Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
28 C
HCÍMfW
... að þola enga frekju.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resorvad
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Pétur vill ekki að við gift-
um okkur fyrr en við höf-
um unnið í einhveiju stór-
happdrættinu ...
Við verðum að vera hér.
Mamma hans finnur hvergi
slökunarpillurnar
smar ...:
Á FÖRNUM VEGI
Hitaveitu-
geymarnir
hverfa úr
Öskjuhlíð
ÞAÐ er kominn kaffitími hjá
hópnum sem er að rífa klæðn-
inguna utan af hitaveitugey-
munum í Öskjuhlíðinni I
Reykjavík. Grétar Sveinsson,
sem tekið hefur þennan hluta
verksins að sér og menn hans
fara niður úr vinnupöllunum
sem slegið hefur verið upp ofan
á gömlum vörubíl, draumavagni
sérhvers hörkutóls. Búið er að
rífa klæðinguna utan af hinum
geyminum og niðurrifinu miðar
vel áfram. Það sem nýtanlegt
er verður notað í nýja geyma
sem reistir verða á Reynisvatns-
heiði og tengdir verða Nesja-
vallaæðinni.
Verkinu er brátt lokið láti veðurguðirnir og útsendarar
heimspressunnar Grétar og menn hans í friði.
Geymarnir í Öskjuhlíðinni voru
byggðir iyrir rúmum 20 árum.
Þeir eru risastórir; 9.000 rúm-
metrar hvor. Hjá Hitaveitu
Reykjavíkur áætla menn að unnt
verða að nýta rúman helming þess
efnis sem til fellur við niðurrifið.
Kostnaður við niðurrif geymanna
Vinnufiokkurinn í Öskjuhlíðinni. Frá vinstri: Gunnar Jósepsson, Sigmundur Jóhannesson, Björgvin Sig-
urðsson, Jón Geirsson, Jóhannes Steinþórsson, Grétar Sveinsson.
HÖGNI HREKKVISI
BFTlRLýsTOR |
22S§j ó $
\jezÐL auh
„VEZPLAUH... 25 PÓSII? AF KA~tTA/\AAT ■ ■ - "
Víkverji skrifar
Víkveiji er enginn sérstakur tón-
listaraðdáandi, en fáa þætti í
Sjónvarpi hefur hann haft meiri
ánægju af að horfa og hlýða á en
Kontrapunkt, þar sem fulltrúar
fjögurra þjóða á Norðurlöndum
reyndu með sér á sviði sígildrar
tónlistar.
Yfirgripsmikil þekking þátttak-
enda leyndi sér ekki, en sérstaklega
var skemmtilegt að fylgjast með,
ef þeir höfðu ekki heyrt tónsmíðarn-
ar áður, hvernig spyrillinn ýtti und-
ir þá og þeir nálguðust lausnina
skref fyrir skref. Fyrir leikmann
var með ólíkindum hve langt þeir
komust oft á tíðum. Þá spillti ekki
fyrir hve lífleg framkoma spyrils,
dómara og keppenda kitlaði oft
hláturtaugamar.
Þótt íslendingar yrðu þarna í
neðsta sæti var framganga fulltrúa
okkar þeim og okkur til mikils
sóma. Væri óskandi að öll norræn
samvinna um sjónvarpsefni heppn-
aðist jafn vel.
Allir hljóta að vera sammála um
að neyta þurfi allra ráða til
þess að draga úr slysum í umferð-
inni. Þar skipta að sjálfsögðu mestu
máli þau slys sem leiða til dauða
eða örkuml hljótast af. Þá er eigna-
tjónið ótalið, en það hefur verið
gífurlegt núna á síðustu mánuðum.
Nú er það svo með slysin að í
mörgum tilfellum fær maðurinn
ekki við þau ráðið, en umferðarslys-
in eru þar þó sér á blaði því að í
langflestum tilfellum er það öku-
maðurinn sem bregst. Algeng orsök
er of hraður akstur og glannaskap-
ur, en þó þarf ekki svo að vera,
heldur hitt að bílstjórinn metur að-
stæður ekki rétt eða hreinlega er
að hugsa um eitthvað annað en
aksturinn.
Víkveiji hefur heyrt því fleygt
að íslendingar séu þannig gerðir
að þeir geti aldrei tileinkað sér
neitt sem kalla mætti umferðar-
menningu. Auðvitað erum við ekki
svo iila á vegi staddir, þótt við hög-
um okkur stundum í umferðinni
eins og vegurinn sé fyrir okkur eina
og aðrir þar aðeins til þess að þvæl-
ast fyrir.
xxx
Samkvæmt skýrslum verða flest
tjón á ökutækjum við aftaná
akstur. Athygli ökumanna hefur nú
að undanfömu sérstaklega verið
vakin á þessu og þeir hvattir til að
vera ætíð viðbúnir því að næsta bíl
á undan sé snögglega hemlað. Þá
er skiljanlega nauðsynlegt að nægi-
legt bil sé á milli bílanna þannig
að hægt sé að stöðva í tæka tíð.
Víkvetji hefur tamið sér slíkt
aksturslag, en tvívegis á skömmum
tíma hefur munað litlu að hann
lenti í árekstri einmitt vegna þess.
í bæði skiptin skutust bílar í bilið
rétt framan við trýnið á Víkveija.
Ósjálfráð viðbrögð — kannski ekki
rétt — voru að snögghemla, en sem
betur fer voru þeir sem á eftir komu
vakandi við stýrið og allt fór vel.
Já, það þurfa margir að flýta sér
og hver mínúta er dýrmæt, jafnvel
svo dýrmæt að menn verða að
gjalda fyrir hana með lífi sínu.