Morgunblaðið - 22.04.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.04.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 C 9 að gera eitthvað í málunum núna. - Hversvegna ekki? Jú, fólkið hefði viðhaft þessa umgengni svo lengi að það myndi halda upptekn- um hætti. Umræðan færðist að eigin um- hverfi. Fossvogsskóli liggur í botni Fossvogsdals og hefur dalurinn ver- ið leikvangur þeirra sumar sem vetur. „Það er alltof mikið drasl í honum,“ sögðu þau. „Skurðirnireru fullir af rusli, jafnvel húfum og vettlingum, einu sinni lá þar hjól. í skurðunum sekkur maður í aurinn og stígvélin fyllast af allskonar ógeði. Einu sinni var ungum dreng bjargað þegar hann var að sökkva í eitt kviksyndið. Grasið er líka hávaxið og svo eru bleytusvæði á milli. Þegar gengið er yfir þau fest- ist maður í allskyns bleytu, - al- gjört ógeð. Það þyrfti að ræsa fram landið. Maður þyrfti eiginlega að bíða í tvo til þrjá daga eftir rigning- ar, á meðan vatnið sígur niður, til þess að geta komist almennilega yfir þessi svæði.“ Gróður í stað óræktar - Nú er mikil gróska nálægt Fossvogsskóla. „Já, en það yrði miklu skemmti- Iegra ef þar yrði útbúið útivistar- svæði, þá yrði kannski grasið sleg- ið.“ Börnin horfðu dreymandi út í loftið og héldu áfram að lýsa daln- um eins og þau vildu hafa hann. Þau vildu að þar kæmi 'fótboltavöll- ur og tennisvellir þar sem maður gæti fengið tilsögn. Þá myndi fólk- ið líka hætta að koma í dalinn með hjólbörurnar sínar þegar það væri að hreinsa til í görðunum hjá sér. Það væri ekki nógu gott, þó það gæti kannske bætt moldina í daln- um eitthvað. Okkur kom síðan sam- an um að rusl úr görðum ætti best heima í þar til gerðum gryfjum (eða gámum). Uppgræðsla landsins - En hvað um gróður landsins yfirleitt, vildu þau sjá landið grænna en það er núna? „Jú,“ sögðu þau, það gæti tekið tíma að græða upp landið, en það væri þess virði að reyna, landið væri hálfgerð eyðimörk. - Hvað er hægt að gera? Jú, þau sögðu að byrja þyrfti á því að binda jarðveginri. Það þýðir ekki að hugsa um að gróðursetja tré þar sem eng- inn jarðvegur er fyrír. Það mætti skipta um jarðveg eða binda jarð- veginn t.d. með því að rækta lúpín- ur fyrst. Þórunn sagði að hér á landi væri víða mikill og fallegur gróður og þau lýstu gróðurfari á stöðum eins og á Flúðum, á Egilsstöðum og Eyrarbakka og það væri gaman ef gróðurinn í kringum skólann væri svipaður. Þau komu einnig að öðru vanda- máli við skógrækt sem er sauðkind- in. Sum þeirra höfðu reynslu af því að sauðkindur höfðu komist í gróð- urinn t.d. við sumarhús og étið all- an nýgræðing. Svöðusár eftir torfærubíla á gróðursvæðum innan borgarmarka hafði stungið mjög í augu. Guð- mundur nefndi illa farna brekku upp af brúnni í Grafarvogi, þar sem menn væru að sýna „hvað í bílnum býr“. Umhverfí og snyrtimennska - Eru börn og unglingar sér meðvituð um umhverfið, hreinlæti og snyrtimennsku? Já, þau sögðust telja að börn sem alist hefðu upp við snyrtimennsku sjái muninn og muni því taka hana upp þegar þau verða fullorðin. Þau voru búin að fara yfir eina 1 ; • ÍÉI % tWÍÁ ' - - • Nemendur við Snælands- skóla, talin frá vinstri: Gerða Björk Geirsdóttir, Sigríður Arnadóttir, Kristinn Arnar Aspelund og Erla Svanhildur Kristjánsdóttir. Þau voru búin að fara yfir eina bók í skólanum sem heitir „Land og lýður“ og'er þar fjallað svolítið um umhverfisvernd í síðasta kaflan- um. Þau sögðu að það þyrfti að tala miklu meira um umhvefisvernd til þess að krakkar fái áhuga. Ragn- hildur sagði að það þyrfti fleiri „átök“ m.a. í umhverfismálum til að vekja meiri áhuga hjá krökkum til að gera eitthvað í þessum mál- um. Maður er líka alltaf að heyra um einhver olíuslys og svo er það mengunin, sögðu þau. Saga var sögð af systur sem býr í íbúð í Kringlunni. Hún spurði lækna hvenær hún mætti láta barn- ið sitt fara að sofa úti. Læknirinn sagði henni að hún ætti bara að láta það sofa inni, þar sem það væri svo mikil mengun frá umferð- inni í Kringlunni. „Svo tala menn um hvað landið sé svo hreint og hér sé engin mengun, bla, bla, bla.“ Gróðurvernd og gróðursetning - Nú er rætt um að gera eitt- hvað í gróðurverndarmálum og fá krakka til gróðursetningar. Jú, þeim leist mjög vel á það, en bættu því við, að það mætti nú kannske setja meiri peninga í um- hverfismálin. Nú virtust allir pen- ingar fara í allskonar verkefni eins og Þjóðleikhúsið, sögðu þau. Hér er nóg af leíkhúsum, umhverfið er miklu meira virði. Peningarnir eru settir í Borgarleikhúsið og Þjóðleik- húsið, „ætli það verði svo ekki rifið eftir nokkur ár!“ sagði Guðmundur. Okkar unga fólki leist ekkert á þetta ráðslag landsfeðranna. En þessi skarpa athugasemd sýnir vel hvernig börn skynja og meta um- ræðuna sem fram fer í þjóðfélaginu. Umhverfið skiptir máli - Hvað um hreinsun umhverfis- ins, myndu þau sjálf taka upp rusl sem þau sæju á víðavangi? „Já, ég hef gert það ef það eru flöskur," sagði Brjánn. Ragnhildur sagðist taka upp stór glerbrot sem aðrir gætu meitt sig á. Þau sögðu að væri þetta drasl búið að velkjast lengi og orðið útatað væri ekkert j£ § Metsölublcid á hverjum degi! / \ f Landvennp ""medfriðUn/anH ,ð’SorP'ð- geðslegt að taka það upp. Ruslaföt- urnar hefðu verið settar á ljósa- staura í hverfinu en hefðu ekki fengið að vera í friði, botninum hefði verið sparkað úr þeim. Nú væri atvinnuleysi svo kannski mætti ráða fleira fólk til starfa í umhverf- ismálum, lagði einn til. Það er ekki mikið talað um um- hverfismál í skólanum, sögðu þessir frjálslegu og skemmtilegu nemend- ur, það mætti gera miklu meira af því, vegna þess að umhverfið skipt- ir máli. - O - Næst lá leiðin í Snælandsskóla, þar var mættur hópur líflegra 15 ára unglinga úr 9. bekk. Unglingar á þessum aldri eru farnir að sjá umhverfismál í víðu samhengi, þeir fylgjast vel með því sem er að ger- ast og sjá sig og okkur landsmenn sem hluta jarðarbúa. Líffræðikenn- ari þeirra, Hafdís Sigmarsdóttir, sagði í lok viðtalsins, að því miður hefðu engar kennslubækur um umhvei-fismál verið gefnar út fyrir íslenska grunnskóla, það færi eftir hugmyndaflugi og áhuga kennara hversu mikla kennslu í umhverfis- málum íslenskir nemendur fengju í skólum. Að þeirri vitneskju fenginni fannst mér meira til um þetta við- tal en áður. Til leiks mættu Gerða Björk Geirsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Erla Svanhildur Kristjánsdóttir og Kristinn Arnar Aspelund. Annar piltur hafði forfallast. Á skrifstofu Reynis Guðsteinssonar skólastjóra komum við okkur þægilega fyrir og ræddum málin. Viðhorf til umhverfismála - Þau voru fyrst spurð, hvert fyrir sig, hvað kæmi fyrst í hug þeirra þegar rætt væri um umhverf- ismál? Sigríður svaraði: „Eyðing óson- lagsins, gróðurhúsaáhrif, eyðing regnskóga á Amazon-svæðinu og mengun yfirleitt." Erla_ Svanhildur: „Eyðing skóga hér á íslandi." Gerða Björk: „Verksmiðjur, sorp- brennslur og annað sem mætti bet- ur fara.“ Kristinn Arnar: „Mengunin og verndun landsins.“ Mengun í Reykjavík, sögðu þau að væri orðin jafn mikil og mengun í öðrum löndum. Það sæist best þegar komið væri utan af landi að höfuðborgarsvæðinu, þá lægi þungt ský yfir öllu höfuðborgarsvæðinu. Mengun - rusl - Hvað teljið þið vera vandamál, þegar frá er talin loftmengunin? Mengun við strendurnar, í fjör- unni og af draslinu sem fólk hendir frá sér t.d. á. götum úti, eins og t.d. sælgætisbréfum sem það lætur falla þar sem það stendur. Þau sögðu að tilfinning fyrir umhverfinu virtist ekki vera sérlega sterk hjá íslendingum. Víða vantaði rusla- tunnur, hægt væri að ganga. göt- urnar á enda í bænum án þess að sjá nokkurs staðar ruslatunnu. Gerða Björk lagði til að krakkar yrðu settir, svona í eina viku, í ruslatínslu, það myndi lækna þau a.m.k. um tíma, verkið væri svo niðurdrepandi, hún hafði prófað það sjálf. Fólk gengur heldur ekki nógu vel um t.d. þegar það fer út á land. Það skilur eftir sig rusl á víðavangi eða hendir því í ár og læki. — Hvað er hægt að gera? Vera með áróður og nota fiöl- miðiana miklu betur en gert er, svöruðu þau. M J OPINN FUNDUR Breyttar aðstœður... Ný utanríkisstefna? í tilefni þess, aö fimmtíu ár eru liöin frá því að íslendingar tóku stjórn utanríkismála í eigin hendur og þeirra vatnaskila í alþjóðamálum, sem nú eru, gangast utanríkis- málanefndir Sjálfstæðisflokksins, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar fyrir opnum fundi þar sem fjallað verður um nýjar áherslur í utanríkisstefnu íslands. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Sögu, laugardaginn 28. apríl og hefst klukkan 9-30. Setning: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Stofnun utanríkisþjónustunnar og mótun íslenskrar utanríkisstefnu: Pétur Thorsteinsson, fyrrverandi sendiherra. ísland og EB. Er aöild íslands komin á dagskrá? Ný viöhorfí varnar- og öryggismálum Arnór Sigurjónsson og dr. Gunnar Pálsson, sendiráðunautar. Umhverfismál: Dr. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins. Alþjóöleg viöskiptasamvinna: Belinda fheriault, framkvæmdastjóri SUS. Umræöur: Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson, formaður Utanrfkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. ■ Framtíö NATO Fundurínn er opinn öllum áhugamönnum um utanríkismál. Þátttökugjald er kr. 1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn. Innifalinn er lértur hádegisveröur, en hádegisverðarhlé verður frá kl. 12.30-13.00. Ráðstefnunni lýkur eigi síðar en kl. 15.00. Utanrfkismdlanefndir Sjdjfstœöisftokhsins, Sambnnds ungra sjdljstceðismanna og Heimdattar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.