Morgunblaðið - 06.03.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 06.03.1990, Síða 4
 4 B MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MÚÍXJUDAGUK 6. MARZ 1990 -41 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Gunnlaugur Hjálmarsson og Ingólfur Óskarsson stíga villtan stríðsdans eftir sigurinn í Bratislava. HM-hópur Morgunblaðsins: „Strák- amir verðaað ná tökum á sjálf- umsér - áðuren þeirfaraað hugsa um að ná tök- um á andstæðingn- um," sagði Jón Erlendsson ÞAÐ var eftirvænting í HM- hópi Morgunblaðsinser hann kom saman á Fógetanum á laugardaginn - fyrir leik ís- lands og Júgóslavíu. Áður en leikurinn hófst ræddu menn leikina gegn Kúbu og Spáni og voru sammála um að leikmenn íslenska liðsins hafi ekki leikið sem liðsheild í þeim leikjum og þá hafi stjórnun frá bekkn- um ekki verið nægilega sann- færandi. Fljótlega í leiknum gegn Júgóslövum kom í ljós að varn- arleikur íslenska liðsins væri ekki traustvekjandi og einnig væri sókn- arleikurinn ekki markviss. Júgósla- var náðu að klippa á sóknaraðgerð- ir íslenska liðsins. Bjarki Sigurðsson var eini leikmaðurinn sem lét að sér kveða. „Það vantar alla fótavinnu í vöm íslenska liðsins. Leikmenn eru ekki nægilega fljótir að keyra til hliðar til að stöðva gegnumbrot og þá er hávörnin ekki traust,“ sagði Karl Benediktsson, fyrrum landsliðs- þjálfari. „Alfreð er blindur til vinstri. Jakob Sigurðsson er ekkert notaður í horninu,“ sagði Bjarni Jónsson, þegar staðan var, 6:9, fyrir Júgó- slava. íslensku leikmennirnir náðu Karl Benedlktsson, þjálfari íslenska liðsins, fékk ókeypis flugferð að leik loknum. Svíar réðu ekki við „hringekjuna“ 26 ár síðan ísland vann Svíþjóð í sögulegum leik í Brat- islava 1964 í heimsmeistarakeppninni Aðeins tólf leikmenn fóru frá íslandi og var Karl Benedikts- son, þjálfari liðsins, tilbúinn sem þrettándi leikmaðurinn ef meiðsli ma kæmu upp í herbúð- SigmundurÓ. um íslenska liðsins. Steinarsson Karl lét Ingólf skrifar Óskarsson ekki leika fyrsta leikinn — gegn Egyptum — sem íslenska liðið vann, 16:8. Svíar þekktu ekki Ingólf og var hann því leynivopn þegar út i slaginn kom. Karl Bene- diktsson lumaði einnig á öðm leyni- vopni. Það var leikaðferð íslenska liðsins, sem fékk nafnið „Hringekj- an.“ Tveir reknir af leikvelli Þessi leikaðferð var nokkuð sem Svíar áttu ekki von á. íslensku leik- mennimir tóku leikinn strax í sínar hendur og hjálpaðist allt að. Frábær markvarsla Hjalta Einarssonar og stórleikur Ingólfs Óskarssonar, Ragnars Jónssonar og Gunnlaugs Hjálmarssonar. Um miðjan seinni hálfleikinn var staðan 8:6, fyrir ís- land og spennan orðin geysileg. Þá var þeim báðum vísað af leikvelli, Ingólfí og Gunnlaugi. Svíamir, sem voru tveimur fleiri, fóru þá að leika maður á mann. Ragnar Jónsson vissi hvað hann átti að gera. Hann þeyttist með knöttinn um allan völl með þtjá Svía á hælunum og tókst að tefja leikinn þannig að Svíum tókst aðeins að skora eitt mark tveimur fleiri. „Ég var að þrotum kominn og segi þá við Sigurð Einarsson: „Ég verð að fara útaf til að hvíla mig. Sigurðar öskrar þá á mig: „Ertu ræfíll, helv... þitt.“ Hann hafði keppnisskap í lagi. Ég hugsaði þá með mér að ég skyldi sýna honum að ég ætti dálítið eftir og hélt áfram. Ég gat svo baunað á hann glósum stuttu síðar þegar hann var að sprynga — og hafði gaman af,“ sagði Ragnar. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í íþróttahöllinni í Bratislava þegar Ingólfur og Gunnlaugur komu aftur inn á, enda höfðu leikmenn íslenska liðsins unnið hug og hjörtu áhorf- enda, sem kvöttu þá óspart áfram. Ingólfur skoraði fljótlega tvö mörk og þar með var sigurinn tryggður, en lokatölur urðu 12:10, eins og fyrr segir. „Ingólfur var frábær í leiknum gegn Svíum. Hann var látinn hvíla í leiknum gegn Egyptum og ég vissi að hann kæmi kolvitlaus til leiks. Við ákváðum að senda til hans „tuðruna" á réttu róli og Ingólfur sýndi hvers hann var megnugur,“ sagði Ragnar. íslenska landsliðið sem lagði Svía að veiii, 12:10, í Bratisiava 1964. Fremri röð frá vinstri - mörk í leiknum innan sviga: Guðjón Jónsson, Öm Hallsteins- son (1), Hjalti Einarsson, Guðmundur Gústafsson, Karl Jóhannsson og Sigurð- ur Einarsson. Aftari röð: Ragnar Jónsson, Einar Sigurðsson, Hörður Kristins- son (3), Gunnlaugur Hjálmarsson (3), Ingólfur Óskarsson (5), Birgir Björnsson og Karl Benediktsson, þjálfari. Hvemig var þessi leikaðferð, sem Svíar náðu ekki að veijast? „Knött- urinn var látinn byija hjá horna- manni og var síðan látinn ganga yfír völlinn, þannig að allir útileik- mennimir ógnuðu. Á meðan fylgdi homamaðurinn knettinum fyrir aft- an vamarmennina. Þannig opnaði hann fyrir skyttunum eða skapaði sér tækifæri. Knötturinn var látinn ganga hratt og ógnunin var mikil," sagði Ingólfur Óskarsson. „Höfðum ekki þrek“ Eftir þennan leik urðu margir til að lýsa hrifningu sinni á leik íslenska liðsins og menn innan al- þjóða handknattleikssambandsins sögðu að með sama áframhaldi gætu íslendingar leikið til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Það fór ekki þannig, því að áfallið kom í næsta leik. Islenska liðið mátti tapa með fimm marka mun fyrir Ung- verjum til að komast í milliriðil með :vö stig, sem fengust gegn Svíum. íslenska liðið tapaði með níu marka Tiun. Hvað gerðist? „Því er fljót- svarað. Við höfðum einfaldlega ekki þrek til að leika þijá leiki á fjórum dögum. Það tók sinn toll að leika á skapinu gegn Svíum. Ungveijar voru mun frískari en við og náðu níu marka sigri, 12:21. Þar með höfðu Svíar og Ungveijar hagstæð- ari markahlutfall en við og komust áfram,“ sagði Ingólfur. „Þetta var svekkjandi' eftir á. Við vorum aðeins feti frá því að leika til úrslita í heimsmeistara- keppninni. Ef við hefðum komist í milliriðil hefði það nægt okkur að vinna einn leik til að leika til úr- slita. Svíar léku til úrslita og máttu þola tap, 22:25, fyrir Rúmenum," sagði Ingólfur. Þess má geta til gamans að það eru margir í Bratislava sem muna enn eftir hinum sögulega leik ís- lands og Svíþjóðar. Þegar blaða- maður Morgunblaðsins var á ferð í Bratislaya á dögunum spunnust umræður um leikinn og sagði þá einn Tékkinn, sem sá hann, að hann myndi aldrei gleyma þessum leik — svo spennandi hafi hann verið. „ís- lenska liðið var frábært og sigurvilj- inn geysilegur." ÞEGAR íslenska landsliðið í handknattleik er nú komið til Bratislava rifjast upp einn sögulegasti leikur í handknatt- leikssögu íslands. Leikur ís- lands og Svíþjóðar í heims- meistarakeppninni 1964, sem lauk með sigri íslands, 12:10, íBratislava. Það varekki reikn- að með miklu af íslandingum, en aftur á móti voru Svíar tald- ir líklegastir til að endurheimta heimsmeistaratitil sinn, sem þeir unnu 1954 og 1958, en 1961 höfnuðu þeir í þriðja sæti. Svíar höfðu þá eytt mörgum milljónum kr. í undirbúning fyr- ir keppnina, en þess má geta að leikmenn íslenska liðsins borguðu að mestu ferð sína til Tékkóslóvakíu sjálfir. íslensku leikmennirnir fagna sigrinum gegn Svíum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.