Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 MYNDLIST/ Geta bankamir verid fyrirmynd annarra fyrirtcekja? Bankarnir eiga merkileg lista- söfn. Bankar sem listasöfh hafa eignast. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem komu fram á Alþingi á Landsbankinn 418 listaverk eftir 135 listamenn; þar af er stærsta safnið sjö verk eftir sama lista- manninn, þijú til sex verk eftir nokkra fleiri, en flestir listamenn eiga aðeins eitt eða tvö verk í safni bankans. Svipaða sögu er að segja um verk sem voru í eigu Útvegs- bankans; þar voru nær hundrað verk eftir um fimmtíu listamenn, og mest fimm eftir saman mann- inn. Þarna er því ekki um söfnun að ræða í þeirri merkingu sem oftast er höfð fyrir það orð; það væri nær að tala um eignamyndun af ákveðnu tagi. Samt verður að taka skýrt fram, að þetta þýðir engan veginn að verk í eigu þessara banka séu lakari en annarra; þarna geta verið margir og merkir gullmolar íslenskrar myndlistar. En það væri erfiðara að setja upp sýningu á verkum í eigu þessara stofnana, sem bæri með sér einhvern heildar- svip. Oðru máli gegnir um listaverka- söfn Búnaðarbankans og Seðla- bankans; þar hefur að hluta til a.m.k. verið safnað markvisst verk- um ákveðinna listamanna, til að mynda heildstæð söfn. Seðlabank- inn á 140 verk eftir 70 listamenn, en flest verk eru þar eftir Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval og Karl Kvaran. Seðlabankinn kaupir listaverk fyrst og fremst til að skreyta eigið húsnæði, og er stærð safnsins í samræmi við það. En einnig má benda á, að Seðlabank- inn hefur eignast mjög merkilegt bókasafn, og myntsafn, sem er mjög athyglisvert fyrir áhugamenn á því sviði. Safn Búnaðarbankans er ef til ÁRIÐ 1924 málaði Jóhannes Kjarval stóra veggmynd á annarri hæð í húsi Landsbankans við Austurstræti, sem hlotið hefiir nafnið „Fisk- stöflun". Þar eru konur að vinna við að stafla saltfiski í stakk- stæði. Það hefur stundum verið nefnt hversu hvítur og fallegur saitfiskurinn í myndinni er; í bók sinni „íslensk myndlist" nefhir Björn Th. Björnsson þá skýringu, að mörgum árum seinna, þegar kvartað var undan verkun á íslenskum saltfiski, hafi Kjarval farið upp í Landsbanka með hvíta málningu og endurbætt verkunina á fiskinum í myndinni, þar skyldi sko einungis sýnd gæðavara! að en peninga af hendi sem greiðslu til bankans — t.d. listaverk. Ef bankinn samþykkir, geta allir verið ánægðir; víxillinn er úr sögunni og bankinn hefur eignast verk, sem getur skreytt sali þess og skrifstof- ur. En um leið er ljóst, að enginn stundar markvissa söfnun lista- verka með slíku, stofnunin eignast það sem býðst þegar það býðst, eða eftir því sem fylla þarf upp í vegg- pláss á nýjum afgreiðslustöðum. Jafnframt þýðir þetta að smám saman eignast viðkomandi banki verk eftir fjölda listamanna, og ein- ungis fá eftir hvern. Þetta gæti átt við umtalsverðan hluta þeirra listaverka, sem Lands- bankinn og Útvegsbankinn sálugi Þessi saga er rifjuð upp hér til að minna á, að íslenskir bank- ar hafa í gegnum tíðina látið lista- menn skreyta hús sín og keypt af þeim listaverk. Áður hefur verið vakin athygli á því í þessum pistlum, að íslensk fyrirtæki væru almennt ekki enn þeir stuðningsaðilar við myndlistina, eftir Eirík sem víða erlendis Þorlóksson þykir sjálfsagt að þau séu. Það eru helst að bankarn- ir, sem virðast hafa gert þetta að einhvetju ráði. Nú hefur verið skýrt frá því á Alþingi, hversu stór lista- verkasöfn ríkisbankanna eru, og er það fróðleg lesning. Finnur Ingólfsson lagði fram fyrirspum um þetta efni í þinginu, og kemur fram í svarinu, að ríkis- bankarnir fjórir (þ.e. Seðlabanki, Landsbanki, Búnaðarbanki og Út- vegsbanki áður en hann var seld- ur) eiga nærri eitt þúsund listaverk eftir um tvö hundruð listamenn. Þetta er því myndarlegt heildar- safn. En söfnin eru misjafnlega saman sett, og því augljóst, að sum þeirra hafa orðið til af sjálfu sér, á meðan önnur bera vitni um mark- viss innkaup og söfnun listaverka. Nú væri eðliegt að álíta að bank- ar eignist sín listaverk eins og aðr- ir, þ.e. með því að kaupa þau. Svo einfalt er málið hins vegar tæp- lega. Auðvitað er mikill hluti af listaverkum bankanna keyptur á venjulegan hátt; en þar kemur fleira til. Margir Islendingar þekkja þá tilfinningu af eigin raun að vera í kröggum og eiga ekki fyrir víxlin- um, sem fellur í bankanum í næstu viku. Þegar þannig er ástatt leita menn annarra leiða, ef hægt er. Ein leið er sú að láta eitthvað ann- vill hið athyglisverðasta af lista- söfnum bankanna. Þar hafa stjórn- endur bankans safnað listaverkum á markvissan hátt, og bankinn eignast flölda verka eftir þekkta listamenn. Þannig er um þriðjung- ur safnsins verk eftir fjóra lista- menn; rúmlega hundrað listaverk eru eftir um fimmtán listamenn, en afgangurinn af safninu dreifist á nærri eitt hundrað listamenn til vtðbótar. Þetta er stórt safn og áhugavert vegna þess hvernig að því hefur verið staðið, og á næst- unni gefst landsmönnum tækifæri til að skoða það útan bankans. í tilefni af 60 ára afmæli sínu hefur Búnaðarbankinn nú opnað sýningu á völdum verkum úr safni sínu á Kjarvalsstöðum. Þar geta landsmenn séð þau verk sem bank- inn hefur eignast í gegnum tíðina, og hafa verið misjafnlega aðgengi- leg í húsakynnum hans vitt um landið, í afgreiðslusölum og á skrif- stofum. Vonandi geta sem flestir notið þess að sjá bestu verkin kom- in saman á einn stað, bæði við- skiptamenn bankans og aðrir. Ein er sú spurning sem ekki hefur enn verið tekin afstaða til, en hún er hvort bankar eigi yfirhöf- uð nokkuð með að vera að eignast listaverk, þar sem slíkt sé á endan- um ávallt gert á kostnað viðskipta- vina bankans. Svarið við því er skilyrðislaust já, og eru fyrir því nokkrar ástæður. Ef að öflugustu fyrirtæki landsins geta ekki stutt við myndlist í landinu með kaupum á listaverkum, hvaða fyrirtæki geta það þá? Það hlýtur að vera skemmtilegra fyrir viðskiptavini bankanna að hafa fyrir augum frumleg listaverk í afgreiðslum peningastofnana heldur en mislé- legar eftirprentanir eða ofnotaðar Ijósmyndir af ferðamannafegurð landsins. Kostnaður við listaver- kakaup hefur ekki minnstu áhrif á vaxtamun bankanna, þar sem hér er um að ræða brotabrot af rekstr- arkostnaði þeirra. Og ef valið stendur milli leðursófa í biðstofu bankastjóra, eða listaverks á vegg- ina, þá er það heidur engin spurn- ing ... Mættu önnur fyrirtæki taka listaverkasöfn bankanna sér til fyr- irmyndar. • SMIÐSHÚS • SUMARHÚS • SMIDSHÚS • HEILSARSHUS • Sýning a sumarnusum um helgina Á athafnasvæði okkar við Viðarhöfða höfum við nú tvö fullbúin sumarhús til sýnis. Við gefum upplýsingar og tökum pantanir á sumarhúsum til afgreiðslu næsta sumar. j“~- ----^ jú -- Komið og skoðið húsin I i __ um helgina it: =B | frái2-t7. .... Mmmmr- VERÐ SUMARHUSA: 19 fm Verð frá kr. 820.600,- 32 fm' Verð frá kr. 1.269.500,- 38 fm Verð frá kr. 1.326.000,- 44 fm Verð frákr. 1.445.800:- 50 fm Verð frá kr. 1.611.800,- 49 fm (T-hús) Verð frá kr. 2.826.500.- TRESMIÐJA Viðarhöfða 4, sími 671101 • SQHSUVS1I3H • SriHSOIWS • S fl u mn« II S • SRHSOIWS • DfASS/Lifa þ au ekki ad eilífu SARAHOGMEL ÍMINNINGUNNI Dauði Söruh Vaughan kom djass- unnendum ekki á óvart. Hún hafði verið heilsuveil um hríð og orð- ið að aflýsa tónleikum æ oftar. Sarah Vaughan hafði viðurnefnið hin guðdómlega, og má minna gagn gera. En það er ekkert vafamál að hún er ein hinna þriggja mestu djasssöngkvenna allra tíma: Billie Holiday, Ella Fitz- gerald og Sarah Vaughan, þrenningin glæsta. Sarah var yngst þeirra og aðeins 66 ára þegar hún lést. Feril sinn hóf hún sem aðstoðarpíanisti í hljómsveit Earl Hines. Það var söngvarinn Billy Eckstine, sem mælti með henni við Hines og er hann stofnaði eigin stór- sveit slóst Sarah í hópinn. Þetta var fyrsta bíbopp-stórsveitin og í henni kappar eins og Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Dexter Gordon og Art Blakey. Sarah var fyrsti söngvar- inn sem söng bíbopp einsog sá sem valdið hafði og allt til þessa dags hefur enginn sungið þá tónlist betur. Þegar Billie Holiday lagði alla sál sína í textann og túlkun hans skipti hún Söruh litlu máli. Tónamir voru henni allt. Hún hafði mjög breitt tónsvið á valdi sínu og á seinni árum hefur rödd hennar orðið æ dýpri. Sarah lærði mikið í orðalausum söng af Ellu Fitzgerald og þær eru að mörgu leyti skyldar söngkonur og ólíkar Billie Holiday. Leikandi sveifla, rýþmískar fraseringar og hugmyndaríkur spuni einkennir þær og Sarah átti það meirað segja til að hefja söng sinn með nokkurra kóra spuna án þess að syngja laglín- una fyrst einsog hefðin býður. Sarah hljóðritaði með Dizzy og Bird, Clifford Brown og eigin tríóum og um tíma var vestur-íslenski bassa- leikarinn Bob Magnusson í tríói hennar. Af síðari tíma hljóðritunum Söruh má nefna frábæra tónleika í Tívolí í Kaupmannahöfn, sem gefnir hafa verið út á tveimur geisladiskum af Mercury, og Pablo-skífur hennar frá síðustu árum, s.s. skífurnar tvær með Ellington-ópusunum og How Long Has this Been Goin’ On, með Oscari Peterson. Ég hlustaði aðeins einu sinni á Söruh Vaughan átónleikum. Það var á Norðursjávardjasshátíðinni 1987. Þar söng hún í PWA-salnum og fór á kostum. Hún hélt sér mun betur en Ella, enda sjö árum yngri, og líkamleg útgeislun hennar var ekki minni en sú andlega. Það var ekki dauður punktur á þessum tónleikum. Það hafa fleiri mætir djassmenn kvatt lífíð á síðustu vikum. Nýlega lést trommarinn Mel Lewis í New York og er það dálítið skringileg til- viljun að í marshefti down beat er viðtal við kappann. Mel er frægastur fyrir stórsveit þá er hann rak ásamt trompetleikar- anum Thad Jones á árunum 1965 til 1978. Áður hafði hann trommað Sarah Vaughan — ein af þremur mestu djasssöngkonum allra tíma. með mörgum stórsveitum s.s. sveit- um Stan Kentons, Benny Goodmans, Dizzy Gillespies og Gerry Mulligans. Mel Lewis var sveifluljón sem kunni þá list til hlítar að keyra áfram stór- sveit. Hljómsveit þeirra Thad Jones var af flestum talin fremsta stór- sveit nýrri tíma djass og er ógleym- anleg öllum sem á hlýddu. Ég heyrði einu sinni í henni í litlum klúbbi árið 1974 og fremstur stóð Thad Jones með flygilhornið og stjórnaði og blés meðan Mel kynti undir bakvið. Þá blésu þar menn á borð við barríton- meistarann Pepper Adams og bás- únuleikarann Quentin Jackson. Þeir eru nú allir horfnir til æðri sveiflu- heima en margir af stjörnum sveitar- innar eru enn í fullu fjöri einsog Jon Faddis sem blés í Reykjavík í júní sl. Eftir að Thad Jones yfirgaf sveit- ina og settist að í Kaupmannahöfn rak Mel bandið með aðstoð Bob Brookmeyers, sem skrifaði flestar útsetningarnar, en þeir voru góð- kunnir frá Mulligandögunum og Bob var með í Jones/Lewis-bandinu í byrjun. ehir Vemharð Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.