Morgunblaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 12
FRJALSAR l/lí f HIIOWI JlSIfK <1 tfíHsjtnR* SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Zúrbriggen nálgast markmiðið Nær öruggur með fjórða heimsbikarsigurinn og að jafna þar með met Gustavo Thöni AÐEINS kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að Pirmin Zúrbriggen f rá Sviss vinni heimsbikarinn í alpagreinum í fjórða sinn og jafni þar með met ítalans Gustavo Thöni frá því 1975. Svisslendingurinn náði að auka forskot sitt á Norðmanninn, Ole Kristian Furuseth, í Veysonnaz í Sviss um helgina. Nú þegar aðeins fimm mót eru eftir í heimsbikarnum, þar af tvö brunmót, getur fátt komið í veg fyrir að Pirmin Ziirbriggen vinni titilinn í fjórað sinn. Hann hefur nú 312 stig, 92 stigum meira en Ole Kristian Furuseth og 109 stig- um meira en Gunther Mader. Á laugardaginn var keppt í síðasta stórsvigi vetrarins og þar sigraði Svíinn Fredrik Nyberg í sínu fyrsta heimsbikarmóti. Hann hafði aldrei náð að vera á meðal tíu efstu í vetur og því kom sigur hans mjög á óvart. Pirmin Ziirbriggen er nær örugg- ur með að jafna met ítalans Gustavo Thöni. KRAFTLYFTINGAR / ISLANDSMOT Sjö Islands- metféllu - á Islandsmótinu í Njarðvík. Jón Gunnarsson úr KR stigahæstur JÓN Gunnarsson úr KR, sem gengur undir nafninu „Bóndinn" meðal lyftingamanna hlaut flest stig á íslandsmótinu íkraftlyft- ingum sem fram fór f íþróttahúsinu í Njarðvík á laugardaginn. Jón sem keppir í 90 kg flokki hlaut 475 stig og sigraði öruggleg ísínum flokki. Hann lyfti 315 kg. í hnébeygju, 177,5 kg. í bekk- pressu, 312 kg. i réttstöðulyftu og samanlagt 805 kg. Jón Páll Sigmarsson hinn heimskunni aflraunamaður sem var meðal kep- pena á mótinu sagði að Jón væri geysilega efnilegur og líklegur til stórafreka í framtiðinni. Á mótinu féllu 7 íslandsmet. Oskar Sigurpálsson, formaður Kraftlyftingasambandsins, sagðist vera ánægður með mótið í heild og árangur væri í samræmi við væntingar. Björn „Evrópumeistara- Blöndal mótið í kraftlyfting- skrífar um fer fram hér á landi í maí og menn stíluðu á að ná sínu besta á því móti,“ sagði Óskar. Jón Páll Sigmarsson huggðist bæta íslandsmet sitt í réttstöðu- lyftu, en bakmeiðsli tóku sig upp hjá honum í mettilrauninni þegar ■ hann var kominn með 375,5 kg. á stöngina. Helgi Jónsson KRA sem keppti í 52. kg. flokki setti 3 íslandsmet, í hnébeygju þar sem hann lyfti 117,5 kg., í bekkressu þar sem hann lyfti 77,5 kg. og í samanlögðu 332,5 kg. Eitt með féll í þyngri flokkunum, Baldvin Skúlason KR sem keppti í 110 kg. flokki setti íslandsmet í bekkpressu - lyfti 222,5 kg. Þá setti Jóhannes Eiríks- son UMSB sem keppti í 56 kg. GETRAUNIR: flokki unglingamet í hnébeygju - lyfti 132,5 kg. Konumar létu sitt ekki eftir liggja og ung stúlka, Elín Ragnars- dóttir sem keppti í 67,5 kg. flokki setti 3 íslandsmet í sínum flokki. Hún lyfti 150 kg. í hnébeygju, 165 kg. í réttstöðulyftu og í samanlögðu 385 kg. Elín hefur tekið þátt í keppni undanfarin 3 ár. Hún sagði að áhugi sinn fyrir kraftlyftingum hefði vaknað á æfingum í líkamsræktar- stöð. Þjálfari sinn þar hefði hvatt sig til að æfa og tak þátt í keppni. Hjalti „Úrsus“ Amason ætlaði sér eins og Jón Páll að setja met, en þrátt fyrir gríðarleg átök tókst það ekki að þessu sinni. Hjalti keppti í 125 kg. flokki og þar jafn- aði hann þó íslandsmetið, lyfti 865 kg. í samanlögðu sem var mesta þyngd sem lyft var á mótinu. Þá má nefna Guðna Siguijónsson fyrr- um spretthlaupara sem nú hefur einbeitt sér að kraftlyftingum. Guðni sigraði ömggleg í sínum flokki. Furuseth vann stórsvigs- titilinn annað árið í röð Ole Kristian Fumseth tryggði sér sigur í stórsvigskeppni heimsbik- arsins með því að hafna í 8. sæti á laugardaginn. Hann og Gunther Mader vom jafnir að stigum, en Norðmaðurinn var oftar í betra sæti. Fumseth var ánægður með stórsvigstitilinn sem hann vann einnig í fyrra á sama stigafjölda og Zurbriggen. „Ég var mjög van- trúaður á að mér tækist að vinna titilinn og vissi að það mátti ekki mikið útaf bregða," sagði Furuseth. „Ég hef áhuga á að verða alhliða skíðamaður eins og Zurbriggen. Ég er ánægður með árangurinn í risa- sviginu og hef ákveðið að keppa í bruni á næsta keppnistímabili,“ sagði hann. Bittner bestur í svigi Armin Bittner, V-Þýskalandi, sigraði í svigkeppninni á sunnudag og það nægði honum til að vinna svigkeppni heimsbikarsins annað árið í röð, þó að eitt svigmót sé enn eftir. Alberto Tomba frá Ítalíu varð annar og Hubert Strolz, Austurríki, þriðji. Zurbriggen varð sjötti í sviginu og nældi þar í tíu stig. Hann sagði að það væri of snemmt að fagna sigri. „Það er mjög undarleg tilfinn- ing að ég skuli vera að ná því að jafna met Gustavo Töni þar sem þa hefur verið markmiðið á mínu síðasta keppnistímabili í heims- bikamum," sagði Ztirbriggen, sem nú er 27 ára. „Ég finn að ég keyri ekki eins ákveðið og áður til sig- urs. Það er eitthvað farið að gefa sig og ég held að það hafí verið rétt ákvörðun hjá mér að hætta eftir þetta tímabil," sagði Sviss- neski skíðakappinn. Á fímmtudag verður keppt í svigi í Geilo í Noregi, síðan verður keppt í risasvigi í Hemsedal og tímabilið endað í Salen og Áre í Svíþjóð. Urslit / B 11 Morjunblaðið/Björn Blöndal Elín Ragnarsdóttir setti 3 íslandsmet í sínum flokki á Islandsmótinu í kraft- lyftingum í Njarðvík. LYFTINGAR Frá Bill Melville í Skotlandi Gunnar , selti íslands- met GUNNAR Guðmundsson setti íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss á Evrópu- meistaramótinu sem fram fór í Glasgow í Skotlandi um helgina. Beate Anders varð fyrst kvenna til að ganga 3.000 metra á innan við 12 mínútum. Gunnar bætti met Aðalsteins Bemharðssonar í 200 metra um 11/100 úr sekúndu. Hann hlóp á 22,38 sek. Hann náði sér ekki á strik í 400 metra hlaupinu. Hann sat eftir í start- inu og varð síðastur í sínum riðli, hljóp á 49,40 sek. Gunnar átti sjálfur ekki von á að bæta sig þar sem hann var að stíga upp úr flensu viku fyrir mótið Pétur Guðmundsson var mjög óánægður með að hafa ekki komist í úrslit í kúluvarpinu. Hann varpaði 18;92 metra og varð í 13. sæti. „Ég er vonsvik- inn með þennan árangur,“ sagði Pétur sem á best 19,58 metra. „Ég á að geta gert betur. Ég náði að varpa kúlunni yfir 19 metra í upphitun. En þetta er aðeins fyrsta alvörumótið í vetur og ég þarf greinilega að taka þátt í fieiri sterkum mótum er lendis," sagði Pétur. Klaus Bodenmúller frá Aust- urríki sigraði óvænt í kúluvarp inu, varpaði 21,03 metra. Evr ópumeistarinn, Ulf Timmerman frá A-Þýskalandi, varð annar með 20,43 metra. Þórdís Gísladóttir stökk 1,80 metra í hastökki og hafnaði í 15. sæti. íslandsmet hennar er 1,88 metrar og var sett 1983. Þórdís var með dóttur sína, Helgu, sem er aðeins sjö mán- aða. Þessi árangur hennar, svo stutt eftir barnsburð, lofar góðu fyrir sumarið. Heike Henkel frá Vestur-Þýskalandi sigraði í há- stökkinu, stökk 2,00 metra. íslendingar unnu þrenn gullverðiaun á Möltu ÍSLENDINGAR únnu þrenn gullverðlaun og tvenn silfur- verðlaun á Evrópumóti smá- þjóða í ólympískum lyftingum sem fram fór á Möltu um helg- ina. Islenska landsliðið i lyftingum sigraði í stigakeppninni, en alls tóku níu þjóðir þátt í mótinu. Baldur Borgþórsson sigraði í 90 kg flokki, snaraði 140 kg og jafn- hetti 167,5 kg. Guðmundur Helga- son sigraði í 110 kg flokki, snaraði 145 kg og jafnhetti 190 kg. Gamla kempan, Guðmundur Sigurðsson, varð í öðru sæti í 100 kg flokki og Ingvar Ingvarsson varð einnig í öðru sæti, í 82,5 kg flokki. Loks varð Tryggvi Heimisson í fjórða sæti í 67,5 kg flokki. THffrr J”v ' í Morgunblaöið/Bjarni íslenska landsliðið í ólympískum lyftingum, ásamt „iukkutröllinu" Bubba Mortens. Þeir eru frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Helgason, Ingvar Ingvarsson og Baldur Bergþórsson og fyrir framan er Bubbi Mortens. Fjarverandi var Tryggvi Heimisson. LOTTO: 10 20 30 35 +18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.