Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 34
M
MQRGUNBLADlÐ,[IAU.QARDAÖURqm/MAB3rí3W/.
fclk f
fréttum
URRÆÐI
Jamie leysir vandann
Jamie litli er fimm ára gamall og
býr skammt frá Windsor Safa-
ri-dýragarðinum í Bretiandi. Hann
hefur þá vinnu í garðinum að gefa
litlum ljónsungum og á myndinni
er hann að stjana við ljónshvolpinn
Mumfy. En það heillar fleira fimm
ára gutta en ljónshvolpur, það gera
teiknimyndasögur einnig, en sam-
kvæmt myndinni ber ekki á öðru
en að Jamie hafi fundið ráð til þess
að gera bæði í einu, lesa „skribóið"
og gefa Mumfy litla mjólkina sína!
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
AKRANES:
„Glímt við fjárlagagatið“
Akranes.
>
Olafur Ragnar Grímsson, íjár-
málaráðherra, kom til Akra
ness í heimsókn á dögunum. Frétta-
ritari Morgunblaðsins á Akranesi
smellti þessari mynd af Gísla Gísla-
syni, bæjarstjóra á Akranesi og
Olafi Ragnari þar sem þeir standa
við listaverk er heitir „Glímt við
fjárlagagatið" og ætti það vel við
þessa tvo sem alltaf standa í slíku
hvor á sínum stað.
Höfundur listaverksins er Gutt-
ormur Jónsson á Akranesi.
- J.G.
COSPER
- Ef þú deyrð af hlátri - ertu búinn að endurnýja líftrygg-
inguna þína?
SUÐUREYRI:
Koma Súgfirðingar
vel undan snjóum?
Suðureyri.
Þrátt fyrir skapillsku veðurguð-
anna í okkar garð í vetur, eru
menn farnir að gera sér vonir um
að Súgfirðingar komi vel undan snjó-
um í vor, og ef litið er út úr snjó-
sköflunum núna, er farið að votta
fyrir vorboðunum.
Sunnudaginn 25. febrúar síðast-
liðinn héldu kvenfélagskonur staðar-
ins bæjarbúum veglegt sólarkaffi
þar sem á borðum voru margar dýr-
indis hnallþórur, lítt hitaeininga-
snauðar, og gat þar hver og einn
etið og drukkið eins og magarúm
leyfði. Tilefnið var að sólin læddi til
okkar nokkrum hlýjum geislum,
fimmtudaginn 22. febrúar, og var
það hennar fyrsta viðleitni til þess
að bræða ofan af okkur snjóinn.
Öskudagur rann upp bjartur og
kaldur 28. febrúar. En þrátt fyrir
kuldann var vart þverfótað í bænum
fyrir ýmsum kynjaverum sem gengu
í öll fyrirtæki bæjarins og hófu þar
raust sína starfsfólki til ánægju og
hlutu að launum smá sælgæti í lóf-
ann. Síðdegis var svo komið saman
í Félagsheimili Súgfirðinga þar sem
kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Eftir miklar barsmíðar frá sjóræn-
ingjum, draugum og álfum, tókst
„sjómanninnum" Guðbirni Helga
Sveinssyni, 12 ára, að mölvatunnuna
og hlaut þar með titilinn „Tunnu-
kóngur ársins". Að því loknu var
farið í ýmsa létta leiki og síðan
dansað fram eftir kvöldi. Það var
íþróttafélagið Stefnir sem stóð fyrir
skemmtanahaldinu innan dyra.
- Sturla
Hluti þeirra er spreyttu sig á að að slá köttinn úr tunnunni.
„tunnukóngur ársins“ á Suðureyri, Guðbjörn Helgi Sveinsson.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
En lengst til vinstri í sjógalla ei
POPP
Dúkkudrengirnir!
Unglingahljómsveitin „New kids
on the block“ býr við hreint
ótrúlegar vinsældir þessa dagana.
Hinir eldri poppáheyrendur botna
ekki í því, en krakkarnir vita hvað
þeir vilja. Frægð fylgja alls konar
uppákomur og nú er hafin fram-
leiðsla á dúkkum sem heita Joe,
Jonathan, Donnie, Jordan og Danny
í höfuðin á poppurunum ungu.
Þetta er bandarískt uppátæki sem
nærri má geta og fylgir það sög-
unni að dúkkurnar seljist eins og
heitar lummur. Á myndinni hampa
strákanir „tvíförum" sínum.
FRJALSAR IÞOTTIR
Dóttirin
fer með
til Glasgow
Selfossi.
Þórdís Gísladóttir hástökkvari
í Ungmennafélagi Selfoss
verð ur meðal keppenda á Evrópu-
meistaramótinu innanhúss sem
haldið er í Glasgow 3.-4. mars.
Þórdís eignaðist dóttur í fyrra-
sumar og fer sú litla með móður
sinni í þessa keppnisferð. Faðir-
inn, Þráinn Hafsteinsson, fer með
sem þjálfari og barnapía.
Þórdís keppti í hástökki á
Meistaramóti Islands 10. og 11.
febrúar og stökk léttilega yfir
1,77 og átti góðar tilraunir við
1,80. Annar Skarphéðins-maður,
Pétur Guðmundsson kúluvarpari
úr Samhygð, fer einnig á Evrópu-
meistaramótið.
-Sig. Jóns
Þráinn og Þórdís með dótturina Helgu þegar þau lögðu af stað
frá Selfossi á Evrópumótið.