Morgunblaðið - 06.03.1990, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.03.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRHXTUDAGUR 6. MARZ 1990 B 3 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Guðmundur skoraði 600. HM-mark íslands Guðmundur Guðmundsson skoraði 600. mark íslands í lokakeppni HM, er hann skoraði ellefta mark íslands, 11:16, í leiknum gegn Sovétmönnum í Bratislava í gærkvöldi. Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði fyrsta mark íslands í heimsmeist- arakeppninni - í leik gegn Tékkóslóvakíu, 17:27, í Magdeburg í A- Þýskalandi 1958 og hann skoraði einnig 100. mark íslands. Það var í leik gegn Frökkum, 20:13, í Homburg í HM í V-Þýskalandi 1961. Sigurbergur Sigsteinsson skoraði 200. mark íslands í leik gegn Pólverjum, 21:18, í Metz í Frakklandi 1970. Axel Axelsson skoraði 300. mark íslands, er hann skoraði gegn Dönum, 17:19, í Ehrfurt í A-Þýskalandi 1974. Kristján Arason skoraði 400. mark íslands - í leik gegn Tékkósló- vakíu, 19:18, í HM í Sviss 1986 og í sömu keppni skoraði Atli Hilmars- son 500. mark íslands. Það var í leik gegn Svíum, 23:27, í Bem. II Hik sama ogtap“ - sagði Kristján Arason eftir leikinn gegn Sovétmönnum í gærkvöldi Frá Loga Bergmann Eiössynií Bratislava „Við bárum of mikla virðingu fyrir Sovétmönnum í fyrri hálfleik og hikuðum í sókninni. í leik sem þessum er hik sama og tap,“ sagði Kristján Arason eftir leikinn gegn Sovétmönnum. í sjálfum sér eru úr- slitin ekki slæm, ef við lítum á síðustu leiki Sovét- manna og kannski raunhæft að leggja allt kapp á að sigra Austur- Þjóðverja og Pólveija. En við hefð- um mátt vera ákveðnari í byijun,“ sagði Kristján. Kristján sagði að síðari hálfleik- ur hefði verið nokkuð góður, eink- um eftir að Sigurður Sveinsson kom inná. „Hann opnaði vömina og gaf okkur meira pláss. En það slæma við þennan leik, og alla leiki okkar í keppninni, var að við gerðum of mikið af mistökum í sókninni. Það er nokkuð sem við verðum að laga fyrir leikina gegn Austur-Þjóðveijum og Pólveijum og þá er að duga eða drepast," sagði Kristján. „Viðunandi tap“ Þorgils Óttar Mathiesen, fyrir- liði íslenska landsliðsins, sagði að átta marka tap væri viðunandi gegn Sovétmönnum. „Það er geysilega erfitt að leika gegn þessu liði og útkoman er ekki slæm.“ Þorgils sagði að íslenska liðið hefði leikið til sigurs en það væri afar hæpið að sigra Sovétmenn. „Við lékum rólega og reyndum að halda boltanum sem lengst. En Sovétmenn era með yfirburðalið og það er raunhæft að hugsa fyrst og fremst um hina leikina sem eftir era,“ sagði Þorgils „Of mörg hraðaupphlaup" „Þetta var eins og við var búist. Sovétmenn era með besta lið heims og við vissum á hveiju við áttum von. Við gerðum okkur því ekki miklar vonir um sigur, en fóram inná til að gera okkar besta,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. „Við gerðum hinsvegar mörg mistök og verst var að fá svo mörg hraðaupphlaup. Rúmlega helmingur marka þeirra kom þannig og við voram ekki nógu agaðir í sókninni." „Besta lið heims“ Valdimar Grímsson tók við stöðu Bjarka Sigurðssonar og lék allan leikinn. „Það var allt í lagi og ég kom óþreyttur til leiks, en ég get ekki sagt að ég sé ánægð- ur með úrslitin þó líklega hafi ekki verið við öðru að búast. Sovét- menn era með besta lið í heimi og það er gífurlega erfitt að leika gegn þeim,“ sagði Valdimar. „Vöm þeirra er ótrúlega sterk og þeir neyða okkur til að skjóta af löngu færi. Síðan vinna þeir boltann og skora úr hraðaupp- hlaupum. Við gerðum mörg mis- tök, en það gerðu Sovétmenn líka. Munurinn var bara sá að þeir fengu aukakast en við misstum boltann. Það fylgir því að vera bestur að þú færð dómarana til að bera virðingu fyrir þér,“ sagði Valdimar. „Hefði getað verið verra“ „Það er alltaf erfítt að leika Sovétmönnum og þessi leikur var enginn undantekning. Það er bara eins og þeir séu ekki mennskir,“ sagði Sigurður Sveinsson, sem kom inná í síðari hálfleik við mik- inn fögnuð áhorfenda í Bratislava. „Við hefðum átt að ná að halda þessu í sex marka mun en líklega getum við verið ánægðir með að halda þessu í horfinu eftir byijun- ina. Vöm þeirra er mjög erfið. Við fáum bara annan helminginn í sókninni og í vöminni er erfítt að eiga við þessa stóru menn. Þeir gefa manni tækifæri á línu- sendingum, en svo koma skyndi- lega stórar hendur og taka bolt- ann. Ég held að við eigum mögu- leika gegn Austur-Þjóðveijum og Pólvequm og verðum að leggja allt í þessa leiki,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Július Alexandr Tutsjkín skoraði flest mörk Sovétmanna í gærkvöldi eins og svo oft áður. Hér er þessi frábæri leikmaður mættur að vítalínunni og lætur vaða. Ekki þarf að spyija á leikslokum... Júgóslavar unnu í taugaspennuleik - og Spánverjar héldu sigurgöngu sinni áfram Júgóslavar lögðu A-Þjóðveija í miklum taugaspennuleik í Brat- islava í gær, 21:20. Júgóslavar byrj- uðu leikinn vel og komust í 5:1, en A-Þjóðveijar jöfnuðu, 5:5, ogþegar flautað var til leikshlés var staðan, 9:11, fyrir þá. Hoffmann varði frá- bærlega í marki A-Þjóðveijar og lokaði markinu um tíma. Spennan var í hámarki í seinni hálfleik, en jafnt var á öllum tölum upp í 18:18, er Isakovic jafnaði, 18:18. Hann hann gerði betur og bætti við tveimur mörkum, 20:18, en þá vora fimm mín. til leiksloka. Spennan var mikið eftir það og þegar staðan var, 21:19, lét Is- akovic veija vítakast frá sér. A- Þjóðverjar, sem léku maður á mann, náði að minnka muninn, en Júgósla- var sögnuðu sigri - 21:20. Tékknesku dómararnir Mosa og Rudinsky, sem dæmdu hér lands- leiki á dögunum gegn Rúmeníu og Sviss, komu mikið við sögu. Þeir dæmdu illa. Ráku sjö Júgóslava af velli og sex A-Þjóðveija. Isakovic skoraði sex mörk fyrir ÍSLAND - SOVÉTRÍKIN 19 : 27 Nafn Skot Mörk Varin Yfir oöa framhjá i atöng Fengln Vfti Útaf f 2 min Knatti fliataö Unuaend. sem gefur mark Skot- nýting Einar Þorvaröarson 4 Guömundur Hrafnkelsson 4 Þorgils Óttar Mathiesen 1 1 1 1 67% ValdimarGrímsson 3 1 1 1 1 1 33% Guömundur Guömundsson 3 2 1 1 1 67% Geir Sveinsson 9 6 3 1 67% Óskar Ármannsson 1 1 3 1 100% Alfreö Gíslason 7/2 5/2 2 3 2 71% Hóöinn Gilsson 4 2 1 1 1 1 60% Siguröur Sveinsson 1 1 1 2 1 Kristján Arason 7 2 5 4 4 28% Júlíus Jónasson Júgóslava, en Vujovic fimm og Saracevic fjögur. Frank Wahl skor- aði fimm mörk fyrir A-Þjóðveija. Winselmann skoraði fjögur. Spánvetjar halda sínu striki Spánveijar héldu áfram að skemmta sér og áhorfendum þegar þeir unnu Pólverja með sjö marka mun, 24:17. Lorenzo Rico varði eins og berserkur, eða alls 22 skot og vann hann hug og hjörtu áhorf- enda. Spánveijar reyndu ýmis leik- kerfi, sem yfirleitt gengu upp. Leik- gleði og liðsheildin var aðal Spán- veija, en Bogdan Wenta lék einleik hjá Pólverjum og skoraði hann níu mörk. Cabanas, Franch og Garalda skoraðu sín hvor fjögur mörkin fyr ir Spánveija. „Þurfum að laga u vomina Anatolí Evtutsjenko, þjálfari Sov- étmanna, var ánægður með leikinn og sigurinn, „en við þurfum að laga vömina,“ sagði hann eftir viðureignina. Evtutsjenko sagði að það væri engu líkt að spila í heimsmeistara- keppni, þar sem allt væri svo mikil- vægt og allt gæti gerst. „íslendingar hafa sýnt á undanfömum árum að þeir eru með gott lið. Auðvitað stefndum við að sigri eins og alltaf, en við gerðum okkur grein fyrir að það yrði erfitt." Þjálfarinn sagði að liðum væri refsað fyrir mistök og því hefði íslenska liðið fengið að finna fyrir, „en við lékum ekki óaðfinnanlega heldur — gerðum of mörg mistök í vöminni." Hann þakkaði Bogdan sérstaklega fyrir drengilega keppni og góðan leik, en sagði að ekkert væri sjálfgef- ið og leikurinn gegn Júgóslövum í dag yrði tvisýnn. „Ekki svo slæmt“ Þetta var í raun ekki svo slæmt — það er slæmt að tapa með tíu marka mun gegn Sovétmönnum, en níu mörk eða minna má segja að sé sigur, þvi þeir standa Frá miklu framar en allir Steinþóri aðrir og era að leika Guöbjartssyni handbolta eins og íBratislava hann verður almennt á næstu öld,“ sagði Bogdan Kowalc- zyk landsliðsþjálfari við Morgun- blaðið eftir leikinn. Bogdan var samt ekki ánægður með sína menn í fyrri hálfleik. „Við reyndum ýmislegt, en það gekk ekki upp. Óskar [Ármannssonj byijaði vel, en gerði sig síðan sekan um tvenn til þrenn tæknimistök. Mikið álag hefur verið á Kristjáni, hann var þreyttur og lék þvi ekki á fullu. Við fórum illa með færin og sátum eftir, en þetta lagaðist í seinni hálf- leik. En bjarta hliðin er að við eram enn með í keppni um að komast á Ólymíuleikana og næsta heimsmeist- arakeppni. Leikimir gegn Póllandi og Austur-Þýskalandi skipta því öllu.“ Ég spurði Bogdan hvort ekki hefði verið er rétt að taka Tutsjkín strax úr umferð. „Jú, Júlíus átti að fara út á móti honum en gerði það ekki nægilega vel. En það var meira að. Sigurður Sveinsson skaut ekki að marki, Alfreð og Kristján voru kraft- lausir, markvarslan var ekki góð. En það er alltaf erfitt að leika gegn Sovétmönnum og í raun á ekkert lið möguleika gegn þeim.“ Morgunblaðið/Júlíus Hoffmann, markvörður A-Þjóðveija, lék frábærlega gegn Júgóslövum í gær en varð þó að sætta sig við tapa. Hér hefur hann gripið knöttinn í leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.