Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 02.03.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 „LÚtta /rjig [/ittx. e.f þú þarft e. 'mhi/ern. ■íi/na. cc góéum verjanc/cL c*é ha/a/a..'' Ast er ... ... að sýna viðkvæmni. TM Reg. U.S. Pat Otf —all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Blekkingar varðandi íslenskan landbúnað Til Velvakanda. Flestir munu nú orðnir hundleið- ir á ýkjum af ágæti íslensks dilka- kjöts ásamt fleiri staðleysum varð- andi íslenskan landbúnað. Margir útlendingar, sem dvalist hafa lang- dvölum hér á landi, eru furðu lostn- ir að heyra og sjá menn upptendr- aða með fjálglegum ásjónum veg- sama íslenskt dilkakjöt sem hið besta í heimi, líkt og þegar hálf- sturlaðir ofstækismenn vitna á samkundum svæsnustu sértrúar- söfnuða. Hér fer landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar. Mætti nefna margar fullyrðingar hans í þessum efnum svo sem: l)Að íslenskt dilkakjöt sé „há- gæðavara", hið besta í heimi. Staðreynd er hins vegar sú, að þetta kjöt er skráð nr. 2, ekki nr. 1, á heimsmarkaði kindakjöts, þ.e. í London (ástralskt og argentínskt nr. 3 og 4, enda kindur hafðar til ullar í þeim löndum). En nýsjá- lenskt kjöt er skráð nr. 1. Þetta hlýtur Steingrímur að vita þar sem hann hefur dvalist á Nýja-Sjálandi. Meðal þróaðra þjóða er neysla kindakjöts sáralítil, ekki nema nokkur prósent af heildarneyslu allra kjöttegunda. Hér eru Bretar þó undantekning, enda hafa þeir lengi flutt inn hræódýrt kjöt frá Nýja-Sjálandi, því að þar gengur sauðfé sjálfala (án hormóna). En sökum fijósemi landsins þarf hver skepna mörgum sinnum minna land en á íslandi. 2) Önnur fullyrðing Steingríms: ef framleiðsla kindakjöts legðist af á íslandi, þá yrði flutt inn „hormónakjöt“. Staðreynd er hins vegar sú að flutt yrði inn kjöt frá Nýja-Sjálandi, enda best og ódýr- ast og með öllu laust við hormóna. Þetta hlýtur Steingrímur einnig að vita. 3) Steingrímur virðist telja litlu skipta þótt menn séu skattlagðir, jafnvel um milljarða, til að halda úti landbúnaði með núverandi sniði (þessi útgjöld í ár nema á 8. millj- arð) þar sem landbúnaður sé svo mikil uppspretta verðmæta og atvinnu. En jafnvel hin fáránle- gustu og óarðbærustu fyrirtæki skapa reyndar atvinnu, oft því meiri (um stundar sakir) sem til þeirra var stofnað af minna viti og fyrirhyggju. 4) Fjórða blekking. Steingrímur segir að ríkið hafi tekjur af land- búnaði (og vill þar með réttlæta þá milljarða sem það sóar í þágu hans). En hefur ríkið ekki tekjur af allri framleiðslu og öllum rekstri, einnig af þeim sem það hefur engan kostnað af (en ekki margra milljarða útgjöld) eins og t.d. framleiðslu iðnfyrirtækja? Hér reynir Steingrímur að lauma að mönnum enn einni lævíslegri blekkingu í þokkabót. 5) Steingrímur ræddi landbún- aðarmál í Þjóðarsálinni á rás 2, hinn 18. janúar. Hann talaði sjálfur mest allan tímann af miklum móði sem kominn væri hann á framboðs- fund. Þeir fáu sem hringdu voru honum undarlega — jafnvel grun- samlega — sammála. Hann sagði m.a. eitthvað á þessa leið: „Ef landbúnaðarafurðir yrðu fluttar inn, ylli það atvinnuleysi fjölda fólks, þar á meðal þúsunda Reyk- víkinga,“. og virtist sem kenndi klökkva í rödd hans. Hér til hefur hann nú sýnt okkur sem byggjum syðri hluta þessa lands heldur hlá- lega samúð — fremur vilja íþyngja okkur með sköttum í þágu annarra. Steingrímur segir að fjöldi fólks myndi missa atvinnu sína, ef flutt- ar yrðu inn landbúnaðarafurðir. Hér sannast hið fomkveðna að oft má ljúga með þögninni einni saman; ef fluttar yrðu inn land- búnaðarafurðir myndi slíkt skapa fjölda nýrra starfa við aðflutning, uppskipun, dreifingu og verslun með þessar vörur í stað fyrri starfa sem féllu þá niður. Um þessa staðreynd steinþegir Steingrímur vísast gegn betri vit- und. Steingrímur flutti okkar hrelldu þjóðarsál þau gleðitíðindi að brátt, já, fyrr en varði, myndi útlending- um loksins lærast að meta besta kjöt í heimi. Undarlegt hvað t.d. Bretar eru seinir að þekkja sinn vitjunartíma. En þar í landi hefur íslenskt dilkakjöt verið á boðstólum frá því löngu fyrir stríð. Sem sagt, útlendingar myndu brátt vakna upp af sínu langa sinnuleysi líkt og augu heiðingja upplukust forðum fyrir fagnaðar- boðskap Nýja testamentisins eftir aldalangan svefn í villu og svíma. Mátti helst skilja á Steingrimi Sigfússyni að brátt myndu útlend- ingar bítast sem ólmlegast um hvern bita af íslensku dilkakjöti er þeim byðist. Hundleiður Víkveiji skrifar Merkilegt hefur verið að fylgj- ast með þingi Norðurlanda- ráðs í Háskólabíói. Það er engum vafa undirorpið, að ráðið er í nokk- uri tilvistarkreppu um þessar mundir. Þegar til samstarfs Norð- urlandaþjóðanna var stofnað á sínum tíma biðu mörg mál úr- lausnar. Aratuga starf á þessum vettvangi hefur skilað íslandi ómetanlegum árangri. Æskilegt er að þetta nána samstarf Norður- landanna haldi áfram þótt í breyttri mynd verði. XXX Ekkert sjónvarpsefni sameinar landsmenn eins vel fyrir framan sjónvarpstækin og leikir íslenzka handknattleikslandsliðs- ins. Nú stendur yfir ein slík lota, Heimsmeistarakeppnin í Tékkó- slóvakíu. Flestir landsliðsmenn íslands hafa staðið í eldlínunni í áratug eða svo og þeir eru því orðnir nokkurs konar heimilisvinir íslendinga. Líklega gera menn sér almennt ekki grein fyrir því hver hart þess- ir piltar hafa lagt að sér við æfing- ar og keppni í gegnum árin. Það er algengt að þeir æfi 5-6 sinnum á viku fyrir stórmót eins og það sem nú stendur yfir. Þeir leik- menn, sem mesta reynslu hafa, eru með tæplega 250 landsleiki að baki. Það þýðir með öðrum orðum að þeir hafa hlustað á þjóð- sönginn okkar jafnoft. Hann tekur nær tvær mínútur í flutningi, svo þeir hafa hlustað á þjóðsönginn í einar 7-8 klukkustundir samtals! Og hver leikur stendur yfir í eina klukkstund, svo þeir hafa verið í eldlínunni í 10 sólarhringa sam- tals. XXX Snjórinn hefur gert fæðuleit smáfuglanna erfiða og þeir hafa hópazt til byggða. Víkveiji vill hvetja alla landsmenn til að vera duglegir að gefa smáfuglun- um. xxx egar skrifað var undir kjara- samninga á almennum vinnu- markaði á dögunum var það tákn- rænt fyrir þátttöku bænda í því víðtæka samkomulagi sem tekist hafði að formaður Stéttarsam- bands bænda sat á milli Einars Odds og Ásmundar. Bændur tóku / þarna á sig ákveðna kjaraskerð- ingu í þeim tilgangi að liðka fyrir sölu á afurðunum. Það rifjaðist upp fyrir Víkverja að fyrir þremur og hálfu ári komu forystumenn Landssamtaka sauðfjárbænda fram með hliðstæðar tillögur. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Hvanneyri í júní 1986 Iögðu þeir til að það yrði kannað hvernig ná mætti verulegri lækkun á kindakjöts- verði til neytenda, þannig að allir gæfu eftir af sínu, bændur og vinnslu- og dreifingaraðilar. Mikið fjaðrafok varð á fundinum vegna .tillögu sauðfjárbænda og var henni stungið undir stól og mátti ( helst ekki sjást. Komið hefur opin- berlega fram að forystumenn sauðfjárbænda misstu traust ( margra bænda vegna þessa til- löguflutnings og voru í tvö ár að vinna það aftur. Nú er önnur for- ( ysta hjá Stéttarsambandi bænda og áherslurnar greinilega breytt- ar. Er það vel. Þetta framtak for- ystunnar virðist líka njóta víðtæks stuðnings í bændastéttinni þannig að hugarfarsbreytingin er þar líka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.