Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 19

Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 19
C 11 FÖLR í fjölmiðlum JÓN ÓSKAR ■ GENGIÐ HEFUR verið frá ráðningu þriggja sumarafleysinga- manna á fréttastofu Ríkissjón- varpsins. Þar ræðir um þá Jón Óskar Sólnes, sem flyst úr íþrótta- fréttum yfir í erlendar frétt- ir, Arna Magnússon (Bjarnfreðs- sonar), sem kemur á inn- lendar fréttir af Rás 2 Ríkisútvarps- ins, og Jón Ól- afsson, sem verið hefur fréttaritari • stofunnar í Moskvu í vetur, en hann mun sinna erlendum fréttum líkt og síðasta sumar. Að sögn Boga Agústssonar, fréttarstjóra, sóttu ríflega fimmtíu manns um sumaraf- leysingastöður á fréttastof- JÓN ARNI unni og voru allir umsækjendur prófaðir. Kvað Bogi flesta umsækjendanna vera „af háu kalíberi", en því miður hefði flesta þeirra skort reynslu og Ríkis- sjónvarpið hefði ekki tíma eða fé til þess að þjálfa nýtt fólk. Bogi sagði hins vegar að öruggt mætti telja að fleiri yrðu ráðnir þegar nær drægi sumri, en slíkt færi eftir því hvernig sumarleyfi fréttamanna dreifðust. Alls þarf að ráða í tæp tvö mannár í sumar, en það dregur þó úr neyðinni að þing- fréttamaður kemur í almennar fréttir yfir sumarið. Á fundi útvarpsráðs fyrir skömmu iagði Bogi ennfremur til að Unnur Ulfarsdóttir yrði ráðin til tveggja ára í stað Jóns Valfells, sem heldur um tveggja ára skeið til EFTA. Unnur var upphaflega ráðin til þess að leysa af Katrínu Pálsdóttur, sem fór í barneignafrí. ■ DAGSKRÁ útvarpsstöðvarinn- ar Bylgjunnar á eftir taka töluverð- um breytingum næstu vikur og mán- uði. Pétur Steinn Guðmundsson hefur verið ráðinn yfirmaður sér- stakrar tal- málsdeildar, sem fréttadeild- in heyrir nú undir. Ætlunin er að auka vægi talmáls í dag- skránni og jafn- framt breyta áherslum í fréttum og fréttatengdu efni. Jón Asgeirsson, sem verið hefur fréttastjóri í eitt ár, hefur hætt störfum sem slíkur en sinnir áfram sérstökum verkefnum. Hann mun m.a. hafa umsjón með fréttatengdu efni vegna sveitar- stjórnakosninganna. „Dagskrá Bylgjunnar hlýtur að taka breytingum eins og annað í þjóðfé- laginu. Við erum fjölmiðill sem reyn- ir að fylgjast með, vera með puttann á púlsinum," sagði Pétur Steinn í samtali við Morgunblaðið. Fréttir Bylgjunnar verða á klukku- tíma fresti. Þær hefjast klukkan 7.00 á morgnana, á undan morgunþættin- um sem verður með fréttatengdu ívafi, og halda áfram til klukkan 17.00 þegar þátturinn Reykjavík síðdegis hefst. Sá þáttur verður mjög blandaður fréttaefni, en hann er í umsjá Sigursteins Mássonar. Hvað varðar áherslubreytingar í fréttum sagði Pétur Steinn, að einkum yrði dregið úr „hörðum fréttum“, svo sem löngum fréttum af efnahagsástand- inu. „Það er stundum eins og allir séu að segja sömu fréttirnar. Okkur langar að bijótast úr þeim viðjum með nýjum áherslum," sagði Pétur Steinn Guðmundsson. PÉTUR STEINN MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 22. APRIL 1990 Alþýðublaðið feer nýjan svip Alþýðublaðið mun taka töluverðum stakkaskiptum í byrjun næsta mánaðar. Ekki er þó áformað að auka síðuljölda blaðsins. Hann verður eftir sem áður átta síður og tólf til sextán síður á laugardög- um. Breytingarnar felast hinsvegar í útliti, áherslum, framsetningu og fréttaöflun. Með þessum breytingum viljum við nýta okkur þessar átta síður til fulls,“ segir Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. „Allar fréttir verða miklu styttri en áður og þar af leiðandi fleiri. Alþýðublaðið hefur síðustu árin lítið sinnt erlendum fréttum, en hefur nýlega komist í samband við Reuter aftur eftir margra ára hlé. Við höfum gert tvöfaldan samning við Reuter, annars vegar um dag- legar fréttir og í annan stað hefur verið gerður samningur um svo- kallaðar grafískar myndir. Um er að ræða teiknaðar fréttaskýringa- myndir í fjórlit eða svarthvítu sem Morgunblaðið hefur reyndar einnig samið um og verður Evrópufrum- sýning á þeim um miðjan maí. Þá ætlar Alþýðublaðið að fara út í mun meiri lit en áður hefur tíðkast í blaðinu og allt umbrot verður tölvuunnið frá og með miðjum maímánuði," segir Ingólfur. Alþýðublaðinu er ætlað að verða alhliða innlent og erlent fréttablað með fyrirhuguðum breytingum. Síðumagn er ekki fyrir hendi til að fara út í almenna þjónustustarf- semi, svo sem að tíunda vaktir lækna og apóteka, opnunartíma safna, sundlauga og svo framveg- is. „Aftur á móti höfum við tekið þá ákvörðun að þjóna lesendum í fréttum, innlendum jafnt sem er- lendum, og hafa formúluna mjög samanþjappaða þannig að les- andinn geti á mjög skömmum tíma yfir kaffibollanum á morgnana sett sig inn í fréttadaginn. Hug- myndin er að gera Alþýðublaðið að mjög aðgengilegu blaði fyrir hinn tímabundna íslending," segir Ingólfur. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á mannafla blaðsins. Auk ritstjóra og fréttastjóra hefur Alþýðublaðið á sínum snæram fimm blaðamenn í föstum fréttum auk .nokkurra lausráðinna dálka- höfunda. Ingólfur segir að eini kostnaðaraukinn samfara breyt- ingunum sé fréttaþjónusta Reuter sem nú bætist við. Utgjaldaaukinn sé því mjög lítill miðað við þæP brejAingar sem fyrirhugaðar eru. í umferðinni! Hjá Bifreiðaskoðun íslands leggjum við okk- ar af mörkum til hreinna umhverfis. Allar bifreiðar eru nú mengunarmældar við skoðun, frá og með síðustu áramótum. Það þýðir að við mælum nákvæmlega magn kolsýrlings í út- blæstri þeirra. Sé magnið of mikið má oftast ráða á því bót með einfaldri vélarstillingu. Með því vinnst tvennt: • Eldsneytissparnaður um 2% að meðaltali • Umhverfismengun minnkar Stuðlum öll að hreinna lofti - í umferðinni sem annars staðar! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.