Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 22.04.1990, Síða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ É. 'APRÍL í 1990 Læknaskráin 1990 er komin út. Skráin er til sölu á skrifstofu landlæknis- embættisins, Laugavegi 116, II. hæð. LANDLÆKNIR. Lögmenn Þórður S. Gunnarsson hrl. Sigurbjörn Magnússon hdl. Ármúla 17, s. 68 15 88,fax68 11 51 Nyting náttúruauðlinda ísátt við umhverfið Fáar aðrar þjóðir geta fullnœgt rafmagnsþörf sinni án þess að valda ómœldum umhverfis- sþjöllum með brennslu á kolum og olíu og ekki bœta kjarnorkuknúin orkuver úr skák með þeirri ógn, sem þeim fylgir. Ef vel er á haldið þarf nýting orkulinda okkar íslendinga ekki að brjóta í bága við umhverfis- verndarsjónarmið og getur hún því verið undirstaða ah/innuvega okkar og góðra lífsskilyrða um ófyrirsjáanlega framtíð. í dag höfum við aðeins beislað um 8% afþeim hluta vatnsafls okkar og jarðhita, sem virkja má á hagkvœman hátt til rafmagnsframleiðslu að teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Rafmagn er undirstaða góðra lífskjara og framfara á sviði iðnaðar og tœkni í nútímaþjóðféiagi. íslendingar fá sitt rafmagn nœr eingöngu með virkjun vatns- afls og jarðhita, en nýting slíkra orkugjafa er mengunarlaus með öllu. Öllum virkjanaframkvœmdum fylgir óhjákvœmi- lega eitthvert rask á gróðurlendi og umhverfi virkjunarstaða. Landsvirkjun hefur um árin lagt áhersiu á að halda slíku raski og náttúrusþjöll- um í lágmarki og bœta allt tjón af völdum framkvœmda sinna með uppgrœðslu og gróðurvernd. Hefur þetta verið drjúgur þáttur í starfsemi fyrirtœkisins. Á 25 ára starfsferli sínum hefur Landsvirkjun grœtt upp rúmlega 3000 hektara lands, sem áður voru að mestu örfoka sandar og auðnir. Auk stórfelldrar uppgrœðslu hefur fyrirtœkið kostað umfangsmiklar rannsóknir á gróðurfari og lífríki víða um landið. Landsvirkjun framleiðir meir en 93% af öllu rafmagni, sem notað er á íslandi og mun áfram kappkosta að leggja sitt afmörkum til betri lífskjara með nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar í sem bestri sátt við umhverfið. E immmm BAIiÞANKAR Hasarblaða- sýklar Það er lítill sjarmi orðinn yfir því að fara í bíó nú á dögum. Svona var það 1959; Sunnudagsmorgun. Ég vakna við hamarshögg. Það er móðir hhbhb mín að berja til lærissneiðar og strax eftir mat- inn neyðist pabbi til að opna budduna sína og draga upp .1«, ÓI.I splunki-aan Gunnarsson Hvaða gotti-_ namm skal sjá í dag? i Stjörnubíó er Johnny Weis- muller að leika Tarzan. í Gamla Bíó, Andrés Önd og félagar. í Austurbæjarbíó; Roy og Trig- ger. Það eru slíkar dásemdir að skoða að maður stendur ráðala- us. Þá er kallað að það sé síminn til mín. Það er frændi minn. Hann býr við Lokastig, við mætumst á horninu á Lauga- vegi og Frakkastíg, strikum yfir Andrés og ungana við slæmar undirtektir systur hans og tök- um stefnuna á Stjörnubíó og Tarzan. Við höldum á sitt hvor- um hasarblaðabunkanum og hann leiðir litlu systur. Hún heldur um tikallinn sinn af slikri festu að engu gripi verður saman jafnað, utan taki Þor- geirs Hávarssonar á hvönninni forðum, sjá Gerplu, blaðsíðu 157, önnur prentun. í anddyrinu á Stjörnubíó byrja blaðaskiptin. Það er handagangur í öskjunni, ég er að safna Súpermann, fæ tvö blöð, annað frekar skítugt svo ég slepp með að láta eitt Andrés í staðinn. Þá fréttist af ein- hverjum óðum Tarzanblaða- safnara sem mun standa úti- fyrir Austurbæjarbíó og láta þar tvö Súpermann í skiptum fyrir eitt Tarzan. Við hlaupum af stað. Litla stúlkan segir: Ef þið farið með mig að sjá Roy einu sinni enn þá kveiki ég í bíóinu. Við lítum hver á annan félag- arnir og glottum hneykslaðir. Hún hefur ekki annað upp úr þessu uppsteiti en að vera skikkuð til að kaupa handa okkur gotterí fyrir tíkallinn sinn og sitja svo á milli sæ- tanna og sjá ekki neitt. Þegar við erum á útleið spyrst hræðileg og fáránleg frétt um anddyrið; löggan er fyrir utan og hirðir hasarblöð, það er sagt þau séu útötuð i sýklum, þetta er skipun frá ein- hveiju skelfilegu yfirvaldi sem löggan kallar landlækni . . . Þegar löggan hirti af okkur hasarblöðin hafði hún enda- skipti á heiminum. Við tókum hamskiptum og allt í einu kom skeggló á vangann. Við byrjuð- um að hanga inn á Austurbar og tala dimmraddaðir við stelp- ur og allt í einu vorum við komnir með íbúð, tilbúna undir tréverk. Svo tókum við krakkana okkar með á þrjúbíó, við skög- uðum upp úr hér og hvar í saln- um, hamingjusömustu guttarn- ir á svæðinu. En hasarblöðin komu aldrei aftur. Þess vegna vil ég nú mælast til þess að landlæknir geri hreint fyrir sínum dyrum og hafi um það forgöngu að nýr stöpull verði steyptur framan við stjórnarráðið. Síðan má það opinbera embætti efna til sam- keppni um bestu höggmyndina af hasarblaðastráknum og láta steypa hana í eir. Mín tillaga er sú að hann standi útskeifur með aðra hönd á lofti og stabba af Dell-blöðum í fanginu. Ef þeim sem stjórnarráðinu stjórnar þykir ekki styttu á bætandi þarna fyrir framan, þá legg ég til að snör umskipti verði höfð og Hannes Hafstein verði slakað niður af stöpli sínum. Reikninginn má síðan senda embætti landlæknis, það er kominn tími til að þeir borgi fyrir þau hortugheit, að láta hirða hasarblöðin forðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.