Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 „ Záe/G', Aá i/é/stu h\/erriig -fyrn mahurínr) minn Litur- út." * Ast er ... . . . að þjóta ekki upp í vonsku. TM Rog. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Veldur það erfiðleikum að þér finnst sem þú sért smá- hveli? Með morgiinkafiinu ekki. 90% allra slysa verða í heimahúsum ... Um slysavamir á hálendínu Til Velvakanda. Á hveiju ári verða nokkur bana- slys á fjöllum og hálendi íslands og er ýmist um að ræða að menn verða úti eða slasast (dmkkna í ám eða detta í fjöllum). í báðum tegundum tilfella er um vanmat á afli náttúrunnar að ræða, oft van- meta menn aðstæður eða að veður koma mönnum í opna skjöldu. Stundum hafa menn ráðleggingar reyndari manna að engu og í sum- um tilfellum er hreinlega um fífldirfsku að ræða. Á íslandi er ekki starfandi sérstök „hálendis- lögregla" og almennt er treyst á eftirlit almennings með ferðum ókunnugra um hálendið. Þó er rétt að minnast á hlut björgunarsveita en þær sinna ekki forvarnarstarfí heldur bjarga fólki úr háska eftir að háskinn er orðinn eða slys hefur átt sér stað. Þegar tilvik eins og lát manns við Hvannadalshnjúk á sér stað vakna ýmsar spurningar sumar óþægilegar en svaraverðar fyrir því. Hvernig má koma í veg fyrir slys á hálendinu á sem hagkvæm- astan og viðurhlutaminnstan hátt? Ýmsar leiðir eru til úrbóta og er réttast að minnast á nokkrar þeirra. 1. Það væri hægt að loka há- lendinu frá hausti til vors, þannig að þeir sem týndust á lokunartíma- bilinu yrðu látnir eiga sig. Þetta er þó full harkaleg aðgerð ög varla tæk sérstaklega vegna þess að menn gera aldrei ráð fyrir því að deyja og því yrðu varnaðaráhrif reglunnar lítil. 2. Það væri hægt að krefja menn um greiðslu fyrir björguna- raðgerðir sem hljótast af ferðum þeirra um hálendið. Þessi regla er nokkuð áhrifameiri en hin fyrri og hér væri þá kominn grundvöllur fyrir björgunarsveitir og starfsemi þeirra. Það er ljóst að björgunarað- gerðir eru mjög kostnaðarsamar og eins og er eru þær reknar af almannafé. Þeir sem hygðu á fjallaferðir gætu keypt sér trygg- ingu sem greiddi þá þennan kostn- að. En eins og er með allar trygg- ingar þá hverja þær til varkámi og aðgæslu því ekki greiða trygg- ingarfélög bætur fyrir hreina fífldirfsku. Útlendinga væri hægt að skylda til að kaupa slíka tryggingu með því að setja slíkt sem skilyrði fyrir vegabréfsáritun til íslands. Ef við gefum okkur að ferðum um hálendi fækkaði af þessum sökum eða hægt væri að fækka slysum á hálendinu að einhveiju leyti með reglum af einhveiju tagi þá gerist tvennt. A) Björgunarsveitir hafa minna að gera. Þann tíma sem skapast mætti nota til annarra hluta t.d. gætu björgunarsveitirnar einbeitt sér að aðgerðum á sjó og þannig lagt öryggismálum sjómanna lið. B) Fjárhagslegur grundvöllur björgunarsveita yrði traustari og þá mætti e.t.v. koma hér upp björg- unarsveit sem samanstæði af nokkrum atvinnumönnum aun.k. fleiri en eru núna og í leiðinni skipuleggja björgunarsveitir um allt land sem væri virkari og öflugri ef raunverulegt hættuástand skap- ast. Kannski gætu þá björgunar- sveitirnar keypt sér þyrlu með Landhelgisgæslunni? Slík björgun- arsveit gæti sinnt eftirlitsstarfi á hálendinu og jafnvel lagt lögreglu- mönnum lið þar sem liðsinnis er þörf. Það er mitt álit að úrbóta sé þörf og markmiðið með þessum skrifum er aðeins að vekja máls á þessu efni á eins hispurslausan máta og óhætt er. Búi Afengiskaup? Til Velvakanda. Ég hélt eftir það sem á undan var gengið að stjómvöld ætluðu að hætta að leyfa og afnema hreint áfengiskaup manna á kostnaðar- verði? Hví geta þeir sem bestu tekj- urnar hafa ekki keypt áfengi á sama verði og aðrir? Hvað líður þessu máli? Árni Helgason Stjarnblik Til Velvakanda. Stjarnblik stafar af því að ljós stjarnanna brýst gegnum loftlög yfir jörðinni, sem ýmist eru kyrrlát eða á meiri hreyfingu, enda er hiti þeirra mjög misjafn. Þetta veldur truflun á braut geislans svo að stundum lendir hann beint á auga athugandans en stundum ekki. Á sama hátt virðist ljós einhverrar stjömu skipta litum. Þetta stafar af því að ijósið brotnar eða dreifist örlí- tið á ferð sinni um loftlögin, á leið þess að auga athugandans. Ljósblik og litbrigði einhverrar stjömu eru minni þegar hún er hátt á lofti, en mun meiri, er hún stendur lágt á lofti, því þá verður ljósgeisli hennar að fara miklu lengri leið gegnum ókyrran lofthjúp jarðarinn- ar. Ingvar Agnarsson Víkverji Asíðustu vikum hafa nokkrir íslenzkir sjómenn lent í lífsháska við störf sín á hafi úti. í þremur tilvikum í febrúar og marz hefur sjómönnum verið bjargað á giftusamlegan hátt og hefur flotgalli sannað gildi sitt í þessi skipti sem björgunar- og öryggistæki á eftirminnilegan hátt. Víkveiji gefur sjómönnum sem lent hafa í hildarleiknum orð- ið. xxx Ibyrjun febrúar fórst vélbátur- inn Doddi skaínmt frá Rifi. Mannbjörg varð og skipbrots- mönnunum þremur var bjargað um borð í Auðbjörgu SH. I Morg- unblaðinu 8. febrúar segir svo: „Við vorum ekki í flotbúningum og maður nagar sig í handarbökin fyrir það eftir á,“ sagði Þröstur Kristófersson skipstjóri á Dodda. í Morgunblaðinu segir svo með- al annars í frásögn af þvi er skel- veiðibáturinn Guðmundur B. Þor- láksson fórst á Jökulfjörðum sunnudaginn 4. marz: „Elías var sá eini sem var í flotgalla og sagð- ist hann ekki hafa fundið til neins skrifar kulda nema rétt a meðan gallinn var að fyllast af vatni . . .“ Síðar í frásögninni segir Elías Kristjáns- son: „Eg lét svo taka þá báða fyrst úr sjónum þar sem þeir voru orðn- ir mjög kaldir en ég ekki. Það var ekki fyrr en ég fór úr gallanum um borð að mér varð kalt, en það lagaðist fljótt þegar ég var kominn í ullarfötin og þurran flotgalla." Þess má geta að Elias var þarna í sínu fyrsta skipsrúmi og var í flotgalla sem vinur hans hafði lán- að honum. Á baksíðu Morgunblaðsins. 8. marz er sagt frá björgunarafreki Gunnars R. Kristinssonar og skipshafnarinnar á Óskari Hall- dórssyni er þeim tókst að bjarga félaga sínum sem féll útbyrðis eftir að hann fékk blökkina í bak- ið við vinnu sína, rann niður skut- rennuna og í sjóinn. „Við reyndum fyrst að koma til hans björgunar- hring en þegar það virtist ekki mögulegt var ekki um annað að ræða en að stökkva á eftir honum. Markúsarnet var samferða mér niður og ég hélt mér í böndin sem fylgdu því. Það er hins vegar ekki víst hvort ég hefði gert þetta hefði ég ekki verið í vinnuflotgalla," segir Gunnar í samtalinu, en hann er eini skipveijinn á Óskari Hall- dórssyni sem var í slíkum galia. XXX Orð þessara manna segja í rauninni allt sem þarf að segja og frétt þess efnis að virðis- aukaskattur hafi hækkað verð flotgalla verulega um síðustu ára- mót stingur vægast sagt í stúf við orð þeirra og reynslu. Áður hafði söluskattur veri felidur niður af flotgöllunum vegna eindreginna óska og krafna sjómanna. Nú er hins vegar komminn nýr skattur og þá fer allt aftur í fyrra horf. Víkverji gerir orð Gunnajs R. Kristinssonar, skipveija á Óskari Halldórssyni, að sínum síðustu í þessum pistli. „Svona klæðnaður kostar um 20 þúsund krónur í dag og maður fer með um það bil þrjá galla á ári. Því má skilja að sjómenn horfi í aurinn, því þá munar um þessa peninga. Hins vegar er líf sjó- manna ríkinu vonandi meira virði en þeir peningar sem hljótast af virðisaukasköttum vinnuflotgall- anna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.