Morgunblaðið - 06.03.1990, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐK) IÞROTT1R ÞRŒUUDAGUR 6. MARZ 1990
KÖRFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Naumt hjá
Njarðvík
„Ætlum okkur ekkert annað en sigur í Hafnar-
firði," sagðiTorfi Magnússon þjálfari Hauka
„ÞETTA var spennandi og vel
leikinn ieikur sem gat farið á
hvorn veginn sem var. Ég er
tiltölulega ánægður með mína
menn og nú ætlum við okkur
ekkert annað en að sigra
Njarðvíkinga með meira en
þriggja stiga mun í síðari leikn-
um í Hafnarfirði á fimmtudags-
kvöldið," sagði Torfi Magnús-
son þjáífari Hauka eftir leik
UMFN og Hauka i Njarðvík á
sunnudaginn. Njarðvíkingar
sigruðu með tveggja stiga
mun, 86:84 og því má búast
við að róðurinn geti orðið
strembinn hjá þeim í síðari
leiknum.
Leikurinn var bæði spennandi
og ágætlega leikinn á köflum.
í fyrri hálfleik voru miklar sveiflur
í leik liðanna, Njarðvíkingar höfðu
oftast frumkvæðið
Bjöm og undir lok hálf-
Blöndal leiksins virtust þeir
skrifar vera ag na yfjr-
hendinni eftir vel
heppnaða pressuvöm og höfðu 8
stiga forystu í hálfleik, 50:42. Hafn-
firðingar voru þó fljótir að jafna í
síðari hálfleik og eftir það skiptust
liðin á að halda forystunni allt til
leiksloka þegar Patrick Releford
tókst að tryggja Njarðvíkingum sig-
ur á síðustu sekúndum leiksins.
Bestur í liði Njarðvíkinga var
Patrick Releford, Teitur og ísak
ollu vonbrigðum og voru langt frá
sínu besta. Hjá Haukum var meiri
breidd, Jonathan Bow, Pálmar Sig-
urðsson, ívar Ásgrímsson og Jón
Amar Ingvason áttu allir góðan
leik.
„Ég er síður en svo svartsýnn
með síðari leikinn og spái því að
við sigrum með 10 stiga mun,“
sagði Ámi Lámsson þjálfari
Njarðvíkinga. „Það sem fór úrskeið-
is hjá okkur var að lykilmennimir
í liðinu gerðu ekki það sem fyrir
þá var lagt og gerðu of mikið upp
á eigin spýtur. Við verðum búnir
að laga það sem aflaga fór fyrir
fímmtudaginn og þá ætlum við okk-
Yale
handtalíur
Nfðsferkar, léttar o§ litlar
Yale - gæði - ending
% JÚHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 Sundib0f| 13 - IM Rryk^vik - Simi 666SM
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
ur ekkert annað en sigur, það er
engin spuming,“ sagði Árni Láms-
son.
Slök hittni varð Keflvíkingum
aö fótakefli
KR-ingar hafa 9 stig til góða
þegar þeir mæta Keflvíkingum
í síðari leik undanúrslita bikar-
keppni Körfuknattleikssambands-
ins (KKÍ) nk.
fimmtudag. Unnu
þeir fyrri leik lið-
anna á sunnudags-
kvöld með 64 stig-
um gegn 55.
Leikurinn verður lengi í minnum
hafður vegna lítils skors því á fyrstu
16 mínútunum skomðu þeir aðeins
12 stig. Bæði var vöm KR-inga
mjög góð og Keflvíkingar óvenju
óhittnir.
KR-ingar héldu undirtökum
framan af og náðu góðri forystu,
26:12, en þá var Páll Kolbeinsson,
besti maður KR-inga tekinn útaf.
Við það datt allur broddur úr leik
KR og Keflvíkingar beittu nýrri
vamaraðferð; pressuðu vel á móti
og tókst með því hvað eftir annað
að brjóta sóknarleik KR-inga niður.
Tókst Keflvíkingum þannig að
minnka muninn í aðeins fímm stig
í halfleik.
í seinni hálfleik var lengst af
mikil spenna. Ákaft hvattir af
áhorfendum sem vom langflestir
Suðumesjamenn léku Keflvíkingar
mun ákveðnar og betur framan af
seinni hálfleik. Tókst þeim fljótlega
að jafna og komast síðan yfír,
41:40, þegar 13 mínútur vom eftir.
Næstu mínútumar vom mjögjafnar
en þegar bæði Sandy Anderson og
Guðjón Skúlason komust í villu-
vandræði og vom látnir hvíla hvarf
einbeiting þeirra og KR-ingar náðu
aftur þeim tökum, sem þeir höfðu
á leiknum í fyrri hálfleik. Sigu þeir
fram úr og juku smátt forystuna í
níu stig. Kunna þau að reynast
þeim dýrmæt í seinni leiknum, en
samanlagður árangur úr báðum
leikjum ræður hvort liðið leikur til
úrslita um bikar KKÍ.
BLAK
Mikilvægur sigur KA
KA-menn skelltu Þrótti, 3:0, á
laugardaginn og eiga þeir
möguleika á að verja meistaratitil-
inn. Endurkoma Stefáns Jóhannes-
sonar efldi KA-liðið, sem vann hrin-
urnan 15:10, 15:12, 15:8.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sandy Andorson treður knettinum ofaní körfu KR-inga.
Frá Bob
Hennessy
í Englandi
AKEEM Olajuwon, miðherji
Houston Rockets, varð um helgina
þriðji leikmaðurinn í sögu NBA-
deildarinnar til að ná „fjarkanum"
— ná tveggja stafa
tölu á flómm
vígstöðvum; hann
gerði 29 stig, tók
18 fráköst, gaf 10
stoðsendingar og varði 11 skot.
Þeir sem náð hafa þessum árangri
áður em Alvin Robertsson (1986
með San Antonio Spurs) og Nate
Thurmont (1974 með Chicago).
Robinson náði tveggja stafa
tölunni í „stolnum" boltum, en varði
ekki svo mörg skot, enda bakvörð-
ur.
■ GREG Norman, kylfíngurinn
snjalli, sigraði á mikilli golfhátíð í
Miami um helgina. Hann var langt
á eftir efstu mönnum fyrir síðasta
dag, en lék síðustu 19 holurnar
(keppnin fór í bráðabana) á 12 hol-
ur undir pari. Keppnin var liður í
bandarísku PGA-keppninni. Kapp-
inn náði erni (tveimur undir pari)
á fyrstu holu í bráðabana — vipp-
aði beint ofan í holuna af níu metra
færi, utan flatar. Norman fékk
andvirði rúmlega 15 milljón ísl.
króna í verðlaun.
■ EINN besti leikmaður háskóla-
deildarinnar í körfuknattleik, Hank
Gathers, lést eftir að hafa troðið
knettinum í körfu um helgina. Lið
hans, Loyola Marymount, var að
leika í úrslitakeppninni í Kaliforníu
á sunnudag. Hank, sem var besti
maður liðsins og einn allra besti
leikmaður deildarinnar, hafði ný-
lega troðið eftir hraðaupphlaup og
var að koma sér í varnarstellingu
fyrir svæðispressu er hann fékk
hjartaáfall og féll á gólfið. Hann
féll einnig niður í leik í desember,
og þá kom í ljós að hann var með
hjartagalla. Leikmaðurinn hefur
verið í stöðugum rannsóknum síðan,
á lyfjameðferð og læknar höfðu
gefíð honum leyfí að halda áfram
að leika.
SKOTLAND
Vítaspyrna
varlnfrá
Guðmundi
Guðmundur Torfason og sam-
herjar hjá St. Mirren eru í
næst neðsta sæti í skosku úrvals-
deildinni. Liðið tapaði 0:1 á heima-
velli um helgina fyrir Hibemians.
Guðmundur fékk tvö góð færi á að
skora. Á 58. mín. tók hann víta-
spyrnu en Gorum markvörður varði
skot hans og á lokamínútum leiks-
ins skallaði Guðmundur að marki,
Goram átti ekki möguleika á að
veija, en var svo heppinn að vamar-
maður náði að spyrna knettinum
frá á marklínunni.
HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA
Ragnheiður skoraði ellefu
- þegar Stjarnan lagði FH-stúlkur 21:30
STJÖRNUSTÚLKUR unnu auðveldan sigur á FH í Hafnarfirði á
sunnudag. Stjarnan var með f imm marka forskot í leikhléi, 9:14
og sigraði örugglega 21:30.
Stúlkumar í FH byrjuðu vel og náðu þriggja marka forskoti 5:2.
Gestimir voru aðeins seinni í gang, en náðu síðan yfirhöndinni um
miðjan fyrri hálfleik og vom með gott forskot í leikhléi.
Stjaman lék á alls oddi í síðari hálfleik og var um tíma komin með
ggg/KMBKI 12 marka forskot. FH-ingar náðu að laga stöðuna örlitið
Katrín fyrir leikslok, en ömggur sigur Stjömunnar var í höfn.
Friðriksen Eva Baldursdóttir og María Sigurðardóttir vom atkvæða-
skrifar mestar FH-inga, en Ragnheiður Stephensen skoraði lang-
mest fyrir Stjömuna, alls 11 mörk. Þá voru Erla Rafns-
dóttir og Kristín Blöndal atkvæðamiklar.
SKÍÐI / BIKARMOT SKI
Tvöfalt hjá Ástu og Kristni
Asta Halldórsdóttir frá ísafirði
og Kristinn Björnsson frá
Ólafsfírði sigruðu tvöfalt á fyrsta
bikarmóti SKÍ í alpagreinum sem
fram fórjá ísafirði um helgina.
Keppt var í tveimur svigmótum.
í fyrra sviginu, sem fram fór á
laugardaginn, varð Ásta rúmlega
sekúndu á undan Maríu Magnús-
dóttur frá Akureyri. Sama röð var
hjá stúlkunum á sunnudasginn,
en munurinn þá aðeins meiri.
Guðrún Kristjánsdóttir frá Akur-
eyri keyrði út úr brautinni í síðari
umferð báða dagana.
Kristinn Bjömsson hafði sömu
yfirburði í karlaflokki. Á laugar-
daginn var hann rúmlega sekúndu
á undan Vilhelm Þorsteinssyni og
á sunnudag var svo til sami mun-
ur á þeim félögum, sem aftur
deildu fyrsta og öðru sætinu.
Reykvíkingar, sem ætluðu að
senda 12 manna lið, komust ekki
vestur þar sem ekki var flugfært
frá Reykjavík til ísafjarðar á
föstudaginn.
Úrsiit / B10