanóleikari. Munu
þau flytja nokkur lög úr söngleikj-
um á borð við Porgy og Bess, Show-
boat, Cats og Sound of Music.
Ester Helga Guðmundsdóttir
stundaði nám við söngskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófí árið
1984. Á árunum 1984-1985 var hún
við nám í Bandaríkjunum í Indi-
ana-Háskóla. Auk þessa hefur
Esther sótt fjölda námskeiða, m.a.
hjá Erik Werba og Glenda Maurice.
Esther hefur haldið ijölmarga tón-
leika jafnt hér á landi sem erlendis.
Guðni Þ. Guðmundsson stundaði
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík þar sem hann lauk tón-
menntakennaraprófí. Síðan hélt
hann til Kaupmannahafnar þar sem
hann var við orgelnám við Konser-
vatoríið og lauk þaðan A-prófí.
Guðni Þ. Guðmundsson organisti
við Bústaðakirkju hefur komið fram
bæði sem kórstjóri og einleikari á
flölda tónleika á íslandi jafnt sem
erlendis.
Esther Helga og Guðni eru bæði
kennarar við Tónlistarskóla • Hafn-
arijarðar.
Söngleikurinn Líf og
friður í Langholtskirkju
SÖNGLEIKURINN Líf og friður eftir Per Harling og Lars Collmar
verður sýndur í Langholtskirkju að kvöldi Æskulýðsdags Þjóðkirkj-
unnar 4. mars. Það er Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastsdæmi, ÆSKR, sem sýnir verkið.
Leikurinn gerist meðal dýranna
í Örkinni hans Nóa, eftir að mann-
kynið hefur eyðilagt lífsskilyrðin á
jörðinni, segir í frétt frá ÆSKR.
„Umhverfismálin eru í brennidepli
og ábyrgð okkar mannanna og
ráðsmennska í sköpunarverki guðs.
Leikurinn fjallar um von andspænis
vonleysi - og lífstrú andspænis upp-
gjöf og örvæntingu," segir í frétt-
inni.
Félagar úr æskulýðsfélögum
safnaðanna í Reykjavík leika og
syngja. Leikstjóri er Rúnar Reynis-
son, Gyða Þ. Halldórsdóttir stjórnar
kór og hljómsveit. Sýningin hefst
klukkan 20.30.
Rúnar Reynisson leiksljóri leðbeinir leikendum í söngleiknum Lífi
og friði.
DAGBÓK
ARNAÐ HEILLA
/» A ára aftnæli. í dag, 2.
ÖU mars, er frú Guðlaug
Guðjónsdóttir, Brautar-
landi 2, hér í Rvík. Eigin-
maður hennar er Einar G.
Gunnarsson málarameistari.
Þau eru að heiman í dag.
P A ára afinæli. í dag, 2.
ÖU mars, er sextugur Jón
Hjörleifsson rafvirki, Ara-
túni 19, Garðabæ. Kona
hans er Lilja Jónsdóttir. Þau
taka á móti gestum í Drang-
ey, Síðumúla, 35 í dag, af-
mælisdaginn, kl. 16-19.