Morgunblaðið - 02.03.1990, Side 40
FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Þormóður rammi
leigir hús Sigló hf.
SAMNINGAR hafa tekist um að Þormóður rammi hf. á Siglufírði
taki á leigu verksmiðjuhúsnæði þrotabús Sigló hf., sem fjármálaráðu-
neytið keypti fyrir hönd ríkissjóðs á nauðungaruppboði í nóvember
síðastliðnum, og annist rekstur rækjuverksmiðjunnar, en Marbakki
hf. mun annast sölu afurða. Samningarnir, sem gilda til loka októ-
ber, verða undirritaðir í dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Þormóður rammi taka
á leigu verksmiðjuhúsnæðið með
þeim vélum og tækjum sem fylgdu
með húsnæðinu. Þá gerir Þormóður
rammi sérstakan samning við
Siglunes hf., Marbakka hf., og sjálf-
skuldarábyrgðaraðila á kaupleigu-
samningi vegna rækjuvinnslutækja,
sem eru í verksmiðjunni en til-
Skiptahlut-
ur hækkar
vegna olíu-
lækkunar
LÆKKUN olíuverðs til skipa um
7,4% hækkar skiptahlut sjómanna
um 1%. Þegar olían hækkaði sl.
haust lækkaði skiptahluturinn
niður í 72%, en hæst komst hann
í 76% af afla til skipta.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði að
þessi hækkun á skiptahlut sjómanna
væri einungis brot af þeirri hækkun
sem sjómenn ættu kröfu á, þeir
ættu enn eftir að sækja 3% vegna
olíuhækkunar.
„Það er auðvitað þetta olíudæmi
sem brennur fyrst og frerpst á okkur
sjómönnum. Við teljum ao eftir það
eina skipti sem við sömdum um það,
hafi ýmislegt komið í ljós, sem geri
það að verkum að olíusamninginn
verði að endurskoða," sagði Óskar.
heyrðu ekki þrotabúinu, um leigu á
tækjunum. Starfsfólk, sem vann hjá
Siglunesi meðan það fyrirtæki hafði
þrotabú Sigló á leigu, mun hafa
forgang að atvinnu við verksmiðj-
una.
Reykjavík;
951 án
atvinnu
UM mánaðamótin febrúar-
mars var samtals 951 skráð-
ur atvinnulaus hjá Ráðning-
arskrifstofii Reylq'avíkur-
borgar og fjölgaði þeim um
11 í febrúar. A sama tíma í
fyrra voru 764 skráðir at-
vinnulausir og árið 1988 voru
þeir 140.
Af þeim 951 sem skráðir
voru atvinnulausir um mánaða-
mótin eru karlar 578 og konur
373. Öryrkjar á skrá voru sam-
tals 58, þar af 35 karlar og 23
konur. A sama tíma í fyrra
voru 764 á atvinnuleysisskrá,
þar af voru 475 karlar og 289
konur. Árið 1988 voru 140
skráðir atvinnulausir á sama
tíma, 96 karlar og 44 konur.
Rúmlega heimingur atvinnu-
lausra eru verkamenn og versl-
unarmenn, eða 528 samtals.
Þar af eru verkamenn 266 en
verslunarmenn 262.
Gæzlan í fólksflutningum
Morgunblaðið/Þorkell
Miklar truflanir urðu á samgöngum á Austurlandi í vikunni vegna mikilla snjóa og snjóflóða. Dæmi eru
um fjögurra til fimm sólarhringa bið fólks eftir fari frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar og töluverða hrakn-
inga. Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags flutti varðskipið Ægir fjölmargt fólk frá Eskifirði til Norðfjarðar
og voru því margir fegnir enda biðin eftir heimkomu orðin löng. I Neskaupstað var umferð um innsta
hluta bæjarins bönnuð um tíma vegna snjóflóðahættu og kom þá sjóleiðin milli bryggjanna að góðum
notum. Jón Þór á Ormsstöðum segir, að í vikunni hafi hann í fyrsta skipti farið á togara í fjósið.
Sjá frásögn og myndir frá Neskaupstað á bls. 4 og 5.
Tekist á um staðsetn-
ingn aflamiðlunar
STARFSEMI nýskipaðrar afla-
miðlunar fer hægt af stað, en enn
hefur ekki tekist samstaða um
hvar hún skuli vera til húsa.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna leggur á það áherslu að
Fjárhagsvandi Álafoss til athugrmar hjá ríkissljórn:
Staðan verri en gert
hefiu* verið ráð fyrir
SKÝRSLA um fjárhagsvanda Álafoss hf. var lögð fram á ríkissljórnar-
fundi í vikunni. Meira tap varð af rekstrinum á síðastliðnu ári en
reiknað hafði verið með og fjárhagsstaðan verri en gert hefur verið
ráð fyrir í áætlunum. Starfshópur á vegum iðnaðar- og fjármálaráðu-
neyta og viðkomandi lánastofnana er nú að skoða málið nánar í fram-
haldi af umfjöllun í ríkisstjórn.
Ólafur Ólafsson, forstjóri Álafoss
hf., sagði að í haust hefðu stjóm-
endur Álafoss tilkynnt Atvinnu-
tryggingasjóði og Hlutafjársjóði að
staða fyrirtækisins væri verri en
komið hefði fram í fyrri upplýsing-
um og í framhaldi af því hefðu sjóð-
irnir ákveðið að bíða með fyrir-
greiðslu sem áður hefði verið sam-
þykkt að veita Álafossi. Síðan hefði
fyrirtækið verið að skoða stöðuna.
Hann sagði að mesti vandi fyrirtæk-
isins væri að eiga mörg þúsund
fermetra í húseignum sem það hefði
ekki þörf fyrir og gæti ekki staðið
undir. Þá hefði rekstrarumhverfið
verið fyrirtækinu óhagstætt og þó
það hefði lagast mikið væri það
ekki nóg. Ólafur sagði að ekki
væri búið að gera upp ársreikninga
síðastliðins árs og sagðist ekki geta
greint frá því hve tapið væri mikið.
Þó væri Ijóst að afkoman væri mun
verri en reiknað hefði verið með.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
sagði að sú endurskipulagning á
fjárhag Álafoss sem ákveðin var
og framkvæmd á síðasta ári hefði
ekki skilað þeim árangri sem að
hefði verið stefnt. „Það má vera
að á því séu ýmsar skýringar, með-
al annars að sala og verð hafi enn
ekki náð því marki sem þarf til að
þetta geti gengið. En hvernig sem
því er farið eru þarna enn veruleg
fjárhagsleg vandamál og greinilegt
að fyrirtækið getur ekki enn staðið
við fjárskuldbindingar sínar til
langs tíma. Þessi vandamál hefur
stjórn Álafoss kynnt ríkisstjórninni
og við höfum látið fara yfir þau
með starfsmönnum nokkurra ráðu-
neyta og endurskoðendum fyrir-
tækisins,“ sagði Jón.
Iðnaðarráðherra vildi ekki segja
til um hvort til greina kæmi að ríkis-
sjóður kæmi fyrirtækinu til aðstoð-
ar. „Málið er til rækilegrar athug-
unar hjá ráðuneytunum sem þarna
koma helst við sögu, iðnaðar- og
fjármálaráðuneytum, og hjá lána-
stofnunum fyrirtækisins, bæði sjóð-
um iðnaðarins og viðskiptabönkum.
Framkvæmdasjóður kemur líka við
sögu sem eigandi að stórum hluta,“
sagði Jón Sigurðsson.
aflamiðlunin verði staðsett í
húsakynnum LÍÚ en Verka-
mannasamband íslands tekur
slíkt ekki í mál. Sigurbjörn Svav-
arsson, formaður stjórnar afla-
miðlunarinnar, sagði I samtali við
Morgunblaðið í gær að á firndi
stjórnarinnar í gær hefði honum
verið veitt heimild til þess að
ganga til viðræðna við Vilhjálm
Vilhjálmsson um ráðningu í stöðu
framkvæmdastjóra aflamiðlun-
ar. Vilhjálmur er starfsmaður
LÍÚ og hefiir hann haft umsjón
með siglingum fískiskipa.
„Ég og væntanlegur fram-
kvæmdastjóri munum fyrir mánu-
daginn koma með tillögur að hús-
næði fyrir starfsemi aflamiðlunar-
innar og leggja fram grófa fjár-
hagsáætlun á fundi á mánudag,“
sagði Sigurbjöm. Hann sagði að í
samráði við Vilhjálm yrði síðan ráð-
inn annar starfsmaður.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði í gær að hann legði
mikla áherslu á að aflamiðlunin
yrði til húsa hjá LÍÚ: „Skipunum
hefur verið stjórnað héðan í 40 ár.
Hér er öll aðstaða fyrir hendi, skrif-
stofa, sími, tölvur og starfsfólk.
Mér finnst ekki nokkur ástæða til
þess að fara að setja upp eitthvert
bákn úti í bæ, þegar þessi aðstaða
er fyrir hendi hér. Við ákváðum á
stjórnarfundi LIÚ í dag að bjóða
aflamiðluninni okkar aðstöðu, sem
hefur verið notuð fyrir þetta í mörg
ár, og aðgang að starfsfólki okkar
sem unnið hefur við þetta. Þetta
bjóðum við upp á endurgjaldslaust.
Við lítum bara á þetta sem þjón-
ustu við okkar menn. Ég legg
áherslu á að þótt við bjóðum þetta
þá verður það eftir sem áður stjórn
þessarar aflamiðlunar sem ræður
því hvað flutt er út, hveijir fá leyfi
til útflutnings og þar fram eftir
götunum," sagði Kristján.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að átökin um það hvar aflamiðl-
unin verði staðsett séu hörð: Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannasambands íslands,
segir að VMSÍ taki ekki í mál að
hún verði til húsa hjá LÍÚ. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur boðið fram
húsnæði auk LÍÚ, svo og Fiskifélag
íslands og Samtök fiskvinnslu-
stöðva. Sigurbjörn kvaðst eiga von
á því að ákvörðun um staðsetningu
aflamiðlunarinnar yrði tekin á fund-
inum á mánudag.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
telja að Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, sé því mjög
andvígur að starfsemm verði annað
hvort í húsakynnum LÍÚ eða sjávar-
útvegsráðuneytisins. Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann teldi eðlilegt að afla-
miðlunin yrði til húsa í sjávarút-
vegsráðuneytinu, þó hann teldi í
sjálfu sér ekkert höfuðatriði hvar
hún yrði staðsett. „Það er gífurlega
mikið atriði að enginn einn aðili
ráðskist með þetta. Það má kannski
vísa til þess sem segir í leiðara
Morgunblaðsins í dag: Útgerðar-
menn verða náttúrlega að gera sér
grein fyrir því að þeir eiga ekki fisk-
inn, heldur á þjóðin öll fiskinn,"
sagði forsætisráðherra.
Málið er á viðkvæmu stigi, þar
sem talið er að náist ekki sátt um
staðsetninguna muni Verkamanna-
sambandið kalia fulltrúa sinn í
stjórninni út. Slík ráðstöfun kallar
svo að öllum líkindum á það að
utanríkisráðherra afturkalli sam-
þykki sitt.