Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 38

Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTÍR FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN MSa90ÉSSfí ■ ALFREÐ Gíslason var kjörinn besti maður Islands í gær og hlaut m.a. ísexi í verðlaun, samskonar og Bjarki eftir fyrsta leikinn. ■ RICARDO Marin var útnefnd- ur bestur hjá Spánverjum og kom það mörgum á óvart því Rico mark- vörður var maðurinn á bak við sig- urinn. ■ GUÐMUNDUR Guðmunds- son var tekinn í þvagprufu eftir leikinn, en prufa úr einum leik- manni hvors liðs er tekin í leikhléi og eftir leik. Geir Sveinsson lenti í úrtakinu í fyrsta leiknum. ■ FYRIR leikina eru leikmenn og þjálfarar liðanna kynntir, eins og tíðkast víða. Það hefur vakið at- hygli að þegar þjálfari Islands hef- ur verið nefndur þá hefur í bæði skiptin verið sagt Guðjón Guð- munndsson. Astæðan mun vera sú að á leikskýrslu er nafn hans rifað efst þeirra sem sitja á bekknum. B BJARNI Felixson, íþróttaf- réttamaður Sjónvarps, var sam- bandslaus við Island í hálfleik. Það kom þó ekki að sök því samband var komið á aftur þegar seinni hálf- leikur hófst. Ekki gekk eins vel hjá Rás 2 á leik íslands og Kúbu. Þá var sagt að símalína hefði ekki fengist frá Frankfurt til Zlin og komst Samúel Örn Erlingsson ekki „í loftið" fyrr en tólf mín. voru liðnar af leiknum. ■ KÚBUMENN léku ekki með auglýsingu á búningum sínum í leiknum gegn Júgóslövum í gær. Þeir höfðu betur í baráttunni varð- andi Opel auglýsinguna, en urðu að lúta í lægra haldi gegn heims- meisturunum. ■ VESELIN Vujovic sýndi sínar réttu hliðar gegn Kúbu og var kjör- inn bestu leikmaður Júgóslavíu. Aldursforseti Kúbu, hinn síungi 34 ára Neninger var hins vegar valinn bestur í tapliðinu. ■ FARARSTJÓRN HSÍ er að reyna að fá opinberar upptökur af öllum leikjum í keppninni. Helst vilja þeir fá upptökurnar daginn eftir leik og gangi það eftir þurfa þeir ekki að senda upptökumenn til Zilina, þar sem D-riðillinn fer fram, á morgun. ■ TEKKNESKI sendifulltrúinn á íslandi, George Zeman, ætlar að fara í skoðunarferð með þá sem vilja úr íslenska hópnum í dag og verður m.a. skoðuð verksmiðja þar sem framleiddar eru krystalvörur. 25% reglan SVOKÖLLUÐ 25% regla gildir í undanriðlum heimsmeistarakeppn- innar eins og venjulega. Hún er þannig að nái eitthvert lið ekki 25% stiga, þ.e.a.s 2 stigum, teljast úrslit hinna liðanna gegn því ekki þegar í milliriðil kemur; liðin sem fara áfram taka því ekki með sér stigin úr leiknum gegn umræddu liði og markamunurinn fylgir ekki heldur. Leikimir þurrkast því út — og verð- ur að reikna með því að svo fari með leiki Kúbumanna í C-riðli. Líklegt er að Spánvetjar nái að sigra þá á morgun. Því má bæta við að þegar í milli- riðil kemur gildir 25% reglan ekki lengur. Verði tvö lið jöfn í honum gildir markahlutfail úr innbyrðis viðureign liðanna. Hafi þau hins vegar skilið jöfn gildir markahlut- fall þeirra í heild. Sé enn jafnt kom- ið á með þeim gilda fleiri skoruð mörk. Sé staðan sú að bæði hafi skorað jafn mörg mörk skai varpa hlutkesti tii að fá úr því skorið, hvort liðið telst ofar! „Besti leikur- inn í ríðlinum“ - sagði Bogdan Kowalczyk eftir tapið í gær „ÞETTA var mjög góður leikur, besti leikurinn í okkar riðli til þessa," sagði Bogdan Kowalc- zyk við Morgunblaðið eftir tap- ið gegn Spánverjum í gærvöldi. Bogdan sagði að áætlunin hefði gengið út á að sigra Spánveija. „Við áttum alltaf möguleika en fórum illa að ráði okkar er við töp- uðum niður tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Sigurinn gat lent hvorum megin sem var en við vorum lánlausir og dómararnir voru hlið- hollir Spánveijum. Þetta var 100% vítakast í lokin.“ Bogdan sagði að Spánveijarnir væru með mjög gott lið og úrslitin í þessum leik eins og öðrum í keppninni sýndu að allt getur gerst. „En markvörður þeirra vann leikinn — hann bjargaði hvað eftir annað.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að vinnan héldi áfram en leikurinn gegn Júgóslövum yrði erfiður. Hann hefði sætt sig við eitt stig gegn Spáni, en nú kæmi ekkert nema sigur til greina á laugardag þó svo hann teldi ekki lýkur á að Kúba ynni Spán. „Keppnin heldur áfram, þetta er rétt að byija.“ Hef mikla trú á íslendingum - gegnJúgóslövum, sagði Javier Garcia þjálfari Spánverja „VIÐ erum í mjög þægilegri aðstöðu með fjögur stig og síðasti leikur okkar í riðlinum skiptir okkur kannski ekki neinu máli. Ég á eftir að gera upp hug minn en það er sennilegt að ég hvíli nokkra lykilmenn fyrir átökin í milliriðlinum,'1 sagði Javier Garcia þjálfari Spánar við Morgunblaðið eftir leikinn. Þ jálfarinn sagði að leikurinn í gær hefði verið mjög góður, mikil barátta og skemmtileg keppni. „En heppnin var með okk- ur. Það er alltaf gaman að leika gegn íslandi og það er viss heið- ur. Leikmennirnir eru bæði heið- ursmenn og miklir íþróttamenn. Og ég hef mikla trú á þeim gegn Júgóslövum. íslenska liðið er í betri líkamlegri æfingu, leikmenn- irnir eru hraðari og þeir eru sam- hæfðari." Spánveijar hafa unnið tvo fyrstu leikina með einu marki og sagðist þjálfarinn vera mjög án- ægður með þann árangur. „Við erum afslappaðir en ætlum okkur langt. Vörnin hjá okkur var ekki góð í fyrri hálfleik gegn Júgó- slavíu en stóð sig mun betur allan leikinn gegn íslandi.“ „Ekki nógu gott - sagði júgóslavneski landsliðsmaðurinn Zlatko Portner eftir nauman sigur á Kúbu „ÞETTA var ekki nógu gott,“ sagði júgóslavneski landsliðs- maðurinn Zlatko Portner við Morgunblaðið eftir nauman ií sigur Júgóslava gegn Kúbverj- um, 28:27. Portner lék ekki með en hann tognaði á ökkla ítapleiknum við Spán ífyrra- kvöld. Bæði lið voru mjög taugaóstyrk í byijun og leikmenn gerðu ótrúlegustu mistök, einkum fyrstu fimm mínúturnar. Leikurinn var mjög jafn lengst af. Júgóslavar náðu tveggja marka for- ystu, 4:2, eftir tíu mínútur og aftur undir lok fyrri hálfleiks, 16:14, en annars var munurinn aldrei meiri en eitt mark í hálfleiknum. Heimsmeistararnir byijuðu betur í seinni hálfleik og eftir sex mínút- ur leit út fýrir að þeir væru að stinga af — staðan 21:18. En þá riðlaðist sóknarleikur þeirra og Steinþór Guðbjartsson skrifar fráZlin Kúbveijar jöfnuðu á næstu sex mínútum 22:22. Júgóslavar náðu sér á strik á ný og voru ýmist einu eða tveimur mörkum yfir til leiks- loka. Duranona minnkaði muninn úr vítakasti, 28:27, er tæpar tvær mínútur vorú til leiksloka en Júgó- slavar héldu knettinum út leiktím- ann. Leikurinn var hraður og sóknir stuttar. Markvarsla var nánast eng- in hjá Júgóslövum en Rivero varði ágætlega mark Kúbu í fyrri hálf- leika. Vujovic var bestur hjá Júgóslövum. Hornamaðurinn Sma- ilaigic var mjög góður og Isakovic átti góðan kafla í fyrri hálfleik en naut sín ekki í hlutverki leikstjórn- anda. Neninger, sem er 34 ára, var kjörinn besti maður Kúbu en mað- urinn sem allt byggist á er Duran- ona. Hann virðist geta'skorað þegar hann vill, gerði tólf mörk, en var ekkert með í sókninni fyrsta stund- arfjórðunginn. Morgunblaðið/Július Bogdan landsliðsþjálfari fómar höndum í leiknum í gær — sennilega í eitt skipti af mörgum er Rico markvörður Spánveija varði úr dauðafæri. Island - Spánn 18 : 19 íþróttahöllin í Zlin, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, C-riðill, miðvikudaginn 1. mars 1990. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:3, 3:3, 4:4, 4:5, 6:6, 8:6, 9:7, 10:10, 10:11, 11:11, 11:12, 12:12, 13:13, 14:14, 15:16, 16:16, 16:17, 17:17, 17:19, 18:19. ísland: Alfreð Gíslason 6/1, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Gunnarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Kristján Arason 1, Geir Sveinsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Sigurð- ur Sveinsson 1/1, Héðinn Gilsson, Valdimar Grímsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7. Einar Þorvarðarson 5 (þar af tvö til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Spánn:Serrano 5/1, Caralda 4, Marin 3, Franch 3, Hermita 2, Melo 1 og Garcia 1. yarin skot: Rico 18/1 (þar af fimm til mótheija). Áhorfendur: 1.100. Dómarar: Hofmann og Prause frá V-Þýskalandi. Morgunblaöið/Júlíus Veselin Vujovic sýndi sínar réttu hliðar gegn Kúbu. Hér er hann kominn í gegn um vömina. Til vinstri er Duranona, besti maður Kúbu. A-RIÐILL ALSÍR- UNGVERJALAND........16:22 FRAKKLAND - SVlÞJÓÐ........18:25 ÁMORGUN: ALSÍR — FRAKKLAND SVÍÞJÓÐ - UNGVERJALAND Fj.leikja U J T Mörk Stig SViPJÚÐ 2 UNGVERJAL. 2 ALSlR 2 FRAKKLAND 2 2 O 0 45:37 4 2 0 0 41:34 4 0 0 2 35:42 0 0 0 2 36:44 0 B-RIÐILL SVISS- SUÐUR-KÓREA.........17:21 RÚMENÍA- TÉKKÓSLÓVAKÍA.....25:17 Á MORGUN: SVISS — RÚMENÍA TÉKKÓSLÓVAKlA - SUÐUR-KÓREA Fj.leikja u J T Mörk Stig RÚMENIA 2 2 0 0 51:41 4 S-KÓREA 2 1 0 1 45:43 2 SVISS 2 1 0 1 30: 33 2 TÉKKÓSL. 2 0 0 2 29: 38 0 C-RIÐILL KÚBA- JÚGÓSLAVÍA...........27:28 SPÁNN - ÍSLAND.............19: 18 ÁMORGUN: ÍSLAND —JÚGÓSLAVfA KÚBA-SPÁNN Fj.leikja U J T Mörk Stig SPÁNN 2 ÍSLAND 2 JÚGÓSLAVÍA 2 KÚBA 2 2 0 0 37: 35 4 1 0 1 45:42 2 1 O 1 45:45 2 0 0 2 50: 55 0 D-RIÐILL JAPAN - SOVÉTRÍKIN .........16:35 PÓLLAND- A-ÞÝSKALAND........17:25 ÁMORGUN: SOVÉTRÍKIN - AUSTUR-ÞÝSKALAND PÓLLAND - JAPAN Fj.leikja U J T Mörk Stig SOVÉTRÍKIN 2 A-ÞÝSKAL. 2 PÓLLAND 2 JAPAN 2 2 0 0 61:37 4 2 0 0 51:39 4 0 0 2 38: 51 0 0 0 2 38: 61 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.