Morgunblaðið - 06.03.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 06.03.1990, Síða 5
B 5 Svensson lokaði sænska markinu MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 6. MARZ 1990 Svíarí „byssuleiku Svíar eru geysilega bjartsýnir og stefna þeir að því að leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Þeir hafa ekki fengið verðlaun á HM síðan 1964. Þá fengu þeir silf- ur eftir að hafa tapað fyrir Rúmen- um, 22:25, í úrslitaleik. Svo skemmtilega vill til að þjóðirnar koma nú til með að beijast um það í milliriðli hvor leikur til úrslita nú. „Það er geysilega létt yfir Svíum og allir undirbúningur gekk út á það að leikmenn hefðu gaman af því sem þeir væru að gera. Undir- búningurinn var ekki mikill og leik- menn sænska liðsins fengu langt helgarfrí áður en þeir héldu til Tékkóslóvakíu," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðs- maður íslands. Þorbergur sagði að gott dæmi um léttleikann í herbúðum Svía hafi komið fram í frídeginum á milli leikja í riðlakeppninni. Þá fóru leikmenn sænska liðsins upp í sveit og til að handleika riffla á skot- brautum. Þeir háðu þar keppni og skemmtu sér konunglega í „byssu- leiknum." „Svíar hafa leikið geysilega sterkan vamarleik og markvarsla þeirra hefur verið frábær. Hraðaupphlaup hafa verið vel út- færð og þá hafa Svíar farið sér hægt i sóknarleiknum. Gefið sér góðan tíma til að skapa sér tæki- færi. Þeir léku frábærlega gegn Ungveijum í riðlakeppninni - og voru mest yfir, 23:11, en síðan leyfðu þeir sér þann munað að slaka á undir lokin, enda sigur þeirra aldr- ei í hættu - 25:20,“ sagði Þorberg- ur. Frá Þorbergi Aöalsteinssyni í Svíþjóö Svíar tryggðu sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Barcelona þegar þeir unnu Tékka, 26:20, í Ostrava í gærkvöldi. Tékkar veittu Svíum harða keppni í byijun, er þeir léku upp á línuna. Þegar staðan var 8:8 var Mats Olson tekinn úr marki Svía og hinn 20 ára Thom- as Svensson fór í markið. Það var eins og við manninn mælt - hann hreinlega lokaði markinu. Svíar breyttu stöðunni í 15:9 á sjö mín. kafla, en þannig var staðan í leik- hléi. Þeir voru svo með leikinn í sínum höndum í seinni hálfleik, eftir að þolinmæði Tékka var á þrotum í stöðunni, 15:11. Svíar léku agaðan og árangursríkan handknattleik. Létu knöttinn ganga manna og milli og luku sóknum sínum þegar við átti. Svensson varði alls sextán skot í leiknum. Wislander skoraði fimm mörk og Per Carlén fjögur. Setlin skoraði sex mörk fyrir Tékka og homamaðurinn Liptak fimm. Staffan Olsson, einn besti leikmað- ur sænska liðsins. HM-hópurinn ekki ánægður með sóknarleik íslands: „Það er búið að kortleggja sóknar- leik íslenska liðsins“ „ÞAÐ hefur komið fram í leikj- um íslenska liðsins íheims- meistarakeppninni að and- stæðingar okkar eru búnir að kortleggja íslenska liðið og eiga þeir svar við öllum leik- kerfum liðsins. Landsliðið hef- ur ekki komið með ný kerfi f f jögur ár,“ sagði Jón Erlends- son, fyrrum formaður lands- liðsnefndar HSÍ, þegar HM- hópur Morgunblaðsins kom saman á Fógetanum í gær til að sjá leik íslendinga og Sovét- manna. enn voru sammála því að leikkerfi íslenska liðsins væru orðin úr sér gengin. Sóknar- leikur liðsins byggist of mikið á því að leikmenn koma þvert á vöm andstæðinganna - í staðin fyrir að stimpla á milli varnarleikmanna. „Það er eins og skyttur okkar eiga í erfiðleikum með að stökkva upp og skjóta. 70%*af mörkunum í fyrri hálfleik vom skomð af línu, eða úr homum. „Strákamir eiga erfitt með að koma skotum á markið frá níu metra línunni," sagði Guðjón Jónsson, fyrram landsliðsmaður úr Fram og félagi hans Sigurður Ein- arsson sagði að of mikið væri um hnoð inn á miðjuna. „Það er greinilegt að Bogdan, landsliðsþjálfari, hefur verið búinn að bóka tap áður en leikurinn hófst. Það er því einkennilegt að hann gefi ekki þeim Sigurði Sveinssyni og Júlíusi Jónassyni, sem er fram- tíðarleikmaður liðsins, tækifæri til að spreyta sig,“ sagði Guðmundur Gústafsson, fyrrum landsliðamark- vörður úr Þrótti, er staðan var 12:6 fyrir Sovétmenn og sóknarleikur íslenska liðsins hafði verið „leik- leysa" eins og Karl Benediktsson sagði. „Strákamir gera sig seka um ýmsar ævintýralegar sendingar.“ Brúnin á mönnum lyftist þegar Sigurður Sveinsson var settur inná í seinni hálfleik og við það breyttist leikur liðsins. „Sigurður hefur kom- ið með meiri kraft og ógnun,“ sagði Sigurður Einarsson. „Það er meiri léttleiki yfír leik liðsins síðan að Sigurður var settur inná. Þjálfarar verða að treysta fleiri leikmönnum en sjö þegar leikið er í eins erfiðri keppni og HM er,“ sagði Karl Bene- diktsson og hann bætti við: „Það er afar slæmt þegar leikmenn gera fímmtán ljót mistök í leik, eins og þeir gerðu gegn Sovétmönnum. Það er ekki hægt að vinna leiki þegar það á sér stað.“ Sigurður Einarsson var næstur þvi að spá rétt. Hann spáði Sovét- mönnum sigri, 25:19. Morgunblaðið/Bjarni Sigurbergur Sigsteinsson var ekki ánægður með lokakafla íslenska liðsins. þá góðum leikkafla, jöfnuðu og komust yfír, 11:10, fyrir leikhlé. Jón Erlendsson, fyrmm formaður landsliðsnefndar HSÍ, gerði úttekt á leiknum í leikhléi og sagði: „Þetta er dæmigerður leikur sem við verð- um að vinna. Sigur hefur mikið að segja þegar í milliriðil er komið. Það vantar alla einbeitingu í leik (slenska liðsins. Strákamir þurfa fyrst og fremst að ná tökum á sjálf- um sér og því sem þeir em að gera, áður en þeir fara að hugsa um að ná tökum á andstæðingnum,“ sagði Jón og hann ræddi síðan um fálm- kenndan sóknarleik liðsins. „Það var hárrétt hjá Bogdan að setja tvo leikmenn inn á línuna - Geir Sveinsson við hlið Þorgils Óttar Mathiesen. Við það kom losara- bragur á vöm Júgóslava og þeir voru þvingaðir aftur. Við þetta gátu þeir ekki eingöngu hugsað um að stöðva skyttur íslenska liðsins. Þeir urðu einnig að hugsa um h'numenn- ina sem voru á ferðinni fyrir aftan þá. Annars hafa leikmenn íslenska liðsins virkað þungir og svifaseinir. Vegna þess hvað þeir em þungir hafa þeir brotið óþarflega gróft. Þá hafa leikmennirnir verið of sein- ir aftur þegar Júgóslavar hafa feng- ið hraðaupphlaup," sagði Jón. íslenska liðið byijaði seinni hálf- leikinn vel og þegar Alfreð Gíslason skoraði, 12:10, með góðu lang- skoti, sagði Bjami Jónsson: „Þannig á að gera þetta. Alfreð verður að fá knöttinn á ferðinni. Þá stöðvar hann enginn.“ „Já, það hefur algjörlega vantað mann til að hjálpa skyttunum. Leika þær uppi og skapa þeim færi til að koma skotum í gegn,“ sagði Guðjón Jónsson. „Júgóslavarnir eru byijaðir að rífast. Þetta lofar góðu,“ sagði Karl Bendiktsson, þegar staðan var 16:14 fyrir ísland og leikmenn íslenska liðsins í sókn. „Ef við náum þriggja marka forskoti nú, þá höf- um við leikinn í okkar höndum," sagðf Karl Jóhannsson. Það var ekki svo gett. Leikmenn vom of bráðir og misheppnað skot eftir stutta sókn var okkur dýr- keypt. Júgóslavar skomðu. „Hvar er reynslan?“ spurði Guðjón Jónsson þá og var ekki ánægður. Þegar staðan var 17:15 fyrir ísland, hmndi leikur íslenska liðsins. „Hvað er að gerast? Strákarnir leika ekki sem liðsheild, heldur sem örvænt- ingarfullir einstaklingar,“ sagði Sigurbergur Sigsteinsson, er staðan var á augabragði orðin 17:21, fyrir Júgóslava. „Þetta er búið,“ sagði Karl Jóhannsson er staðan var 18:22, og 8 mín. til leiksloka. „Þjálfari Júgóslava er klókur „póker8pilari“ við borðið. Hann virðist alltaf vera með ný tromp á hendi, sem hafa náð að slá Bogdan út af laginu," sagði Karl Benedikts- son. Lokakaflinn var átakanlegur og ísland mátti sætta sig við sjö marka ósigur, 20:27. Jón Erlendsson spáir í leik íslands og Júgóslavíu. Morgunblaðið/Bjarrti HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Kristján hefur skorað flest HM-mörk Bætti met Gunnlaugs Hjálmarssonar Kristján Arason náði að slá markamet Gunnlaugs Hjálm- arssonar í lokakeppni HM, er hann skoraði þijú mörk í leiknum gegn Júgóslavíu. Gunnlaugur var marka- hæstur fyrir leikinn með 49 mörk, sem hann skoraði 1958, 1961 og 1964, en Kristján hafði skorað 48 mörk. Kristján skoraði þijú mörk í leiknum og síðan bætti hann tvö mörkum við gegn Sovétmönnum í gærkvöldi, þannig að hann hefur skorað 53 HM-mörk. Þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir ísland í lokakeppni HM, em: Kristján Arason.....................53 Gunnlaugur Hjálmarsson..............49 Ragnar Jónsson......................35 Axel Axelsson........................32 Geir Hallsteinsson..................31 Atli Hilmarsson......................28 Björgvin Björgvinsson...............23 Sigurður Gunnarsson Guðmundur Guðmundsson KarlJóhannsson. Gunnlaugur Hjálmarsson sést hér faðma Guðjón Ólafsson, markvörð úr KR, eftir fyrsta sigur íslands í HM - 13:11 gegn Rúmeníu 1958. Aðrir á myndinni eru Kristófer Magnússon, Ragnar Jónsson og Birgir Bjömsson. Morgunblaðið/Júlíus Kristján Arason sækir að vöm Sovétmanna í Bratislava í gærkvöldi. Kristján hefur ekki náð sér á strik í heimsmeistarakeppninni, en vonandi verður hann búinn að Stilla „'fallbyss- una“ fyrir leikina gegn Pólveijum og A-Þjóðveijum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.