Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
39
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN ITEKKOSLOVAKIU
„Þetta var víti“
Morgunblaðið/Júlíus
Alfreð Gíslason lék vel í gær og skoraði sex mörk.
vorum við mjög óheppnir og úrslitin
eru mikil vonbrigði, en nú er bara
að taka á honum stóra sínum."
Einar Þorvarðarson:
„Jafntefii hefðu verið sanngjörn
úrslit. Þetta var víti þegar brotið
var á Guðmundi og það er hrikalegt
að þurfa að svíða fyrir svona dóm-
gæslu. Þetta var baráttuleikur þar
I sem bæði lið gátu unnið en við fór-
um illa með færin. Spánverjarnir
eru góðir en þeir spila ekki undir
neinu álagi. Þegar þannig stendur
á sýna þeir sitt rétta andlit. En það
er best að leika gegn þeim þegar
þeir eru taugaveiklaðir. Ég komst
strax vel inn í leikinn, en það var
erfitt því það er langt síðan ég hef
spilað alvöru leik. Ég er sáttur við
minn þátt og nú er bara að bíta á
jaxlinn."
Vonbrigði
Morgunblaðiö/Júlíus
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska liðsins, var greinilega ekki sáttur við
úrslit leiksins. Hér þakkar hann einum spænsku leikmannanna fyrir leikinn.
sagði Javier Garcia, þjálfari Spánar, um brotið á Guð-
mundi Guðmundssyni sex sekúndum 1yrir leikslok
„ÞETTA var víti,“ sagði Javier
Garcia, þjálfari Spánverja, er
Morgunblaðið spurði hann um
aukakastsdóminn undir lokin
er brotið var á Guðmundi Guð-
mundssyni. í stað þess að
dæma vítakast færðu dómar-
arnir brotið útfyrir. Sex
sekúndur voru til leiksloka, Sig-
urður Gunnarsson skaut en
Rico varði og Spánverjar fögn-
uðu sigri, 19:18.
Urslitin voru högg en ekki rot-
högg. Atvikið í lokin staðfestir
að þegar jöfn lið keppa, má ekkert
útaf bregða. „Dómarar gera mistök
og þetta var eitt
Steinþór þeirra. En leikurinn
Guðbjartsson stendur í sextíu •
skrifarfrá mínútur — stundum
ln - dæma þeir með
manni og stundum á móti. Við vor-
um heppnir í lokin, en dómararnir
voru ekki alltaf okkur í vil í leikn-
um,“ sagði þjálfari Spánar.
Orð að sönnu en engu að síður
fannst manni dómararnir vera frek-
ar vilhallir Spánvetjum, sérstaklega
hvað brottrekstra varðaði. Hinu
skal samt ekki gleymt að íslensku
leikmennirnir brutu stundum
klaufalega á mótheijunum. En
dómgæslan er bara eitt atriði af
nokkrum, sem voru á móti íslandi
í gær.
Vendipunkturinn var á sex
mínútna kafla, þegar tólf mínútur
voru eftir, af fyrri hálfleik. Staðan
var 9:7 fyrir ísland. Fyrst var varið
frá Héðni, Guðmundur varði en
Spánverjar minnkuðu muninn.
Dæmt var á Þorgils Óttar, víti var-
ið frá Sigurði Sveinssyni, Héðni
vísað af leikvelli og varið frá
„Vonim
nálaegt
sigri“
- sagði Manuel Qu-
iala þjálfari Kúbu
Við lentum í stappi vegna
auglýsingamálsins fyrir
leikinn gegn íslendingum og
vissum ekki hvort okkur yrði
leyft að taka þátt í keppninni.
Því var fyrri hálfleikurinn svo
slakur gegn íslendingum,“ sagði
Manuel Quiala, þjálfari kúb-
verska landsliðsins eftir leikinn
gegn Júgóslövum. „Við vorum
nálægt sigri gegn Júgóslövum
og áttum sömu möguleika en
þeir sigruðu á reynslunni,“ sagði
Quiala.
„Ætlum okkur sigur gegn
íslendingum"
Þjálfari Júgóslava mætti ekki
á blaðamannafund eftir leikinn
en formaður handknattleiks-
sambands Júgóslavíu, Petar
Peravoic sagði að leikurinn gegn
Kúbu hefði verið mjög góður.
„Ég óska Kúbu til hamingju
með góðan leik. Okkar menn
voru hinsVegar taugaóstyrkir.
Tapið gegn Spánverjum var sem
reiðarslag og þeir vissu að þeir
yrðu að sigra,“ sagði Peravoic.
„Sigurinn var n\jög mikilvæg-
ur og við ætlum okkur að fylgja
honum eftir með sigri á íslend-
ingum og þannig náum við okk-
ur almennilega á strik,“ sagði
Peravoic.
Kristjáni. Tækifærin voru fyrir
hendi en í stað þess að ná þriggja
marka forystu og tryggja stöðuna,
jöfnuðu Spánveijar, 9:9. Óheppnin
er dýrkeypt í svona keppni.
Þetta var mjög góður leikur
tveggja sterkra liða. Heppnin var
með Spánveijum en þegar á heild-
ina er litið gerði Lorenzo Rico gæfu-
muninn. Hann varði alls 18 skot
og mörg þeirra úr opnum færum
en kollégar hans aðeins 12 skot.
Til sanns vegar má færa að
íslenska liðið stendur ansi oft og
fellur með Kristjáni Arasyni. Álagið
á honum er mikið innan sem utan
Sigurður Sveinsson:
„Dagsformið hefur allt að segja
hveiju sinni. Og í svona keppni er
smá heppni nauðsynleg til að vel
fari. En maður getur aldrei verið
ánægður með tap. Við fórum illa
með færi einir gegn markverði,
klikkuðum í dauðafærum. Jafntefli
hefði verið sanngjarnt og þá hefðu
allir verið ánægðir.“
Sigurður Gunnarsson:
„Þetta var í járnum allan tímann.
Við áttum að fá stig en dómararnir
tóku af okkur annað stigið.“ Um
síðasta skotið í leiknum sagði Sig-
urður að eftir á mætti alltaf segja
að ef til vill hefði átt að fara öðru
vísi að. „Skotið verður ekki tekið
aftur og það varð einhver að skjóta.
Ég bjóst við að þeir myndu ha'fa
sérstakar gætur á Kristjáni og þess
vegna ákvað ég að skjóta. En menn
mega ekki einblína á síðustu sókn-
ina, við fengum okkar tækifæri
fyrr í leiknum en þetta er rétt að
byija.“(
Héðinn Gilsson:
„Spánveijar eru sterkir og þeir
eru með stemmningslið. En heppnin
var þeim hliðholl. Eg hefði fyrirgef-
vallar og yfírleitt stendur hann und-
ir nafni. Nú var hann hinsvegar
óheppinn með skotin og gerði að-
eins eitt mark. Hann fékk líka
óverðskuldaða kælingu, var tvisvar
vikið af velli í fyrri hálfleik, og átti
útilokun yfir höfði sér eftir það.
Þá var hann utan vallar í rúmar
átta mínútur í seinni hálfleik vegna
meiðsla. Alfreð Gíslason var besti
maður íslands að þessu sinni en
kraftur hans og barátta dugði ekki
til.
Tapið í gær var visst áfall fýrir
íslenska liðið en það kemur dagur
eftir þennan dag.
ið dómurunum dómgæsluna fyrr í
leiknum ef þeir hefðu dæmt víti í
lokin en þeir gerðu það ekki og ég
er ósáttur við þeirra þátt. Það er
engin spurning að nú verðum við
að sigra Júgóslava og ég held að
það eigi að takast. En Spánveijar
detta hugsanlega niður og geta átt
í erfiðleikum með Kúbu.“
Jakob Sigurðsson:
Jakob hefur hvílt báða leikina.
„Við fórum illa með tvö til þijú
hraðaupphlaup á þýðingarmiklum
augnablikum og var refsað fyrir.
Við áttum mgöuleika á að ná
þriggja marka forystu í fyrri hálf-
leik en í staðinn komust Spánver-
jarnir yfir. Leikurinn var góður,
markverðirnir okkar stóðu sig vel
en markvörður Spánveijanna var
erfiður. Það er ekki á allt kosið og
nú verðum við að einbeita okkur
að því að sigra Júgóslava.11
Guðmundur Guðmundsson:
„Þetta var víti, það er engin
spurning. Tveir leikmenn voru inni
í teig en þeir styttu sér leið til hlið-
ar í mig — það mega þeir ekki því
þeir eiga að fara beint út. Dómar-
arnir voru vægast sagt lélegir,
dæmdu mjög illa í lokin. Auk þess
ISLAND - SPANN 18 : 19
Nafn Skot Mörk Varin Yfir eöa framhjá í atöng Fengin vfti Útaf Í2 mm Knetti glatað Linuscnd. scm gefur mark Skot- nýting
Einar Þorvaröarson 6
Guðmundur Hrafnkelsson 7
Þorgils Óttar Mathiesen 3 2 1 2 2 67%
Bjarki Sigurðsson 5 3 2 2 60%
Guðmundur Guðmundsson 1 1 100%
Geir Sveinsson 1 1 100%
Sigurður Gunnarsson 7 3 4 1 2 43%
Alfreð Gíslason 10/1 6/1 3 1 2 1 60%
Héðinn Gilsson 3 3 2 0,00%
Sigurður Sveinsson 3/2 1/1 1/1 1 1 33%
Kristján Arason 5 1 3 1 2 2 20%
Valdimar Grímsson
A- og B-riðill:
Gestgjafamir úr leik?
Ólíklegt að Tékkar komist áfram
Tékkar eru líklega úr leik í baráttunni um efstu sætin í heimsmeistara-
keppninni, eftir tap fyrir Rúmenum í gær, 17:25. Gestgjafarnir hafa
þarmeð tapað báðum leikjum sínum og til þess að komast áfram þurfa
þeir að sigra Suður-Kóreumenn með sex marka mun og það hlýtur að
teljast nokkuð ólíklegt miðað við gengi liðanna fram að þessu.
Rúmenar er líklegastir til sigurs í B-riðli, hafa sigrað í báðum leikjum
sínum og flestir gera ráð fyrir því að Svíar sigri í A-riðli en Alsiringar
komist ekki áfram og leiki ásamt Tékkum, Kúbveijum og Japönum um
neðstu sætin í Zlin.
Svíar sigruðu Frakka í gær, 25:17 og geta þakkað markverði sínum,
Mats Olsson, fyrir sigurinn. Hann varði rúmlega 20 skot, þar af sjö sinn-
um frá Frökkum í hraðaupphlaupum. „Svíar eru með mjög gott lið og ég
hef ekki trú á öðru en að þeir sigri Ungveija á morgun,“ sagði Þorberg-
ur Aðalsteinsson, sem leikur með Saab í Svíþjóð.
Hvað sögðu þeir?
Sex þjoðir orugg-
ar í milliriðil
Sex þjóðir hafa tryggt sér
sæti í milliriðli heimsmeist-
arakeppninnar, sigrað í tveimur
fyrstu leikjum sínum og hlotið
fjögur stig.
Ungveijaland og Svíþjóð, úr
A-riðli, eru örugg með sæti í
fyrsta milliriðli, ásamt Rúmeníu,
úr B-riðli.
Spánn er eina þjóðin úr riðli
íslendinga sem er örugg með
sæti í milliriðli en Sovétríkin og
Austur-Þýskaland, sem leika í
D-riðli, hafa.einnig náð að tryggja
sér sæti í öðrum milliriðli.
Hina®tólf þjóðimar sem taka
þátt í keppninni geta ekki talið
sig öruggar um sæti í milliriðii
fyrir síðastu umferðina í undan-
riðlinum og morgun.