Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 Þjóðkirkjan og samfélagið eftir Björn G. Jónsson Tilefni þessarar greinar er það, að ég nú tímabundið gegni starfi í sóknarnefnd við mína heimakirkju sem er ekki í sjálfu sér í frásögur færandi. En þetta starf hefur orðið mér m.a. tilefni til talsvert mikilla þenkinga um stöðu trúarinnar, kirkjunnar meðal_ einstaklinganna og þjóðarinnar. Ég veit að ég á mér mörg starfssystkin á þessum vettvangi, er hafa við misjöfn vandamál að glíma, en eitt er það vandamál sem trúlega angrar okkur flest, en það er langt um of dræm þátttaka sóknarbarna í safnaðar- starfi kirkjunnar. Það verkur mér jafnan undrun og ugg að sjá stóran árgang æsku- fólks ganga nýfermdan útúr kirkj- unni, vitandi það, ef að vanda læt- ur, muni stór hópur þessara ung- menna vart koma aftur inn í kirkj- una, nema af ærnu tilefni, þar til að þau verða þangað innborin í tré- kistu. Hér er vissulega eitthvert ósam- ræmi í háttum og siðum okkar er gefur tilefni til að hugleiða og ræða. Þetta eru mjög mikilvæg mál og ég tel mig ekki þess umkomin að kryfja nein þau mál til mergjar, en mér finnst á skorta með opna um- ræðu um kirkju okkar og trú. Að trúmál okkar séu mikilvæg, það er ekki spurning. Trúin og kirkjan eru sökkullinn í menningu þjóðarinnar, hún hefur og mótað réttlætiskennd okkar og siðgæðisvitund. Einnig vegna þess að svo er að sjá að hver einasti einstaklingur sé trúaður þrátt fyrir fullyrðingar sumra um að þeir séu trúlausir. En um þennan þátt mála þarf varla að deila, því að það hefur þráfaldlega sýnt sig, að þegar skyndileg stórslys og voða ber að höndum, þá er alltaf hið sama, ef einhver kemst til frásagn- ar úr voðanum: „Allir báðust fyrir.“ Að mínu viti þarf mikinn hroka og einhverja vissa heimsku eða blindni til að álíta sjálfan sig trúlausan og því fáránlegur misskilningur að álíta það eitthvað til að stæra sig af. Ég segi ekki að kirkjan eigi nú við mikla mótstöðu að stríða en hitt er miklu algengara að alltof margir sýna henni algjört afskipta- leysi og láta sig engu varða hennar mál. ■ MÁNUDAGINN 12. mars kl. 12 mun dr. Anne Griffiths lektor í skoskum sifjarétti við Edinborg- ar-háskóla, flytja fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskóla Is- lands. Fyrirlesturinn nefnist „Dis- puting the Family: Legal Rules of Social Processes“ og fjallar um sáttaumleitan í fjölskylduerjum meðal Kwena-ættbálksins i Bots- wana í Suður-Alríku, með sér- stakri hliðsjón af stöðu kenna. Fyr- irlesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar, og er öllum opinn. Dr. Anne Griffiths var fengin til að aðstoða við stofnun lagadeildar við Botswana-háskóla árið 1981. Hún fékk leyfi frá Edin- borgar-háskóla árið 1982 til að stunda rannsóknir á sifjarétti í Botswana, og beindist rannsóknin að því hvernig réttarvenjum og skráðum lögum er beitt við sættar- gerð í fjölskyldueijum í Molepol- ole-þorpi í Botswana. Hún varði doktorsritgerð sína um þetta efni við Lundúna-háskóla í janúar 1988. Síðan hefur hún haldið þess- um rannsóknum áfram í Botswana, auk kennslu í sifjarétti við Edin- borgar-háskóla. (Fréttatilkynning fVá lagadeild Háskóia ís- lands) Við verðum að vona að allir átti sig á að kirkjan og trúin eru fyrir einstaklingana en ekki öfugt. Trúin á að vera þess megnug að veita einstaklingnum leiðbeiningu og styrk, ekki síst á erfíðleikastundum. Hlutverk starfsmanna þjóðkirkj- unnar er þjónustuhlutverk við al- menning, styrkja einstaklinginn til hamingjúsamara og betra lífs og þá um leið efla velferð þjóðarinnar. Ef horft er yfír þessi mál, þá þarf tvennt til, kennimenn kirkjunn- ar þurfa að ná eyrum þjóðarinnar til að geta leiðbeint henni í trúar- legu tilliti. Og svo að hinu leytinu þurfa þeir sem leiðbeina að vera færir um það. Ef við athugum fyrst hve margir vilja halda trú sinni leyndri eða útaf fyrir sig, þá tekur hver sá einstaklingur, sem þann háttinn velur, mikla áhættu, því trúna er mjög erfítt að þróa og varðveita, einn og með sjálfum sér. Hættan er sú að við þær aðstæður staðni hún og visni. Það er sagt að Islendingar séu mjög lokaðir og eigi þá erfítt með að tjá sig um trú sína. En hér kemur kannski fleira til, ef við lítum til fyrri áratuga á þessari öld, þá var áberandi meðal menntamanna og skálda það sem kalla má menntahroka. Margir létu almenning óspart heyra hversu fá- fróður hann væri, þeir skrumskældu trúarbrögð Iandsmanna og háttu kristins fólks, bæði í ræðu og riti, töldu trúna bera vitni um fáfræði og hjátrú. Það voru kannski þessar árásir sem varð byijun þess að fólk fór að halda trúarbrögðum sínum útaf fyrir sig. Ef rætt er um þróun trúar okkar á þessari öld verður ekki hjá því komist að minnast á það pólitíska fárvirði er geisaði hér fyrir og um miðja öldina. Hjá mörgum varð hið pólitíska ofstæki slíkt að ekki reyndist pláss í huganum fyrir trúarbrögð, svo fólk týndi guði sínum og hefur sumt kannski ekki fundið hann aftur. Ég á hér ekki síst við þá er létu heillast af „roðanum úr austri". En öfgaöfl úr austri áttu hér hug og hjarta 20% þjóðarinnar er hæst fór. Það er varla þörf á að rifja það upp fyrir fólki, að af boði valdhafa úr austri þótti knýjandi nauðsyn að útrýma fagnaðarboðskap Jesú Krists og trúariegum arfi, þess að akurinn væri nýplægður og fólk betur undir það búið, að taka við hinu nýja fagnaðarboði þeirra Karls Marx og Lenins. Og það var sárast að þar í flokki voru ekki síst þeir sem höfðu það hlutverk að mennta þjóðina og er það trúa mín að ekk- ert það afl hafi náð eins miklum árangri í að afkristna einstaklinga meðal þjóðarinnar eins og mennta- kerfið á þeim tímum. Það geta víst allir látið blekkjast af fagurgala og rangfærslum, en það er -hörmulegt að horfa á fjölda fólks reika um á eyðimörk óraunveruleikans og blekkinga áratugum saman. „Roðinn úr austri“ boðaði ekki komu nýs dags, heldur'miklu frem- ur roðnuðu þar ský af blóði og hörmungum og nú ber að vona að þeir heilluðu þurfi ekki mörg ár eða áratugi til að sjá það sem allir sjá, og séu 'i stakk búnir til að horfast í augu við að þeir hafí látið leiðast í hamra. Stjómmálamenn okkar hafa ekki, a.m.k. ekki upp á síðkastið, lagt þung lóð á vog kristninnar. Það má gott heita ef þeir nefna guð einu sinni á nafn um hver áramót. Þeir tala sumir líka um veðurguði og landvætti o.s.frv., ekki veit ég hvað þeir eiga þá við. En mér finnst að gera eigi þá kröfu til stjórn- málamanna að þeir hafi sæmilega þekkingu á viðurkenndum trúar- brögðum þjóðarinnar og hafi tekið afstöðu til þeirra. Oft sýnist mér sem forsvarsmenn kirkjunnar séu um of hlutlausir og afskiptalitlir um gang mála í þjóðlíf- inu. Ekki á ég við að þeir eigi að taka beinan þátt í stjórnmálum, en þeim er alveg óhætt að láta til sín heyra þegar ljóst er að skoðanir og lagasetningar eru í andstöðu við kristinn hugsunarhátt. Eins er og skylda kirkjunnar að reyna að leiðrétta þegar siðir og hefðir samtímans bijóta í bága við boðorð kristninnar. Aldafarið er jafnan varhugavert, það mótast af fjöldanum og hefur stundum artir til að breyta boðorðunum, eftir löngunum sínum á hveijum tíma. Það er sagt að hin evangeliska lút- erskirkja sé umburðarlynd, en af öllu má of mikið gera og trúlega er agaleysið eitt af einkennum kirkju og trúarbragða þjóðarinnar. Að kirkjuyfirvöld séu um of hlut- laus gæti verið að hluta vegna þess að kirkjan hafi varla nógu góða stjórn á sínum embættismönnum. Ekki er hægt að krefjast fullkomn- unar af nokkrum manni, en það hefur verið vandamál hvers tíma að breytni útvaldra sé ekki óra- fjarri boðuninni. Svo ég hverfi aftur að því sem fyrst var um talað, þá held ég að aldrei verði hægt að koma upp þróttmiklu safnaðarstarfi nema prestar og sóknamefndir geti virkj- að leikmenn til þátttöku í starfinu. Ég er þess fullviss að innan allra safnaða finnst fólk sem er fullfært um að inna þar af hendi gott starf. Það er nú svo að flestir vilja hafa sína kirkju í góðu standi þá Björn G. Jónsson „ Við verðum að vona að allir átti sig á að kirkjan og trúin eru fyrir einstaklingana en ekki öfiigt. Trúin á að vera þess megnug að veita einstaklingnum leiðbeiningu og styrk, ekki síst á erfiðleika- stundum.“ daga sem þeir þurfa á henni að halda. En að svo sé er kannski ekki vandalaust. Það getur t.d. ver- ið erfitt að manna kirkjukóra. Það er heldur ekki hvetjandi fyrir kór- ana ef þeir þurfa oft að syngja fyr- ________________________________15. ir nær tómri kirkju, heldur ekki prestinn að semja góða ræðu sem fáir heyra. Það er harmsefni fyrir þjóðkirkj- una að nokkur brögð eru að því, að áhugafólk um trúmál hefur stofnað sérsöfnuð, en af sh'ku áhugafólki hefur kirkjan aldrei of mikið. Svo er að sjá að hér á landi sé vaxandi trúboð um austurlensk trú- arbrögð, um þau verður ekki dæmt hér, en ég vildi biðja þá sem áhuga hafa á þeim, að skoða betur þann heim sem þessi trú kemur frá. Hvert er almennt siðgæði þar og staða hins almenna borgara. Varla getum við keypt okkur trú sem að gagni kemur, jafnvel þó að hægt sé að taka þátt í hinum ýmsu námskeið- um. Að Islendingar séu illa upplýstir um eigin trúarbrögð eða trúarleg uppfræðsla komist ekki til skila, er ég hræddur um að sé fyrir hendi. Trú sumra er mjög á reiki og svo að sjá, að trúarbrögð þeirra séu blanda úr hinum ýmsu trúarbrögð- um. Tekið sitt lítið af hveiju, sumt úr kristni, annað úr andatrú eða trú Austurlanda o.s.frv. Þessu raðað saman eftir því sem viðkomandi telur skynsamlegt og svo búin til boðorð við hæfi sem fært þykir að lifa í sátt við. Nú er þessi öld senn á enda runn- in og í dag held ég að við sjáum flest, að pólitískar stefnur koma ekki í stað trúarbragða. Og það væri ekki úr vegi, að við sem fullorðin erum spyrjum okkur sjálf, hvaða fordæmi við höfum gefið þeim sem yngri eru? Fordæmið sem við gefum öðrum vegur afar þungt, það höfum við á valdi okkar hvert og eitt, og þá getum við spurt, höfum við hlúð að og safnað saman eða höfum við sundurdreift. Höfundur er formaður sóknarnefndar Húsavíkurkirkju. r1 n VÆNGJinvr SONGSINS byggt á söngferli Vilhiálms heitins Vilhjálmssonar Gerum tilboð fyrir hópa. Rútur, gisting, skemmtidagskrá. Allar upplýsingar í 6LAUMBER6I, KefM, sími 92-14040. LANDSBY66ÐARFÓLK! Sýning sem vert er að siá. Frábær skemmtidagskrá meö okkar bestu söngvurum Sýningar á laugardags- kvöldum Ellý Vilhjólmsdóttir Björgvin Halldórsson WV\ó^;. WfO SKEMMTISTAÐUR Keflavik Rut Reginolds Mars 12 3 4 5 6 7 8 9 10 ' 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Þorvaldur Halldórsson Aprfl 1 2 3 4 5 6 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 J 22 23 24 25 26 27 28 / 29 30 NUDDSTOFA REYKJAYIKUR Dalseli 18, sími 79736 - og opnum í dag á Hótel Sögu, sími 23131

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.