Morgunblaðið - 06.03.1990, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRffiJUDAGUR 6. MARZ 1990
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
■ ALFREÐ Gíslason var kjörinn
besti leikmaður íslenska liðsins
gegn Sovétmönnum í gær. I liði
Sovétmanna var það hins vegar
_■■■ Mikaíl Jakímóvíts.
LogiBergmann M LORENZO
Eiðsson Rico var kjörinn
skrifar frá besti maðurinn í liði
Brafsiava Spánvei;ja er þeir
sigruðu Pólverja, og er þetta í
þriðja sinn í fjórum leikjum sem
Rico hlýtur þennan heiður.
■ BOGDAN Wenta, félagi Al-
freðs Gíslasonar hjá Bidasoa á
Spáni, var kjörinn besti maður
pólska liðsins. í leik Júgóslava og
Austur-Þjóðverja voru það Mile
Isakovic og Dieter Hoffinann sem
þóttu standa sig best og kom það
engum á óvart.
■ SIGURÐUR Gunnarsson lék
ekki með í gær heldur fylgdist með
frá áhorfendapöllunum. I leikhléi,
þegar staðan var 8:14 Sovétmönn-
um í vil, sagðist Sigurður vera
bjartsýnn og þetta ætti eftir að
skána til muna í síðari hálfleik. Sá
hluti spárinnar rættist, en ekki
síðari hlutinn — að Sovétmenn
myndu ekki sigra með meira en
þriggja marka mun.
■ HEIMSMEISTARAKEPPN-
IN í handknattleik er sótt af fleiri
þjóðum en þeim sem eiga þátttöku-
rétt. í höllinni í gær mátti sjá lands-
liðsþjálfara Egypta, sem fylgdist
grannt með gangi mála í leik Is-
lands og Sovétríkjanna. Þama
voru einnig Anders-Dahl Nielsen,
þjálfara danska landsliðsins og í
Zlin var Horst Bredemayer, þjálf-
ari Vestur-Þjóðverja.
Morgunblaöiö/Júlíus
Alfreð Gíslason, sem var kjörinn
besti maður íslands í gær, þrumar hér
að marki Sovétmanna.
Morgunblaðið/Júllus
Geir Sveinsson varð markahæstur í liði íslands í gærkvöldi með sex mörk. Hér svífur hann inn í teig Sovétmanna og blakar knettinum í netið.
Öf mikií virðing
íslensku leikmennirnir áttuðu sig of seint á því að óþarfi var að sýna minni-
máttarkennd gagnvart Sovétmönnum íverki
irllfnattloilr nn haA i/ita allir pn lanrlQ. L Z - IZHI H I T"
SOVETMENN eru góðir í handknattleik og það vita allir, en lands-
lið þeirra er ekki yfir önnur hafin, þegar út í keppni er komið.
Allir tala um að Sovétmenn séu á annarri hæð en önnur lið og
svo má vel vera, en það ástæðulaus að bera fyrir þeim virðingu
í leik. íslendingar féllu í þá gryfju ífyrri hálfleik hér í Bratislava
í gær, voru sex mörkum undir í hléi, 14:8, og náðu ekki að brúa
það bil, þrátt fyrir góðan seinni hálfleik. Þegar flautað var til
leiksloka var staðan 27:19 og var það óþarflega mikill munur.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifarfrá
Bratislava
Sovétmenn tóku þegar völdinn.
Sóknarleikur íslenska liðsins
var ekki nógu árangursríkur. til að
byija með, en Sovétmenn voru
snöggir upp á lagið
og nýttu hraðaupp-
hlaupin. Þeir fengu
frið til að athafna
sig og þá var mark-
varslan ekki upp á það besta.
Allt annað eftir hlé
í seinni hálfleik var allt annað
að sjá til íslensku strákanna. Miklu
munaði að Þorgils Óttar tók
Tutsjkín úr umferð og Kristján
stórnaði spilinu. Geir var öryggið
uppmálað á línunni, eins og reyndar
í fyrri leikjum, þegar hann hefur
MILLIRIÐILL
í OSTRAVA
SVlÞJÓÐ- TÉKKÓSLÓVAKÍA.26:20
UNGVERJALAND - S-KÓREA.27:24
FRAKKLAND - RÚMENÍA ...21:25
í DAG:
TÉKKÓSLÓVAKlA - FRAKKLAND
RÚMENlA - UNGVERJALAND
SUÐUR-KÓREA - SVfÞJÓÐ
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SVÍÞJÓÐ 3 3 0 0 76: 58 6
RÚMENÍA 3 3 0 0 76: 62 6
UNGVERJAL. 3 2 0 1 66: 67 4
TÉKKÓSL. 3 1 0 2 66: 75 2
S-KÓREA 3 0 0 3 72: 82 0
FRAKKLAND 3 0 0 3 57: 69 0
MILLIRIÐILL
í BRATISLAVA
ÍSLAND- SOVÉTRÍKIN ....19:27
SPÁNN - PÓLLAND........24:17
JÚGÓSLAVÍA- A-ÞÝSKALAND.21:20
IDAG:
SOVÉTRlKIN - JÚGÓSLAVI'A
PÓLLAND — ISLAND
AUSTUR—ÞÝSKALAND — SPÁNN
Fj. leikja u J T Mörk Stig
SOVÉTR. 3 3 0 O 87: 59 6
SPÁNN 3 3 0 0 61: 52 6
JÚGÓSLAV. 3 2 0 1 65: 58 4
A-ÞÝSKAL. 3 1 0 2 64: 72 2
iSLAND 3 0 0 3 57: 73 0
PÓLLAND 3 0 0 3 55: 75 0
fengið að vera með í sókninni, og
Alfreð reif sig upp og gerði glæsi-
leg mörk. En herslumuninn vantaði
og í stað þess að minnka muninn
enn meir, misstu þeir einbeitinguna
og Sovétmenn bættu við tveimur
mörkum á síðustu mínúdunni.
Engin skömm að tapa
Það er engin skömm að tapa
fyrir Sovétmönnum, en það er
óþarfi að vera með minnimáttar-
kennd gagnvart þeim og sýna það
í verki, eins og í fyrri hálfleik. ís-
lensku leikmennirnir áttuðu sig á
þessu í hálfleik, en þá var það of
seint.
Island - Sovétríkin 19 : 27
íþróttahöllin f Bratislava, heimsmeistarkeppnin I handknattleik - milliriðill, mánu-
daginn 5. mars 1990.
Gangnr leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 2:4, 2:7, 3:7, 4:9, 6:10, 6:12, 7:12, 7:14, 7:14, 8:16,
9:16, 11:16, 16:18, 12:20, 15:21, 15:22, 16:22, 17:24, 18:24, 19:25, 19:27.
ísland: Geir Sveinsson 6, Alfreð Gíslason 5/2, Guðmundur Guðundsson 2, Héðinn
Gilsson 2, Krístján Arason 2, Óskar Ármannsson 1, Valdimar Grímsson 1, Þorgils
Óttar Matthiesen, Sigurður Sveinsson, Júlíus Jónasson.
Varin skot: Einar Þorvarðson 4, Guðmundur Hrafnkelsson 4.
Utan vallar: 2 mínútur.
Sovétríkin: Tutsjkfn 7/2, Jakímovítsj 5, Sharovarov 5, Atavín 3/1, Gopín 2, Tíum-
enstv 2, Karsakevítsj 1, Nesterov 1, Svírídenko 1.
Varin skot: Lavrov 11, Kustov 4.
Utan vallar:6 mínútur
Áhorfendur: 3.000.
Dómarar: Nusser og Struik frá Hollandi.
íslenska liðið hefur sýnt það hér
í Tékkóslóvakíu að það er brot-
hætt. Reynslan hefur ekki skilað
sér sem skyldi og leikmenn hafa
gert sig seka um slakan sóknarleik,
sem hefur komið þeim í koll. Talað
hefur verið um meiri breidd en oft
áður. Nú voru lykilmenn greinilega
þreyttir, en óþreyttu mennimir,
Óskar, Sigurður Sveinsson og Héð-
inn, voru ekki nógu ákveðnir. Þá
komust markverðimir ekki í takt
við leikinn, en við höfum fengið að
finna það í þessari keppni hvað
markvarslan skiptir gífurlega miklu
máli.
íí
„Móðgun við keppnina
- að þessir menn skuli dæma, segir Guðmundur Guðmunds-
son um hollensku dómarana í leiknum gegn Sovétmönnum
Það er móðgun við leikmenn og
keppnina að þessir menn skuli
dæma. Þeir hafa oft dæmt hjá ís-
lendingum og alltaf eins og fífl og
■^■■■■1 við emm orðnir
Logi Bergmann býsna þreyttir á
Eiðsson þeim,“ sagði Guð-
mundur Guðmunds-
son eftir leikinn
gegn Sovétmönnum í gær. „Ég er
alls ekki að segja að við höfum
tapað leiknum fyrir þeirra sakir en
það vekur vissulega upp einhveijar
skrifarfrá
Bratislava
spurningar að þessir dómarar
dæma leik eftir leik í heimsmeist-
ara- og Evrópukeppni," sagði Guð-
mundur.
Leikmenn íslenska liðsins voru
mjög óhressir með dómara eftir
leikinn og sögðu þá hafa borið mikla
virðingu fyrir sovéska liðinu. Það
mátti ekki snerta Tutsjkín og þegar
þeir misstu boltann þá fengu þeir
hann strax aftur,“ sagði Sigurður
Sveinsson.
Þessir dómarar eru íslendingum
vel kunnir. Þeir dæmdu leik Víkings
og Vestmanna í Evrópukeppni fé-
lagsliða í Færeyjum fyrir nokkrum
árum en þar munaði einu marki að
Víkingar féllu úr keppni. Þeir
dæmdu einnig leiki hjá unglinga-
landsliðinu á Spáni við litla hrifn-
ingu íslendinga og síðast en ekki
síst dæmdu þeir leik Vals og
Magdeburgar í Austur-Þýskalandi
í fyrra en þar féllu Valsmenn úr
keppni á umdeildan hátt.