Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Árnar Guðmundsson, Siguijón Þorvald-
Röskvu. ur Arnason, Vöku.
Kosningar í Háskólanum:
Enn deilt um hlutverk
landsmála í Studentaráði
KOSIÐ verður í Háskóla íslands á þriðjudag; um þrettán menn í
Stúdentaráð og tvo í Háskólaráð en þeir eiga jafnframt sæti í Stúd-
entaráði. A síðasta ári náði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta,
meirihluta i Stúdentaráði í fyrsta sinn síðan 1965 í listakosningum.
Kosningabaráttan hefur áð miklu leyti snúist um árangur þessa
stjórnarárs Vöku. Vökumenn telja sig hafa náð árangri á ýmsum
sviðum en Röskva, samtök félagshyggjufólks i Háskóla íslands, tel-
ur áherslur hafa verið rangar. Meiri áherslu hefði átt að leggja á
lánamál og dagvistunarmál. Eins og á síðustu árum hefur einnig
verið ágreiningur um það hvaða hlutverki almenn stjórnmálaum-
ræða eigi að gegna innan Stúdentaráðs. Kosningabaráttan hefiir
verið nokkuð hörð og eru báðir aðilar sammála um að hún hafí
verið óvægnari en oftast áður.
AF INNLENDUM
VETTVANGl
STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
í viðtali við Morgunblaðið á
fimmtudag segir Jónas Fr. Jóns-
son, formaður Stúdentaráðs, að
fyrst og fremst megi nefna þijú
mál sem árangur hafi náðst í síðan
Vaka tók við stjóm SHÍ á síðasta
ári. Í fyrsta lagi að komið hafi
verið á gæðamati á kennslu í Há-
skólanum, í öðru lagi að baráttan
fyrir bættum einkunnaskilum
kennara hafi skilað árangri og í
þriðja lagi hafi orðið ákveðin tíma-
mót þegar ákveðið var að haust-
misserispróf verði framvegis haldin
í desember.
• Jónas sagði nokkum árangur
hafa náðst í lánamálum. Fram-
færslukönnun sem sýna ætti raun-
verulega þörf námsmanna fyrir
námsaðstoð yrði gerð á þessu ári
og jafnframt hefði tekist að hrinda
hugmyndum frá stjóm Lánasjóðs-
ins um að skerða lánin frá því sem
nú er. Hins vegar væri enn verið
að þrýsta á Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, um 6,4%
leiðréttingu lánanna sem hefði átt
að koma til framkvæmda 1. janúar
sl.
Röskva kynnti stefnumál sín á
blaðamannafundi 28. febrúar. Þar
voru viðraðar hugmyndir um breyt-
ingar á starfsháttum Stúdentaráðs
í þeim tilgangi að gera starf þar
„opnara og lýðræðislegra". Einnig
kom fram gagnrýni á starfshætti
Stúdentaráðs í vetur. Var því hald-
ið fram að ráðið hefði einangrast
í störfum sínum. Að þeirra mati
yrði að opna Stúdentaráð fyrir al-
mennum stúdentum, tryggja að-
gang þeirra að kjömum fulltrúum
sínum, halda reglulega fundi út um
skólann um helstu hagsmunamálin
og virkja fleiri til starfa á vegum
ráðsins.
Skýrari munur á
Röskvu og Vöku
„Ég er þeirrar skoðunar að í
þessum kosningum komi fram
skýrari munur á Vöku og Röskvu
en áður,“ sagði Siguijón Þorvaldur
Árnason, oddviti Vökumanna í
Stúdentaráði. „í mörgum málefn-
um hafa félögin svipaða stefnuskrá
og sjónarmið, en í öðrum hefur
myndast djúp gjá milli fylkinganna.
Aðalmunurinn felst í mismunandi
afstöðu til eðlis Stúdentaráðs og
þeirra verkefna sem það á að sinna.
Það er homsteinn stefnu Vöku að
Stúdentaráð sé sameiningartákn
allra stúdenta, þar sem menn ein-
beita sér að hagsmuna- og félags-
málum stúdenta, en haldi öllu
pólitísku karpi utan veggja. Við
teljum þetta vera réttlætinguna
fyrir skylduaðild stúdenta að Stúd-
entaráði og forsendu fyrir því að
ráðið nái árangri í starfi sínu. í
Stúdentaráði situr fólk hvaðanæva
af landinu, með ýmsar lífsskoðanir.
Ef landsmálum eða utanríkismál-
um er blandað inní er skrattinn
laus.“
Sigurjón sagði stefnu Röskvu
ganga þvert á þessa stefnu.
„Röskva vill hverfa aftur til fortíð-
arinnar, þegar menn litu á Stúd-
entaráð sem nafla alheimsins, sem
ekkert væri óviðkomandi. Er skýrt
dæmi um betta ályktunartillaga frá
þeim í vetur þar sem þau lögðu til
að fagnað yrði lýðræðisþróun í
Tékkóslóvakíu." Siguijón sagði að
Vaka hefði það alls ekki á stefnu-
skrá sinni að stúdentar hefðu al-
mennt engar pólitískar skoðanir.
„Við teljum hins vegar ekki að
Stúdentaráð sé rétti vettvangurinn
fyrir svona umræður. Ef menn
hafa áhuga á því er betra að menn
geri það í frjálsum pólitískum fé-
lögum þar sem ekki er skylduað-
ild.“ Hann sagði Röskvu hafa reynt
að ásaka Vöku um það í kosninga-
baráttunni að vera að gæta ein-
hverra „flokkspólitískra hags-
muna“ í Stúdentaráði og væri þar
væntanlega átt við hagsmuni Sjálf-
stæðisflokksins. Þegar gengið
hefði verið á Röskvumenn hefðu
þeir hins vegar ekki getað nefnt
nein dæmi um slíka hagsmuna-
gæslu. Þetta væri aumur málflutn-
ingur.
Siguijón sagði kosningabarátt-
una hafa verið harðari en oft áður.
„Röskva hefur sýnt eðli sitt í kosn-
ingabaráttunni. Góður árangur
Vökumanna í hagsmunagæslumál-
um skiptir engu máli. Pólitískar
skoðanir stúdentaráðsliða ; skipta
öllu máli. Yfírgengilegar persónu-
legar árásir þeirra á Vökumenn
hafa gengið út í öfgar.“ Hann sagði
mismunandi skoðanir vera uppi í
lánamálum þar sem Röskva væri
hlynnt auknum frádrætti vegna
sumartekna. Þá mætti nefna að
Röskva væri líka andsnúin þeirri
stefnu Vöku að reka Félagsstofnun
stúdenta án halla og loks vildi fé-
lagið einnig hverfa frá því að hafa
stúdentspróf sem inntökuskilyrði í
Háskólann. „Vaka hefur skilað
mjög góðu starfi í vetur og árangri
í hagsmunamálum stúdenta. Það
sama er ekki hægt að segja um
Röskvu. Hún hefur verið lömuð í
allan vetur og nú fyrst eru menn
þar á bæ að vakna upp og reyna
að eigna sér mál á grátbroslegan
hátt. Gæðakönnunin á kennslu í
Háskólanum er gott dæmi um það.
Röskvumenn mættu á fyrstu undir-
búningsfundina en létu svo ekki sjá
sig aftur, sem sýnir áhugaleysi
þeirra á málinu."
í samtali við Morgunblaðið segir
Jónas Fr. Jónsson, að það sé til
vitnis um störf Röskvumanna í
Stúdentaráði að þeir treysti sér
ekki til að byggja kosningabaráttu
sína á málefnalegri gagnrýni held-
ur einungis þokukenndum hug-
myndum um breitta starfshætti.
Hann vísaði líka alfarið á bug hug-
myndum um að Stúdentaráð væri
að einangrast, fundir væru allir
opnir, starfsemin hefði verið vel
auglýst og kynnt og undirtektir
allar bentu ekki til einangrunar.
Breyta þarf áherslum
Stúdentaráðs
Þeir Amar Guðmundsson, odd-
viti Röskvu í Stúdentaráði, og Helgi
Kristinsson, sem skipar-7. sæti á
lista félagsins til Stúdentaráðs,
sögðu við Morgunblaðið að meiri-
hluti Stúdentaráðs hefði ekki sinnt
brýnustu hagsmunamálunum sem
skyldi í vetur. Ætti þetta við dag-
vistunarmál, húsnæðismál og lána-
mál. Mætti segja að enginn árang-
ur hefði náðst í þessum efnum. Til
dæmis hefði ekki tekist að tryggja
fast framlag í Byggingarsjóð en
það hefði meirihluti Félags vinstri
manna og Umbótasinna knúið í
gegn á sínum tíma. „Það er líka
ámælisvert," sagði Arnar, „að
rekstur Félagsstofnunar stúdenta
er aftur orðinn eins og hann var á
árum áður. Stjórnin er á kafí í
rekstrinum til að finna góð kosn-
ingamál í staðinn fyrir að einbeita
sér að uppbyggingu til lengri tíma.“
Amar og Helgi sögðu góðan áfang-
ur hafa náðst í menntamálunum
innan Stúdentaráðs í vetur og ættu
þeir þá við hluti á borð við gæða-
mat, tilfærslur prófa og einkunna-
skil. Þessi árangur í menntamálun-
um væri afleiðing þess að allir stúd-
entar hefðu staðið saman sem ein
heild.
Að sögn Helga snýst ágreining-
urinn við Vöku fyrst og fremst um
það hvað leggja eigi megináherslu
á. „Vaka hefur lagt áherslu á at-
vinnumiðlunina og Byggingarsjóð.
Stóru málin á borð við lánamál og
dagvistarmál hafa hins vegar setið
á hakanum. Það eru þessi stóm
mál sem við ætlum að leggja kraft
í “
Þeir Arnar og Helgi gagnrýndu
einnig að starfshættir Stúdenta-
ráðs hefðu verið mjög einangraðir
frá hinu þjóðfélagslega samhengi.
Væri það að þeirra mati gert til
að tryggja að ekki kæmu upp þver-
sagnir hægri mannanna í Vöku
milli þess sem þeir væru að segja
í Stúdentaráði og því sem þeir
segðu utan þess. „Afleiðingin af
því að boða pólitíkina út og segjast
bara vera í félagsmálum er einfald-
lega sú að baráttan í lána- og dag-
vistarmálum, þar sem þarf að fást
við hið opinbera, verður máttlaus,"
sagði Helgi. Umræðuna um lána-
mál sagði hann vera einkennandi
fyrir þetta. „Þegar við ræðum um
lánamál er það ekki bara spuming
um kjör þeirra sem stunda nám í
Háskóla íslands heldur er þetta
hluti af miklu stærra máli, nefni-
lega jafnrétti til náms. Námslánin
eiga aðallega að tryggja það að
börn láglaunafólks hafí jafnrétti til
náms.“ Stefnu Röskvu í lánamálum
sögðu þeir fyrst og fremst felast í
því að framkvæmd yrði raunhæf
framfærslukönnun og að tekjutillit
yrði stighækkandi. Tekjutillitið
ætti að hækka verulega hjá stúd-
entum með miklar tekjur og lækka
verulega hjá þeim me’ð lágar tekjur.
Þeir sögðu það rétt að kosninga-
baráttan hefði verið óvægnari en
oft áður. Það væri líka ástæðulaust
að „þegja yfír því sem betur hefði
mátt fara“.
Norræna húsið;
Sýning á teikningum
William Heinesen
í DAG kl. 15 verður opnuð sýning
í anddyri Norræna hússins á
teikningnm eftir færeyska rithöf-
undinn og myndlistarmanninn
William Heinesen. A sýningunni
eru einnig ljósmyndir úr lííl hans.
Sýningin stendur til 1. apríl og
verður opin daglega frá kl. 9-19,
nema sunnudaga kl. 12-19.
Sýningin kemur frá Þórshöfn í
Færeyjum og hafa Finnur Johansen
hjá Bæjarbókasafninu og Bárður
Jákupsson í Listaskálanum í Þórs-
höfn séð um undirbúninginn. Will-
iam Heinesen varð níræður 15. jan-
úar síðastliðinn og var sýning á
verkum hans opnuð af því tilefni í
Listaskálanum.
William Heinesen hefur hefur
teiknað og málað frá unga aldri,
og hefur hann meðal annars fengist
við skrautritun og bókalýsingar,
gert andlitsmyndir og skopteikning-
ar, málað leiktjöld og veggskreyt-
ingar. Heinesen hefur haft mikil
áhrif á þróun færeyskrar myndlist-
ar og hann hefur stutt unga fær-
eyska myndlistarmenn með ráð og
dáð.
Sunnudaginn 25. mars mun
Wiliiam Heinesen
Bárður Jákupsson halda fyrirlestur
með litskyggnum í fundarsal Norr-
æna hússins um myndlist Williams
Heinesens.
Ráðsteftia heimilis-
lækna á Hótel Sögu
FÉLAG íslenskra heimilislækna
og lyfjafyrirtækið Astra Island
efiia til ráðstefnu á Hótel Sögu i
dag, laugardaginn 10. mars nk.
Ráðstefnan er opin öllum heimil-
islæknum á íslandi og verður á
henni fjallað um ýmsa þætti
heimilislækninga.
Alls verða á ráðstefnunni fluttir
27 fyrirlestrar, af innlendum og
útlendum sérfræðingum, um nýj-
ungar í meðferð t.d. á astma, of-
næmi, háum blóðþrýstingi, hjarta-
sjúkdómum, magasári og fleiru.
Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með
erindi Guðmundar Bjarnasonar,
heilbrigðisráðherra, um hlutverk
heilsugæslunnar til aldamóta, og
erindum heilsugæslulæknanna Pét-
urs Péturssónar á Akureyri og Lud-
vigs Guðmundssonar í Reykjavík
um hlutverk heilsugæslunnar í
dreifbýli og þéttbýli.
Leiðrétting
í gagnrýni Jóns Ásgeirssonar um
tónleika íslensku hljómsveitarinnar á
óperunni Dídó og Eneas varð smá
ruglingur á setningum. Réttur texti
átti að vera eftirfarandi: „Einsöngv-
arar, kór og hljómsveit, undir stjórn
Guðmundar Emilssonar, fluttu verkið
af glæsileik. Dansarar undir stjórn
Hlífar Svavarsdóttur lögðu sitt af
mörkum til að auka á þokka sýning-
arinnar."
Morgunblaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar á mistökunum.