Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
5
Fiskiðjan Arctic á Akranesi gjaldþrota:
Skuldir taldar 250 milljón-
ir en eignir 192 milljónir
Fyrirtækið fékk 17 milljónir hjá At-
vinnutryggingasjóði í fyrrahaust
Full búðaf nýjum
vorvörum frá
Claudia Stráter
FISKIÐJAN Arctic h/f á Akranesi hefur verið tekin til gjaldþrota-
skipta, að ósk eigenda félagsins. Þeir áætla að skuldir þess séu um
250 milljónir en bókfært verð eigna er 192 milljónir króna. Helstu
lánardrottnar fyrirtækisins eru viðskiptabanki þess, Landsbankinn;
Iðnlánasjóður og Atvinnutryggingasjóður, sem veitti fyrirtækinu um
17 milljón króna lán síðastliðið haust. Um 20 manns störfuðu hjá
Arctic sem hætti starfsemi um miðjan síðasta mánuð.
Eignir fyrirtækisins eru fasteign
við Vesturgötu á Akranesi, vélar
og tæki til lagmetisgerðar auk tals-
verðs óunnins hráefnis - rækju og
grásleppuhrogna - og nokkurs
magns af fullunnum afurðum.
Arctic framleiddi kavíar fyrir
markaði í Bandaríkjunum og Evr-
ópu, rækjur og fiskilifrarpaté.
Helstu eigendur Arctic voru ein-
staklingar á Akranesi. Hlutafé var
aukið á síðasta ári og kom þá
bandarískur viðskiptaaðili meðal
annars inn sem hluthafi.
Kröfulýsingarfresti lýkur 6. maí.
Bústjóri hefur verið skipaður
Tryggvi Bjarnason hdl. Að sögn
hans hafa aðilar sýnt fyrirtækinu
áhuga en formieg tilboð hafa hvorki
borist í eignir þess né rekstur.
Samanburður á íslenskum og norskum eldislaxi:
Norskur lax vex hraðar og
verður síður kynþroska
SAMANBURÐUR á íslenskum og norskum eldisláxastofiium hefur
leitt í ljós að vaxtarhraði og þyngdaraukning norska stofnsins er
mun meiri en þess íslenska, og kynþroskahlutfall íslenska stofnsins
er margfalt á við þann norska. Eru þetta bráðabirgðaniðurstöður
tilraunar sem verið er að gera hjá Rannsóknastoftiun landbúnaðarins.
Þórey Hilmarsdóttir líffræðingur
hjá RALA sagði í samtali við Morg-
unblaðið að í tilrauninni hefði verið
borið saman úrtak úr einum íslensk-
um stofni og einum norskum. Um
var að ræða fisk úr klaki frá 1987
sem settur var í sjó sumarið 1988.
í byrjun desember síðastliðins
reyndist norski fiskurinn vera orð-
inn að meðaltali um 2,7 kíló að
þyngd en sá íslenski 1,8 kíló. Kyn-
þroskahlutfallið í íslenska fiskinum
var þá um 50%, en aðeins um 2,5%
í norska stofninum.
„Þetta þýðir að í byijun desem-
ber voru ekki nema um 50% af
íslenska fiskinum söluvara, og hinu
var í rauninni búið að tapa. Þetta
eru alveg hrikalegar niðurstöður og
mjög í óhag íslenska stofninum, en
það er þó ekki hægt að draga nein-
ar algildar ályktanir af þeim. Eg
vona þó að þessar niðurstöður verði
til þess að beina frekar augum
manna að því hvað hægt er að gera
við íslensku stofnana til þess að
gera þá hagkvæmari í eldi,“ sagði
Þórey.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands fisk-
eldis- og hafbeitarstöðva, sagði að
niðurstöður tilraunarinnar stað-
festu grun fiskeldismanna og ítrek-
uðu að það væri orðið meira en
tímabært að fara að huga að kyn-
bótum í fiskeldi.
„Ég tel að kynbætur ráði úrslit-
um fyrir fiskeldi á Islandi. Við höf-
um reynt að bæta þann fisk sem
við höfum, en það er sorgleg stað-
reynd að 60% af þeim fiski sem
fluttur var út á síðasta ári var und-
ir 3 kg, en Bandaríkjamenn og Jap-
anir sækjast eingöngu eftir fiski
18,5% greidd
úr fjögurra
ára þrotabúi
SKIPTUM er lokið í þrotabúi
Togaraafgreiðslunnar í
Reykjavík sem tekin var til
skipta í júlí 1986 en hafði þá
ekki haft neina starfsemi með
liöndum í nokkurn tíma.
Til úthlutunar komu 878 þúsund
krónur eða 18,59% upp í 4,7 milljón
króna kröfur, sem allar voru taldar
til almennra krafna.
í eigu félagsins voru ýmsir lausa-
munir sem seldir voru gegn
greiðslufresti.
sem er yfir 3 kg. Ég gef mér það
að af þeim 1.500 tonnum sem fram-
leidd voru af laxi hér á landi á
síðasta ári hafi meðalþyngdin ekki
verið meiri en um 2,2 kg, en meðal-
þyngd í Noregi er um 3,5 kg. Ef
meðalþyngdin á íslandi væri sú
sama og í Noregi hefði íslenska
framleiðslan á síðasta ári verið
2.100 tonn, og ef miðað er við 300
kr. meðalverð þá munar þarna um
180 milljónum króna, en það er um
það bil helmingurinn af útflutnings-
verðmæti á ferskum laxi frá íslandi
á síðasta ári. Þarna getur íslenskt
fiskeldi því bætt afkomu sína gífur-
lega ef tekst að draga úr ótímabær-
um kynþroska, auka vaxtarhraðann
og þyngja fiskinn,“ sagði Friðrik.
HVERFISGÖTU 39. S: 13069
Víltþú
losna við virðisaukaskatt ?
Samkvœmt reglugerð um virðisaukaskatt er heimilt aö
draga skattinn írá við kaup á nýrri sendibifreið, sé hún
eingöngu notuð vegna skattskyldrar starfsemi.
Hér er tœkiíœrí fíZ aukinnar hagkvœmni í rekstrí.