Morgunblaðið - 22.04.1990, Qupperneq 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
Astraltónleikar
Heiðar dansar cha-eha.
Afmælishátíð
Júpíters
ASTRALJASSSVEITIN Júpíters hélt afinælistónleika á
efstu hæð Klúbbsins fyrir stuttu, en þá varð sveitin árs-
gömul. Sveitin tilkynnti reyndar andlát sitt seint á síðasta
ári, en það var ótímabært, því snemma á þessu ári undu
sveitarmenn ekki lengur við aðgerðarleysið og hrundu
henni af stað á ný og hyggjast halda í hljóðver innan
skamms tilað hljóðrita breiðskifú sem gefin verður út
í sumar eða haust.
Afmælistónleikarnir, sem
haldnir voru fimmtu-
dags- og föstudagskvöld,
voru vel sóttir. Sveitin lék lög
úr smiðju sinni og ýmsir fyrr-
um meðlimir komu á svið og
léku með, eftir því sem við
átti. Auk þess dansaði Heiðar
Ástvaldsson cha-cha við lag
sveitarinnar Heiðar dansar
cha-cha.
Upphitunarsveit var
kvennasveitin Afródíte, sem
vakti mikla hrifningu við-
staddra.'
■ FORSIÍ 77 Tékkóslóvakíu,
Vaclav Havel kom hingað
til lands, eins og margir
muna, á leið til Banda-
ríkjanna fyrir nokkru. I
Bandaríkjunum átti hann
viðræður við þarlenda ráða-
menn og sótti rokkklúbbinn
CBGB í New York með kvik-
myndagerðarmanninum Mi-
los Forman sem þar var
tíður gestur í eina tíð. Þeir
félagar drukku þar nokkra
bjóra og hlustuðu á rokk-
sveitina Children ofBabyl-
on. Havel hitti einnig að
máli tónlistarandófsmanninn
Frank Zappa og sagði að
hann hefði alla tíð haft mikið
dálæti á plötum Zappas, og
þá sérstaklega plötunni
Bongo Fury, sem þeir Zappa
og Captain Beefheart gerðu
saman. Zappa hann hyggst
veita fjármálaráðhen-um
Tékkóslóvakíu ráðgjöf við að
reisa úr rústum efnahag
landsins og segist vita jafn
mikið um efnahagsmál og
hvaða hagfræðingur sem er.
■ UM þessar mundir eru lið-
in 25 ár síðan Zappa sendi
frá sér sína fyrstu plötu og
bandaríska fyrirtækið Ryko-
disk, sem m.a. gefur út plöt-
ur Davids Bowies á geisla-
diskum, hefur samið við
Zappa um að hann mundi
hafa yfirumsjón með útgáfu
á öllum plötum sínum á
geisladiskum.
árum.
*
■ LA MBA DA -æðið sem ís-
lendingar hafa ekki farið
varhluta af var hugarfóstur
franskra ævintýramanna,
sem skrásettu Lambada sem
vörumerki og urðu vell-
auðugir fyrir vikið. Fyrir
stuttu féli þó dómur í Frakkl-
andi um það að Lambada-
lagið, sem selst hefur i yfír
fimm milljónum eintaka um
heim allan, var í raun samið
af bólivísku bræðrunum
Gonzalo og Ulises Hermosa
fyrir níu árum og hét þá Llor-
ando se fue. Hermosa-bræð-
ur fá í sinn hlut um 200
milljónir kr. og í málarekstr-
inum kom í ljós að lagið er
alls ekki lambadalag, heldur
bólivískt sayalag, sem á lítið
skylt við brasilíska lambada-
dansinn.
DÆGURTÓNLIST
Hvad er venjulegt fólk?
ekki að fá erlendar stór-
stjörnur, en þess í stað
voru fengnar hingað
franska þjóðlagapoppsveit-
in Les Negresses Vertes
og malíski tónlistarmaður-
inn Salif Keita, sem kemur
hingað með 17 mannasveit
sinni. í því er Listahátíð
að gegna hlutverki sínu;
að fá hingað til lands tón-
listarmenn sem að öllu
jöfnu myndu ekki troða upp
hér og kynna fyrir mönnum
nýja tónlistarstrauma að
utan. Finnist einhveijum
sem það væri kjörið að fá
hingað til lands „heims-
fræga“ popptónlistarmenn
á við Sinéad O’Connor, sem
vissulega væri gaman að
sjá á tónleikum hér á landi,
þá er það tilvalið hlutverk
fyrir einkaaðila, sem
mættu gjarnan vera um-
svifameiri (og skynsamari)
í poppsveitainnflutningi en
hingað til.
Til gamans má svo geta
þess að sú Listahátíð sem
er flestum minnisstæð, er
Listahátíðin 1975, þegar
engin erlend poppsveit hélt
hér tónleika.
Listahátíö
fyriralla
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin fyrstu tvær
vikurnar í júní nk. Þar koma fram ýmsir listamenn,
sem ekki er hægt að vænta að muni koma hingað
til Iands alla jafna. Ein spurning hefúr þó heyrst oft
síðustu daga: Hvaða popphljómsveitir koma hingað
á Listahátíð?
Fyrir stuttu heyrði ég
dagskrárgerðarmann á
einhverri rásinni kvarta
yfir því af fágætu dóm-
greindarleysi að þessi lista-
hátíð væri
ekki fyrir
„venju-
legt“
fólk“. Sú
ályktun
var byggð
á því að
ekki
kæmu
eftir Árna
Matthíasson
hingað til iands „heims-
frægar“ hijómsveitir til
tónleikahalds líkt og svo
oft áður. Ekki treysti ég
mér til að segja til um hvað
„venjulegt fóik“ er, né
heidur ætla ég að fara að
þræta við menn um jafn
fánýt atriði og hvort popp-
tónlist sé tónlist, eða
hverra það sé að ákveða
hvað sé list og hvað ekki.
Popptónlist á í sjálfu sér,
að mínu mati, jafn mikið
erindi á dagskrá listahát-
Salif Keita Tónlist fyrir venjulegt fólk?
íðar og hver önnur tónlist,
en þá með sömu formerkj-
um og önnur atriði sem
hingað til lands koma á
vegum hátíðarinnar: að
hingað komi listamenn sem
ekki kæmu alla jafna.
Ég hef fyrir því heimild-
ir að stjórn Listahátíðar
hafi ákveðið í upphafi að
hafa enga popptónleika að
þessu sinni, minnugtapsins
á síðustu slíkum Listahá-
tíðartónleikum. Það hafi
svo verið fyrir þrýsting að
stjórnin lét undan og fór
að kanna hvort einhveijar
hljómsveitir væru á lausu.
Af ýmsum orsökum, sem
ekki verða raktar hér, tókst
Tíu lög enn
HLJÓMSVEITIN Stjórnin er sem stendur að leggja
síðustu hönd á sína fyrstu breiðskífú, sem Skífan gefur
út um sama leyti og sveitin verður stödd í Júgóslavíu í
Eurovisionkeppninni með lagið Eitt lag enn. Platan vænt-
anlega á reyndar að heita Eitt lag enn, enda verður á
henni það fræga lag með níu öðrum lögum.
IHljóðrita fyrir skemmstu
voru þau Sigríður Bein-
teinsdóttir og Grétar Örvars-
son að ljúka við upptökur.
Á plötunni verða lög úr
ýmsum áttum, eurovisionlög,
lög eftir Hörð Ólafsson og
Jóhann G. Jóhannson, Eyjólf-
ur Kristjánsson og Friðrik
Karlsson eiga sitt lagið hver
tvö erlend iög og lag eftir
Grétar verður aukalag á
geisladisk og kassettu. Grét-
ar sagði hljómsveitina ekki
eiga mikið af lögum sjáif á
Stjórnin Sigríður Beinteins-
dóttir og Grétar Örvarsson í
Hijóðrita.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
plötunni, enda hafi hún svo
mikið að gera alla jafna, að
enginn tími sé til að fást við
lagasmíðar. Þá loks að menn
fái frí séu þeir ekki í stuði
tii að fara að semja. „Ég
kalla það gott að við skulum
ná að koma frá okkur plötu,
því þetta er sú gerð hljóm-
sveitar sem sendir yfirleitt
ekki frá sér plötu, eins og
fjölmörg dæmi sanna.“
Sigríður og Grétar sögðu
plötuna spegla vel hljóm-
sveitina Stjórnina, lögin
væru ijölbreytt líkt og pró-
gramm sveitarinnar, enda
þyrftu þau að geta spilað
hvaða tónlist sem er þegar
verið væri að leika fyrir dansi
á Hótel Islandi. Þeirri spila-
mennsku er þó lokið í bili,
því 21. apríl, í gær, hélý sveit-
in lokaball á Hótel Islandi.
Við tekur Eurovision og
síðan stutt frí, en 18. og 19.
maí heldur sveitin tónleika í
Vestmannaeyjum og síðan
verður lagst í ferðalög um
land allt og búið að bóka
nánast allt sumarið og reynd-
ar fram til 1. október, að
tekið verður stutt frí.
SUÐUR-
RÍKJA-
ROKK
BANDARÍSKT suðurríkja-
rokk hefur á sér sérstakan
blúsblæ, eins og heyra má
í tónlist fremstu slíkra
sveita, s.s. Z.Z. Top.
Síðustu mánuði hefur hasl-
að sér völl á þeim vett-
vangi hljómsveitin Raging
Slab, sem reyndar er ekki
suðurríkjasveit, heldur frá
Manhattan í New York.
Raging Slab sendi frá sér
sína aðra breiðskífu fyr-
ir stuttu og utan á þeirri
plötu má sjá hljómsveitar-
meðlimi í leðurfatnaði með
kúrekahatta og tilheyrandi.
Tónlistin á sér iíka rætur í
bandarísku blúsrokki sveita
á við Lynyrd Skynyrd, en
þunginn. og keyrslan er öllu
Raging Slab Suðurrikja-
sveit frá New York.
meiri og þykir minna meira
á sveitir á borð við Metallicu.
Stofnandi og helsti Iaga-
smiður Raging Slab, Greg
Strempka, kallaði til liðs við
sig slidegítarleikarann Elyse
Steinman og bassaleikarann
Alec Morton 1984. Þau léku
hvar sem þau komust að og
slógu til þegar þeim bauðst
að taka upp piötu á vegum
smáfyrirtækis í New York.
Þegar kom að upptökum
fengu þau ekki nema einn
dag í upptökur og fyrir vikið
gera þau sem minnst úr
þeirri plötu, Assmaster, sem
jók þó hún hróður sveitarinn-
ar. Eftir að piatan kom út
lagðist sveitin í ferðalög um
þver Bandaríkin og lék á öll-
um stöðum þar sem hægt var
að finna áheyrendur.
Snemma á síðasta ári kom
svo út EP-platan True Death,
sem fékk framúrskarandi
dóma. Þá loks lögðu plötuút-
gefendur við hlustir og sló-
gust um sveitina þar til
RCA-fyrirtækið gerði henni
tilboð sem sveitarmenn gátu
fallist á. Ekki er svo langt
síðan Raging Slab sendi frá
sér fyrstu „alvöru" breiðsk-
ífuna á vegum RCA, sem ber
einfaldlega nafn sveitarinn-
ar, Raging Slab. Sú plata
hefur fengið frábæra dóma
í flestum tónlistartímaritum
og þá heist í þeim sem sér-
hæfa sig í rokktónlist í
þyngri kantinum, líkt og
breska blaðið Kerrang!, sem
gaf plötunni hæstu einkunn,
5 K.