Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
136
*-----------
■ Kveðjuorð:
Guðmundur Daníels-
son rithöfiindur
Fæddur 4. október 1910
Dáinn 6. febrúar 1990
Penni sem hefur verið á fieygi-
ferð um ótal auð blöð í hartnær sex
áratugi, iðinn við að fylla þau hug-
myndaflugi, frásagnarlist og mann-
þekkingu Guðmundar Daníelsson-
ar, hefur tekið sér hvíld.
Dauðinn, sem hann gerði sér
þegar merkilega frumlegar hug-
myndir um, er hann lék sér sem
smaladrengur við Pyttinn botnlausa
á Fenjamýrinni í grænu sveitinni
sinni, austur í Holtum, hefur sett
lokapunktinn. Löngum og erilsöm-
um vinnudegi er lokið, og hann
sjálfur horfinn bak við næturfjöllin,
eins og hann lýsir endalokum bróð-
ur síns Húna í samnefndri skáld-
sögu.
Um Guðmund mætti segja að
skáldskapurinn var allt hans líf, og
allt hans líf varð að skáldskap. Svo
samofnir hafa þessir þættir verið,
- að vart verður þar greint á milli.
Dagur sem leið án þess að hann
gæti skrifað eitthvað — eða í það
minnsta glímt við efni sem átti í
fyllingu tímans að komast á blað —
var í hans huga ónýtur dagur. Hann
lét oft þau orð falla í alvörublöndnu
gríni, að það væri árátta hjá sér
að skrifa, — að fólk með þessa til-
hneigingu væri haldið sérstakri teg-
und geðbilunar, sem væri ólæknan-
leg. Hvað sem öllu líður, þá var
þetta árátta sem varð íjölmennum
lesendahópi hans til mikillar
ánægju, fróðleiks og yndisauka, svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Ekki skal hér rakinn ævi — og
starfsferill Guðmundar Daníelsson-
ar. Það verða örugglega mér fróð-
ari og færari menn til þess. Það
litla sem ég get þar hugsanlega
bætt við, byggist í fyrsta lagi á því
að vera utanaðkomandi, sá sem
metur kannski manninn og verk
hans frá aðeins öðrum sjónarhóli
en landinn, en í öðru lagi á persónu-
legum kynnum, sem þróuðust eftir
því sem árin liðu í nánari vináttu
og tengsl við hann og fjölskyldu
hans. Um fyrrnefnda atriðið er í
stuttu máli að segja, að ég myndi
telja sérhverri þjóð til sóma — jafn-
vel annálaðri bókmenntaþjóð eins
og þeirri íslensku — að mega telja
skáldjöfur á borð við Guðmund
Daníelsson meðal sona sinna.
Það vekur furðu hjá þeim sem
skoðar úr fjarlægð þann grátbros-
lega klíkuskap, byggðan á löngu
úreltri stefnutogstreitu, sem virðist
ráða því hveijir eru „í náðinni“
meðal íslenskra skálda. Þegar sem
verst lætur, er gripið til þess ráðs
að láta eins og rithöfundur, sem
hefur á undanförnum sex áratugum
skilað frá sér að meðaltali bók á
ári hverju, hafi hvergi verið til. Það
gerðist nú fyrir skemmstu þegar
sjálft menningarmálaráðuneytið
gaf út rit, ætlað til þess að kynna
íslenskar bókmenntir erlendis. Sem
betur fer hefur almenningur á ís-
landi sýnt meiri dómgreind en sum-
ir þeirra sem hyggjast skipa önd-
vegi í menningarmálum þjóðarinn-
ar.
Hvað sem því líður, munu verk
hans lifa um ókomna framtíð. Kynni
okkar Guðmundar hófust fyrir um
tuttugu árum, þegar ég lagði í það
tvísýna verkefni að þýða á norsku
skáldsögu hans, Son minn Sinfjötla.
Ekki verður annað sagt en að ég
hafi gengið að því verki með ótta-
blandinni virðingu, og ekki skal því
neitað að það reyndist erfítt viður-
eignar, en jafnframt svo heillandi
að það kom aldrei til greina að
gefast upp. Þá réð þar auðvitað líka
miklu hvað Guðmundur tók því vel
að „nafnlaus" Norðmaður skyldi
reyna að fást við eitt meginverka
hans.
Það varð mér ómetanleg hvatn-
ing og reynsla, eins og reyndar allt
okkar samstarf þaðan af. Það er
óneitanlega mikilvægt fyrir þann
sem fæsti við að þýða fagurbók-
menntir, að kynnast höfundi verks-
ins eins náið og raunin varð með
okkur Guðmund. Enda höfum við
saman farið rækilega ofan í kjölinn
á sérhveiju verki hans, sem ég kom
nálægt, en að því leyti sem árangur-
inn kann að hafa orðið sæmilegur,
þakka ég það ekki síst þolinmæði
hans, ósvikinni fagmennsku og
reynslu á hálli braut listarinnar,
sem ég gat með þessu móti notið
góðs af.
Margar minningar vakna þegar
maður er að bisa við að setja sam-
an fáein orð, sem maður gerir sér
fyllilega grein fyrir að verði allt of
fátækleg túlkun á því sem hrærist
í huganum, þegar maður stendur
allt í einu andspænis þeirri stað-
reynd, að komið er að sögulokum
sögumeistarans mikla. Ég minnist
ótal stunda í vinnustofu hans þegar
við sökktum okkur niður í sameigin-
leg áhugamál, ræddum um bækur
og höfunda, heimsmál og einka-
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts
RÓSU KEMP KONRÁÐSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki
á Hrafnistu fyrir alúðlega umönnun
gegnum árin.
Ida Jensen,
Rósa isaksdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR HELGASON,
fyrrverandi pfpulagningamaður,
Akraseli 18,
Reykjavi'k,
sem andaðist 26. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju í dag, föstu-
daginn 2. mars, kl. 10.30.
Ástrós Guðmundsdóttir,
Eygló Guðmundsdóttir,
Magnea Guðmundsdóttir.
Helgi Magnússon,
Ágústa Magnúsdóttir,
Páll Björgvinsson,
Bragi Kristinsson,
Guðmundur Si'monarson,
Guðrún Björnsdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mál. Það fer ekki á milli mála að
oftast var það hann sem jós af
óþijótandi viskubrunni sínum, en
jafnframt var hann þeim hæfileika
gæddur að láta ekki viðmælanda
sinn finna fyrir því að hann hefði
kannski fátt til brunns að bera þeg-
ar kafað var sem dýpst í mannlegt
sálarlíf.
Um þessar mundir er ég að ljúka
við að lesa síðustu bók hans —
Óskin er hættuleg — sem kom út
á síðastliðnu hausti. Hvergi sjást
þar merki hnignandi andagiftar né
hæfileika, — stíllinn leiftrandi af
kímni, sem gerir jafnvel hvers-
dagslegustu viðburði fertugasta
æviárs hans að áhugaverðu lesefni.
Ef það er ekki list, þá er list ekki til.
Mér finnst gott til þess að hugsa
að Guðmundi auðnaðist að halda
uppteknum hætti; að vera árviss
eins og jólin með nýja bók alveg
fram á síðustu stundu.
Við ráðum ekki endalokum okkar
frekar en tilkomu, en það er sann-
færing mín, að ef hann hefði ein-
hveiju getað ráðið í þessu, þá hefði
hann einmitt kosið að hafa það
svona.
Ég kveð elskulegan tengdaföður,
vin og leiðbeinanda, og þakka hon-
um samfylgdina liðin ár, og allar
þær góðu minningar sem munu lifa
áfram í verkum hans, og í huga
okkar sem áttum því láni að fagna
að vera í hópi hans nánustu; Ég
lýsi friði yfir minningu hans og
votta Sigríði, Iðunni, Heimi, Arn-
heiði og fjölskyldunni allri, innilega
samúð mína.
Brattvog,
Ásbjörn Hildremyr
Kristrún ÓlöfBene-
diktsdóttir
Fædd 26. maí 1928
Dáin 23. febrúar 1990
í dag kveðjum við Kristrúnu
Ólöfu Benediktsdóttur, frænku
mína. Hún fæddist 26. maí 1928 í
Hnífsdal við ísafjörð. Foreldrar
hennar voru Solveig Sigþrúður
Magnúsdóttir frá Þiðriksvöllum í
Strandasýslu, og Benedikt Rósi Sig-
urðsson sjómaður frá Nesi við
Grunnavík. Systkinin voru fimm.
Elstur var Kristinn Aðalsteinn, sem
dó ungur. Næst voru tvíburarnir
Kristrún Ólöf og Jón Magnús. Jón
lést snögglega 24. febrúar 1988.
Þar næst var Jóhannes Steingrím-
ur. Og yngstur var Gunnar. Ég man
glöggt er ég fyrst kom á heimili
Solveigar móðursystur minnar í
Hnífsdal. Það var yndislegur vor-
morgun í maí. Við Guðrún systir
mín fórum með skipi til ísafjarðar
og gengum hlíðina út í Hnífsdal.
Þá var ég 12 ára og full af til-
hlökkun og eftirvæntingu. Við vor-
um að sækja ömmu okkar, Guðrúnu
Ormsdóttur, sem hafði verið hjá
Solveigu dóttur sinni, en ætlaði nú
að flytjast til móður okkar, Elínar
Guðrúnar. Er við komum til
Hnífsdal þennan yndislega vor-
morgun, sáum við tvö lítil systkin
svo sæl og glöð, vera að leika sér
við að fleyta bátum við litla tjörn.
Þetta voru þau systkinin Kristrún
og Jón. Og þessi fagra mynd býr
enn svo skýr í huga mínum. Er við
komum heim til Solveigar var hún
ekki inni. En amma mín sat með
lítinn dreng í fangi sér og raulaði
sálm við þetta fallega barn sem hún
elskaði svo heitt, og bað alltaf Guð
að blessa og gæta hans um eilífð.
Því hún vissi að í varðveislu Guðs
væri honum óhætt, ef hann fylgdi
Jesú allar ævistundir. Þetta var
Johannes Steingrímur. Fljótt kom
svo Solveig heim. Og þar urðu fagn-
aðarfundir. Seinna flutti svo ijöl-
skylda Solveigar suður til Reykja-
víkur. Og þá var ég oft daglegur
gestur hjá minni elskulegu frænku,
sem alltaf reyndist mér svo vel.
Hún vildi alltaf gleðja og gefa. Ég
mun aldrei gleyma kærleika henn-
ar, sem var svo góð. Guð blessi
hana og allt hennar fólk um eilífð.
— Minning
Fyrir stuttu síðan flutti Kristrún
frænka mín í nýtt húsnæði á Haga-
mel 51. Þá var ég hjá henni dag-
part er hún var að koma sér fyrir
í íbúðinni og vorum við þá að tala
um andleg mál og það sem til-
heyrir eilífðinni. Þá sagði hún mér
að hún tryði á Jesúm Krist sem
Guðs eingetinn son. Og hún vissi
sér ekkert annað til sáluhjálpar en
Hans náð og fórnardauða. Það
stendur í Heilagri ritningu, Biblí-
unni; „Því svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf sinn eingetinn son, til
þess að hver sem á hann trúir, glat-
ist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh.
3. 16. Því trúi ég nú að mín kæra
frænka sé komin heim til Guðs í
himininn, þar sem er eilíf sæla.
Engin sorg. Enginn sjúkdómur eða
neyð. Og þar sem hún fær að vera
í nálægð Jesú um alla.eilífð. Og þar
sem dýrðarljómi Drottins skín. Því
þurfum við nú ekki að syrgja eins
og þeir sem ekki eiga von. Því við
eigum von um eilíft líf fyrir upprisu
Jesú Krists frá dauðum, svo nú eig-
um við lifandi upprisinn frelsara.
Guði sé lof fyrir sína óumræðilegu
gjöf.
Svo bið ég Guð að blessa og
styrkja alla hennar ástvini, og skrifa
nöfnin þeirra allra í Lífsins bókina
á himnum, svo þeir megi eiga sæti
í Himinhæðum svo sem heyrandi
Kristi Jesú til.
Anna G. Jónsdóttir
Guðmundur Helgu
son — Minning
Fæddur 20. maí 1920
Dáinn 26. febrúar 1990
Það vorar seint í ár. Tengdafaðir
minn og mikili vinur, Guðmundur
Helgason, lést að morgni síðastlið-
ins mánudags á Vífilsstaðaspítala.
Mansi, eins og við fjölskylda hans
og vinir kölluðum hann ávallt, var
giftur Helgu Svövu Viggósdóttur
og þjuggu þau mestan sinn búskap
að Asgarði hér í Reykjavík.
Ég kynntist þeim hjónum vorið
1972 er ég flutti inn á heimili þeirra
og mér var tekið hlýjum og opnum
örmum eins og öilum þeim er heim-
sóttu þau, hvort sem var til styttri
eða lengri dvalar. Svava lést 23.
desember 1986 og átti Mansi þá
sárt um að binda og aldrei náði
hann sér eftir missi eiginkonu
sinnar. En margar eru gleðistund-
irnar sem Mansi hefur veitt mér
og fjölskyldu minni sem og fleirum.
Mansi var hrókur alls fagnaðar er
við sátum saman og spjölluðum um
daginn og veginn og alltaf kom að
því að gömlu dagarnir rifjuðust upp
og gömlu prakkarastrikin komu
manni til að veltast um af hlátri
og aldrei skorti sögurnar.
Mansi var hjálpfús og hjartahlýr
og alltaf var hann boðinn og búinn
ef bjátaði á eða hjálparhönd þurfti
á að halda. Ekki var Mansi vanur
að kvarta og ekki heyrði ég hann
kvarta á banalegu sinni á Vífils-
staðaspítala, þó að hann vissi hvert
stefndi og sáttur var hann við Guð
og menn. Fáir njóta þeirra forrétt-
inda eins og ég fékk er ég kynntist
honum. Hann bjó nú síðustu árin
hjá dóttur sinni Astrósu og tengda-
syni Páli Björgvinssyni og ber að
þakka þeim og börnum þeirra þá
miklu alúð og góðsemi sem þau
sýndu Mansa, eins ber að þakka
barnabarni hans, Ólöfu Helgadótt-
ur, fyrir hennar hjálparhönd og
óeigingirni er afí hennar, hann
Mansi, þurfti á að halda. Ég og fjöl-
skylda mín kveðja hann með mikl-
um trega en ég veit að höfuðsmiður
himins og jarðar tekur honum eins
ogGuðmundurtók mérvorið 1972.
Guðmundur Símonarson
Þær eru margar hugljúfar minn-
ingarnar sem sækja á hugann og
söknuðurinn er sár nú þegar ég
kveð elskulegan tengdaföður minn,
Guðmund Helgason. Hann var
drengur góður í orðsins fyllstu
merkingu. Það var fyrir tuttugu og
tveimur árum að kynni okkar hóf-
ust og hefur aldrei borið skugga á
þau. Reyndist hann mér eins og
besti faðir og vinur og drengjunum
mínum var hann góður afi, enda
mjög barngóður og einstakur fjöl-
skyldumaður. Eiginkonu sína,
Svövu Viggósdóttur, missti hann
árið 1986 og var það honum sár
missir. í mörg ár unnum við saman
við pípulagnir og voru þeir tímar
mér mjög lærdómsríkir, því vinnu-
semi, trúmennska og stundvísi var
hans aðal. Dugnaður hans, kjarkur
og æðruleysi sem einkenndu hann
alla tíð, komu ekki síst í ljós í erfið-
um veikindum síðustu mánuði. Var
hann mjög þakklátur öllum þeim
sem um hann önnuðust.
Þessi kveðjuorð mín ná. skammt
til að lýsa tengdaföður mínum en
að lokum vil ég þakka honum sam-
fylgdina. Söknuður minn og fjöl-
skyldu minnar er sár, en megi minn-
ing um góðan mann lifa í hjörtum
ástvina hans.
Vort traust er allt á einum þér,
vor ástarfaðir mildi.
Þín náð og miskunn eilíf er,
það alla hugga skyldi.
(P. Jónsson)
Páll Björgvinsson