Morgunblaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 9
* MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRÍÐJÚDAGUR 6. MARZ 1990 KNATTSPYRNA / BELGIA „Ég fer frá Anderlecht" - sagði Arnór Guðjohnsen, sem ekki hefurverið inní myndinni hjá Aad de Moss ARNÓR Guðjohnsen var ekki með Anderlecht í 3:0 sigri gegn St. Truiden, sem var háður á föstudag, vegna leiks Anderlecht og Admirawacker í Evrópukeppni bikarhafa á morgun. Arnór hefur aðeins leikið einn leik með liðinu síðustu tvo mánuði. „Það er öruggt að ég fer frá And- erlecht eftir þetta tímabili. Það er kominn tími til að breyta til,“ sagði Arnór f sam- tali við Morgunblaðið. Aad de Mos, þjálfari And- erlecht, hefur tilkynnt 16 leikmenn fyrir Evrópuleikinn ann- að kvöld og Arnór er ekki þar á meðal. Blöðin tala um að nú hafi Aad de Mos gleymt Arnóri því hann sé ekki lengur meidd- ur í nára. „Moss gaf mér kost á að vera á váramannabekknum í Evrópuleiknum, en ég sagðist frékar vilja æfa,“ sagði Amór. „Þetta byrjaði rétt fyrir áramót er ég fékk rautt spjald. Þjálfarinn reiknaði þá með að ég fengi þriggja leikja bann og vildi því ekki nota mig í næstu leikjum. Síðan átti ég í nárameiðslum og hef ekki komist inn í liðið síðan. Liðinu hefur líka gengið vel og því breytir hann liðinu ekki mikið. En ég er vongóður um að fá tæki- færi á næstunni,“ sagði Arnór. Á blaðamannafundi á sunnu- dag lýsti Moss því yfir að hann hefði áhuga á að fá Hollendinginn Johnny Bosmann fyrir næsta keppnistímabil. Bos'mann mundi kosta félagði um 150 milljónir íslenskar krónur. Arnór Guðjohnsen. Frá Bjama Markússyni ÍBelgíu faém FOLK ■ EYJÓLFUR Sverrisson, sem gengur undir nafninu „Jolly“ hjá Stuttgart, var í sviðsljósinu í síðustu viku er hann lenti í sam- stuði viðEike Im- Frá mel markvörð með JóniH. þeim afleiðingum að Garöarssyni krossþönd í vinstra 'Þyskalanó, Imme,s uðu. Reiknað er með að Immel eigi í þessum meiðslum í þijár til fjórar vikur. ■ ARIE Haan, þjálfari Suttgart, hefur verið orðaður við danska landsliðið. Danir hafa verið á eftir nokkrum þjálfurum í vestur-þýsku Bundesligunni til að taka við danska landsliðinu af Piontek. Þeir sem haft hefur verið samband við eru: Jupp Heynckes, Erich Ribbeck og Hannes Löhr. Þeir hafa allir lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Nú er það Arie Haan sem er eftstur á óska- listanum. Sagt er að Morten Ols- en, sem lék með Haan hjá And- erlecht á sínum tíma, hafi haft samband við Arie Haan í Stuttg- art.Haan hefur hins vegar ekki viljað segja neitt um þetta mál opin- berlega. ■ FRANZ Beckenbauer, lands- liðsþjálfara Vestur-Þjóðverja, hef- ur m.a. verið boðið að þjálfa Galat- asaray í Tyrklandi eftir að hann hefur látið af störum sem landsliðs- þjálfari eftir HM á Ítalíu í sumar. Skýrt er frá því í Kicher að Galatas- aray hafi boðið honum fjórar millj- ónir vestur-þýskra marka á ári, eða um 144 milljónir íslenskar krónur. Núverandi þjálfari Galatasaray er enginn annar en Sigfried Held, fyrrum landsliðsþjálfari Islands. Þorvaldur bókaður ASTON VILLA tapaði öðrum deildarleiknum í röð um helg- ina en bikarmeistarar Liverpool unnu, og eru því komnir í efsta sætið á ný. Þor- valdur Örlygsson kom inn í lið Nottingham Forest á ný, var bókaður í fyrsta skipti síðan hann kom til félagsins og liðið sigraði með marki sem talið var vægast sagt vafasamt að dæma gilt. Mikill hiti var í mönnum í leik Forest og Manchester City, sérstaklega eftir eina mark leiksins sem Gary Crosby gerði. Andy Dibble, markvörður City, náði Frá Bob knettinum eftir fyrir- Hennessy gjöf og þar sem hann ÍEnglandi lá í lófa annarrar handar Dibble, semi bandaði samheijum sínum fram völl- inn með hinni, laumaðist Crosby aftan að markverðinum, skallaði knöttinn úr lófa hans og skoraði. Allt varð bijál- að, og Howard Kendall, stjóri City sem venjulega er hinn rólegasti, hreinlega ærðist. Óð inn á völlinn og varð að halda Kendall til að koma í veg fyrir að hann hjólaði í dómarann. Einn kunnasti dómari Englendinga, sem var í hljóðstofu sjónvarpsmanna, sagði fráleitt að dæma markið gilt. Gaiy Gillespie kom inn í lið Liv- erpool í fyrsta sinn í þijá mánuði og skoraði eina mark leiksins gegn Mill- wall á Anfield á 83. mín. Gillespie hefur verið meiddur og lék í stað Svíans Glen Hysen, sem var í leik- banni. Leikurinn var sögulegur. Liverpool fékk víti eftir aðeins tvær mín. en Peter Beardsley þrumaði framhjá marki og upp í stúku. Aston Villa tapaði, 0:2, í Coventry á sunnudaginn. Kevin Drinkell skoraði Gary Mabbutt og Paul Gascoigne hafa mátt þola þijú töp í röð með Totten- hamliðinu. fyrra markið með fyrstu snertingu sinni á 52. mín. eftir að hafa komið inn á sem varamaður og aðeins einni mín. síðar breytti David Smith stöð- unni í 2:0. Villa er nú einu stigi á eftir Liverpool. Þetta var besti leikur Coventry í vetur og hann dugði til þriðja sigurs félagsins á Aston Villa á 53 árum! Brian McClair skoraði í annað sinn á skömmum tíma fyrir Manchester United, í 4:1 sigrinum á Luton, en hann hafði verið heldur latur við það síðustu mánuði. Mark Hughes skoraði einnig og glatt var’á hjalla í Manc- hester. Þess má geta að mark Luton í leiknum var það fyrsta sem félagið skorar á Old Trafford í 31 ár. Meistaralið Arsenal virðist aðeins vera skugginn af sjálfu sér miðað við frammistöðu síðasta vetrar. Alan Smith, sem varð markakóngur 1. deildar þá, fékk fjögur upplögð færi á að skora gegn QPR á laugardag en tókst ekki. Arsenal hefur aðeins gert eitt mark í síðustu sjö leikjum. QPR hefur hins vegar staðið sig vel að undanförnu, undir stjórn Don Howe, fyrrum stjóra Arsenal. Liðið hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu 15 leikjum. Kenny Sansom, fyrrum fyrirliði Arsenal, sem nú leikur hjá QPR sagði þó: „Afskrifið ekki Arsenal strax. Liverpool og Aston Villa eiga bæði eftir að koma á Highbury." Þriðja tap Tottenham í röð í deild- inni varð staðreynd við lítinn fógnuð stuðningsmanna liðsins, sem sendu stjóranum Terry Venables tóninn. KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA / ITALIA - SPANN - V-ÞYSKALAND AC Mflanó og Real Madrid halda sínu striki AC Mfianó átti í miklu basli með Ascoli, sem er neðst í ítölsku deildinni, um helgina. En Evrópumeistararnir, sem eru einnig í úrslitum í bikar- keppninni ítölsku, náðu að sigra 2:1 eftir að hafa verið einu marki undir. Mfianóliðið heldur því tveggja stiga for- skoti á Maradona og félaga í Napólí. Arriro Sacchi, þjálfari AC Mílanó, sagði eftir leikinn að það væri sama þótt nokkrir leik- menn liðsins hvíldu, það ynni samt. Til marks um það lék Hollendingur- inn, Frank Rijkaard, aðeins síðari hálfleik. Inter Mílanó tapaði óvænt fyrir Lazio, 2:1, og er nú varla leng- ur með í baráttunni um meistaratit- ilinn. Napólí náði að vinna Genoa, 2:1, á heimavelli án Maradona, sem var meiddur. Real Madrid óstöðvandi Real Madrid heldur áfram sigur- göngu sinni í spænska fótboltanum. Liðið sigraði Sevilla á útivelli, 1:2, þar sem Hugo Sancez skoraði sigur- markið á síðustu mínútu Ieiksins. Þetta var 29. mark Sancez í deild- inni. Atletico Madrid, með sinn nýja þálfara Joaquin Peiro, náði aðeins jafntefli 1:1 gegn Real Oviedo og er liðið nú níu stigum á eftir Real Madrid. Barcelona sigraði Tenerife á útivelli, 1:4. Stuttgart sfgraði Stuttgart sigraði Bochum með einu marki gegn engu á heima- velli í lélegasta leik vestur-þýsku deildarinnar á laugardaginn. Asgeir Frá JóniH. Garðarssyni í Þýskalandi Sigurvinsson lék með allan tímann og átti slakan leik eins og flestir samheijar hans. Það var Olaf Schmaeler sem skoraði sigurmarkið með skalla í síðari hálfleik. Stuttg- art hefur nú 27 stig og er í fimmta sæti, fímm stigum á eftir Bayern Miinchen sem sigraði Mannheim, 2:0. Augenthaler skoraði fyrra mark Bayern eftir aðeins sex mínút- ur og Thomas Strunz bætti öðru markinu við eftir undirbúning Alan Mclnally undir lok leiksins. B 9 ínémR FOLX ■ LIAM Brady, miðvallarleik- maðurinn snjalli sem nú er hjá West Ham, hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistíma- FráBob bil. Hann varð 34 Hennessy ára í síðasta mán- ÍEnglandi ug; það eru 17 ár síðan hann hóf að leika með aðalliði Arsenal en síðar lék hann á Ítalíu þar sem hann varð tvívegis meistari með Juvent- - us. I LEEDS bauð 800.000 pund í Brian McClair, framheija Man. Utd. í síðustu viku, stjórn United samþykkti tilboðið en stjóri liðsins Alex Ferguson, sagði nei. ■ UNITED hefur áhuga á að kaupa framheijann kraftmikla Tony Cascarino frá Millwall. Lundúnaliðið mat framheijann á tvær milljónir punda, og vildi fá Jijá leikmenn, McClair, Lee Sharp og Beardsmore. Samningar tókust hins vegat' ekki. ■ SOVÉSKI framheijinn Sergej Gotsmanov lék fyrsta heila leik sinn fyrir Brighton og skoraði í 1:1 jafnteflinu gegn Oldham. ■ JOCK Wallace, fyrrum fram- kvæmdastjóri hjá Glasgow Ran- gers, Leicester og Seville á Spáni og nú síðast hjá Colchester, er hættur afskiptum af knattpsymu. Wallace, sem er 54 ár, er með parkinson veiki. ■ RAY Harford, sem rekinn var úr starfi framkvæmdastjóra Luton fyrir mánuði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bobby Gould, stjóra Wimbledon. ■ DANSKI framheijinn Lars Estrup hjá Luton þarf að fara aft- ur í uppskurð vegna hnjámeiðsla. Hann var nýbyijaður að spila eftir að hafa verið frá í langan tíma. ■ ENSK blöð hafa greint frá því að Kenny Dalglish, stjóri Liver- pool, hafi mikinn áhuga á því að kaupa framheijann Dean Saund- ers frá Derby áður en lokað verður á kaup og sölur leikmanna á þessu tímabili eftir tvær vikur. ■ ARTHUR Cox, stjóri Derby, er ekki sagður neitt sérstaklega ánægður með áhuga Liverpool á þessum snjalla framheija. Hann er sagður ekki sætta sig við minna en eitthvað yfir tvær milljónir punda fyrir Saunders ef af sölu verður, og að hann myndi jafnvel vilja fá enska landsliðsmiðheijann Peter Beardsley með í kaupunum. Það fylgdi ennfremur sögunni að Dalg- lish léti Beardsley hins vegar ör- ugglega ekki fara frá félaginu strax. ■ BRÆÐUR léku saman í aðalliði Tottenham á laugardag í fyrsta skipti í 78 ár. John Polsten, 21 árs, var í byijunarliðinu en Andy Polsten, 19 ára, kom inn á sem varamaður. Báðir eru varnarmenn. í apríl 1912 léku Danny og Bobby Steel fyrir félagið gegn Man. City. ■ PAUL Gascoigne var í byrjun- arliði Tottenham en haltraði af velli eftir 28 mín. Hann fékk slæmt spark. ■ FRÉTTIR hafa birst um það í Englandi að Atletico Madrid, sem rak þjálfara sinn á dögunum, vilji fá Terry Venables til að taka við liðinu. Þetta var haft eftir Erik Hall, umboðsmanni Venables, en þjálfarinn sagðist ekkert vita um málið. Hann var hjá Barcelona um tíma en snéri aftur til Englands 1987. ■ RON Aíkinson, stjóri Sheffield Wednesday, ætlar að framlengja samning sinn við félagið. Hann hefur verið orðaður við félög á Spáni, en hann var einmitt um tíma hjá Atletico Madrid. ■ SÖREN Lerby, danski leik- stjórnandinn sem leikur með PSV, hefur lýst því yfir að þetta væri hans síðasta keppnistímabil. Bay- ern Munchen hefur áhuga á að fá hann til að taka við unglingaþjálfun félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.