Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
Stöð 2:
Bjarni Hafþór
verður frétta-
og dagskrár-
gerðarmaður á
Norðurlandi
BJARNI Hafþór Helgason hefur
tekið við starfi frétta- og dág-
skrárgerðarmanns Stöðvar 2 á
Norðurlandi. Bjarni Hafþór hef-
ur undanfarin ár verið sjónvarps-
stjóri Eyfirska sjónvarpsfélags-
ins og mun halda því áfram.
Bjarni Hafþór er viðskiptafræð-
ingur að mennt
og útskrifaðist
frá Háskóla ís-
lands árið 1983.
í október árið
1986 tók hann
við starfi sjón-
varpsstjóra hjá
Eyfírska sjón-
varpsfélaginu og varð einnig fram-
kvæmdastjóri Samvers hf. ásamt
Þórarni Ágústssyni. Jafnframt því
sem hann tekur nú við starfí frétta-
og dagskrárgerðarmanns Stöðvar 2
á Norðurlandi mun hann gegna
starfi sjónvarpsstjóra Eyfírska sjón-
varpsfélagsins, en Þórarinn Ágústs-
son verður framkvæmdastjóri Sam-
vers hf.
Eyfírska sjónvarpsfélagið verður
áfram með aðstöðu sína við Grund-
argötu 1 á Akureyri og leigir af
Samver tækni-, framleiðslu- og út-
sendingarþjónustu, en fyrst um sinn
verður skrifstofa Bjarna Hafþórs í
Hrísalundi 14a á Akureyri.
Um 300 með kvef
TÆPLEGA 300 manns þjáðust
af völdum kvefs og hálsbólgu í
síðasta mánuði, samkvæmt
skýrslu Heilsugæslustöðvarinnar
á Akureyri um smitsjúkdóma.
Magakveisa var skráð í 107 til-
fellum, en aðrir sjúkdómar voru
ekki skráðir í miklum mæli.
Strepptókokkahálsbólga var skráð
hjá 11 einstaklingum í síðasta mán-
uði, 8 fengu inflúensu og 8 lungna-
bóigu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fimm manna leiðangur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð hélt frá Akureyri að Skaga í gær, en þar
er ætlunin að taka kjarnasýni af vatnaseti á norðanverðum skaganum og er vonast til þess að úr
kjarnanum verði hægt að lesa upplýsingar um fornt veður- og gróðurfar og sjávarstöðubreytingar.
A myndinni eru Svante Bjork, á toppi bifreiðarinnar, Per Sandgren lengst til vinstri, Olafúr Ing-
ólfsson leiðangursstjóri og Christian Hjort, en á myndina vantar Þorstein Sæmundsson.
Leiðangur frá Háskólanum í Lundi:
Taka borkjarna afvatna-
seti í fyrsta sinn á Islandi
Vonast til að upplýsingar fáist um forn-
gróður- og veðurfar síðustu 10 þúsund ára
FIMM manna leiðangur lirá
Háskólanum í Lundi í Svíþjóð
hélt frá Akureyri og að Skaga
í gær, en þar mun hópurinn
dvelja við rannsóknir í tíu
daga. Ætlunin er að taka bor-
kjarna af vatnaseti á norðvest-
anverðum skaganum og er það
í fyrsta skipti sem það er gert
á Islandi. Vonast er til að unnt
verði að lesa úr kjarnanum
upplýsingar um fornt veður- og
gróðurfar og sjávarstöðubreyt-
ingar.
Halldór G. Pétursson jarðfræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
Norðurlands sagði að stofnunin
hefði aðstoðað við undirbúning
leiðangursins og væri þess vænst
að mikilsverðar upplýsingar varð-
andi jarðfræði og verðurfarsþróun
á Norðurlandi fengjust að aflokn-
um leiðangrinum. Hann sagði að
ástæða þess að Skagi hefði orðið
fyrir valinu væri sú að þar væru
aðstæður hentugar, en jöklar
gengu ekki yfír norðurhluta skag-
ans í lok síðasta jökulskeiðs.
Leiðangursstjóri er Dr. Ólafur
Ingólfsson, sem starfar við Há-
skólann í Lundi, en heimsskauta-
svæði eru hans rannsóknarsvið.
Auk hans taka þátt í leiðangrinum
þrír Svíar og einn íslendingur.
Leiðangurinn tekur tíu daga og
hefur hópurinn aðsetur á Skaga-
strönd. Ætlunin er að taka bor-
kjarna af vatnaseti á norðvestan-
verðum skaganum og sagði Hall-
dór að vonast væri til þess að úr
kjömunum mætti lesa upplýsing-
ar um fornt veður- og gróðurfar
og sjávarstöðubreytingar að
minnsta kosti síðustu tíu þúsund
ára og jafnvel allt til síðasta jökul-
skejðs.
Úrvinnsla gagna fer fram við
Háskólann í Lundi í Svíþjóð og á
íslandi, ef til þess fæst fjármagn.
Álver í Eyjafirði góður kostur:
Forsendur til að taka ákvörðun um stað-
setningn nýs álvers ekki nægilega góðar enn
- segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
„FORSENDUR til að taka ákvörðun um staðsetningu nýs álvers
mjög fljótlega tel ég ekki nægilega góðar ennþá,“ sagði Sigurður
P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, en
hann hefur undanfarna mánuði unnið á vegum félagsins að fram-
gangi þess að álver rísi í Eyjafirði. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann vilji láta taka
ákvörðun um staðsetningu nýs álvers sem fyrst. Sigurður telur aftur
á móti að ekki sé tímabært að taka ákvörðun um staðsetningu þess
á næstu vikum.
„Ég geri mér fyllilega ljóst að
iðnaðarráðherra er í vandasamri
stöðu við að fínna bestu úrlausnina
í þessu máli. Forsendur til að taka
þessa ákvörðun eru hins vegar ekki
nógu góðar ennþá,“ sagði Sigurður
P. Sigmundsson. Hann sagði að
enn lægi ekki fyrir samanburður
Markaðsskrifstofu Landsvirkjunar
og iðnaðarráðuneytis á stofnkostn-
aði miðað við mismunandi staðsetn-
ingu. Né heldur lægju fyrir niður-
stöður NILU, norsku loftgæðarann-
sóknarstofnunarinnar um mengun
og samanburður Byggðastofnunar
á áhrifum álvers á búsetu og vinnu-
markað miðað við mismunandi stað-
setningu.
„Ég tel að það þurfí að bíða eftir
þessum niðurstöðum. Einnig leyfí
ég mér að draga í efa að Alumax,
se’m gert er ráð fyrir að veiti Atl-
antal-samstarfínu forystu, sé tilbúið
að taka ákvörðun innan nokkurra
vikna. Fulltrúar þeirra eru væntan-
legir til landsins 11. mars næstkom-
andi og hafa hug á að líta á aðstæð-
ur í Eyjafírði 12. mars og þeir
þurfa tíma til að átta sig vel á
aðstæðum," sagði Sigurður.
Varðandi stofnkostnað, sem rætt
hefur verið um að sé nokkru hærri
í Evjafirði, en í Straumsvík, sagði
Sigurður að miðað við ákveðnar
forsendur væri ekki hægt að neita
að svo væri. Margir liðir væru hins
vegar háðir óvissu og mati, enn
lægi ekki fyrir hvort í Eyjafírði
þyrfti að vera vothreinsun, en ekki
í Straumsvík og þar væri um miklar
fjárhæðir að ræða. „Mat útlending-
anna kann að vera annað en okkar
t.d. varðandi áhættu vegna hafíss,
en ef við gefum okkur að útreikning-
ar leiði í ljós einhvern mun þá á
eftir að taka tillit til annarra þátta,
s.s. líklegra ókosta vegna nágrennis
við Isal, stöðugleika vinnuafls í
Eyjafírði og viðhorfs fólks. Ég held
að munurinn geti orðið lítill þegar
búið er að taka tillit til allra þátta,
en það er hlutverk Atlantal-hópsins
að meta þetta endanlega."
Sigurður sagði að vissulega hefði
Straumsvík náð ákveðnu forskoti í
skjóli samnings fyrrverandi iðnað-
arráðherra við Atlantal-hópinn, eins
og hann var skipaður, þar sem
kveðið var á um að ekki mætti
ræða við aðra aðila um staðsetningu
fyrr en eftir 31. desember síðastlið-
inn. Nýtt álver væri annað mál en
stækkun ísal og menn yrðu að gefa
sér tíma til að athuga aðra kosti
en Straumsvík og með tilkomu
Alumax hefði staðsetningin orðið
opnari.
„Ég er viss um að nýtt 200 þús-
und tonna álver á suðvesturhorninu
hefði stórkostlega byggðaröskun í
för með sér og það verða ráðamenn
að gera sér ljóst. Ef stjórnvöld fá
einhveiju ráðið um staðsetningu ál-
vers, ef það þá kemur, verða þau
að beita áhrifum sínum í þá átt að
þjóðarhagsmunir verði sem best
tryggðir. Ég get ekki séð að það
verði með öðrum hætti en að stuðla
að uppbyggingu á landsbyggðinni.
Það þarf að byggja upp mótvægi
við höfuðborgarsvæðið þannig að
fólk geti í framtíðinni valið um bú-
setu í landinu. Það bendir margt
til þess að Eyjafjþrður sé góður
kostur fyrir álver. Ég treysti því að
ráðamenn komist að þeirri niður-
stöðu og komi þeim upplýsingum á
framfæri við stóriðjufyrirtækin. Ég
hef enga ástæðu til að ætla annað
en að iðnaðarráðherra og stjómvöld
vinni þetta mál þannig að það verði
þjóðarheildinni til hagsbóta," sagði
Sigurður.....»....................
Stofnfundur
Nordklúbbs
Stofiifúndur Nordklúbbsins,
æskulýðsdeildar innan Norræna
félagsins, verður haldinn laugar-
daginn 3. mars nk. í fundarsal
Norræna hússins kl. 16.
Markmið klúbbsins er að stuðla að
tengslum ungs fólks á Norðurlönd-
um, til dæmis með ódýrum hópferð-
um innan lands og utan, tungu-
málanámskeiðum, þátttöku í sum-
arstarfi Nordjobb og samnorrænum
mótum sambærilegra klúbba á
Norðurlöndum.
■ FERÐA FÉLA O- íslands og
Ferðafélagið Útivist standa fyrir
heilsúgöngum um aðalútivistarsvæði
höfuðborgarinnar í tengslum við
Heilsudaga í Kringlunni í dag,
laugardaginn 3. mars, kl. 13. Hægt
verður að_ velja um tvær stuttar
göngur, Öskjuhlíðarhringinn og
Fossvogsdalshringinn. Báðar eru
þessar göngur um svæði sem eru
að hluta til ennþá í meira en 500
metra fjarlægð frá miklum umferð-
argötum. Á þessum gönguleiðum er
mikið af merkilegum minjum sem
bent verður á. Lagt verður af stað
í göngurnar frá Kringlunni við
Myllu-anddyrið gegnt Borgarleik-
húsinu kl. 13 og komið til baka um
kl. 15. Hægt er að stytta gönguna.
Þetta verða göngur við allra hæfi.
Ekkert þátttökugjald.
■ SAMTÖK fiskvinnslustöðva
efna til ráðstefnu um aukningu
vinnsluvirðis í sjávarútvegi að Hótel
Sögu, A-sal, í dag, föstudaginn 2.
mars kl. 12. Frummælendur: Dr.
Alda Möller, matvælafræðingur,
Dr. Sigurður Bogason, matvæla-
fræðingur, Guðbrandur Sigurðs-
son, matvælafræðingur, Helgi
Geirharðsson, vélaverkfræðingur,
Sigurjón Arason, efnaverkfræð-
ingur, Jóhann Antonsson, viðskipt-
afræðingur og Örn D. Jónsson,
skipulagsfræðingur. Að erindunum
loknum verða pallborðsumræður
þar sem framsögumenn sitja fyrir
svörum. Ráðstefnustjóri verður Dr.
Ágúst Einarsson, varaformaður
SF. Ráðstefnan er öllum opin, þát-
tökugjald er kr. 1.500 og hádegis-
verður innifalinn.
■ LAGNAFÉLAG íslands heldur
tæknisýningu í Kristalssal Hótel
Loftleiða á laugardag. í ráðstefnu-
sal hótelsins verður haldinn fræðslu-
fundur, sem hefst klukkan 13.
Tæknisýningin verður opnuð klukk-
an 10 á laugardagsmorgun af form-
anni Lagnafélags Islands, Jóni
Sigurjónssyni verkfræðingi, ásamt
Hugrúnu Lindu Pétursdóttur,
fegurðardrottningu íslands. Á sýn-
ingunni kynna ýmsar stofnanir og
fyrirtæki starfsemi sína. Sýningin
verður opin til klukkan 18. Á
fræðslufundinum verður fjallað um
viðhald og rekstur loftræsti- og hita-
kerfa. Fundurinn og sýningin er
öllum opinn.
■ ANNAÐ ráð ITC á íslandi
mun halda ráðsfundi í Gaflinum
í Hafnarfirði laugardaginn 3.
mars og sunnudaginn 4. mars og
hefjast báðir fundirnir kl. 10.15.
Yfirskrift fundarins á laugardag-
inn verður Þjálfun og samstarf er
lykill að árangri. Á dagskrá er árleg
ræðukeppni milli deilda ráðsins, en
eftir hádegi mun Kristbjörg
Þórðardóttir, skólastjóri Sjúkralið-
askóla íslands, halda fyrirlestur um
slys á börnum á grunnskólaaldri.
Yfírskrift fundarins á á sunnudag
er Sterkur er sá sem stefnir hátt.
Þá verður kosin ný stjóm ráðsins
fyrir næsta starfsár, Guðrún Lilja
Norðdahl veitir fræðslu um kapp-
ræður, og Páll Eiríksson geðlæknir
mun halda fyrirlestur um sorg og
sorgarviðbrögð.
■ J KVÖLD verður haldið uppá
12 ára afmæli skemmtistaðarins
Hollywood og af því tilefni verður
mikið um dýrðir. Ungfrú Holly-
wood, sólarstúlka Úrvals, ljós-
myndafyrirsæta Samúels ásamt
stúlkunum sem kepptu til úrslita
um titilinn fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar verða sérstakir gestir
kvöldsins. (Fréttatilkynning)