Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
27 "
ÞINQBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Utanríkisráðherrar NATO-ríkja funduðu í Reykjavíká byijun júní 1987. Hér sjást þeir í heimsókn
i Höfða.
Vamir og vonir
N orður-Atlantshafsþingið
Þingmannasamband rikja
Atlantsliafsbandala gsins,
Norður-Atlantshafsþingið, var
stofiiað árið 1955. Það sitja
tæplega 190 fiilltrúar frá þjóð-
þingum aðildarríkjanna. Norð-
ur-Atlantshafsþingið kemur
saman til allsheijarfunda einu
sinni til tvisvar á ári. Á vegum
þess starfa fimm fastanefndir,
sem fiinda tvisvar á ári.
Sendinefiid Alþingis á Norð-
ur-Atlantshafsþing 1989: Guð-
mundur H. Garðarsson, Jóhann
Einvarðsson, Karl Steinar
Guðnason, Salome Þorkels-
dóttir og Ingi Björn Alberts-
son.
Hér verður gerð örstutt
grein fyrir þessum samtökum,
N orður-Atlantshafsþinginu.
I
Á árunum eftir seinni heims-
styijöldina ríkti mikil óvissa í
heimsmálum. Sovétríkin komu
sér upp leppstjórnum í A-Þýzkal-
andi, Póllandi, Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu, Rúmeníu og Ungveijal-
andi. Eystrasaltsríkin vóru inn-
limuð í Sovétríkin. Albanía og
Júgóslavía höfðu nokkra sérstöðu
en heyrðu til sovézku áhrifa-
svæði. Kommúnistar efndu til
umfangsmikils skænihernaðar í
Grikklandi en höfðu ekki erindi
sem erfiði.
í Vestur-Evrópu hófst, fljót-
lega eftir að friður komst á, far-
sæl efnahagsleg uppbygging,
m.a. með svokallaðri Marshall-
aðstoð, sem styrkti markaðs-
búskap í sessi, framfarir og vel-
ferð.
Þróun mála í A-Evrópu vakti
hins vegar ótta. Mótleikur V-Evr-
ópuþjóða, til að tryggja fullveldi
sitt og frið í álfunni, var stofnun
öryggisbandalags, Atlantshafs-
bandalagsins, með aðild Banda-
ríkjanna og Kanada.
Islendingar gerðust stofnaðili
að bandalaginu árið 1949 um leið
og þeir áréttuðu tryggð sína við
meginreglur og sáttmála Samein-
uðu þjóðanna um friðsamleg sam-
skipti við allar þjóðir.
II
Samtök þingmanna Atlants-
hafsbandalagsþjóða, Norður-
Atlantshafsþingið, vóru stofnuð
árið 1955. Allsheijarfundir þings-
ins eru einn til tveir á ári. Þá
sitja nálægt 190 fulltrúar frá
þjóðþingum aðildarríkjanna.
Fimm fastanefndir starfa á veg-
um sambandsins: efnahagsmála-
nefnd, félagsmálanefnd, varnar-
og öryggismálanefnd, stjóm-
málanefnd og vísinda- og tækni-
málanefnd. Hver nefnd kemur
saman tvisvar á ári.
Fulltrúar Alþingis á fundum
Norður-Atlantshafsþingsins hafa
frá upphafi verið tilnefndir af
þeim þingflokkum, sem stóðu að
samþykkt Alþingis um aðild að
Atlantshafsbandalaginu 1949:
Alþýðuflokki, Framsóknarflokki
og Sjálfstæðisflokki. í ársbyijun
1988 tilnefndi Borgaraflokkurinn
fulltrúa sinn, Inga Björn Alberts-
son, sem nú heyrir til Fijálslynda
hægri flokknum. Formaður
íslenzku sendinefndarinnar 1989
var Guðmundur H. Garðarsson,
alþingismaður, Sjálfstæðisflokki.
III
Þróun mála í Austur-Evrópu
síðustu misseri sýnir algjört skip-
brot þjóðskipulags sósíalismans
og hagkerfis marxismans. Sam-
göngu- og fjölmiðlatækni nútí-
mans skóp þjóðum A-Evrópu
tækifæri til samanburðar á stöðu
fólks, m.a. mannréttindum og
lífskjörum, í tvenns konar þjóð-
félögum álfunnar. Framhaldið
þekkja allir.
Enginn getur hinsvegar séð
fyrir, hver framvindan verður
austur þar. Mikilvægt er, að Vest-
urlönd haldi varnarvöku sinni, —
en séu jafnframt fús til að að-
stoða A-Evrópuþjóðir til að koma
á lýðræði og markaðsbúskap, eft-
ir því sem óskir þeirra standa til
og geta Vesturlanda frekast leyf-
ir.
Sitt hvað vekur vonir um betri
tíð í samskiptum austurs og vest-
urs, m.a. það, að Gyula Horn,
utanríkisráðherra Ungveijalands,
flutti ræðu um þróun mála í landi
sínu á síðasta Norður-Atlants-
hafsþingi í nóvember síðastliðn-
um. Það hefði ekki getað gerzt
fyrir fáum árum. Vonir rætast
hinsvegar sjaldan af sjálfum sér.
Það þarf oftast fyrirhyggju og
framsýni til að dæmin gangi upp.
Vesturlönd báru gæfu til að
standa saman sem sterk heild
með stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins. Þannig tryggðu þau frið
í okkar heimshluta allar götur frá
lyktum síðari heimsstyijaldar. Og
meir en það: samstaða lýðræðis-
þjóðanna varð hvati og aflgjafi
fyrir lýðræðishreyfingar, sem nú
eru að vaxa úr grasi í A-Evrópu.
Vesturlönd þurfa að halda
vöku sinni í fyrirsjáanlegri
framtíð. Ekki aðeins sjálfra sín
vegna, heldur ekki síður vegna
vonarinnar um frið, lýðræði og
mannréttindi í Austyr-Evrópu.
Kvennalístínn — hvert steftiir?
eftir Elísabetu M.
Andrésdóttur og
Garðar Vilhjálmsson
Staða kvenna í stjórnmálum hér
á landi hefur tekið tölverðum
breytingum á þessari öld og þó
einkum á tveimur síðustu áratug-
um. Mismunandi skoðanir eru þó
uppi um árangur af þeirri baráttu
sem hefur verið háð fyrir réttindum
kvenna. Ef við horfum til Norður-
landanna til samanburðar þá kem-
ur það í ljós að hlutur kvenna í
íslenskum stjómmálum er harla
lítill og í raun smánarlegur, þrátt
fyrir / töluvert sterk framboð
kvenna bæði í upphafi aldarinnar
og nú á síðari árum. Hver er ástæð-
an, hvar hefur okkur mistekist,
þessi spurning vaknar óneitanlega
upp þegar horft er yfir farinn veg?
Árið 1908 komu til fyrstu sér-
framboð kventia á íslandi í kjölfar
þess að konur fengu réttindi til að
kjósa í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningum í Reykjavík og Hafnar-
firði og fljótlega fylgdu í kjölfarið
framboð til Alþingis íslendinga.
Ástæður má m.a. rekja til þess að
konur töldu hlut sinn fyrir borð
borinn í hinni pólitísku baráttu.
Hugmyndir að baki þessum fyrstu
kvennaframboðum voru í anda
hinnar klassísku fijálshyggju, að
konur ættu að hafa jafnan rétt til
þess að koma sínum málum á
framfæri á grundvelli kvenlegra
hagsmuna. Kvennaframboðin háðu
nokkurri fótfestu sem má að
nokkru leyti rekja til rótleysis í
íslensku flokkakerfi, þar sem að
hinir nýju stéttaflokkar höfðu ekki
náð að festa rætur. Þegar stétta-
flokkarnir urðu ráðandi afl í
íslenskum stjórnmálum liðu
kvennaframboðin undir lok.
Það var svo ekki fyrr en um
1970 að róttæk kvenréttindahreyf-
ing leit aftur dagsins ljós, en nú
með nokkuð öðrum áherslum en
kvennaframoðin í upphafi aldar-
innar. Rauðsokkahreyfingin lagði
áherslu á algjöran jöfnuð kynjanna
óháð mismunandi líffræðilegum
eiginleikum. Rauðsokkur hér á
landi beittu sér fyrir ýmsum rétt-
indamálum kvenna, eins og fóstur-
eyðingum, jafnlaunaráði, fæðing-
arorlofi kvenna auk ýmissa fleiri
mála sem snertu stöðu og ímynd
kvenna í þjóðfélagi nútímans. Það
má segja að meðal markmiða
hreyfingarinnar hafí verið að gera
karla og konur að jafningjum á
öllum sviðum, þ.e. áherslan var á
að kynin eru eins að öllu leyti fyr-
ir utan nokkra þætti í líkams-
byggingunni. Rauðsokkahreyfing-
in var aldrei formlegt stjórnmála-
afl, fremur var hér um að ræða
þrýstihóp. Þessar róttæku áherslur
um algjöran jöfnuð liðu þó brátt
undir lok.
Þráðurinn var svo tekinn upp
aftur 1980 og nú sem formlegt
pólitískt afl. Það má segja að
Kvennalistinn hafi verið lyftistöng
fyrir konur sem vildu taka þátt í
stjómmálaumræðunni og beijast
fyrir hagsmunum kvenna á þeirra
eigin forsendum, þ.e. út frá hinum
kvenlega þætti. Kosningabarátta
þeirra gekk út á það að konur
hefðu sín eigin sjónarmið, ólík sjón-
armiðum karla, og að þau grund-
vallist á mun mýkri og mannlegri
hugsanagangi. Þetta viðhorf hefur
æ síðar birst í þeirra baráttumálum
á þingi og annars staðar þar sem
kvennalistakonur hafa komið fram
opinberlega. Þegar Kvennalistinn
kom fyrst fram sem pólitískt afl
var vissulega ekki vanþörf á, því
þáttur kvenna í íslenskum stjórn-
málum var vægast lítill og innan
flokkanna hafði þeim vegnað frem-
ur illa og þar með var ljóst að
grípa þurfti til róttækr.a aðgerða.
Kvennalistinn var því svarið og það
er óhætt að segja að kjósendur
hafi tekið þessu framboði kvenna
vel. En nú er svo komið að maður
veltir fyrir sér hver er árangur
þeirra á sviði stjórnmálanna og
hver eru raunveruleg markmið
þeirra?
Kvennalistinn hefur frá upphafi
aldrei tekið þátt í meirihlutasam-
starfí á Alþingi eða í borgarstjórn.
Eðlileg ályktun hlýtur því að vera
að þær hafa ávallt sett fram ósætt-
anlegar kröfur ef til þeirra hefur
verið biðlað. Spurningin er, hve
hátt setja þær markið? Sérstaklega
hlýtur þetta að vera umhugsunar-
efni þegar sú hugmynd hefur kom-
ið upp að ganga til sameiginlegs
framboðs minnihlutaflokka í borg-
arstjórn Reykjavíkur, auk þess sem
þeirri hugmynd var komið á fram-
færi að kvennalistakona yrði þar
efst á lista. Ætla þær sér allt eða
ekkert? Kvennalistakonur verða að
gera sér grein fyrir því að pólitísk-
ur ávinningur fæst ekki með
pólitísku skírlífi. Þær verða að vera
tilbúnar til málamiðlana til að ná
sínu fram. Slíkt er jú eðli lýðræðis
og fjölflokkakerfis eins og er hér
á íslandi, og gerum við þá ráð
fyrir að þær vilji telja sig til lýðræð-
isflokks (framboðs). Vissulega má
taka undir það að í upphafi hafi
þurft ýkta afstöðu til að vinna
nýjum hugmyndum Kvennalistans
fylgi. En slík vinnubrögð tilheyra
þó upphafinu, og aðeins upphafinu.
Meginkrafa stuðningsmanna
Kvennalistans hlýtur að vera að
þær taki virkan þátt í mótun þjóð-
félagsins. Spurningin er, ætla þæ.r
„Kvennalistakonur
verða að gera sér grein
fyrir því að pólitískur
ávinningur fæst ekki
með pólitísku skírlífi.
Þær verða að vera til-
búnar til málamiðlanna
til að ná sínu fram.“
að vera andófsafl utan frá eða taka
þátt í umbótum innan frá? Hve
langt ætla þær sér, er markmiðið
e.t.v. „alræði kvenna'1? Stóran þátt
í þessari þvermóðskufullu afstöðu
Kvennalistans má e.t.v. rekja til
ótvíræðs skipbrots á hugmyndum
þeirra um skipulagsleysi framboðs-
ins. Hver tekur hvaða ákvörðun á
þeirra vegum? Hvaða vægi hafa
hugmyndir hverrar konur á „gras-
rótarfundum“ þeirra? Hvernig var
t.d. sú ákvörðun tekin að hafna
þátttöku i sameiginlegu framboði
til borgarstjórnarkosninga í
Reykjavík? Eru það hagsmunir
heildarinnar sem ganga fyrir? Má
ætla að stuðningsmaður Kvenna-
listans geti komið inn á „grasrótar-
fund“ og haft þar jafnt vægi á við
t.d. þingkonur eða borgarstjómar-
fulltrúa? Slíkt er afar ósennilegt,
jafnvel þó að tilgangurinn sé sá.
Það má efast um að einstaklingar
séu svo umburðarlyndir fyrir skoð-
unum annarra til að geta fallið inn
í svo fullkomið lýðræði. Menn hafa
þróað með sér hin ýmsu skipulags-
form og stofnanir til að valda bet-
ur lýðræðishugmyndum sem hafa
verið uppi. Skipulagsleysi hins veg-
ar er aðeins gróðrastía fyrir valda-
sjúka hrokagikki, sem nýta sér öll
tækifæri til að ná athygli, koma
sínum skoðunum fram og setja
sjálfa sig í kastljósið, og þá skipta
hagsmunir heildarinnar litlu máli.
Skipulag og hinar ýmsu stofnanir
eru þróaðar innan stjómmála-
flokka til að beina lýðræðinu í
stofnanabundinn farveg þannig að
það sé mögulegt að svo miklu leyti _
sem hægt er, að koma í veg fyrir
valdamisvægi og útiloka óhóflegan
yfirgang ákveðinna skoðana fram
yfir aðrar.
Hver sú sem ástæðan kann að
vera að Kvennalistinn hefur bæði
á Alþingi og í borgarstjórn tekið
svo þvermóðskufulla afstöðu gegn
því að starfa með öðrum flokkum
þá hlýtur að vera kominn tími til
að þær taki til umhugsunar að
koma til móts við aðra aðila á vett-
vangi stjórnmálanna til þess að
halda velli í þeirri baráttu sem þar
fer fram. Að því er virðist þá eru
kvennaframboð líðandi áratugar
komin í ógöngur þar sem stefna
þeirra er með engum hætti Ijós
stuðningsmönnum þeirra. Hver
mótar stefnuna, hvar og með
hvaða hætti ætla þær sér að hafa
áhrif? Og síðast en ekki síst hvað
telja þær sig þurfa að ganga langt
áður en þær geta sest niður og
starfað með öðrum flokkum á vett-
vangi stjórnmálanna? Niðurstaða
okkar er því sú að þær konur sem
staðið hafa að framboði hingað til
hljóta að hugsa sig um, það gera
kjósendur þeirra örugglega. Og í
þeirri von að kvennalistakonur
ætli sér að hafa áhrif með lýðræð^"
islegum hætti, þá hljóta þær í
framtíðinni að endurskoða hina
hrokafullu afstöðu sína, sem t.d.
birtist glöggt í síðustu atburðum
varðandi sameiginlegt minnihluta-
framboð í Reykjavík.
Höfundar cru nemar í
stjórnmálafræði við HÍ.