Morgunblaðið - 27.05.1990, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
ERLEIMT
INNLENT
Bandarísk rannsókn:
Kosið til
sveitar-
stjórna á
laugardag
Kosið var til 149 sveitarstjórna á
laugardag, þar af í 30 kaupstöð-
um og 119 hreppum. Á kjörskrá
voru 180.235 manns, flestir í
Reykjavík eða 71.338. Sjö fram-
boðslistar komu fram í Reykjavík.
í samtölum við kosningastjóra og
oddvita listanna kom fram að
kosningabaráttan hefði verið í
daufara lagi í þetta skiptið.
Mæðrum heitið greiðslu
fyrir að vera heima
Eitt kosningaloforða Sjálf-
stæðisflokksins fyrir borgar-
stjómarkosningamar í Reykjavík
var um að ákveða fyrirkomulag á
greiðslu til foreldra sem kjósi að
annast börn sín á dagvistunar-
aldri heima.
Siguijón framleiddi
verðlaunamynd
Kvikmyndin
Wild at Hearts
í leikstjóm
David Lynch
vann Gullpálm-
ann á kvik-
myndahátíðinni í
Cannes. íslend-
ingar geta eign-
að sér nokkuð í þeirri mynd, því
hún er framleidd af fyrirtækinu
Propaganda Films sem Sigur-
jón Sighvatsson á í Los Angeles.
Kók hækkar
Vífilfell hf. hækkaði verð á
gosdrykkjum um 7% að meðal-
tali. Verðlagsstofnun gerði ekki
athugasemdir við þessa hækkun,
sem forsvarsmenn Vífilfells sögðu
m.a. stafa af hækkun á hráefni
og ýmsum öðrum kostnaðarhækk-
unum sem orðið hefðu frá því
verð á gosdrykkjum hækkaði
síðast í nóvember. Guðmundur
J. Guðmundsson formaður
Dagsbrúnar brást illa við verð-
hækkuninni og sagðist ætla að
hvetja almenning til að hætta að
kaupa kók.
Hæstiréttur ógildir
fjárnám
Hæstiréttur hefur fellt út gildi
fjárnám sem gert var hjá fyrrum
stjórnarmanni Kaupfélags Sval-
barðseyrar, en stjómarmaðurinn
hafði tekist á hendur sjálfskuldar-
ábyrgð á tveimur skuldabréfum
til kaupfélagsins.
Verð á saltfiski
hækkar
Portúgalar hafa samþykkt að
taka á sig 7% toll á íslenskum
saltfiski sem tók gildi í apríl. Eftir-
spurn eftir saltfiski er nú mikil
og fyrirsjáanlegt að næstu mán-
uði verði hún meiri en Sölusam-
band íslenskra fiskframleið-
enda geti annað.
102 kílóa lúða
áfæri
Kristmundur Halldórsson
skipstjóri í Ólafsvík veiddi 102
kílóa lúðu á handfæri í vikunni.
Kristmundur, sem er kominn yfír
sextugt, var í hálftíma að inn-
byrða stórfískinn.
ERLENT
Fjölda-
morð vekja
heift Araba
Hörð átök brutust út á Gaza-
svæðinu, Vesturbakka Jórdanar
og í ýmsum borgum ísraels á
mánudag eftir að fjórtán Pa-
lestínumenn höfðu verið drepnir
á sunnudag. Sjö þeirra myrti ísra-
eli, sem talinn er geðveikur, í
bænum Rishon le Zion skammt
frá Tel Aviv. Kröfur um hefnd
heyrðust víða í nágrannaríkjum
ísraels. Bandaríkjastjórn og al-
þjóðanefnd Rauða krossins í Sviss
fordæmdu morðin. Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna korri saman
á þriðjudag til að ræða ástandið
á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu.
Sakaðir um gróf
kosningasvik
Endurreisnar-
ráðinu í Rúm-
eníu og lon IIi-
escu, forseta-
frambjóðanda
þess, sem unnu
stórsigur í fyrstu
fijálsu kosning-
unum í landinu í
rúm 50 ár, hefur verið borið á
brýn að hafa staðið á bak við stór-
felld kosningasvik. Ráðamenn
fullyrtu á hinn bóginn að kosning-
amar hefðu verið lýðræðislegar
og hétu þjóðinni framfömm og
frelsi.
Engin ógn að austan
Vigleik Eide hershó'fðingi, for-
maður hermálanefndar Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, sagði á
blaðamannafundi í Bmssel á
þriðjudag að Vestur-Evrópu stæði
ekki lengur ógn af Varsjárbanda-
laginu, en þó væri ljóst að sovéski
herinn yrði um langa hríð mjög
öflugur þrátt fyrir einhliða niður-
skurð Sovétríkjanna á vígbúnaði
sínum. Á fundi hermálanefndar
NATO sem lauk á þriðjudag var
samþykkt að mæla með því við
varnarmálaráðherra bandalagsins
að hemaðaráætlanir þess yrðu
endurskoðaðar í ljósi breyttra að-
stæðna í Evrópu.
Bauð Litháum
málamiðlun
á þremur árum
Míkhaíl S.
Gorbatsjov, for-
seti Sovétríkj-
anna, lýsti yfir
því í Moskvu á
föstudag að Lit-
háen gæti öðlast
fullt sjálfstæði á
tveimur til þrem-
ur áram ef það
gengi að þeim kröfum Sovét-
stjómarinnar að fresta gildistöku
sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar. Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseti sagði
í Washington sama dag að ólík-
legt væri að unnt reyndist að
sætta ólíkar skoðanir risaveld-
anna á Litháenmálinu og samein-
ingu Þýskalands á leiðtogafundin-
um sem haldinn verður í Washing-
ton nú í vikunni.
Reiðmennska hættu-
legri en vélhjólaakstur
Atlanta. Reuter.
REIÐMÖNNUM, einkum þeim sem ungir eru að aldri, er hættara
við að slasast alvarlega en vélhjóla- eða kappakstursmönnum, að
því er fram kemur í rannsóknarskýrslu sem bandaríska heilbrigði-
seftirlitsstofnunin CDC sendi frá sér á fimmtudag. Stofiiunin
mælir með að allir reiðmenn noti öryggishjálma til að verjast
heilahristingi og höfuðmeiðslum.
Niðurstöður okkar benda til að
hjálmamir bæði dragi úr al
varlegum slysum á hjólreiða- og
vélhjólamönnum og fækki slysum
á þeim einnig,“ segir dr. David
Nelson, sem stjórnaði rannsókn-
inni, „og við teljum ríka ástæðu
til að ætla að það mundi einnig
gerast hjá reiðmönnum."
í skýrslunni kemur fram að á
áranum 1987 og 88 var komið
með nærri 93.000 manns á slysa-
varðstofur í Bandaríkjunum vegna
meiðsla sem hlotist höfðu í reið-
mennsku. Mesta slysatíðnin var
hjá aldursflokknum 5-24 ára. Um
60% hinna slösuðu í þeim hópi
vora stúlkur.
í skýrslunni kemur enn fremur
fram að enskir vísindamenn hafa
komist að raun um að gera megi
ráð fyrir einu slysi að meðaltali á
hveijar 350 klukkustundir reið-
mennsku. Sambærileg tala fyrir
vélhjólaakstur er eitt slys á hveij-
ar 7.000 klukkustundir.
Ekki var greint frá tölum varð-
andi slysatíðni í kappakstri, en í
skýrslunni sagði að slysatíðni hjá
reiðmönnum væri meiri en hjá
kappakstursmönnum.
Vestur-þýskir jafíiaðarmenn og samningur þýsku ríkjanna:
Áhættusöm leikflétta
hjá Oskar Lafontaine
Oskar Lafontaine (t.v.) og Hans-Jochen Vogel, tveir helstu forystu-
menn jafnaðarmanna i Vestur-Þýskalandi. Lafontaine vill ekki
samþykkja samning þýssku ríkjanna um efiiahagssamruna
óbreyttan.
„ÞAÐ fer ekki á milli mála að
við viljum halda i kanslaraefnið
okkar,“ voru viðbrögð eins for-
ystumanna vestur-þýska Jafii-
aðarmannaflokksins (SPD) að
loknum miðstjórnarfundi
flokksins í upphafi vikunnar. Á
fundinum var til umræðu samn-
ingurinn um efiiahagssamruna
sem ríkisstjórnir beggja þýsku
ríkjanna undirrituðu 18. maí sl.
Eftir fimm klukkutíma fúndar-
höld var ákveðið að samþykkja
ekki samninginn í „núverandi
mynd“. Þótt kanslaraefiii
flokksins, Oskar Lafontaine,
sem enn er að jafiia sig eftir
banatilræðið sem honum var
sýnt fyrr í mánuðinum, hafi
ekki verið viðstaddur sveif andi
hans yfir vötnunum. Hann hafði
látið þau boð út ganga að sam-
þykkti flokkurinn samninginn
óbreyttan yrði hann að leita sér
að nýju kanslaraefiii fyrir kosn-
ingarnar í desember nk. Þessi
afstaða Lafontaines er mjög
umdeild innan flokks hans.
Deilurnar um þennan samning
eru einungis hluti af þeim
mikla vanda sem vestur-þýskir
jafnaðarmenn standa nú frammi
fyrir er sameining
Þýskalands er að
verða að veru-
leika. SPD hefur á
síðustu áratugum
ekki lagt mikið
kapp á samein-
ingu Þýskaland og
glímir nú við þann fortíðarvanda.
Flokkurinn hafði tekið upp náið
samstarf við austur-þýska Komm-
únistaflokkinn og vildi jafnvel við-
urkenna sjálfstæði Austur-Þýska-
lands. Ekki er nema um eitt ár
síðan að Willy Brandt, fyrram
kanslari, hélt því fram að samein-
ing þýsku ríkjanna væri mesta
sjálfsblekking (Lebensluge) þýsku
þjóðarinnar. Nú hefur hins vegar
komið á daginn að engir hafa
blekkt sjálfa sig eins herfílega og
einmitt talsmenn slíkra sjónar-
miða. Brandt hefur skipt um skoð-
un og segir nú að það grói saman
sem eigi saman.
Jafnaðarmenn voru strax eftir
byltinguna í A-Þýskalandi tals-
menn þess að efnahagssamrani
þýsku ríkjanna gengi sem hraðast
fyrir sig. Þetta breyttist þó eftir
að Oskar Lafontaine hafði gefið
kost á sér sem kanslaraefni
flokksins. Þá var lögð áhersla á
að huga þyrfti vel að hverju
skrefí og flýta sér hægt. Sem
flokkur í stjórnarandstöðu og með
kosningar fram undan verður
SPD einhvern veginn að marka
sér sérstöðu. Að leggjast gegn
sameiningunni kemur auðvitað
ekki til greina en í staðinn hefur
verið gripið tii
þess ráðs, aðal-
lega af hálfu
Lafontaines, að
reyna að vekja
upp ótta á meðal
vestur-þýskra
kjósenda um
kostnaðinn vegna sameiningar-
innar og þær byrðar sem almenn-
ingur myndi hugsanlega þurfa að
leggja á sig tímabundið vegna
hennar. Var kosningabarátta
flokksins í Neðra-Saxlandi og
Nordrhein-Westfalen á þeim nót-
um. Flokkurinn vann sigur í kosn-
ingunum í þessum ríkjum fyrr í
mánuðinum enda sýna skoðana-
kannanir að Vestur-Þjóðveijar
vilja ekki skert lífskjör vegna
„bræðra" sinna í austri.
Það vinnur enginn stjórnarand-
stöðuflokkur sigur í kosningum
með því að leggja blessun sína
yfír gjörðir ríkisstjórnarinnar.
Þess vegna er farið fram á breyt-
ingar á samningnum. SPD krefst
þess meðal annars að stutt verði
efnahagslega við bakið á austur-
þýskum fyrirtækjum og að einnig
komi til samruni í umhverfismál-
um (slíkur umhverfissamrani
myndi aftur á móti verða bana-
biti óteljandi austur-þýskra fyrir-
tækja og því í nokkurri andstöðu
við fyrri kröfuna).
Ríkisstjórn Kohls ætlar hins
vegar ekki að breyta samningnum
og gæti því SPD staðið frammi
fyrir því að þurfa annað hvort að
kyngja samningnum óbreyttum
eða að hafna honum. Er flokkur-
inn í lykilstöðu til þess eftir að
hafa unnið meirihluta í Sam-
bandsráðinu, efri deild þýska sam-
bandsþingsins, fyrr í mánuðinum.
Talsmenn stjórnarinnar leggja
áherslu á að það væri mikill
ábyrgðarhluti að hafna samningn-
um. Það myndi skjóta sameining-
unni á frest um óákveðinn tíma.
Þá gæti frestun haft afdrifaríkar
afleiðingar í för með sér vegna
áhrifa á andrúmsloftið í Austur-
Þýskalandi. Það gæti þýtt að
milljónir Austur-Þjóðveija myndu
flytjast vestur og væri þann
straum einungis hægt að stöðva
með nýjum „múr“. Það eykur líka
á vanda SPD að systurflokkur
þeirra fyrir austan á aðild að ríkis-
stjórninni sem undirritaði samn-
inginn og styður hann heilshugar.
Það era því miklar líkur á því
að SPD muni ekki láta hart mæta
hörðu hvað samning þýsku ríkj-
anna varðar, hvað svo sem La-
fontaine segir. Telja margir for-
ystumenn flokksins málið vera
alvarlegra en svo að gera eigi það
að flokkspólitísku þrætumáli.
BAKSVID
Steingrímur Sigurgeirsson
skrifar frá Trier