Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 15

Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 C 15 Kjarnorkustöðin Yankee Power Slation í Connecticut í Bandaríkjunum. Stöðin framleiðir 600 megavött og er á við þijár Búrfellsvirkjan- ir. Stærstu kjarnorkuver heims eru þó tvöfait aflmeiri, en þau framleiða allt að 1.200 megavött. ]AROM| Grundvallaratriði svokallaðs Tokamak-kerfis fyrir kjarnasamruna, en allt frá því að mönnum tókst að leysa kjarnorkuna úr læðingi með kjarnaklofnun hafa þeir ihugað möguleikann á að nota kjarna- samruna til að framleiða rafinagn. Orkuframleiðslu með kjarnasam- runa fylgir 100-falt minni geislun en með kjarnaklofnun. Olíuborturnar í Texasflóa. Þaó er einkum munwr ó orkunotkun ó hvern íbúa, sem aógreinir þróuð lönd og vanþróuó. Íslendingar eru meóal þeirra þjóóa, sem nota einna mesta orku ó hvern landsmann. Langf er síðan hugmyndir komu fram um að virkja sólarorkuna beint og á myndinni má sjá holspegil, sem sýndur var á heimssýningu í París árið 1878, Holspegillinn safiiar geislum sólai í brennipunkt. Hitinn getur svo hvort sem er nýst ti! gufúframleiðslu eða annarra nota. Einnig má láta sóiarljósiö skina beint á skífúr úr efnum sem breyta orku geislanna beint í rafinagn. Lengst af hefur mannkynið ekki haft önnur ráð til hitunar og til að elda, en að brenna viði, mó eða taði. Þetta gilti hér á landi þar til á síðustu öld, og giidir enn víðast hvar í þriðja heiminum. Til að framkvæma vinnu hafði fólk ekki aðra orku en frá afli eigin líkama, eða húsdýra. „Það var ekki fyrr en eftir upp- götvun gufuvéiarinnar, fyrir rúm- um 200 árum, að farið var að nota kol í nokkrum mæli, og vélaafl til vinnu. Fyrir rúmum 100 árum, sem er ekki svo langur tími í manns- öldrum mælt, var farið að nota olíu- og bensínmótora. Nú eru líklega meira en fjögur hundruð milljón þeirra til í heiminum, aðallega í bílum en einnig í mörgum öðrum farartækjum og vélum. Notkun raf- magns er heldur ekki nema rúmlega 100 ára gömul, hvort sem er frá virkjunum fallvatna eða kolakynt- um gufuhverflum. Fyrir næstum fimmtíu árum uppgötvuðu menn svo kjarnorkuna, það er að segja þá tegund hennar sem byggist á kjarnaklofnun (þá úrans eða plútón- íums). Það er einkum munur á orku- notkun á hvern íbúa, sem aðgreinir þróuð lönd og vanþróuð. íslendingar eru meðal þeirra þjóða, sem nota einna mesta orku á hvern lands- mann, enda búa Islendingar við góð lífSkjör miðað við flesta aðra íbúa. þessa hnattar. Þessi orkuvæðing hefur átt sér stað á tiltölulega mjög skömmum tíma. Einkum notum við orkuna til húshitunar, lýsingar og nú á seinni árum til iðnaðar. Við gleymum oft gott að meta, einkum því að ekki er langt um liðið í sögu okkar, að ljós og ylur í híbýlum var af skornum skammti. Nú höfum við gnótt þessara þæginda og breytum skriðþunga Þjórsár og fleiri fall- vatna í gjaldeyristekjur með virkj- unum og iðjuverum,“ segir Ágúst. Súrt regn og gróðurhúsaáhrif „Þegar menn fóru-fyrst að nota tæknina til að virkja orku, tók al- menningur því tveim höndum, vegna þeirra lífskjarabóta sem því fylgdi. Byggð voru orku- og iðjuver í stórum stíi í þeim löndum, sem nú eru iðnvædd. Áratugir liðu áður en að menn áttuðu sig á því að böggull fylgdi skammrifí. Miklum kola-, olíu- og verksmiðjureyk fylgja brennisteinsdíoxíð, köfnunar- efnisoxíð og önnur óæskileg efni. Þetta leiðir af sér súrt regn. Þegar verksmiðjurnar og orkuverin eru mörg og þétt er byggt, hefur þessi eimyija skaðvænleg áhrif á gróður á stórum svæðum. Á síðustu árum hafa menn áttað sig á að með því að brenna á áratugum kolum og olíu sem það tók náttúruna ármillj- ónir að mynda, er maðurinn einnig að veita koldíoxíði út í andrúmsloft- ið í þeim mæli að það getur hækk- að hitastig jarðar. Þetta eru hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif." Geislavirkur úrgangur „Kjarnorku fylgja engin gróður- húsaáhrif, en hinsvegar geislavirk- ur úrgangur sem krefst einangr- unar frá umhverfinu í að minnsta kosti sjö hundruð ár. Tæknilega ætti það ekki að vera vandamál. Orku fallvatna og jarðvarma fylgir engin teijandi mengun og erum við heppin að þetta skuli vera okkar aðalorkulindir. í öðrum löndum hafa menn mjög íhugað hvaða aðra orkugjafa megi virkja þannig að mengun og önnur óæskileg áhrif verði sem minnst. Helst hafa menn íhugað að virkja sólarorku beint. Má til dæmis gera það með því að safna geislum sólar með holspeglum, sem beina þeim í brennipunkt þar sem hitinn er nýtt- ur, hvort sem er tii gufuframleiðslu eða annarra nota. Einnig má láta sóiarljósið skína beint á skífur úr efnum (t.d. kísilmálm- eða gallíum arseníð kristöllum), sem breyta orku geislanna beint í rafmagn. Nýtni þessarar aðferðar er þó lág. Ennfremur skulum við ekki gleyma því að meðaltalslengd dags á jörð- inni eru tólf tímar, óg oft er skýj- að. Því þarf búnað til að geyma orkuna til þess tíma er sóiin ekki skín, auk þess sem safna þarf henni saman af stóru svæði. Þannig þyrfti að safna sólarorku af svæði, sem samsvaraði um helmingi af flatar- máli Reykjavíkur, til þess að sjá Reykvíkingum fyrir nægri orku, jafnvel þótt sólin skini allan daginn. Þannig þarf sólarorka, sem nýtt er beint, að keppa við sólarorku í formi fallvatnsorku eða orku eldsneytis sem náttúran hefur safnað saman og geymt fyrir okkur frítt. Þetta leiðir til þess að rafmagn úr sólar- orku sem nýtt er beint verður trú- lega minnst fimmfalt dýrara en rafmagn úr vatnsorkuverum. Þá hafa menn íhugað að láta vindmyllur framleiða rafmagn í stórum st.il. Þá sýnir það sig að átta hundruð vindmyllur með tíu metra hreyfílþvermáli þarf til að jafnast á við eitt stórt kjarnorku- ver. Trúlega verður rafmagn fram- leitt með vindmyllum ávallt, talsvert dýrara en rafmagn framleitt með kjarnorku og þá örugglega miklu dýrara en rafmagn frá vatnsafli, en eins.og áður getur eru íslending- ar heppnir að eiga slíka auðlind. Trúlega verður raforka framleidd með vatnsafli ávallt ódýrust og þá um leið hagkvæmust til eldsneytis- framleiðslu," segir Ágúst. Eldsneyti framleitt með raforku Farartæki knúin rafmagni eru ýmsum annmörkum háð, til dæmis þungum rafgeymum og óhugsandi er að nota rafmótora á flugvélar, að sögn Ágústs. Þó mætti nota rafmagn á óbeinan hátt til að knýja farartæki með því að nota rafork- una til að framleiða eldsneyti. Þann- ig mætti framleiða vetni með raf- greiningu á vatni og jafnvel metan- ól með því að binda vetnið súrefni og kolefni sem unnið yrði úr koldíoxíði er fengist úr andrúms- loftinu. Eldsneyti framleitt á þenn- an hátt myndi ekki auka á gróður- húsaáhrifín, þar eð koldíoxíðið sem myndaðist við bruna þess kæmi ein- ungis í stað þess er fengið hefði verið úr andrúmsloftinu til fram- leiðslu eldsneytisins. Eldsneytið yrði trúlega samt þrefalt dýrara en það sem við notum í dag. Von í kjarnasamruna Að lokum skulum við líta aðeins lengra til framtíðar. „Síðan að mönnum tókst fyrst að leysa kjarn- orkuna úr læðingi með kjarnaklofn- un hafa þeir íhugað möguleikann á að nota kjamasamruna til að fram- leiða rafmagn, en orkumyndun sól- ar og annarra stjama gerist með kjarnasamruna. Við kjamasamruna renna mjög léttir frumeindakjarnar svo sem kjarnar vetnis eða þunga- vetnis saman og mynda helíum eða aðra kjarna, og losnar mikil orka um leið. Þessu er öfugt farið við kjarnaklofnun þar sem þungir kjarnar (svo sem úrans) klofna í léttari og mjög geislavirka kjarna. Orkuframleiðslu með kjarnasam- runa fylgir 100-falt minni geislun en með kjarnaklofnun. Mönnum hefur tekist að framkalla kjarna- sammna í vítisvélum svo sem vetn- issprengjum, en enn hefur ekki tek- ist að hemja samrunann þannig að leysa megi orkuna úr læðingi hægt og sígandi. Ef, eða öllu heldur þeg- ar, það tekst mun mannkynið geta nýtt þungt vetni úr höfunum til allra sinna orkuþarfa. um ókomin ár. Þó ber að gæta þess, að enn eru margir erfiðleikar óyfirstignir og of snemmt er að spá um endan- legan árangur eða orkukostnað, þótt bjartsýni sé við hæfi,“ segir dr. Ágúst Valfeils.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.