Morgunblaðið - 06.03.1990, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1
JNttgtmfrfafriö
1990
SVIÞJOÐ
Veðmála-
hneyksli
Iþróttaheimur Svía stendur á önd-
inn þessa dagana eftir að upp
komst um ótrúlegt veðmálamisferli
í sænsku getraununum. í ljós hefur
komið að sjö leik-
Frá mönnum í íshokký-
Þorbergi liðinu Frölunda og
Aðalsteinssyni einhverium leik-
iSviþjóð .. J ... i , -
monnum í íshokký-
liðinu Boden var mútað og þeir
fengnir til að tapa leikjum sínum.
Frölunda er með nokkuð sterkt
lið þrátt fyrir að hafa ekki átt mögu-
leika á að komast í úrslitakeppnina
og því kom það á óvart að liðið
skyldi tapa síðustu þremur leikjum
sínum. í getraunum bjuggust flest-
ir við sigri og einnig í leikjum Bod-
en og hjá Bandýliðinu Boltic en öll
þesri lið töpuðu nokkuð óvænt.
A forsíðu Expressen var fyrst
sagt frá þessu máli og vakti það
gífurlega athygli. í fréttinni sagði
að sjö ieikmönnum Frölunda hefði
verið mútað og hver þeirra fengið
um eina milljón íslenskra króna.
„Mafian“ lagði svo 40 milljónir
króna undir og uppskar rúmlega
370 milljónir íslenskra króna á þess-
um óvæntu úrslitum. Ekki er vitað
hve mikið leikmenn Boden og Boltic
■fengu í sinn hlut en talið er fullvíst
að þeim hafi einnig verið mútað.
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ
BLAÐ
B
GRIKKLAND
Leikmenn
Panionios
í verkfalli
Leikmenn gríska knattspyrnu-
félagsins Panionios eru í verk-
falli þessa dagana, og hafa verið í
eina og hálfa viku. Þetta er félagið
sem Bo Johannsson, landsliðsþjálf-
ari Íslands, starfaði fyrir en yfirgaf
vegna þess að hann fékk ekki greidd
umsamin laun. Ástæða verkfalls
leikmanna nú er sú hin sama —
þeir hafa ekki fengið útborgað um
tíma. Áhugamenn félagsins léku
því fyrir hönd þess í 1. deildinni
um helgina.
Grískur blaðamaður sem Morg-
unblaðið ræddi við um helgina sagði
að fjárhagsstaða félagsins væri
mjög slæm. Fyrrum forseti hefði
látið mikið fé renna í reksturinn og
meðan hann var við stjómvölinn var
allt í lukkunnar velstandi. Síðar
kom hins vegar í ljós að peningarn-
ir voru ekki löglega fengnir — for-
setinn hafði gert sér lítið fyrir og
stolið sem nemur um 130 milljónum
ísl. króna úr banka er hann stýrði,
og félagið notið góðs af.
HANDKNATTLEIKUR
Leifur með í dag
LEIFXJR Dagfinnsson, markvörður,
verður með í leiknum gegn Pólveij-
um í dag. Guðmundur Hrafnkelsson
meiddist í gærkvöldi og sagði Bogd-
an að hann yrði að hvíla. „Við erum
í slæmu máli. Guðmundur meiddur
og Einar hefur verið lengi frá,“
sagði Bogdan.
Leifur verður þar með fýrsti
KR-ingurinn til að spila í A-heims-
meistarakeppnina síðan Karl Jó-
hannsson lék 1964 — einnig í Brat-
islava.
Bogdan sagði að Sigurður Gunn-
arsson kæmi aftur inn i liðið, en
hann hvfldi í gær ásamt Leifi,
Bjarka Sigurðssyni og Jakobi Sig-
urðssyni.
Leifur.
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
SOVÉSKIMÚRINN ÞÉTTUR
Morgunblaðið/Júlfus
Alfreð Gíslason gerði 5 mörk gegn Sovétmönnum í gærkvöldi, er íslendingar töpuðu fyrir Ólympíumeisturunum með
sjö marka mun, 19:27. Alfreð er hér tekinn föstum tökum af sovésku vöminni í gærkvöldi.
■ Nánar um HM / B2 — B7.
KNATTSPYRNA
Hnífúr smaug
rétt framhjá
höfði Sieg-
frieds Held
Áhangendur Galat-
asaray óánægðir
með þjálfarann
Siegfried
Held, fyrr-
um landsliðs-
þjálfari Islands,
varð fyrir heldur
óskemmtilegri
reynslu eftir leik
Galatasaray og
Besiktas í tyrk-
nesku 1. deild-
inni í síðustu
viku. Áhangend-
ur liðsins gerðu
þá aðsúg að Held
eftir leikinn, sem
Galatasaray tap-
aði, og einn
þeirra kastaði að honum hnlfi, sem
rétt smaug framhjá höfði Helds.
Held hefur ekki átt sjö dagana
sæla í Tyrklandi. Hann hefur verið
gagnrýndur mjög fyrir varnarleik
liðsins. Galatasaray er nú í fjórða
sæti tyrknesku deildarinnar og eiga
áhangendur liðsins erfitt með að
sætta sig við það.
Það er greinilega farið að hitna
undir hjá Held því Franz Becken-
bauer, landsliðsþjálfari Vestur-
Þýskalands, hefur verið orðaður við
liðið.
KNATTSPYRNA
Pétur til St. Mirren?
Pétur Arnþórsson fer til Skotlands í dag og æfir með félaginu í vikutíma
PÉTUR Arnþórsson, miðvall-
arspilari úr Fram, heldur til
Skotlands í dag þar sem hann
æfir með úrvalsdeildarliðinu
St. Mirren í viku. Pétur er
fastaleikmaður í íslenska
landsliðinu og hafa fleiri félög
en St. Mirren sýnt honum
áhuga að undanförnu.
Guðmundur Torfason, fyrrum
félagi Péturs í Framliðinu
leikur sem kunnugt er með St.
Mirren og hefur staðið sig mjög
vel í vetur. Pétur sagðist í gær
ekki vita hvort hann léki nokkuð
með varaliði félagsins þann tíma
sem hann yrði úti — vissi ekki
hvort ieikir væru á dagskrá.
Pétur sagðist reikna með að
leika með Fram í sumar, „það er
svo langt liðið á keppnistímabilið
í Skotlandi að ég reikna ekki með
að þeir bjóði mér samning nú.
Ég hef þó satt að segja ekki
minnstu hugmynd um það; það
gæti svo sem allt gerst,“ sagði
hann við Morgvnblaðið í gær-
Pétur Arnþórsson.
kvöldi.
„Þá hjá St. Mirren vantar víst
miðjumann og ég er vissulega
spenntur fyrir því að leika með
félaginu."
Þjálfari spænska félagsins Real
Zaragoza sýndi Pétri áhuga fyrr
í vetur, eins og Morgunblaðið
greindi frá. Pétur sagði það mál
enn á dagskrá, þó svo ekkert hefði
enn gerst. „Þjálfari félgsins hef-
ur víst hug á því að koma til lands-
ins í sumar og sjá mig spila,“
sagði Pétur — „ef ég verð þá enn
með Fram.“
KNATTSPYRNA: ARNÓR FRÁ ANDERLECHT í VOR / B 9